Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 29

Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI Bronsstytta af fótboltamanninum Zlatan Ibrahimovic var felld af stalli sínum í Málmey um helgina. Frá þessu greinir sænska ríkis- útvarpið. Skemmdarvargar söguðu fætur styttunnar, sem vegur 500 kg, í sundur við ökkla og ýttu um koll. Hún hefur nú verið fjarlægð. Borgaryfirvöld í Málmey harma at- vikið og hafa kært það til lögregl- unnar. Þetta eru ekki fyrstu skemmdirnar sem unnar eru á styttunni, því síðan Zlatan varð meðeigandi í fótboltafélaginu Hammarby í Stokkhólmi, sem er helsti keppinautur MFF, knatt- spyrnuliðs Málmeyjar, hefur ítrek- að verið ráðist á styttuna og nef hennar m.a. sagað af. Samtímis hef- ur verið ráðist að heimili Zlatans í Stokkhólmi. „Við bjóðum Zlatan-styttunni nýjan íverustað á Mosebacke- terrassen þar sem hún getur staðið og horft yfir Stokkhólm í félags- skap við August Strindberg,“ segir Samuel Laulajainen, stjórnandi Södra Teatern, í samtali við Nöjes- guiden. Segist hann binda vonir við að ráðamenn í Málmey hugnist til- boð leikhússins, enda mikilvægt að finna styttunni nýtt og öruggt heimili. Zlatan hefur ekki viljað tjá sig um skemmdirnar, sem margir tengja ekki aðeins gremju áhang- enda MFF heldur einnig rasisma. AFP Skemmdarverk Styttan af Zlatan Ibrahimovic eftir að hún var felld. Má vera hjá StrindbergG agnrýnendur úti í hinum stóra heimi hafa keppst við að rakka niður Kett- ina, Cats, nýja kvikmynd úr smiðju Universal Pictures sem gerð er eftir sviðssöngleiknum sí- vinsæla þar sem fylgst er að nætur- lagi með flokki katta sem kallast Jellicles. Fólk fer mikinn í því að finna upp frumlegustu orðaleikina til að lýsa vanþóknun sinni en einna mest virðist fara fyrir brjóstið á fólki að tölvugrafík hafi verið notuð til að bræða saman mannverurnar (leikar- ana) og dýrið kött, svo úr verða ein- hverskonar mannkettir. Mörgum vekur þetta hrylling og kvartað hef- ur verið yfir kynfæraleysi skepn- anna sem á sama tíma séu allt of kynferðislegar í hreyfingum, rófur kattanna hafa verið sagðar í full mikilli reisn við ákveðin tækifæri og einhverjir lesa út úr þessu kyn- svallstilvísanir. Að þarna sé saman kominn hópur spólgraðra katta. Myndin er sem sagt sögð „kínkí“ á slæman hátt, sumir nefna blæti, aðr- ir kalla hana martröð. Ég fór því í bíó með það í huga að láta þessa neikvæðu umfjöllun ekki stjórna því hvernig ég horfði á myndina, ég ætlaði að horfa með opnum huga og búast við hinu besta. Og viti menn, mér fannst áhugavert og skemmtilegt að sjá þessa þekktu leikara í kattalíki, vissulega var það svolítið skrýtið og stundum á ein- hvern hátt „krípí“, en um leið eins og hvert annað ævintýri þar sem ekk- ert er ómögulegt. Í mínum huga er þessi kvikmynd fyndið „fríksjó“, en ánægja mín er mögulega lituð af því að ég elska ketti og nýt þess að horfa á mannslíkamann í dansi, og þarna eru nú aldeilis sveigjurnar og liðleik- inn, ballett, stepp og aðrir dansstíl- ar. Þar fyrir utan er söngur í miklu uppáhaldi hjá mér og nóg er af flott- um söngatriðum í Cats, þetta er jú söngleikur. Ég skil ekki þessa neikvæðu gagnrýni, við hverju bjóst fólk? Að leikararnir væru ekki í kattalíki? Enginn hefur fundið að kattagervi þeirra sem leika í Cats á sviði, hvað er að því að nota tæknina til að taka þetta alla leið? Vissulega má velta fyrir sér hvort heillavænlegra hefði verið að gera kvikmynd um Cats þar sem dýrin væru tölvugerð, rétt eins og í kvikmyndinni Lion King, í stað þess að gera fólk að dýrum. Þetta eru tvær ólíkar leiðir til að nálgast verkefnið, en að færa vinsælan söng- leik af sviði yfir í bíómynd er mikil kúnst, það er afar ólíkt að vera áhorfandi í leikhúsi í nálægð við leik- arana á sviði, heldur en að sitja í bíó- sal og horfa á kvikmynd á tjaldi. Eðli söngleikja á sviði er að vera nokkuð langdregnir þar sem öllu er komið til skila í söng, á meðan við erum vön því í kvikmyndum að allt gerist hratt, að sögunni vindi vel fram. Ég verð að játa að í handriti Cats er ekki mikil framvinda, þar er aðal- lega verið að kynna ólíka persónu- leika katta fyrir hinni saklausu Victoriu sem er ný í hópnum. Þessir kattapersónuleikar eru nokkuð ein- faldir, standa hver fyrir ákveðna þætti í mannlegu eðli, en gleymum ekki að TS Eliot skrifaði jú ljóðin um kettina fyrir börn á fjórða áratugn- um, í bók sinni Old Possum’s Book of Practical Cats, sem Andrew Lloyd Webber samdi svo lög við í upphafi níunda áratugar og úr varð Cats á sviði. Sagan er í raun ósköp einföld og það gerist ekki mikið, annað en kynning kattanna og að þeir keppast við að hljóta hnossið, að vera valin til að fara til Heaviside Layer og öðlast nýtt líf. Þetta kvöld sem Cats á sér stað, er kvöldið eina á ári þar sem valið fer fram. Ekki hefur þessi ein- falda persónusköpun eða litla saga staðið söngleiknum fyrir þrifum, hann hefur verið sýndur á sviði bæði á Broadway í New York og á West End í London samfellt í um tuttugu ár. Í kvikmyndinni eru nokkrir góðir sprettir, t.d. atriðið þegar tvíeykið og smákrimmarnir Mungojerrie og Rumpelteazer bjóða Victoriu með sér í þjófaleiðangur. Einnig var breski leikarinn James Corden frá- bær sem Bustopher Jones, virkilega fyndinn, og gamli góði Ian McKellen skilaði listavel hlutverki sínu sem Gussi. Ballettdansarinn Francesca Hayward er aldeilis frábær í aðal- hlutverkinu sem Victoría og Idris Elba smellpassar í hlutverk hins vonda Macavity, virðist alveg finna sig í því. Jennifer Hudson er óað- finnanleg í minningarsöngnum og svo mætti lengi telja. Allir leikarar stóðu sig með prýði í þessum skrýtnu hlutverkum. Já, það var þónokkur sýra að horfa á mannkettina en þá er um að gera að njóta sýrunnar, þetta er heilmikið sjónarspil, og hafa húmor fyrir skringilegheitunum. Það var eitthvað barnslegt við þetta allt sam- an, sniðug nöfn kattanna og kisuleg kjánalætin, enda textinn skrifaður upphaflega fyrir börn, eins og fyrr segir. Kannski hefði verið betri hug- mynd að gera kvikmynd um Cats fyrir börn? Ég hefði sannarlega vilj- að sjá svona mynd þegar ég var barn. Kisulóra Ballettdansarinn Francesca Hayward stóð sig mjög vel í hlutverki sínu sem hin saklausa læða Victoria. Eru kettir kannski menn? Sambíó, Smárabíó, Háskólabíó Cats bbbnn Leikstjórn: Tom Hooper. Handrit: Lee Hall og Tom Hooper. Byggt á samnefnd- um söngleik með tónlist Andrew Lloyd Webber. Helstu leikarar: Francesca Hay- ward, Laurie Davidson, Judi Dench, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hud- son, James Corden, Ian McKellen og Re- bel Wilson. Bandaríkin og Bretland, 2019. 110 mínútur. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.