Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 27
GOLF Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 25 ára, er fjórða íslenska konan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi á eftir þeirri banda- rísku. Íslandsmeistarinn vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumótinu á La Manga-golfsvæðinu á Spáni um síðustu helgi þar sem hún lék hringina fimm á samtals þremur höggum yfir pari og endaði í 10.-17. sæti af 120 keppendum. Valdís Þóra Jóns- dóttir er einnig með keppnisrétt á Evrópumóta- röðinni en hún var þriðji kylfingurinn til þess að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni, á eftir þeim Ólöfu Maríu Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Ég er alveg dauðþreytt eftir þessa helgi ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ sagði Guðrún Brá í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég áttaði mig ekki al- veg á því í fyrstu að ég hefði tryggt mér sæti á Evr- ópumótaröðinni en þetta er aðeins byrjað að síast inn í kollinn á mér núna. Markmiðið fyrir árið 2020 var að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni og það tókst. Þetta var skrítið því ég gat í raun ekki sett mér nein önnur markmið fyrr en ég var búin með lokaúrtökumótið, þar sem ég hafði ekki hug- mynd um hvar ég væri að fara spila og hvenær. Ég spilaði svo mjög stöðugt golf alla fimm dagana á lokaúrtökumótinu. Ég sló mjög vel í mótinu, heilt yfir, og lenti í litlum vandræðum. Pútterinn hefði kannski mátt vera aðeins heitari og ef það hefði gengið betur upp hefði ég endað ofar á skorlist- anum. Markmiðið náðist hins vegar og ég geng sátt frá borði.“ Leið vel á átjándu braut Guðrún Brá hélt út til Spánar eftir áramót til þess að æfa fyrir lokaúrtökumótið. Hún hafði tví- vegis reynt að vinna sér inn keppnisrétt á Evrópu- mótaröðinni og komst ansi nálægt því á síðasta keppnistímabili. „Tímabilið kláraðist hjá mér í október og ég tók mér mánaðarfrí. Ég byrjaði svo að æfa af fullum krafti hérna heima en einbeitti mér aðallega að tækniæfingum og öðru slíku. Ég var mestmegnis innanhúss að æfa en stax eftir áramót fór ég til Spánar og æfði af fullum krafti þar alveg fram að lokaúrtökumótinu. Það var mikilvægt fyrir mig að spila á alvörugrasi í aðdraganda mótsins og hjálp- aði mér að finna taktinn. Undirbúningurinn fyrir þetta mót var í sjálfu sér ekkert öðruvísi en fyrir hin tvö. Ég var reynslunni ríkari núna auðvitað og vissi betur út á hvað þetta gekk allt saman. Ég var auðvitað áhugamanneskja fyrst þegar ég reyndi við Evrópumótaröðina. Ég var kannski að reyna of mikið þá en í fyrra var ég ansi nálægt því að kom- ast áfram. Það gaf mér aukatrú fyrir mótið núna og hjálpaði mér mikið þegar á hólminn var komið.“ Kylfingurinn var í vænlegri stöðu fyrir fimmta og síðasta daginn á lokaúrtökumótinu á samtals einu höggi yfir pari og henni leið vel á golfvellinum á lokadeginum. Árangurinn á La Manga- golfsvæðinu tryggði Guðrúnu keppnisrétt í flokki 9b á Evrópumótaröðinni en það ætti að tryggja henni þátttökurétt á meirihluta mótanna, sem verða alls 24 á næsta keppnistímabili. „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að ég hafi verið alveg pressulaus fyrir lokadaginn. Ég ákvað að fylgjast ekkert með skorinu hjá öðrum leik- mönnum yfir daginn en ég vissi að niðurskurður- inn, ef svo má segja, miðaðist við fjögur högg yfir pari fyrir lokadaginn. Ég hálfpartinn gaf mér það þess vegna að ef ég yrði á samtals þremur höggum yfir pari myndi það duga til þess að komast áfram. Ég var þess vegna róleg þegar ég labbaði upp átjándu holuna á síðasta hringnum á tveimur högg- um yfir pari og leið vel. Ég fór beint út á flugvöll eftir mótið og er búin að vera á ferðalagi síðan. Ég hef þess vegna ekkert náð að sofa og markmiðið þegar ég kemst loksins heim í Hafnarfjörð er að leggja mig. Næstu dagar fara svo í það að skoða hvernig dagskráin er fyrir keppnistímabilið. Ég held að þessi árangur eigi að koma mér inn í flest mót í mótaröðinni. Ég er á leiðinni til Ástralíu í næsta mánuði og það er það eina sem er á hreinu á þessum tímapunkti.“ Titilvörnin í óvissu Guðrún Brá er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna eftir að hafa fagnað sigri á Íslandsmótinu undan- farin tvö ár. Hún segir hins vegar óráðið hvort hún skrái sig til leiks á Íslandsmótinu 2020 í Mos- fellsbæ. „Ég er bara ekki komin svo langt á þessum tíma- punkti. Að sjálfsögðu er alltaf gaman spila hérna heima en mótin úti hafa forgang núna á þessu stigi. Ég sleppti LET-móti í fyrra fyrir Íslandsmótið heima en ég er ekki tilbúin að sleppa Evróputúrs- móti fyrir Íslandsmótið. Eins og staðan er samt núna þá er þetta bara í lausu lofti; ég hef ekki tekið neinar stórar ákvarðanir og við sjáum bara hvern- ig tímabilið púslast saman hjá mér.“ Björgvin Sigurbergsson, faðir Guðrúnar, er fjór- faldur Íslandsmeistari í golfi en hann var kylfu- sveinn Guðrúnar á lokaúrtökumótinu. Guðrún seg- ir mjög gott að hafa föður sinn nálægt sér á golfvellinum og ítrekar að hann og fleiri í kringum sig hafi alla tíð staðið þétt við bakið á sér. „Það var frábært að hafa pabba með sér þarna úti, bæði innan og utan vallar. Það er alltaf gott að vera með einhvern sem maður treystir, getur skemmt sér með og allt þar á milli. Við tölum mikið saman á golfvellinum og skiptumst á skoðunum, sem er jákvætt. Á endanum eru ákvarðanirnar undir mér sjálfri komnar en það er alltaf gott að hafa hann nálægt. Ég er gríðarlega þakklát öllum þeim sem hafa stutt við bakið á mér að undanförnu og Forskot, afrekssjóður kylfinga, hefur staðið mjög þétt við bakið á mér. Golfið er fyrst og fremst vinnan mín en þetta er mikið hark líka. Það er hell- ings vinna á bak við þennan árangur og það þarf allt að vera í röð og reglu ef þetta á að ganga. Eins er mikið af fólki á bak við tjöldin sem hefur staðið þétt við bakið á mér og án þess væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag,“ sagði Guðrún Brá í samtali við Morgunblaðið. Allt er þegar þrennt er  Fjórða íslenska konan sem tryggir sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni  Reynslunni ríkari eftir tvær tilraunir  Golfið getur verið mikið hark Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fjórða Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði af ör- yggi og skynsemi á lokaúrtökumótinu á Spáni. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 Kobe Bryant hefur alla tíð verið einn af uppáhalds- íþróttamönnum mínum. Ég byrj- aði ungur að halda með Los Ang- eles Lakers og fylgdist með þegar Kobe og Shaq voru óstöðvandi tvíeyki. Ég þóttist vera Kobe þegar ég lék mér á körfuboltavellinum fyrir utan Fossvogsskóla á æsku- árunum. Þegar ég kom heim skoraði ég þriggja stiga körfur með Kobe í NBA-tölvuleiknum mínum í PlayStation. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar fréttir fóru að berast af andláti hans í gærkvöldi. Þetta hlaut að vera eitthvert sjúkt grín. Kobe getur ekki verið dá- inn. Ekki möguleiki. Hægt og ró- lega áttaði ég mig hins vegar á að þetta var ekkert grín. Kobe var allur. Mér leið eins og ég væri að missa einhvern sem ég hefði þekkt persónulega. Slík var sorgin. Gianna, 13 ára dóttir hans, fórst með honum. Þau sáust oft á tíðum saman á körfu- boltaleikjum. Að sjá myndir af þeim saman í stúkunni að ræða málin og deila ástríðu sinni á körfubolta var fallegt. Kobe var ekki bara einn besti körfubolta- maður allra tíma, heldur mikil fyrirmynd utan vallar. Ég var svo heppinn að fara á tvo leiki með Lakers í Staples Center fyrir tveimur árum. Þá var Kobe vissulega hættur, en hann var samt aðalstjarnan. Alveg sama hvert litið var sáust stuðningsmenn í Lakers-treyju með Bryant á bakinu, eða í sér- stökum Kobe-bolum. Kobe var ennþá maðurinn. Uppi í rjáfri eru svo tvær treyjur; númer 8 og 24 með Bryant á bakinu. Hann mun svo sannarlega lifa áfram í Staples- höllinni og hjá aðdáendum um ókomna tíð. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isHandknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga Snorra Steins Guðjónssonar og Ágústs Jóhanns- sonar til þriggja ára, en þeir þjálfa meistaraflokka félagsins. Komu þeir báðir til Vals árið 2017. Snorri Steinn tók við karlaliðinu og stýrði því með Guðlaugi Arnarssyni fyrstu tvö árin. Guðlaugur hvarf á braut eftir síðustu leiktíð og er Snorri því einn með liðið á þessari leiktíð. Ágúst tók við kvennaliði félagsins og gerði það að deildarmeistari á fyrsta tímabili. Á síðasta tímabili varð Valur svo Ís- lands-, bikar- og deildarmeistari. Þjálfararnir fá nýja samninga Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrefalt Ágúst Jóhannsson vann þrefalt með Val á síðustu leiktíð. Andrea Mist Pálsdóttir, knatt- spyrnukona úr Þór/KA, er gengin til liðs við ítalska félagið Orobica og leikur með því út þetta tímabil. Hún er 21 árs og hefur skorað 14 mörk í 97 leikjum Þórs/KA í efstu deild og spilað þrjá A-landsleiki. Andrea var í láni hjá Vorderland í Austurríki seinnipart síðasta vetrar og skoraði þar fjögur mörk í fimm leikjum. Orobica, sem er frá borginni Ber- gamo á Norður-Ítalíu, 60 km frá Mílanó, er neðst í A-deildinni með aðeins eitt stig úr 13 leikjum og er átta stigum á eftir næstu liðum. Andrea Mist komin til Ítalíu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Ítalía Andrea Mist Pálsdóttir er gengin til liðs við Orobica. Fyrstu leikir kvennalandsliðs Ís- lands í knattspyrnu á árinu 2020 liggja nú fyrir en liðið tekur þátt í fjögurra þjóða alþjóðlegu móti á Spáni, Pinatar-bikarnum, dagana 4. til 10. mars. Þar mætir liðið Norð- ur-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram í íþrótta- miðstöðinni Pinatar Arena, skammt frá Murcia á suðausturströnd Spán- ar, en það er vinsæll staður fyrir æfingabúðir og vetrarleiki knatt- spyrnuliða úr norðurhluta Evrópu. Á mótinu fær Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari tækifæri til að undirbúa liðið fyrir útileikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í und- ankeppni Evrópumótsins en þeir fara fram dagana 10. og 14. apríl. Ísland er með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina, eins og Svíar, og stendur því ágætlega að vígi í riðl- inum. Mótið á Spáni kemur í staðinn fyrir Algarve-bikarinn í Portúgal þar sem íslenska landsliðið hefur leikið þrettán ár í röð í byrjun mars en liðum þar var fækkað og Íslandi var fyrir vikið ekki boðin þátttaka að þessu sinni. Ísland er í 18. sætinu á nýjasta heimslista FIFA, Skotland í 22. sæti, Úkraína í 27. sæti og Norður- Írland í 56. sæti. vs@mbl.is Þrír lands- leikir á Spáni í mars Arsenal, sigursælasta félag- ið í sögu ensku bikar- keppninnar í fótbolta, er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir 2:1-sigur á Bournemouth á útivelli í gærkvöld. Ungir strákar sáu um að skora mörk Ars- enal í leiknum. Hinn 18 ára gamli Bukayo Saka kom lið- inu yfir strax á fimmtu mín- útu og rétt rúmum 20 mín- útum síðar bætti hinn tvítugi Eddie Nketiah við öðru markinu. Staðan var 2:0 fram í uppbót- artíma er varamaðurinn Sam Surridge minnk- aði muninn fyrir Bournemouth og þar við sat. Arsenal mætir Portsmouth úr C-deildinni í næstu umferð, en Portsmouth hefur tvisvar unnið keppina, síðast árið 2008 með Hermann Hreiðarsson í lykilhlutverki. Arsenal hefur þrettán sinnum unnið bikarinn, einu sinni oftar en Manchester United. Arsenal vann keppnina m.a í þrígang á árunum 2014 til 2017. Dregið var í 16-liða úrslitin í gær. Takist Derby að vinna Northampton mætir liðið Man- chester United. Wayne Rooney, sem lék í ára- raðir með Manchester-liðinu, leikur nú með Derby. Þá mætast Chelsea og Liverpool, vinni síðarnefnda liðið endurtekinn leik við Shrews- bury. Sigursælasta liðið áfram í bikarnum Bukayo Saka Körfuknattleiksdeild Grinda- víkur hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Seth LeDay. Kemur hann í stað Jamal Olasewere, sem var sendur heim á dögunum. LeDay er 24 ára og 201 sentímetri. Hann kemur frá East Carolina úr bandaríska há- skólaboltanum. Grindvíkingar eru vongóðir um að hann verði löglegur fyrir leik liðsins gegn Fjölni á föstudaginn kemur. Grindavík er í níunda sæti Dominos-deildarinnar með 10 stig eftir 15 leiki. Hefur liðið tapað fimm deildarleikjum í röð. Grindavík styrkir sig Daníel Guðni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.