Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Alls voru 113 mál óafgreidd skatt-
svikamál í refsimeðferð hjá emb-
ætti héraðssaksóknara í maí á síð-
asta ári. Námu vantaldar tekjur í
þessum málum nærri 8,4 milljörð-
um króna. Á sama tíma voru níu
óafgreidd refsimál hjá yfirskatta-
nefnd, allt vanskilamál.
Þetta kemur fram í skýrslu
nefndar um rannsókn og saksókn
skattalagabrota sem birt var í lok
síðustu viku en nefndinni var falið
að greina þær kröfur sem leiða af
dómum mannréttindadómstóls
Evrópu í tengslum við rannsókn og
saksókn skattalagabrota og móta
afstöðu til þeirra breytinga sem
þarf að ráðast í til að mæta þeim
kröfum.
Nefndin var skipuð í kjölfar þess
að mannréttindadómstóllinn kvað á
árunum 2017 til 2019 upp þrjá
dóma í málum sem íslenskir ein-
staklingar kærðu þangað með vísan
til 4. grein 7. samningsviðauka
mannréttindasáttmála Evrópu, sem
fjallar um réttinn til að vera ekki
saksóttur eða refsað tvívegis. Sam-
kvæmt því skal enginn sæta lög-
sókn eða refsingu í nýju sakamáli
innan lögsögu sama ríkis, sem hann
hafi þegar verið sýknaður af eða
sakfelldur um með lokadómi sam-
kvæmt lögum og sakamálaréttar-
fari viðkomandi ríkis.
Í dómunum þremur féllst dóm-
stóllinn á að kærendurnir hefðu
verið saksóttir tvisvar með álagn-
ingu viðbótarálags á skatta.
Nefndin leggur aðallega til að
hætt verði að beita álagi við endur-
ákvörðun skatta þegar mál fer í
refsimeðferð en sú leið er m.a. farin
í Svíþjóð. Þegar um skattaskil ein-
staklinga ræði verði ekki hvoru
tveggja beitt álagi og annarri refs-
ingu vegna sama skattalagabrots.
Til að svo megi verða þarf að
breyta ákvæðum skattalaga
leggur nefndin til að aukin verði
samvinna þeirra stofnana sem
rannsaka brot gegn skattalögum.
Þá verði stefnt að því að tryggja
frekari efnislega og tímalega sam-
þættingu við rannsókn og ákæru-
meðferð skattalagabrota. Kannað
verði hvort því verði náð með sam-
einingu stofnana.
Fjármálaráðherra hefur þegar
lagt fram frumvarp til breytinga á
ýmsum skattalögum, sem miðar að
því að horfið verði tímabundið frá
beitingu álags á undandregna
skattstofna í þeim málum sem fara
í farveg refsimeðferðar. Með því
móti segir ráðuneytið að strax sé
brugðist við þeim vanda sem sé til
staðar í kerfinu meðan unnið verði
að varanlegum breytingum á skatt-
rannsóknum á þessu sviði.
Þá hafa dómsmálaráðherra og
fjármála- og efnahagsráðherra
ákveðið að skipa vinnuhóp til að út-
færa tillögur nefndarinnar í formi
frumvarps, þar sem lagðar verði til
þær breytingar á efnisreglum,
stofnanauppbyggingu og samstarfi
sem dugi til þess að tvöföldum refs-
ingum verði ekki beitt í þessum
málaflokki.
8,4 milljarðar vantaldir í 113 málum
Nefnd um rannsókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta
Morgunblaðið/Golli
Peningar Íslensk stjórnvöld undirbúa breytingar á skattalögum.
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Sólardagurinn á Siglufirði er í
dag, 28. janúar. Sólin lét sig
hverfa á bak við fjöllin í suðri
15. nóvember á síðasta ári en fer
á ný að varpa geislum sínum yfir
Ráðhústorgið í dag eftir 74 daga
fjarveru.
Eldey Ólöf Óskarsdóttir,
sem er að verða sex ára, mun
eins og aðrir bæjarbúar fagna
komu sólarinnar í dag. Pönnu-
kökur verða víða á borðum í til-
efni þessa og söngur yngri
bekkja grunnskólabarna í
kirkjutröppunum, eins og verið
hefur um árabil.
Sólardagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Siglfirðingar
fagna komu
sólarinnar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Gunnar I. Birgis-
son, fyrrverandi
bæjarstjóri í
Kópavogi og síð-
ast í Fjallabyggð,
hefur verið ráð-
inn tímabundið
sem sveitarstjóri
í Skaftárhreppi.
Hann mætir til
starfa á Kirkju-
bæjarklaustri
strax eftir næstu helgi og er ráðinn
til starfa í tvo mánuði.
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sem
verið hefur sveitarstjóri undanfarin
ár, er í veikindaleyfi og verður út
apríl. Eva Björk Harðardóttir odd-
viti hefur gegnt sveitarstjórastarf-
inu frá áramótum en nú hleypur
Gunnar í skarðið. „Ég fór í tékk hjá
lækni og heilsan er góð. Fyrir aust-
an eru næg verkefni eins og jafnan
í rekstri sveitarfélags, en þarna
kem ég inn sem ráðgjafi meðan
sveitarstjórinn er leyfi,“ sagði
Gunnar við Morgunblaðið í gær-
kvöld. sbs@mbl.is
Gunnar Birgisson
stýrir Skaftárhreppi
Gunnar I.
Birgisson
Verið velkomin í verslun okkar
Opið mán - fim kl. 8:30 –17:00, fös 8:30–16:45
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
ÞORRATILBOÐ
ER ALLT KLÁRT FYRIR
ÞORRABLÓTIN?
25%
AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM
VÖRUM
HITALOGAR HITAKASSAR
MELAMIN BAKKAR
SNAFSAGLÖS SWAN POTTAR HITABORÐ VERÐ FRÁ 186.900 KR.
ÁMANNM.V. TVO FULLORÐNA
TENERIFE | 11. - 18. MARS
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
18 ÁRA
& ELDRI
HÁLFT
FÆÐI
Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins fóru í 33.436 útköll á liðnu
ári, eða 377 fleiri útköll en 2018,
þegar þau voru 33.059.
Útköllin voru langflest í desember,
samkvæmt frétt á heimasíðu SHS. Þá
voru þau 3.059 eða 98 að meðaltali á
sólarhring. Fæst voru þau í apríl eða
2.571, um 86 útköll á sólarhring.
Fjölgun útkalla frá 2015 er um
12,5%, sem gerir um 4.000 útköll.
Fjölgunin er vegna sjúkraflutninga,
en útköllum vegna slökkvistarfa hef-
ur fækkað. Umfang verkefna vegna
erfiðra slökkvistarfa hefur samt
aukist.
Í fyrra kom 130 sinnum fyrir að
útköll voru 100 eða fleiri á sólar-
hring. Slík tilvik voru 110 árið 2018
og 36 árið 2015.
Aukinn fjöldi útkalla hjá slökkviliðinu