Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Landris á Reykjanesskaga
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta kemur ekkert verulega á
óvart en þetta landris er dálítið hratt
og óvenjulegt,“ sagði Magnús Á.
Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá
ÍSOR – Íslenskum orkurannsóknum
um atburðarásina við Þorbjörn
undanfarið. Magnús og Kristján Sæ-
mundsson jarðfræðingur skrifuðu
ítarlegan kafla um Reykjanesskag-
ann og eldvirkni þar í ritið Náttúru-
vá á Íslandi – Eldgos og jarð-
skjálftar (Reykjavík, 2013).
Í kaflanum fjalla þeir um eld-
stöðvakerfin frá Hengilskerfinu í
norðaustri og suður og vestur um að
Brennisteinsfjallakerfinu, Krýsu-
víkurkerfinu, Fagradalsfjallskerf-
inu, Svartsengiskerfinu og
Reykjaneskerfinu.
Eldgosahrinur með hléum
„Síðast byrjaði goshrina þarna
austast og færðist í vestur,“ sagði
Magnús um elda á Reykjanesi á 13.
öld. Vísbendingar eru um að gos-
skeiðið hafi byrjað með eldum í
Brennisteinsfjöllum og á Trölla-
dyngjurein Krýsuvíkurkerfisins
laust fyrir árið 800 . Eftir þá hrinu
kom um 150 ára hlé þar til eldvirkni
tók sig upp aftur í Brennisteins-
fjallakerfinu á 10. öld. Þar á eftir
fylgdi Krýsuvíkurkerfið á 12. öld. Að
síðustu komu vestustu kerfi Reykja-
nesskagans á 13. öld eftir um 30 ára
goshlé. Þessum eldum lauk um árið
1240, eða fyrir um 780 árum.
Goshrinur hafa komið
Magnús benti á að þetta hefði átt
við um síðustu elda en ekki væri vit-
að nákvæmlega um ferli í fyrri hrin-
um, t.d. fyrir 2-3 þúsund árum. Hann
sagði erfitt að segja fyrir um það nú
hvernig atburðarásin með landrisi
og jarðskjálftum við Þorbjörn myndi
enda. Miðað við sögu Reykjanes-
skaga og síðustu goshrinur þar
mætti segja að það gæti verið að
koma tími á jarðelda á svæðinu.
„Þetta er eiginlega alveg ný
reynsla, má segja. Þetta sést fyrst
og fremst vegna þessara nákvæmu
mæla sem komnir eru,“ sagði
Magnús. Hann sagði að svipuð at-
burðarás og er nú gæti vel hafa orðið
fyrir einhverjum áratugum eða ár-
hundruðum án þess að hennar hafi
orðið vart.
Jarðhræringarnar og landrisið nú
er á svæði sem tilheyrir Svarts-
engiskerfinu. Engin merki eru um
að eldvirkni þar hafi náð út í sjó, eins
og sums staðar annars staðar á
Reykjanesskaganum. Ekki er úti-
lokað að það geti þó gerst, að sögn
Magnúsar. Svartsengiskerfið er um
sjö km breitt og allt að 30 km langt.
Gosstöðvar eru á syðstu 17 km.
Kæmu upp jarðeldar gæti hraun-
kvika mögulega farið eftir sprungum
og komið upp fjarri sjálfri gosstöð-
inni. Sprungur ná langt í norðaustur
frá Svartsengi. „Gosvirknin er bund-
in við suðurpartinn. Það gildir líka
um Reykjaneskerfið og Krýsuvík,“
sagði Magnús.
Síðasta eldgosahrina á 13. öld
Nokkur hraun runnu í Reykjanes-
eldum á tímabilinu frá 1211 til 1240.
Vestast er Eldvarpahraun. Þar fyrir
austan er Illahraun. Orkuverið í
Svartsengi stendur á því og Bláa
lónið er við norðurjaðar þess. Arnar-
seturshraun er norðaustast af þess-
um þremur hraunum. Talið er að það
hafi runnið síðast af þeim. Arnar-
seturshraun og Illahraun runnu
bæði inn á Eldvarpahraunið. Grinda-
víkurvegurinn liggur að hluta í
gegnum Arnarseturshraunið.
Rannsóknir sýna að eldar á
Reykjanesskaga geta staðið í nokkra
áratugi eða lengur, með hléum. Þeir
eru nokkuð svipaðir og Kröflueldar
voru. Magnús sagði að eldarnir í
Krýsuvík þegar Ögmundarhraun
rann virtust hafa staðið í 2-3 áratugi.
Svipuð atburðarás hefði orðið í
Brennisteinsfjöllum á 10. öld þegar
gaus á þó nokkrum stöðum þar.
Samkvæmt mælingum er land-
risið á Svartsengissvæðinu vestan
við fjallið Þorbjörn og ekki mjög
langt frá Eldvarpagossprungunni.
Magnús sagði ómögulegt að fullyrða
um framhaldið. Líklegast væri að
þetta hjaðnaði nú og tæki sig síðan
mögulega upp aftur í framtíðinni.
Virðist vera fremur lítil kvika
Áætlað er að Arnarseturshraun sé
um 0,3 rúmkílómetrar að rúmmáli.
Samkvæmt frétt Veðurstofu Íslands
26. janúar var áætlað samkvæmt
grófu mati að rúmmál kvikusöfn-
unarinnar hefði verið um ein milljón
rúmmetra eða 0,001 rúmkílómetri.
Það er 1/300 af rúmmáli Arnar-
seturshrauns. Ef þessi kvika nær til
yfirborðs og ekki verður meira að-
streymi kviku verður um lítið gos að
ræða, að sögn Magnúsar. Hann
sagði talið að kvikan væri á um
þriggja km dýpi.
Eldvirkt svæði í aldanna rás
Nokkur eldstöðvakerfi eru þekkt á Reykjanesskaga Síðustu eldgosahrinu þar lauk fyrir 780 árum
Nákvæm mælitæki sýna atburðarásina betur en áður Fremur lítil kvika enn sem komið er
Eldvirkni á Reykjanesi
Eldstöðvakerfi
Jarðskjálftakerfi sem liggur eftir
Reykjanesskaga og markar flekaskilin
Jarðhitasvæði
Sprungureinar Hengils til norðausturs
og Reykjaness til suðvesturs
Kort: Náttúruvá á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjanes Óvissustig er í gildi vegna kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn.
Mikið af fjarskiptabúnaði er á
fjallinu Þorbirni við Grindavík,
meðal annars öryggisfjarskipti,
sími og útvarp. Póst- og fjar-
skiptastofnun, Neyðarlínan og
fjarskiptafyrirtækin fóru yfir stöð-
una í gærmorgun í ljósi frétta um
landris vestan við fjallið. Neyðar-
línan mun koma upp neyðarsendi
í Grindavík.
Þorbjörn er frekar aðgengilegt
fjall og af tindi hans er gott fjar-
skiptaútsýni yfir Grindavík og
raunar Reykjanesskagann og sjó-
inn umhverfis. Þar hefur því verið
komið upp fjölda mastra og
senda. Þar er meðal annars bún-
aður fyrir neyðar- og öryggis-
fjarskipti fyrir land og sjó, það er
að segja Tetra-kerfið og vaktstöð
siglinga. GSM-sendar fjarskipta-
félaganna eru þar og sendar fyrir
útvarpsstöðvar og endurvarp
sjónvarps fyrir Grindavík. Þá er
Isavia með búnað þar vegna flugs
til Keflavíkurflugvallar.
Vísindamenn hafa gert grein
fyrir því að ef eitthvað meira
verði úr umbrotum á svæðinu
kunni það að leiða til jarðhrær-
inga með sprungumyndun í
hrauninu og í versta falli eldgoss.
Ljósleiðarar og rafstrengir gætu
því farið í sundur.
Þórhallur Ólafsson, forstjóri
Neyðarlínunnar, segir að fjallið sé
tengt ljósleiðara úr tveimur áttum
og þar sé dísilrafstöð sem grípa
megi til ef rafmagn fer af. Þótt
ólíklegt sé að eitthvað skemmist
á Þorbirni hefur Neyðarlínan
ákveðið að koma fyrir varasendi í
Grindavík.
Fyrsta verk dagsins í gær hjá
Póst- og fjarskiptastofnun var að
kortleggja fjarskiptabúnaðinn á
Þorbirni og taka saman minnis-
blað um hann, til undirbúnings
fundar með fjarskiptafélögunum.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
stofnunarinnar, leggur á það
áherslu að fjarskiptafélögin sjálf
beri ábyrgð á sínum tækjabúnaði.
Hlutverk Póst- og fjarskiptastofn-
unar sé að leiða þau saman og
hvetja til að þau séu búin undir
það versta. helgi@mbl.is
Varasendir verður í Grindavík
MIKILL FJARSKIPTABÚNAÐUR ER Á FJALLINU ÞORBIRNI
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grindavík Þorbjörn er aðgengilegt fjall
og þar er mikið af fjarskiptatækjum.
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
ÚTsAlA