Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikill meirihluti atvinnuhúsnæðis
er skattlagður með lögbundnu há-
marki álagningar, 1,65%. Munar
þar mestu að Reykjavíkurborg hef-
ur ekki hnikað frá lögbundnu há-
marki í meira en áratug. Er nú svo
komið að helmingur fasteignaskatta
á fyrirtæki landsins rennur í
borgarsjóð. Kemur þetta fram í
skýrslu um greiningu Samtaka iðn-
aðarins.
Samtökin áætla að fyrirtæki
landsins muni greiða rúmlega 28
milljarða í fasteignaskatta í ár, en
það er nærri 1% af landsfram-
leiðslu. Er þetta mun hærri skatt-
byrði en fyrirtæki bera í nágranna-
löndunum. Noregur er nefndur sem
dæmi en þar samsvöruðu fasteigna-
skattarnir 0,25% af landsframleiðslu
árið 2018 þegar þeir voru 0,8% hér.
Hlutfallið var 0,4% í Svíþjóð.
Fasteignaskattarnir hafa hækkað
um 50% að raunvirði frá árinu 2015.
Ef aðeins er litið á tímabilið frá
2018, þegar niðursveiflan í efna-
hagslífinu hófst, sést að hækkunin
nemur 20%.
Samtök iðnaðarins vekja athygli
á því að fasteignaskattar taki sífellt
stærri skerf af tekjum fyrirtækja
og séu orðnir meira íþyngjandi en
áður.
Ættu að axla ábyrgð
„Sveitarfélög landsins ættu að
axla ábyrgð, sinna hagstjórnarhlut-
verki sínu og lækka fasteignaskatta
á fyrirtæki því með slíkri lækkun er
fyrirtækjum og heimilum hjálpað að
mæta samdrættinum í efnahagslíf-
inu,“ segir í greiningu SI.
Meirihluti fyrirtækja greiðir lög-
bundið hámark fasteignaskatta.
Meðaltalið í ár verður 1,6%. Helm-
ingur sveitarfélaga landsins, 36 tals-
ins, heldur álagningunni fastri í lög-
bundnu hámarki (1,65%) milli ára.
Er 65% skattstofns fasteignaskatta
af atvinnuhúsnæði innan þessara
sveitarfélaga. Tíu sveitarfélög
lækka álagningarprósentuna í ár.
Dregur þetta úr útgjöldum fyrir-
tækjanna um 200 milljónir kr. á
landsvísu, sem er þó aðeins lítill
hluti skattanna.
Borgin ekki hnikað neinu
Reykjavíkurborg er eina sveitar-
félagið af 10 stærstu sem ekki hefur
hnikað til álagningarprósentu fast-
eignaskatta á fyrirtæki á síðasta
áratug. Prósentan er í lögleyfðu há-
marki og fasteignamatið hefur
hækkað hratt. Er nú svo komið að
önnur hver króna af fasteignagjöld-
um fyrirtækja í landinu rennur í
borgarsjóð, eins og fram kemur hér
að framan.
Sveitarstjórnir Hafnarfjarðar og
Kópavogs hafa hins vegar lækkað
skatta á sín fyrirtæki til muna síð-
ustu ár og þannig hjálpað þeim að
mæta niðursveiflunni.
Helmingur skattsins í borgarsjóð
Fyrirtæki landsins greiða 28 milljarða króna í fasteignaskatta Hærra hlutfall landsframleiðslu en
í nágrannalöndum Skatturinn hefur hækkað um 20% að raungildi frá 2018 þegar niðursveiflan hófst
Skattbyrði fyrirtækja í formi fasteignaskatta
2015-2020
25
20
15
10
5
0
1,0%
0,8%
0,6%
0,4%
0,2%
0,0%
Fasteignaskattar á verðlagi 2019 Sem % af VLF
2015 2016 2017 2018 2019 2020
ma.kr.
Heimild: Samtök iðnaðarins
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Raforkan sem Rio Tinto hefði
keypt en gerir ekki verður ekki seld
til annarra.“ Þetta segir Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
spurður út í þá stöðu sem upp er
komin í kjölfar þess að Rio Tinto til-
kynnti í liðinni viku að fyrirtækið
hygðist aðeins nýta 85% af þeirri
raforku sem fyrirtækið hafði samið
um kaup á frá Landsvirkjun. Ástæð-
una fyrir samdrættinum sagði upp-
lýsingafulltrúi Rio Tinto í samtali
við Morgunblaðið síðastliðinn
laugardag fyrst og fremst vera lágt
heimsmarkaðsverð á áli.
Hörður segir að Rio Tinto geti
hvenær sem er óskað eftir því að
auka raforkukaupin að nýju.
„Það veldur því að við getum ekki
skuldbundið okkur til þess að af-
henda þessa orku til annarrar starf-
semi.“
Hörður segir að samkvæmt
samningi Landsvirkjunar og Rio
Tinto hafi síðarnefnda fyrirtækið
heimild til þess að draga úr kaup-
unum sem nemi 15% af heildar-
umfangi samningsins.
„Kaupskyldan sem hvílir á stór-
notendum er einn helsti styrkleiki
Landsvirkjunar.
Þeir hafa hins
vegar ákveðinn
sveigjanleika sem
getur birst í að-
stæðum sem
þessum,“ segir
Hörður. Spurður
út í hvort sam-
bærileg ákvæði
séu í öðrum
samningum
Landsvirkjunar segir Hörður að það
sé nokkuð mismunandi en að megin-
reglan sé að sveigjanleiki af þessu
tagi sé til staðar. Þörfin fyrir hann
sé hins vegar mismunandi eftir eðli
starfseminnar hjá hverjum og
einum.
3,5% samdráttur
Rio Tinto er annar stærsti við-
skiptavinur Landsvirkjunar á eftir
Alcoa á Reyðarfirði. 15% samdrátt-
ur í raforkusölu þangað veldur af
þeim sökum 3,5% samdrætti í
heildarraforkusölu fyrirtækisins.
„Raforkusalan í ár verður hins veg-
ar að öllum líkindum jafn mikil og í
fyrra því þá þurfti Rio Tinto að
slökkva á einum kerskála vegna
tæknilegra örðugleika sem upp
komu.“ Hörður segir að sveigjan-
leikinn í samningum við stórnotend-
ur gangi í báðar áttir. „Við sérstak-
ar aðstæður getum við dregið úr
raforkusölunni. Það getur gerst ef
við upplifum mjög lélegt vatnsár eða
ef alvarlegar bilanir verða í virkj-
unum hjá okkur. Það hefur þó ekki
gerst nema einu sinni á síðustu
tveimur áratugum að við höfum
þurft að skerða afhendingu til kaup-
enda.“
Hefur ekki áhrif á arðgreiðslur
Í viðtali við ViðskiptaMoggann í
síðustu viku sagði Hörður að á
næsta ári eða því þarnæsta gæti
Landsvirkjun aukið arðgreiðslur í
Ríkissjóð til muna og að þær gætu
þá numið 10 til 20 milljörðum króna
á ári. Hann segir að ákvörðun Rio
Tinto hafi ekki áhrif á þær fyrirætl-
anir. „Við gerum ráð fyrir sveiflum
af þessu tagi í áætlunum okkar.“
Spurður út í hvaða áhrif það hefði ef
aðrir stórnotendur myndu draga á
heimildir sínar til að draga úr orku-
kaupum segir Hörður að það myndi
hafa meiri áhrif á fyrirtækið en að
ólíklegt sé að sú staða komi upp.
„Þessi fyrirtæki eru að framleiða
mismunandi vörur og markaðsverð
á þeim hefur þróast með mismun-
andi hætti á síðustu misserum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álframleiðsla Verksmiðja Rio Tinto í Straumsvík er annar stærsti raforkukaupandi Landsvirkjunar.
Raforkan verður ekki
nýtt í annað á meðan
Orkusala Landsvirkjunar dregst saman um 3,5%
Hörður
Arnarson
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir
óvissustigi almannavarna í samráði
við sóttvarnalækni og embætti land-
læknis vegna kórónaveiru. Ekkert
smit hefur verið staðfest á Íslandi en
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagði í samtali við mbl.is í gær að
fastlega væri gert ráð fyrir að veiran
bærist til Íslands.
Óvissustigi er lýst þegar grunur
vaknar um að yfirvofandi sé atburð-
ur sem hefur áhrif á lýðheilsu. Í kjöl-
farið er samstarf stofnana aukið,
sem og upplýsingamiðlun. Vöktun er
efld, áhættumat endurskoðað og
birgðastaða nauðsynlegra bjarga er
könnuð og skráð. Farið er yfir við-
bragðsáætlanir og verkferla. »13
Staðfest tilfelli sýkingar af völdum 2019 nCoV veirunnar um miðjan dag í gær
Meginland Kína
yfir 2.700
Taíland
8
Nepal
1
Malasía
4
Singapúr
4
Kambódía
1
Víetnam
2
Japan
4
Hong Kong
8
Makaó
6
Frakkland
3
Suður-Kórea
4
Taívan
5
Ástralía
5
Bandaríkin
5
Útbreiðsla kórónaveirunnar
Óvissustigi almannavarna
lýst yfir vegna kórónaveiru
Búist við því að veiran berist hingað