Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfisalu- rinn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur - Boccia kl.10:15 - Bíó í miðrými kl.13:00 - Tálgað í tré kl.13:00 - Postulínsmálun kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar Smíðar, útskurður með leiðb. kl. 9-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Leshringur kl. 11. Bridge kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing. Kátir karlar kl. 12:45. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Áskirkja Við spilum Félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar, klukkan 20. Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju Boðinn Leikfimi kl.10.30, Fuglatálgun kl.13.00, Bridge kl.13.00, Kanasta k.13.00 Borgir Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, postulínsmálun kl. 9:30 í Borgum og Boccia kl 10 og 15:00 í Borgum. Helgistund kl. 10:30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11:00 í dag í Egilshöll. Spjallhópur í listamiðju Borgum kl. 13:00 og sundleikfimi í Grafar- vogssundlaug kl. 13:30 í dag. Allir hjartanlega velkomnir í Borgir, þar sem gleðin býr. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Saumastofan kl. 10:30, ýmislegt í farvatninu. Morgunkaffi kl. 10-10:30. Boccia 10:40- 11:20. Leshópur kl. 13:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15:15. Leikfimi með Silju kl. 13-13:40. Qi-gong kl. 17:00-18:00. Dalbraut 27 Samverustund með djákna í setustofu 2.hæð. Bænastund í bókaherbergi. Fella og Hólakirkja Þorrablót Félagsstarf eldriborgara, við byrjum með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00 og færum okkur síðan inn í safnaðarsal þar sem þorramatur bíður okkar. Við munum syngja og hafa gaman saman. Skráning í kirkjunni. s. 5573280 Hlökkum til að sjá ykkur Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8:50. Myndlistarnámskeið kl. 9. Thai Chi kl. 9. Hádegismatur kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Bridge kl. 13. Tölvur kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30. U3A kl. 16:30. Komdu að púsla kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9:00. Bútasaumshópur hittist kl. 9:00. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30. Bókband kl. 13:00. Frjáls spilamennska kl. 13:00. Opin handverkstofa kl. 13:00-16:00. Söngstund kl. 13:30. Bókaklúbbur kl. 15:00. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið velkomin á Vitatorg. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45. Vatnsleikf. kl.7:30/15:15. Qi-Gong í Sjál. kl. 9:00. Liðstyrkur Ásg. kl. 11:15. Karlaleikf. Ásg. kl.12:00. Boccia í Ásg. kl. 12:45. Línudans. Sjál kl. 13:30/14:30. Nemendur í FG verða með skemmtidagskrá í Jónshúsi kl. 14:30 – 15:30 Gerðuberg 3-5 111 RVK Þriðjudagur Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Keramik málun kl.09:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30. Gönguhópur um hverfið kl. 10:30-. Leikfimi Maríu 10:30- 11:15. Glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00 Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.45 Stólaleikfimi, kl. 13.30 Alkort, kl. 16.30 Kynningarfundur v/orlofsferða húsmæðra - orlofsnefnd. Grafarvogskirkja Þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 12:30. Grensáskirkja Kl. 12 á þriðjudögum er boðið upp á kyrrðarstund í Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik og síðan er nærandi orð og kyrrðarbæn. Eftir samveruna í kirkjunni er samfélag yfir léttri máltíð gegn vægu gjaldi. Grænamörk 5 kl. 09:00 Glerlist. Kl. 09:30 Postulínsmálun. Kl. 10:00 Stólaleikfimi. Kl. 10:00 Pútt hjá Golfklúbbi Selfoss. Kl. 12:00 Bridge. Kl. 13:00 Postulínsmálun. Kl. 13:00 Tálgað í tré. Kl. 13:00 Félagsvist. Kl. 13:00 Glerlist. Kl. 16:00 Sumba (munið að skrá ykkur) Kl. 16:30 Útskurður í Vallholti 7 Gullsmára Myndlistarhópur kl. 9.00. Boccia kl. 9.30. Málm- og silfursmíði, Canasta og Tréskurður kl. 13.00. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11:30. Hádegismatur kl. 11:30. Félagsvist kl. 13:15. Kaffi kl. 14:15. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00 - 12.00 Dansleikfimi kl 9.00 Qi-gong kl 10.00 Bridge kl 13.00 Leikfimi Hjallabraut kl 10.45 Leikfimi Bjarkarhús kl.11.30. Vatnsleikfimi í Ásvallarlaug kl 14.40 Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Zumba með Carynu kl. 10:00. Bridge í hand- avinnustofu 13:00. Helgistund, prestur frá Grensáskirkju þjónar kl. 14:00. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum, frjáls postulínsmálun kl. 9:30 í Borgum. Boccia kl. 10 og 15 í Borgum í dag. Helgistund kl. 10:30 og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11:00 í dag. Spjallhópur kl 13 í Borgum, listamiðja. Sundleikfimi kl. 13:30 í Grafarvogssundlaug. Allir hjartanlega velkomnir. Neskirkja Krossgötur kl. 13.00. Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur, fjallar um Halaveðrið mikla 1925. Söngur og kaffisopi. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja 9-12, Trésmiðja kl. 9- 16, opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl.11, kaffihúsaferð kl.14, bónusbíllinn kl.15, Hugleiðslan kl.15.30. Uppl í s. 4112760 Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara í Seljakirkju í kvöld og hefst samveran kl. 18. Að þessu sinni mun Halldór Benjamín Þorbergsson, frkvstj. Samtaka atvinnulífsins og Breiðhyltingur flytja okkur erindi. Þá mun hinn góðkunni Reynir Jónasson, flytja okkur ljúfa tóna á har- monikku og leika undir fjöldasöng. Matur á eftir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 07.10. Kaffispjall í krók kl.10.30. Pútt í Risinu kl.10.30. Kvennal. í Hreyfilandi kl.11.30. Bridge í Eiðismýri kl.13.30. Karlakaffi í safnaðarh. kl. 14.00. Minnum á þorragleðina í safnaðarheimilinu í dag kl.12.30. Nk. fimmtudag 30. jan. kl. 10.00 fáum við gesti frá krílamorgnum í kirkjunni og síðan kl.13.30 verður erindi hjúkrunarfræðings í salnum á Skólabrabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 29. janúar kl. 12:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnar kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Með kveðju, stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Miðtún 4, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 218-6862, þingl. eig. Hrafnkell Guðnason, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Suðurlandi og Svei- tarfélagið Árborg, mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 09:30. Valsheiði 29, Hveragerði, , fnr. 228-6161, þingl. eig. Ottó Geir Borg og Eydís Björk Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Suðurlandi og Hveragerðisbær og Vörður tryggingar hf. og Arion banki hf. og Ríkisskattstjóri, mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 10:05. Bláskógar 6, Hveragerði, fnr. 220-9864, þingl. eig. Seyðhús ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Suðurlandi og Hveragerðisbær og Ríkisskattstjóri og Íslandsbanki hf., mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 10:20. Bjarnastaðir 2, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-1298, þingl. eig. Gunnar Þór Hjaltason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi, mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 10:45. Hjallabraut 18, Sveitarfélagið Ölfus, fnr. 221-2394, þingl. eig. Kári Geirsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sjóvá-Almennar tryg- gingar hf., mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 11:15. Merkigarðstún, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 234-1292, þingl. eig. Guðlaugur Magnússon, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun svei- tarfélaga, mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 11:50. Ræktunarland, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 234-1288, þingl. eig. Guðlaugur Magnússon, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun svei- tarfélaga, mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 12:00. Austurvegur 34, Sveitarfélagið Árborg, fnr. 230-6650, þingl. eig. Sean Aloysius Maríus Bradley, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Svei- tarfélagið Árborg, mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 12:30. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 27 janúar 2020 Nauðungarsala Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald og fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á FINNA.is Elsku Tómas. Það er sárt að kveðja en á kveðju- stundu yljar það hjartanu að rifja upp góðar minn- ingar. Ég, Erna, sem aldursfor- seti okkar systkinabarnanna, ætla að fá að byrja á að rifja upp daginn sem þú komst heim til okkar. Ég man eftirvæntinguna og gleðina við að fá að hitta þig eftir langt ferðalag heim. Þá vor- um við ekki búin að fá neitt snap né upplýsingar á facebook. Það eina sem við vissum var að þið voruð væntanleg heim á tiltekn- um degi á tilteknum tíma og svo var beðið. Það var gleðistund að fá að knúsa þig. Ég sem elsta frænkan fékk líka þann heiður að fá að passa þig þegar mamma þín og pabbi fóru í sína fyrstu ferð utan. Ég er þakklát fyrir traustið og hefur mér ávallt fundist ég eiga smá auka í þér enda þegar maður fær að njóta slíkra gæðastunda þá kynnist maður á einstakan hátt. Það er alltaf til staðar. Þú tókst vel á móti mér enda ljúfur, hóg- vær og brosmildur strákur og við skemmtum okkur vel. Ég held ég hafi aldrei sagt mömmu þinni og pabba allt sem við brösuðum enda má margt þegar maður er í pössun. Mögulega var farið að sofa aðeins seinna en planað var og jafnvel borðað í sófanum. Þá fórum við að veiða og grilluðum nýveiddan fisk, það var upplifun enda stoltur veiðimaður sem grillaði. Ekki má gleyma sykur- púðunum sem ég bauð þér í eft- irrétt, það reyndar komst upp og skapaði mikla lukku hjá pabba þínum. Síðustu minningar mínar um þig eru álíka ljúfar með Arnari Breka og þér í fótbolta í bakgarðinum á Lynghaganum nú um jólin. Ég, Klara, á bara góðar minn- ingar um elsku Tómas, fékk að kynnast þínu hlýja hjarta þegar ég passaði ykkur Ölmu fyrir nokkrum árum. Þótt þú hafir ver- ið kominn á unglingsárin þá fannst þér gaman að sitja og spjalla um daginn og veginn og um þína framtíðardrauma, þeir voru svo margir. Þig langaði að gera svo margt en tónlistin var þér efst í huga, þú spurðir mig að því hvort þessi draumur um frama í tónlist væri galinn, ég sagði þér að enginn draumur væri galinn og þú ættir að fylgja hjartanu þínu í þeim málum. Þessar minningar ylja mér um hjartarætur. Nú á síðastliðnum árum feng- um við að fylgja þér í tónlistinni og verið afar stolt af sköpun þinni. Þú hafðir hæfileika til að tjá þig með henni. Elsku Tómas, þú kveður okkur snemma en við hefðum svo gjarn- an viljað fylgja þér lengur í lífinu. Það er með sorg sem „gæti kallað fram hundrað þúsund tár“ sem við kveðjum þig, ást til þín frá okkur öllum. Tómas Biplab Mathiesen ✝ Tómas BiplabMathiesen fæddist 24. ágúst 2000. Hann lést 18. janúar 2020. Útför Tómasar fór fram 27. jan- úar 2020. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Við minnumst þín í þessu ljóði Hannesar Péturssonar og gleymum þér aldrei. Þín frændsystkini, Erna, Erla Rut, Hilmar, Lára, Tryggvi, Klara, Einar Karl, Davíð, Daníel, Anja Dögg, Yrja María, Aðalheiður og Kristbjörg María. Það hefur líklega verið um helgi. Ég var fjórtán ára og eitt- hvað að brasa í þvottahúsinu þeg- ar það var bankað létt á þvotta- húsdyrnar. Þetta var Óli. Hann smeygði sér inn og tiplaði á milli útiskónna sem lágu á víð og dreif um gólfið. Þetta var hversdags- inngangur fjölskyldunnar og þennan dag hékk þvottur á hverri snúru. Ég var hissa að sjá Óla, vissi ekki að það væri von á hon- um. Hann heilsaði og var greini- lega mikið niðri fyrir þegar hann spurði á dularfullan hátt: „Eruð þið öll heima?“ „Já,“ svaraði ég, og kallaði á mömmu og pabba. Þau komu hlaupandi niður stig- ann, með fótataki sem ég þekkti svo vel. Ég man ekki hvort báðar systur mínar voru heima. En þarna hrúguðumst við í kringum Óla, mamma og pabbi í dyragætt- inni, og við systurnar. Óli enn innan um þvottinn og skóhrúgu fimm manna fjölskyldu. Með glampa í augunum sagði hann: „Mig langar svo að kynna ykkur fyrir nýjasta fjölskyldumeðlimin- um.“ Við litum hvert á annað, vissum ekki alveg hvað hann var að fara. Óli hélt á lítilli skissubók, eins og svo oft áður, og opnaði hana varlega. Á milli blaðsíðn- anna hvíldi lítil svarthvít mynd. Á myndinni var gullfallegur dreng- ur sem horfði á okkur með stórum dökkum augum. Gullfal- legur drengur sem beið foreldra sinna í fjarlægu landi. Þannig kom Tómas Biplab inn í líf fjölskyldunnar í Þverásnum. Á stund sem verður fjölskyldunni ávallt ógleymanleg. Ég og við öll litum á Tómas sem lítinn frænda. Í Perú, þar sem ég lærði spænsku, eru vinir sem eru eins og hluti af fjölskyldunni kallaðir frændur og frænkur af ást eða væntumþykju, primos de cariño, og það var Tómas, hjartans- frændi. Hjartansfrændi sem ég hlakkaði til að fylgjast með spreyta sig í lífinu með hæfileik- um sínum og hjartahlýju. Tómas skrifaði um englana sem hjálpuðu honum þegar hann var í mestri neyð. Það kom rifa í hjarta mitt þegar ég frétti að englunum hefði fatast flugið. Ég vona að Tómas sé nú kominn í himnaríkið sem hann sagði frá í sama texta, þar sem himinninn er blár, grasið er grænt og hans bíð- ur betri heimur. Hvíl í friði elsku hjartans- frændi minn. Halla Ólafsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.