Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 ✝ Jón ÓskarÁlfsson fædd- ist í Reykjavík 8. júní árið 1929. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 13. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Magnúsdóttir og Álfur Arason. Jón Óskar ólst upp í Reykjavík, lengst af á Berg- þórugötu, og var áttundi í röð 11 systkina, af þeim komust níu á legg og eru tvö þeirra á lífi. Þann 5. desember árið 1953 kvæntist Jón Óskar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Jóhönnu Jónsdóttur, f. 26.5. 1934, frá Sæbóli í Aðalvík. Bjuggu þau nær öll sín búskaparár í Kópa- vogi, lengst af á Lyngheiði 20. Börn þeirra eru fjögur: 1) Jó- hanna Ingunn, f. 1953. Synir hennar eru Davíð, Markús og Halldór Hrafn. 2) Axel Þórir, f. 1955, kvæntur Minnu Hrönn Péturs- dóttur. Börn þeirra eru Óskar Örn, Kristófer Atli og Fríða Jóhanna. 3) Guðrún Lóa, f. 1959. Börn hennar eru Elfa Dröfn, Jón Ingi, Stefán Ari og Margrét Lóa. 4) Ólafur Ari, f. 1965 kvæntur Svanhildi Kristjónsdóttur. Synir þeirra eru Páll Kristinn og Jón Óskar. Barnabarnabörn eru orðin sjö talsins. Jón Óskar starfaði við versl- unarstörf hjá Fálkanum, þar sem hann starfaði í 39 ár, lengst af sem verslunarstjóri Véladeildar. Jón Óskar verður jarðsung- inn frá kirkju Óháða safnaðar- ins í dag, 28. janúar 2020, klukkan 15. Elsku pabbi minn, þá er kom- ið að kveðjustund. Á þessum tímamótum er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir það að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga þig sem pabba og að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur. Þú varst svo ljúfur og ynd- islegur, fallegur bæði að innan og utan. Þú varst mín stoð og stytta. Ef eitthvað bjátaði á hjá mér hringdir þú og bauðst fram aðstoð og styrk. Þú sagðir ekki mikið en nóg til þess að ég vissi að þú varst til staðar fyrir mig og strákana mína. Ég veit að þú munt áfram vaka yfir okkur. Þú varst góð fyrirmynd, á þinn hægláta hátt kenndir þú okkur svo margt. Þú varst svo klár! Þú varst listamaður af Guðs náð, þú mál- aðir myndir, lékst á hljóðfæri (sérstaklega munnhörpu) varst flinkur á tölvu og spilaðir golf, varst þúsund þjala smiður, lag- aðir allt og límdir saman ef brotnaði. Þið mamma voruð svo sam- hent og dugleg. Þið byrjuðuð búskap ykkar tómhent en með elju og dugnaði tókst ykkur að skapa okkur systkinunum fal- legt og gott líf. Þið byggðuð fal- legt einbýlishús fyrir okkur í Kópavoginum, þar sem við bjuggum alltaf við öryggi og ást. Þegar þið vilduð minnka við ykkur og fluttuð í íbúð, keyptuð þið sumarbústað sem hefur ver- ið griðastaður okkar allra. Þið eruð einstakir foreldrar og afi og amma og hafa barna- börnin ykkar aldeilis notið góðs af því. Þið hafið alltaf verið til taks fyrir þau og passað upp á þau. Fjölskyldan og samvera hennar hefur alltaf haft forgang í ykkar lífi. Síðasti jóladagur var sérstaklega verðmætur og þú, pabbi minn, varst svo glaður að fá að njóta hans með okkur. Elsku pabbi, ég gæti sagt svo margt um þig, en ég vil bara þakka þér fyrir mína hönd og strákanna minna, sérstaklega Davíðs hann saknar þín óskap- lega og Elena Rós langafastelp- an þín heldur að hún fái ekki snúninga (kleinuhringi) aftur, því þú keyptir þá alltaf handa henni! En hún trúir því núna að þar sem þú ert orðinn engill og englar geta gert allt þá munir þú koma með snúninga til ömmu. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Við sjáumst síðar. Ég elska þig. Þín Jóhanna. Mig langaði að minnast elsku pabba míns í nokkrum orðum. Betri pabba var varla hægt að hugsa sér. Hann var ótrúlega hlýr, hugmyndaríkur og útsjón- arsamur og féll aldrei verk úr hendi. Alltaf var hægt að leita til hans, hvort sem það var að gera við heimilistæki, laga bíla, mála, eða smíða eitthvað. Hann kynnti mér alls konar tónlist og þá að- allega djass- og blústónlist, ann- ars hafði hann yndi af allri tón- list og spilaði á munnhörpu þegar vel lá á honum. Þegar ég hugsa um pabba sé ég hann fyrir mér að dytta að hinu og þessu heima við eða í Lyngbóli, eða að fylgjast með fótbolta, sem var helsta áhuga- mál hans fyrir utan golfið. Hann stundaði golf af miklum krafti, helst á hverjum degi ef veður var til friðs. Verst þótti honum að hafa ekki getað spilað nógu mikið golf í sumar, en hann fór alltaf þegar hann treysti sér. Hann var börnunum mínum góður afi og studdi þau og styrkti á sinn ljúfa máta. Enn syngur vornóttin vögguljóð sín. Veröldin ilmar, glitrar og skín. Kvöldsett er löngum í kyrrum skóg. Öldurnar sungu sig sjálfar í dá. Síðustu ómarnir ströndinni frá hverfa í rökkurró. (Tómas Guðmundsson) Far þú í friði, elsku hjartans pabbi minn, og takk fyrir allt, þín dóttir Lóa. Nú sit ég hér og hlusta á Night Train með Oscar Peter- son Trio, en það var fyrsta plat- an úr plötusafninu þínu sem ég hlustaði á. Þá var ég að herma eftir þér og reyna að skilja þessa tónlist sem þér fannst svo flott. Það tókst nú ekki alveg strax, það var meira pönk í mér. En alltaf öðru hvoru heyrði ég þig spila þessa plötu og ég náði fljótlega þessari snilld. Minn tónlistaráhugi er frá þér og mömmu, það var aldrei þögn heima. Alltaf tónlist í gangi ein- hvers staðar í húsinu, eins er það hjá mér, aldrei þögn. Við fórum að sjá Tony Bennett þeg- ar hann kom til Íslands fyrir nokkrum árum. Ógleymanleg stund þar sem við fengum báðir kökk í hálsinn og tár í augun. Svo fórum við niður og fengum okkur bjór og nutum samver- unnar. Pabbi kenndi mér að sparka bolta og hann kenndi mér líka að horfa á fótbolta, og að halda með KR sem hann spilaði með sem ungur maður, þó að við ætt- um heima í Kópavogi. Oft horfð- um við á enska boltann á laug- ardögum þegar leikirnir voru viku gamlir og þá höfðum við reynt að vita ekki úrslitin. Ég þoldi vanalega ekki nema 15 til 20 mínútur, þá var ég kominn út í garð í fótbolta, en alla vikuna hlakkaði ég til að horfa á leikinn með pabba. Ég fór á minn fyrsta landsleik í fótbolta að sjá Ísland spila við Austur-Þýskaland á Laugardalsvelli, 2-1 fyrir Ísland. Síðan fórum við á alla landsleiki og þegar pabbi var orðin fótafú- inn horfðum við saman á alla landsleiki í fótbolta í sjónvarp- inu. Held að við höfum séð alla landsleiki Íslands saman nema þrjá síðan 1974. Það verður skrítið að geta ekki setið við hlið pabba og horft á landsleiki og kvartað undan dómaranum. Ég er afskaplega stoltur af pabba mínum, í mínum huga gast þú allt. Ef eitthvað bilaði lagaðir þú það. Ef eitthvað brotnaði límdir þú það saman. Þú taldir í mig kjark þegar hann vantaði og studdir allar ákvarð- anir sem ég tók. Dæmdir mig aldrei en sagði mér skoðun þína á sanngjarnan hátt. Kenndir mér að vera karlmaður og kenndir mér réttsýni og um- burðarlyndi. Heimurinn er tóm- legri án þín. Þú varðst aldrei gamall, bara eldri. Svoleiðis ætla ég að vera. Elsku pabbi minn, ég sakna þín stanslaust, þú gafst mér svo margt. Þinn sonur, Ari. Afi minn Jón Óskar Álfsson er mér mjög mikilvægur og hans verður sárt saknað. Afi mun alltaf vera mjög ná- lægt hjartanu mínu þar sem að hann kenndi mér að hugsa ab- strakt og skapa út frá sjálfum mér. þeir eru svo fallegir fuglarnir þegar þeir blaka sínum leifturléttu vængjum og svífa saman til hlýrra landa og betri staða þeir eru svo fallegir fuglarnir þegar þeir kvaka og syngja saman í kór um hetjudáðir og lofsöngva þeir eru svo fallegir fuglarnir þeir eru svo fallegir þeir eru svo fallegir fuglarnir. Takk fyrir allt nafni, sjáumst seinna. Jón Óskar Arason. „Góða ferð.“ Þetta var það síðasta sem þú sagðir við mig þegar við kvödd- umst á spítalanum áður en ég fór aftur vestur. Elsku afi, ég mun sakna þín svo mikið. Ég mun sakna þess að heyra þig spila á munnhörpuna. Ég mun sakna þess að fylgjast með þér fikta í öllum græjum sem þú kemst í. Ég mun sakna þess að koma í heimsókn, jafnvel bara til þess að sofna yfir sjónvarpinu með þér. Við eigum endalaust af góðum minningum sem munu lifa áfram. Takk fyrir allt og góða ferð, elsku afi minn. Þín „beppa“ Margrét Lóa. Blístur, söngur og munn- hörpuleikur, heimsókn í Fálk- ann á laugardegi, sunnudags- bíltúrar þar sem alltaf var ekið um Bergþórugötuna góðu og niður á höfn, frumlegar ístil- raunir, lykt af píputóbaki og pí- anóleikur þar sem frumsamda lagið þitt, sem mér þykir svo vænt um, hljómaði oftar en ekki. Það eru svo margar hlýjar og góðar minningar um afa sem vakna þegar ég hugsa til barn- æskunnar og alls þess tíma sem ég eyddi á heimili ömmu og afa á Lyngheiði. Afi minn var snið- ugur og uppfinningasamur, hlýr og músíkalskur og alltaf studdi hann okkur barnabörnin í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur, mætti á alla tónleika og sýn- ingar og stoltið leyndi sér ekki í augunum. Elsku afi minn. Takk fyrir allt og allt. Elfa Dröfn Stefánsdóttir. Jón Óskar Álfsson ✝ Jón Geir-mundur fædd- ist í Húsanesi í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi 17. des- ember 1923. Hann lést 20. janúar 2020 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðjón Krist- inn Guðjónsson, f. 1898, d. 1954, og Geirþrúður Geirmundsdóttir, f. 1898, d. 1981. Jón átti sjö systk- ini. Þau voru: Kristín, f. 1921, d. 1955, Guðjón, f. 1925, d. 2006, Kristgeir, f. 1926, d. 2013, Hulda, f. 1927, d. 2002, Fjóla, f. 1930, Elí- veig, f. 1932, og Bjarni, f. 1938. Eiginkona Jóns er Una Anna Guðlaugsdóttir, f. 24. febrúar 1939 í Veiðileysu á Ströndum. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Kristín Guðbrandsdóttir, f. 1902, syni. 5) Guðmunda Snædís, f. 1964, gift Ágústi Þór Péturssyni, f. 1964. Þau eiga tvö börn. 6) Elfa Björk, f. 1967. Hún á þrjá syni. 7) Kristinn Sigurður, f. 1971, í sam- búð með Sæmundi Bjarna El- íssyni, f. 1963, sem á einn son. Langafabörn og langa- langafabörn eru 31 talsins. Jón varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að finna draumastarfið snemma á ævinni en hann starf- aði sem leigubílstjóri hjá Bif- reiðastöð Hafnarfjarðar. Því starfi sinnti hann í um 50 ár eða þar til hann fór á eftirlaun 75 ára að aldri. Jón hafði mikið dálæti á bílum og voru þeir hans helsta áhugamál. Einnig þótti honum af- ar gaman að fylgjast með enska fótboltanum og grípa í spil. Útför Jóns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. janúar 2020, og hefst athöfnin kl. 13. d. 1986, og Sveinn Guðlaugur Annasson, f. 1902, d. 1953. Jón og Anna gengu í hjónaband 30. des- ember 1962. Þau hófu búskap á Norð- urbraut 29 í Hafnar- firði árið 1956. Síðar byggðu þau sér hús á Smyrlahrauni 50 og hafa búið þar alla tíð síðan. Jón átti sjö börn: 1) Laufey Dagmar, f. 1949, gift Kristni Arn- berg, f. 1946. Þau eiga fimm börn. Móðir Laufeyjar og barnsmóðir Jóns er Erla Marínó Olsen, f. 1932. Jón og Anna eignuðust sex börn: 2) Kristín Helga, f. 1956, gift Hans Ólafssyni, f. 1954. Þau eiga þrjú börn. 3) Sveinn Guðlaugur, f. 1959, giftur Katsiaryna Jarad, f. 1966. Hann á tvo syni. 4) Geir- þrúður Ásta, f. 1961. Hún á fjóra Elsku pabbi, þær eru ófáar minningarnar sem streyma fram, þar sem ég sit hér og minnist þín. Taka í spil á Smyrlahrauninu og nú síðast í nóvember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Öll ferðalögin með ykkur mömmu, Ásbyrgi, Hall- ormsstaðarskógur, verslunar- mannahelgarnar, ættarmótin og allar ferðirnar til ömmu í Ytri- Knarrartungu þar sem hjartað þitt sló, skutlið hingað og þangað enda auðsótt mál ef þú varst laus á stöðinni. Elsku pabbi, með söknuði og þakklæti í hjarta sit ég hér á sjálf- an bóndadaginn sem var einn af þínum uppáhaldsdögum með sín- um góða þorramat og minnist lið- inna ára. Eins og barnabarnið þitt hann Arnar Már sagði: hann afi var ekki margmáll en hann kenndi manni margt og það fylgdi honum innri ró. Elsku pabbi, það eru orð að sönnu og síðustu dagarnir stað- festu það svo fallega. Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Amen Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín dóttir, Guðmunda. Elskulegur tengdafaðir minn er í dag kvaddur hinstu kveðju. Margs er að minnast en kynni okk- ar Jóns hófust fyrir um 39 árum þegar ég hóf að venja komur mín- ar á Smyrlahraunið. Jón reyndist fjölskyldu minni vel, var bóngóður þegar til hans var leitað og gerði sitt til að fjölskyldan gæti dafnað. Á Smyrlahrauninu fengum við að búa þegar þörf var á, t.d. þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn og þegar við reistum okkar fyrsta hús. Jón var fæddur undir jökli á Snæfellsnesi og þar voru hans æskuslóðir. Síðar flutti hann til Hafnarfjarðar og hóf akstur leigu- bifreiða sem varð hans starfsvett- vangur í 50 ár. Ekki veit ég til þess að nokkur annar hafi ekið leigubíl jafnlengi. Bifreiðar hans báru ávallt skráningarnúmerið G-1480 og við númerið var hann kenndur, Jón á 1480. Jón stundaði akstur sinn af gætni, bæði með tilliti til ökutækis og farþega. Ekki er mér kunnugt um, eftir að ég kynntist honum, að hann hafi nokkurn tíma lent í umferðaróhappi þótt vinnu- dagarnir hafi verið langir. Byrjað- ur að keyra upp úr kl. 7 á morgn- ana og keyrði langt fram á kvöld alla daga. Helgarfrí voru fátíð og sumarfrí sjaldan löng en þau voru nýtt til ferðalaga, oft út á Snæ- fellsnes. Einstaka sinnum var þó gert betur við sig og haldið út á sólarströnd. Milli þess sem ekið var með farþega var verið að dytta að bílunum úti í skúr eða sinna við- haldi hússins sem þau hjón reistu sér á Smyrlahrauninu. Aldrei féll Jóni verk úr hendi, ósérhlífinn og heiðarlegur. Jón var mér fyrir- mynd í mörgu enda var ég ungur að árum þegar kynni okkar hófust og þó ég hafi valið allt annan starf- vettvang þá tel ég að ég hafi lært það af Jóni að bera virðingu fyrir starfinu. Í gegnum aksturinn kynnist Jón Önnu, en hún starfaði við símavörslu á stöðinni þegar sam- band þeirra hófst. Þó að Jón hafi ekki verið margmáll eða borið til- finningar sínar mikið á borð þá fór ekki milli mála ást hans til Önnu sinnar alla tíð. Þrátt fyrir aldurs- muninn voru þau afar samrýnd og ávallt fór vel á með þeim. Þess var gætt að Önnu skorti aldrei neitt og ást hans og umhyggja fyrir henni var takmarkalaus. Að því urðum við vitni alveg fram á þann síðasta dag sem Jón hafði meðvitund en síðustu krafta sína nýtti hann til að faðma Önnu sína, gefa koss og tjá henni ást sína. Tærari og fal- legri ást hef ég ekki orðið vitni að og ég felldi tár. Ekki eingöngu yfir því að þar var verið að tjá ást sína í hinsta sinn heldur grét ég yfir hversu lífið getur verið fallegt þó svo að dauðinn sæki að. Sannari ást er ekki til og ég er ríkari af til- finningum eftir að hafa fengið að upplifa þessa fallegu stund. Nú svífur andi Jóns á grænum grundum yfir æskustöðvunum. Búðir, Ytri-Knarratungu í Breiðu- vík, Arnarstapa og upp hlíðar Snæfellsjökuls, þar sem hann starfaði eitt sinn við vikurnám, og jafnvel um allt nesið þar sem hann áður lagði vegi. Þess á milli er skotist yfir Faxaflóann til að huga að Önnu sinni og fólkinu sínu öllu. Já, Jón minn, minningarnar eru margar og fallegar. Þeir sem er minnst deyja aldrei. Ágúst Þór Pétursson. Jón Geirmundur Kristinsson Elsku hjartans Haukur frændi, söknuðurinn er mik- ill, þú ert farinn og eftir sitja ótal margar minningar sem við getum þó huggað okkur við. Tenging okkar var sterk strax frá fyrstu kynnum, við vorum lík að mörgu leyti, lítið fyrir orða- flaum og læti þótt stutt væri alltaf í húmorinn, glens og grín. Þess vegna ætla ég að hafa þetta stutt og rifja aðeins upp síð- asta minningarbrotið sem við átt- um saman þegar þú komst norður síðastliðið sumar í júní í síðustu ferð þína í Skagafjörðinn. Ég man hvað það var óvænt ánægja þegar þú renndir í hlað á Cruisernum og ég heyrði kallað innan úr herbergi, mamma, Nabbi er kominn! Það var alltaf gleði þegar þú Haukur Hlíðar Þorgilsson ✝ Haukur HlíðarÞorgilsson fæddist 27. desem- ber 1942. Hann lést 15. janúar 2020. Útför Hauks fór fram 22. janúar 2020. mættir, brosandi út að eyrum með der- húfuna á höfðinu og glettnin skein úr aug- unum. Það var einstak- lega fallegur dagur, glampandi sól og logn. Þegar krakkarnir voru búnir að knúsa þig og við búin að fá okkur kaffi ákváðum við, ég og þú, að fara í göngutúr upp á nafir fyrir ofan Sauðárkrók þar sem ég bý. Við löbbuðum allar nafirnar með stoppi á miðri leið þar sem við settumst niður, nutum veðurblíð- unnar og útsýnisins yfir fjörðinn okkar fagra. Þetta var einstök stund. Við ræddum um heima og geima eins og svo oft og meðal annars nefndir þú að þú værir bú- inn að vera slappur upp á síðkast- ið, þá varstu farinn að finna fyrir þessum ömurlega sjúkdómi sem þú barðist svo hetjulega við. Aldrei hefði mig grunað að þú yrðir farinn svo fljótt. Ég er þakklát fyrir að hafa get- að verið hjá þér á spítalanum í haust ásamt öðru góðu fólki, lang- ar að þakka Sissu sérstaklega fyr- ir að hafa komið með mér að norð- an og verið með okkur og auðvitað Guðrúnu, Geir, Önnu Siggu og Kiddu. Eftir sitja óteljandi minningar sem við fjölskyldan áttum með þér, hafðu þökk fyrir allt, öll símtöl- in, heimsóknirnar, ferðalögin og fríin okkar saman. Elsku Haukur okkar, hvíl í friði. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Sigríður Sunneva Pálsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.