Morgunblaðið - 08.01.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020
England
Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur:
Manch. Utd – Manch. City ...................... 1:3
Grikkland
Bikarkeppnin, 16-liða, fyrri leikur:
OFI Krít – PAOK ..................................... 0:3
Sverrir Ingi Ingason lék fyrstu 72 mín-
úturnar með PAOK.
Vináttulandsleikur karla
Svíþjóð – Egyptaland.......................... 27:24
Kristján Andrésson þjálfar lið Svíþjóðar.
Svíþjóð
Borås – Umeå....................................... 89:76
Elvar Már Friðriksson skoraði 25 stig,
tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar
fyrir Borås.
NBA-deildin
Philadelphia – Oklahoma City......... 120:113
Charlotte – Indiana .......................... 104:115
Washington – Boston ........................... 99:94
Orlando – Brooklyn............................ 101:89
Atlanta – Denver .............................. 115:123
New Orleans – Utah......................... 126:128
San Antonio – Milwaukee ................ 126:104
Dallas – Chicago ............................... 118:110
Sacramento – Golden State ............... 111:98
Staðan í Austurdeild:
Milwaukee 32/6, Boston 25/9, Miami 26/10,
Toronto 24/12, Philadelphia 24/14, Indiana
23/14, Orlando 17/20, Brooklyn 16/19,
Charlotte 15/24, Chicago 13/24, Detroit 13/
24, Washington 12/24, Cleveland 10/26,
New York 10/26, Atlanta 8/29.
Staðan í Vesturdeild:
LA Lakers 29/7, Denver 25/11, Houston 24/
11, LA Clippers 26/12, Utah 24/12, Dallas
23/13, Oklahoma City 20/16, San Antonio
15/20, Memphis 15/22, Portland 15/22,
Minnesota 14/21, Phoenix 14/22, Sacra-
mento 14/23, New Orleans 12/25, Golden
State 9/29.
Ellefu nýliðar eru í 26 manna lands-
liðshópi Kanada í knattspyrnu sem
var valinn fyrir þrjá vináttulands-
leiki í janúarmánuði, tvo gegn
Barbados og þann þriðja gegn Ís-
landi á miðvikudaginn í næstu viku.
Allir leikirnir fara fram í Irvine í
Kaliforníu en þar dvelur kanadíska
liðið í tólf daga vegna leikjanna en
fyrri leikurinn við Barbados fór
fram í nótt og sá seinni verður á
föstudagskvöldið.
Fáir af fastamönnum Kanada eru
í hópnum en reyndastir eru fram-
herjinn Tosaint Ricketts sem hefur
skorað 16 mörk í 59 landsleikjum,
miðjumaðurinn Samuel Piette sem
hefur leikið 46 landsleiki og miðju-
maðurinn Jonathan Osario sem
hefur leikið með Toronto. Þeir
spila allir með kanadískum fé-
lagsliðum í bandarísku MLS-
deildinni.
Tveir í hópnum eru samherjar ís-
lenskra leikmanna, Manjrekar
James frá Midtjylland í Danmörku,
sem hefur leikið 16 landsleiki, og
Sam Adekugbe frá Vålerenga í
Noregi sem hefur leikið 9 lands-
leiki. Mikael Anderson frá Midtjyll-
and og Samúel Kári Friðjónsson frá
Vålerenga (lánsmaður hjá Viking
Stavanger) eru í íslenska hópnum.
Ísland verður með svipað lið í
leiknum við Kanada, fáa reynda
menn og sjö nýliða. vs@mbl.is
Ellefu nýlið-
ar í hópi
Kanada
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Haukar ... 19.15
Mustad-höll: Grindavík – Valur .......... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Breiðablik . 19.15
DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 19.15
KNATTSPYRNA
Norðurlandsmót kv., Kjarnafæðismótið:
Boginn: Tindastóll – Þór/KA............... 18.45
Í KVÖLD!
Manchester City er í afar vænlegri
stöðu eftir þægilegan 3:1-sigur gegn
Manchester United í fyrri leik lið-
anna í undanúrslitum enska deilda-
bikarsins í knattspyrnu á Old Traf-
ford í Manchester í gær.
Miðverðir United, þeir Victor
Lindelöf og Phil Jones, litu vægast
sagt illa út allan leikinn en leikmenn
City gerðu oft á tíðum lítið úr þeim.
Bernardo Silva og Riyad Mahrez
skoruðu mörk City í fyrri hálfleik og
þá varð Andreas Pereira fyrir því
óláni að skora sjálfsmark eftir lag-
legan undirbúning Kevin De Bruyne
og staðan því 3:0 í hálfleik.
City-menn slökuðu aðeins á
bensíngjöfinni í seinni hálfleik og
United komst betur inn í leikinn.
Marcus Rashford lagaði stöðuna fyrir
United með marki af stuttu færi á 70.
mínútu. Síðari leikur liðanna fer fram
á heimavelli City, Etihad-vellinum,
hinn 29. janúar. bjarnih@mbl.is
United
sá ekki
til sólar
AFP
Sannfærandi Leikmenn City fagna öruggum og þægilegum sigri gegn Manchester United á Old Trafford í gær.
Elvar Már Friðriksson fór á kostum
fyrir Borås þegar liðið vann þrett-
án stiga heimasigur gegn Umeå í
efstu deild Svíþjóðar í körfuknatt-
leik í gær. Leiknum lauk með 89:76-
sigri Borås en Elvar gerði sér lítið
fyrir og var stigahæsti maður vall-
arins með 25 stig. Þá gaf Íslending-
urinn átta stoðsendingar og tók
þrjú fráköst á þeim rúma hálftíma
sem hann lék. Borås fer með sigr-
inum upp í efsta sæti deildarinnar í
34 stig og hefur nú tveggja stiga
forskot á Koping Stars sem á leik til
góða á Borås. bjarnih@mbl.is
Stigahæstur í
mikilvægum sigri
Ljósmynd/@BorasBasket
Lykill Elvar Már Friðriksson hefur
spilað frábærlega á tímabilinu.
Dilja Ýr Zomers er gengin til liðs
við Íslandsmeistara Vals í knatt-
spyrnu en þetta kom fram á Face-
book-síðu félagsins í gær. Diljá
skrifar undir tveggja ára samning
við Íslandsmeistarana en hún kem-
ur til félagsins frá Stjörnunni.
Diljá er fædd árið 2001 en hún er
uppalin hjá FH í Hafnarfirði. Hún á
að baki 39 leiki í efstu deild fyrir
FH og Stjörnuna þar sem hún hefur
skorað tvö mörk. Þá á Diljá að baki
fimm landsleiki fyrir U17 ára lands-
lið Íslands þar sem hún hefur skor-
að eitt mark. bjarnih@mbl.is
Liðsstyrkur til
meistaranna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Efnileg Diljá Ýr Zomers hefur leik-
ið með FH og Stjörnunni á ferlinum.
„Ég er satt best að segja búinn að
vera spenntur frá því að nítján
manna hópurinn var tilkynntur,“
sagði Janus Daði Smárason, leik-
stjórnandi íslenska karlalandsliðsins
í handknattleik, í samtali við Morg-
unblaðið á blaðamannafundi HSÍ í
gær.
„Ég missti af lestinni fyrir ári
þannig að fyrir mig persónulega þá
er ég búinn að bíða lengi eftir þessu
og ég er fullur eftirvæntingar. Ég er
spenntur að fara út enda eitt af því
skemmtilegasta sem maður gerir að
taka þátt í svona verkefnum með
landsliðinu. Ég reikna fastlega með
því að ég muni fá mín tækfæri til
þess að hjálpa liðinu. Ég hef verið í
góðum takti með félagsliði mínu Aal-
borg og vonandi get ég tekið það með
mér inn í þetta verkefni og hjálpað
landsliðinu. Það er ofarlega í mínum
huga að vera stór partur af íslenska
landsliðinu og vonandi get ég verið
besta útgáfan af sjálfum mér á þessu
móti.“
Markmiðin fyrir EM eru skýr hjá
íslenska liðinu. „Við viljum allir kom-
ast upp úr riðlinum og ég hef fulla trú
á því að það takist.“ bjarnih@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Leikstjórnandi Janus Daði Smárason gæti fengið stórt hlutverk á EM.
Vill gera sig gildandi
í íslenska landsliðinu
„Ég er bæði fullur eftirvæntingar
og tilhlökkunar fyrir næstu dögum.
Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu
og ég hlakka til að takast á við
þetta krefjandi verkefni með þess-
um leikmannahópi,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari karla í handknatt-
leik, þegar Morgunblaðið ræddi við
hann á fundinum í gær.
Aron Pálmarsson, Bjarki Már El-
ísson og Elvar Örn Jónsson hafa all-
ir verið að glíma við meiðsli en Guð-
mundur er bjartsýnn á að þeir verði
allir klárir í fyrsta leik í Malmö.
„Ég er nokkuð bjartsýnn á að
Elvar verði klár í fyrsta leik. Hann
er byrjaður að hlaupa og taka varn-
arskref á æfingum en hann er
vissulega í kapphlaupi við tímann.
Þetta var slæm tognun sem hann
lenti í en samt sem áður ekki það
slæm að menn eru frekar bjartsýn-
ir, bæði læknar og sjúkraþjálfarar.
Bjarki Már lítur vel út og hann var
með á æfingu í dag. Hann er líka
undir stífri meðhöndlun sjúkra-
þjálfara, tvisvar á dag, og ég er líka
bjartsýnn á að hann verði klár í
fyrsta leik. Þá tók Aron virkan þátt
í æfingu liðsins í dag og það er nán-
ast hægt að útskrifa hann af sjúkra-
listanum.“
Guðmundur segir erfitt að átta
sig á íslenska liðinu, meðal annars
vegna reynsluleysis, en fyrsta
markmið fyrir Evrópumótið sé
skýrt.
„Það eitt að komast upp úr þess-
um riðli er ákveðið afrek. Við erum
í ákveðnum uppbyggingarfasa með
liðið og andstæðingar okkar í riðla-
keppninni eru afar sterkir. Það eru
ákveðnir óvissuþættir í kringum
okkar lið og við getum átt bæði frá-
bæra leiki og dottið svo alveg niður
og átt slæma leiki líka. Það er þess
vegna erfitt að átta sig á stöðu liðs-
ins í dag en við erum að byggja
okkur upp, hægt og rólega. Okkar
fyrsta markmið er að komast upp
úr riðlinum en það þarf mjög margt
að ganga upp svo að það takist,“
sagði Guðmundur ennfremur í gær.
bjarnih@mbl.is
Aron Pálmarsson
nánast útskrifaður
af sjúkralistanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spenntur Guðmundur Guðmunds-
son er fullur tilhlökkunar.