Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Fjörutíu umsóknir bárust lista- og
menningarráði Kópavogs í sjóð sem
ráðið úthlutar úr árlega og hlutu
þrettán styrk úr sjóðnum. Sjóðurinn
hefur yfir að ráða rúmum fimmtíu
milljónum kr. og er markmið hans
að stuðla að eflingu menningar- og
listalífs í Kópavogi.
Hæsta styrk ráðsins, fjórar millj-
ónir kr. hlaut Midpunkt, listamanna-
rými við Hamraborg, sem starfrækt
hefur verið með metnaðarfullri dag-
skrá í rúmt ár af þeim Ragnheiði
Sigurðardóttur Bjarnarson og Snæ-
birni Brynjarssyni. Ráðið styrkir
einnig djasstónleikaverkefni Leifs
Gunnarssonar Myschi fyrir börn og
fjölskyldur um eina og hálfa milljón
kr. og gerð heimildarmyndar Purks
ehf. um aðstæður og baráttu afg-
ansks flóttadrengs á Íslandi um eina
milljón kr. Þá hlaut Sólfinna 600
þúsund kr. styrk fyrir djassónleika-
röð Sunnu Gunnlaugsdóttur í Saln-
um og 500 þúsund kr. styrki hlutu
Birnir Jón Sigurðsson sem stendur
fyrir sviðslistahátíðinni Safe-Fest og
Hafsteinn Karlsson til að skrá sögu
sumarhúsabyggðar í Suðurhlíðum
Kópavogs. Sigurður Unnar Birg-
isson hlaut 400 þúsund kr. styrk fyr-
ir myndbandsgerð um grasrótar-
starf í myndlist í Kópavogi og 340
þúsund kr. styrki hlutu Kór Hjalla-
kirkju til að flytja tónverkið Gloria
eftir Michael John Trotta og Þórunn
Vala Valdimarsdóttir fyrir barokk-
tónleika ásamt fleirum í Hjalla-
kirkju. 300 þúsund kr. styrki hlutu
Afsakið, listhópur sem Sísí Ingólfs-
dóttir, Íris Stefanía Skúladóttir og
Guðrún Mist Sigfúsdóttir skipa;
Marteinn Sigurgeirsson til að full-
vinna mynd um bræðurna frá Kópa-
vogsbúinu; og Stefán Helgi Stef-
ánsson og Margrét Sesselja
Magnúsdóttir fyrir tónleikaröð í
Sunnuhlíð, Boðaþingi og Kastala-
gerði. Milljón kr. styrk hlaut síðan
Camerarctica fyrir hina árlegu jóla-
tónleika Mozart við kertaljós. Ráðið
styrkir einnig samkvæmt sam-
þykktum frá síðasta ári Ljóðahópinn
Gjábakka, Sögufélag Kópavogs,
Samkór Kópavogs, Söngvini – kór
aldraðra, Karlakór Kópavogs,
Kvennakór Kópavogs og Ritlistar-
hóp Kópavogs.
Menningarstyrkjum úthlutað í Kópavogi
Styrkþegar Frá afhendingu menningarstyrkjanna í Kópavogi.
Tríóið Gadus Morhua flytur íslensk
og erlend þjóðlög á Tíbrár-
tónleikum í Salnum í kvöld kl.
19.30. Tríóið skipa söngvarar og
langspilsleikararnir Eyjólfur Eyj-
ólfsson og Björk Níelsdóttir en
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir
leikur á barokkselló.
„Klassísk einsöngslög í nýjum út-
setningum og frumsamið efni flétt-
ast saman í hljóðheim þar sem bar-
okk mætir íslensku baðstofunni og
þorrastemningin nær nýjum hæð-
um,“ segir um tónleikana í tilkynn-
ingu og að boðið verði upp á sófa-
spjall fyrir tónleikana frá kl. 18.30
og verður það Arndís Björk Ás-
geirsdóttir sem spjallar við meðlimi
tríósins.
Sellóleikari Steinunn Arnbjörg.
Gadus Morhua á
Tíbrártónleikum
Tjarnarbíó,
heimili sjálf-
stæðra sviðslista,
fær aukinn
stuðning frá
Reykjavíkur-
borg. Samningur
þar að lútandi
hefur verið sam-
þykktur í menn-
ingar-, íþrótta-
og tómstunda-
ráði og borgarráði, að því er fram
kemur í tilkynningu. Framlag
Reykjavíkurborgar til reksturs
Tjarnarbíós verður 20 milljónir
króna á þessu ári og eykst um fimm
milljónir frá síðasta ári, segir þar
og að nýr samningur gildi til
þriggja ára og verður framlagið
komið upp í 22 milljónir árið 2022. Í
samningnum er kveðið á um að
Tjarnarbíó skuli halda áfram að
vera einn meginvettvangur nýsköp-
unar í íslenskum sviðslistum en í
menningarstefnu Reykjavíkur-
borgar segir meðal annars að borg-
in skuli hlúa að grasrótar- og til-
raunastarfsemi í listum og
menningu. Í samningnum er einnig
lögð áhersla á að Tjarnarbíó sinni
listuppeldi barna og unglinga.
Reykjavíkurborg hefur stutt við
starfsemina í Tjarnarbíói með
þriggja ára samningum frá árinu
2013 og hefur starfsemin síðan þá
vaxið ár frá ári. Friðrik Friðriksson
er framkvæmdastjóri Tjarnarbíós.
Tjarnarbíó fær aukinn stuðning
Friðrik
Friðriksson
Úrslitakeppni
söngkeppninnar
Vox Domini var í
Salnum á sunnu-
dag en keppnin
er haldin af Fé-
lagi íslenskra
söngkennara og
er fyrst og
fremst hugsuð
fyrir söngvara
og nemendur í klassískum söng
sem eru að stíga sín fyrstu skref á
ferlinum. Keppninni lyktaði með
því að söngvarinn Gunnlaugur
Bjarnason var valinn „rödd ársins“.
Í opnum flokki sigraði Eliska
Helikarova, í háskólaflokki sigraði
Áslákur Ingvarsson, Ragnheiður
Ingunn Jóhannsdóttir lenti í 2. sæti
og Fredrik Scherve í 3. sæti. Í
framhaldsflokki sigraði Gunn-
laugur, sem valinn var „rödd árs-
ins“, í 2. sæti varð Ólafur Freyr
Birkisson og í 3. sæti Tinna Þor-
valdsdóttir Önnudóttir. Pétur Ern-
ir Svavarsson hreppti áhorf-
endaverðlaun, og sérstaka
viðurkenningu fyrir flutning á
sönglagi eftir tónskáld keppninnar,
Gunnstein Ólafsson, hlutu þau Pét-
ur Ernir Svavarsson, Gunnlaugur
Bjarnason og Ragnheiður Ingunn
Jóhannsdóttir.
Röddin Gunnlaugur
Bjarnason sigraði.
Gunnlaugur Bjarnason „rödd ársins“
Fyrstu ,rauðu‘ SÍ-tónleikarseinna vetrarmisserisvoru þokkavel sóttir þráttfyrir afleitt veður, eða á
að gizka fyrir ¾ setnu húsi. Líkast
til einkum fyrir Bartók-konsertinn,
er mun enn meðal vinsælustu hljóm-
sveitarverka síðustu aldar. S.s. frek-
ar en fyrir nafntogaðan einleikara
eða stjórnanda, eins og ágerzt hefur
í dæmigerðri viðburðastýrðri menn-
ingarneyzlu seinni ára.
Í því sambandi væri annars for-
vitnilegt að fá að vita hvað liggi að
baki nýtilkomnum hætti í Hörpu að
tölvuskanna aðgöngumiða tónleika-
gesta við inngöngu í sal. Manni
verður ósjálfrátt við eins og þegar
vefsíða lætur mann samþykkja kök-
ur eða „cookies“.
Hvað er Stóri bróðir að vilja? Vin-
sældakönnun? Gæðastýring? Maður
vonar það bezta.
Tónleikarnir hófust á Masquer-
ade (Grímudansleik) eftir hina
brezku Önnu Clyne; stuttu en líf-
legu stykki frá 2013, að sögn inn-
blásið af almenningstónleikahaldi í
Lundúnum á ofanverðri 18. öld, lík-
ast til í Vauxhallgörðum. Gekk mik-
ið á í oft skemmtilegu samsarpi af
liðnu og nýju tónmáli, er minnti ögn
á inntak danska jólasöngsins Sikken
trængsel og alarm í ágætum flutn-
ingi SÍ.
Næstur var þríþættur Víólukon-
sert Williams Waltons frá 1929. Um
það leyti var gizka fátt um einleiks-
konserta fyrir þessa frumgerð fiðlu-
fjölskyldunnar (orðið lágfiðla kvað
nú orðið rétthugsunarbannorð;
dæmigerður skyndimisskilningur).
Og ekki sökum að spyrja, enda
dregur hljómfögur víólan skemur en
sauðakallsskræk yngri systir henn-
ar, eins og kom í ljós í I. þætti.
En eftir það var sem ungi þýzki
einleikarinn tæki á sig rögg, því í
seinni tveim þáttum heyrðist mun
betur í honum, og var einkum gam-
an að gáskafullri snerpu miðþáttar,
Vivo, con molto preciso. Samstilling
hljómsveitar var í bezta lagi, og til-
finningarófið fékk að leika lausum
hala í lokaþættinum.
Nils Mönkemeyer kvaddi svo með
aukalagi, Saraböndu úr 2. sellósvítu
Bachs (s.s. áttund ofar) af hrífandi
yfirvegaðri einlægni, og var honum
vel fagnað.
Konsert Bela Bartóks fyrir
hljómsveit sló strax í gegn við frum-
flutninginn í Boston 1. desember
1944 og hefur haldið fullum vinsæld-
um síðan. Skyldi engan furða;
makalaust fjölbreytt og litrík músík
í ómótstæðilegri blöndu af töfrum
gamla heimsins (t.a.m. í þjóðlegum
Balkan- og Austurlandadönsum) og
hins nýja (undir áhrifum af gospl-
um, djassi og vestrum Hollywoods)
– innan um háhverfa pólýfóníu,
forneskjulega miðaldakennd og híf-
andi „verbunkos“ skrallirall, svo fátt
eitt sé nefnt. Stundum er hlustand-
inn staddur í gimsteinaglærum
Aladdinshelli (Elegia, III.), stund-
um meðal götustráka í París að ulla
á „Maxim“-lag þeirra Lehárs og
Sjostakovitsj, og gegnir raunar
furðu hvernig ungverska tónskáld-
inu tekst að mynda samfellda heild
úr jafnólíku efni. Úr ,kvikmynda-
tónlist án kvikmyndar‘ eins og gár-
unginn sagði.
Í svona verki þurfa spilarar að
taka á öllu sínu, og dugir að sama
skapi enginn viðvaningur í stjórn-
arpontu. Það kom því vart á óvart
hvað Pietara Inkinen tókst vel upp,
eða rúmlega á við undanfarin fjögur
skipti er maður sá hann stýra SÍ
eða ’07, ’12, ’14 og ’15. Skýrleikinn
var einatt í fyrirrúmi, og var sérlega
hressandi hvað ríkisstrokmenn
strengjadeildar gáfu mikið í hross-
hárin – og m.a.s. með óvænt sam-
taka snerpu.
Einleikari Þýski víóluleikarinn Nils Mönkemeyer lék einleik með SÍ.
Gimsteinar og
gauragangur
Sinfóníutónleikar
Eldborg í Hörpubbbbn
Anna Clyne: Masquerade. William Walt-
on: Víólukonsert. Béla Bartók: Konsert
fyrir hljómsveit. Nils Mönkemeyer víóla
og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljóm-
sveitarstjóri: Pietari Inkinen. Fimmtu-
daginn 23. janúar 2020 kl. 19.30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST