Morgunblaðið - 08.01.2020, Síða 32
Serbneski píanóleikarinn Dragana
Teparic heldur einleikstónleika í
Hljóðbergi í menningarhúsinu
Hannesarholti í kvöld kl. 20.
Teparic hefur haldið tónleika víða
um lönd og hefur hlotið fjölda við-
urkenninga fyrir kröftugan og til-
finningaríkan leik sinn. Á efnis-
skránni eru verk eftir Scarlatti,
Tsjaíkovskíj, Ivan Jevtic og Liszt.
Serbneskur einleikari
í Hannesarholti í kvöld
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Manchester City vann 3:1-sigur
gegn nágrönnum sínum í Man-
chester United í fyrri leik liðanna í
undanúrslitum enska deildabikars-
ins í knattspyrnu á Old Trafford í
Manchester í gær. City var miklu
sterkari aðilinn í leiknum en síðari
leikur liðanna fer fram 29. janúar á
heimavelli City, Etihad-vellinum.
City á titil að verja í keppninni. »26
Meistararnir í vænlegri
stöðu eftir góðan sigur
ÍÞRÓTTIR MENNING
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
þjálfari karlalandsliðs Íslands í
handknattleik, tilkynnti í gær hvaða
sautján leikmenn færu til Svíþjóðar
á morgun en Ísland mætir Dan-
mörku í fyrsta leik Evrópukeppn-
innar í Malmö á laugardaginn. Sex-
tán þeirra verða í hópnum þegar
flautað verður til
leiks en tveir leik-
menn úr nítján
manna æf-
ingahópi urðu
eftir, þeir Ágúst
Elí Björg-
vinsson
og Daní-
el Þór
Inga-
son.
»27
Guðmundur með 17
menn til Danmerkur
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þórdís Filipsdóttir starfaði sem
þjálfari á líkamsræktarstöðvum í
Reykjavík í 12 ár. Fyrir um 13 árum
byrjaði hún að kynna sér stoðir kín-
verskrar læknis- og heilsufræði og
stofnaði síðan æfingamiðstöðina Tvo
heima með Filip Woolford, föður
sínum, 2016. „Síðan höfum við kennt
Qi-gong og Tai-chi æfingar og ég
kjarnþjálfun að auki alla daga,“ seg-
ir hún.
Það að vera þjálfari á líkams-
ræktarstöðvum fullnægði ekki þörf-
um Þórdísar. „Mér fannst ekki nóg
að hjálpa fólki með vöðvauppbygg-
ingu og útlitið og mér fór að leiðast.
Ég fór því til Bandaríkjanna til þess
að læra kínversku heilsufræðin, fór
síðan í grunnnám í kínverskum
lækningum hérna heima og bæti
reglulega við þekkinguna í Kína og
víðar. Við stofnuðum fyrirtækið til
þess að geta boðið upp á þessar
hreyfingar, hugleiðslu og ein-
staklingsbundna þjálfun.“
Sumaræfingar á Klambratúni
Heimspekin og fræðin á bak við
Qi-gong og hvað æfingarnar hafa
upp á að bjóða er ástríða hjá Þór-
dísi. Frá stofnun fyrirtækisins hefur
hún í samstarfi við Aflinn, áhuga-
mannafélag um Qi-gong undir for-
ystu Björns Bjarnason-
ar, og Reykjavíkurborg
boðið upp á fríar æfing-
ar tvisvar í viku á
Klambratúni á sumrin. „Tím-
arnir hafa verið mjög vinsælir
og yfir 100 manns mætt reglu-
lega,“ segir hún. „Þó þessar æf-
ingar séu um 6.000 ára gamlar eru
þær nýjar af nálinni fyrir almenning
hér á landi.“
Þórdís segir að æfingarnar fari
mjög vel í fólk. „Qi-gong er hug-
leiðsla með líkamanum og hug-
leiðsla skapar ró.“ Hún bætir við að
hreyfingarnar séu flæðandi, liða-
mótin spennulaus og æfingarnar
oftast gerðar í standandi stöðu.
„Þær snúast um samhæfingu, eru
oftast jafnar, rétt eins og hreyfingar
á kafi í vatni. Með þessari hreyfi-
tækni öðlast einstaklingurinn kyrrð
og ró.“
Þórdís hefur farið með fámenna
hópa, hámark sjö manns í einu, í
námsferðir í akademíu í Kína á vor-
in, þar sem þátttakendur hafa verið
í mánuð og lært Qi-gong, Tai-Chi og
Kung Fu, en fjórða ferðin verður í
maí. „Það jafnast ekkert á við að
kynna sér þessa líkamslist í upp-
runalandinu,“ segir hún.
Með tímanum hefur Þórdís öðlast
mikla þekkingu á fræðunum. Auk
þess segist hún hafa lært betur að
þekkja eigin líkama. „Ég glímdi við
stress og krónískan kvíða og
sennilega var það helsta ástæða
þess að ég heillaðist af Qi-gong og
Tai-chi. Ég „var“ með brjósklos en
finn ekki fyrir því. Astmi og hjart-
sláttaróregla hafa líka háð mér en
æfingarnar hafa haldið einkenn-
unum niðri. Með öðrum orðum finn
ég hvorki fyrir brjósklosinu, ast-
manum né hjartsláttaróreglunni
sem þýðir að ekkert er að mér.“
Tveir heimar eru í Suðurhlíð 35,
skammt frá Suðurhlíðarskóla, og
þar eru skipulagðar æfingar á vet-
urna. „Fólk kemur til mín með alls
kyns vandamál, bæði andleg og lík-
amleg, og ég nota kínversku fræðin
sem grunn til að meta hvað ég get
gert fyrir manneskjuna. Í þessum
austrænu fræðum er horft á ein-
staklinginn en ekki meðaltal
fjöldans, nálgun þjálfunarinnar er
einstaklingsbundin.“
Ný námskeið byrjuðu um helgina
og nk. laugardag, 11. janúar, verður
opið hús klukkan 13-15 hjá Tveimur
heimum, en upplýsingar um starf-
semina má finna á heimasíðu fyrir-
tækisins (2heimar.is).
Kyrrð og ró með
Qi-gong og Tai-chi
Líkamsrækt
Þórdís Filips-
dóttir teygir
sig eins og
fugl.
Þórdís Filipsdóttir ýtir undir kínverska líkamslist hérlendis
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumaræfingar Qi-gong fyrir alla á Klambratúni í sumar sem leið.
Ljósmynd/Svenni Speight
TRATTO model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
DUCA model 2959
L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,-
L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,-
ESTRO model 3042
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
KIPLING model 3088
L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,-
L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,-
JEREMY model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-