Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kosið verðurtil íranskaþingsins í
næsta mánuði. Bú-
ið er að birta hverj-
ir eru í framboði,
en þó að íslamska lýðveldið vilji
gjarnan skreyta sig með fjöðr-
um lýðræðisins er nú þegar bú-
ið að búa svo um hnútana að
nær öruggt er að harðlínumenn
muni vinna þar góðan sigur.
Fyrsti þröskuldurinn sem
frambjóðendur þurfa að yfir-
stíga er sérstök kjörnefnd, sem
skipuð er af klerkunum sem
hafa alla þræði valdsins í hendi
sér. Sú nefnd ákveður hverjir
mega bjóða sig fram. Í ár ákvað
nefndin að skera niður um 9.500
frambjóðendur af þeim 14.500
sem gefið höfðu kost á sér, en
þeir þóttu ekki uppfylla skilyrði
nefndarinnar um þingsetu.
Það væri svo sem ekki í frá-
sögur færandi í þessu „lýðræð-
isríki“, en af þeim 9.500 sem
ekki komust í gegnum nálar-
augað voru 92 sitjandi þing-
menn, sem nú mega ekki freista
þess að verja þingsæti sín. Þeir
koma nær allir úr flokki Hass-
ans Rouhani Íransforseta, sem
þótt hefur vera í hópi hinna
„hófsömu“ í írönskum stjórn-
málum.
Nær öruggt er talið að
bandamenn Rouhanis muni
tapa í kosningunum, en forset-
inn hefur mátt glíma við óvin-
sældir heima fyrir, sér í lagi
eftir að Bandaríkjastjórn sagði
sig frá kjarnorkusamkomulag-
inu sem Rouhani talaði fyrir.
Aðkoma fulltrúa klerkanna í
kjörnefndinni hefur líklega
endanlega gengið frá vonum
Rouhanis um að fylking hans
geti haldið völdum.
Rouhani kvart-
aði enda í gær um
að ákvörðun kjör-
nefndarinnar gæti
vakið áhyggjur um
að Íran væri í raun
eins flokks ríki, og að tilgangs-
lítið væri að fara á kjörstað.
Bætti hann við að lýðræðið
væri í hættu ef kosningar yrðu
að formsatriði einu.
Þetta er hárrétt mat hjá
Rouhani. Það er hins vegar fyr-
ir löngu orðið ljóst að lýðræðið í
Íran er ekki nema í orði, þar
sem þess er vandlega gætt að
ekkert geti haggað ógnarstjórn
klerkanna. Hvort „hófsamir“
eða „íhaldssamir“ fá fleiri þing-
menn skiptir litlu máli fyrir al-
menning í Íran. Klerkarnir
ráða áfram för og stjórnvöld
munu enn eyða milljörðum í að
ýta undir öfgahópa á erlendri
grundu og í rándýra kjarnorku-
áætlun.
Sú staðreynd að litlu virðist
skipta hvort hinir „hófsömu“
eða harðlínumennirnir fara
með meirihluta á þingi eða for-
setaembættið hefur því líklega
meiri áhrif á það að óánægja
með írönsk stjórnvöld hefur
magnast svo mjög að mótmæli
gegn þeim eru nú reglulegur
viðburður.
Sá dagur rennur líklega seint
upp að klerkastjórnin sam-
þykki sjálfviljug að láta af
kjarnorkuáætlun sinni, láti af
heimsveldisdraumum sínum í
Mið-Austurlöndum eða sleppi
hendinni af því hverjir fá að
bjóða sig fram til kosninga.
Þegar og ef það gerðist væri
von um bjartari tíð í Íran og þá
yrði ríkinu eflaust tekið fagn-
andi í hóp lýðræðisríkja heims-
ins.
Klerkastjórnin í
Íran sýnir sitt rétta
andlit enn og aftur}
Lýðræðið fótum troðið
Íslendingar eruháðari sam-
göngum í lofti og á
legi en flestar aðr-
ar þjóðir. Íslend-
ingar hafa þess
vegna frá upphafi verið miklir
sæfarendur, en á liðinni öld
urðu þeir einnig umsvifamiklir
loftfarendur, ef svo má segja.
Ný skýrsla Alþjóðasambands
flugfélaga, IATA, varpar
áhugaverðu ljósi á þýðingu
flugs fyrir Ísland. Þar kemur
fram að hlutfall flugrekstrar og
afleiddrar starfsemi nemi 38%
af landsframleiðslu hér á landi,
sem er gríðarlega hátt hlutfall.
Nú er það svo að slíkir útreikn-
ingar verða alltaf umdeilan-
legir, en á ýmsa aðra mæli-
kvarða er einnig staðfest að
fáar þjóðir ef nokkrar eru jafn
háð flugi og Íslendingar.
Icelandair er augljóslega af-
ar þýðingarmikið í þessu sam-
bandi og ekki að undra að Ís-
lendingar hafi alla tíð haft
mikinn áhuga á fé-
laginu, og raunar
einnig öðrum ís-
lenskum flug-
félögum sem skotið
hafa upp kollinum í
gegnum tíðina.
Þá er það umhugsunarvert
sem forstjóri Icelandair benti á
í samtali við mbl.is í gær að
þrátt fyrir mikinn fjölda ferða-
manna er afkoma margra
ferðaþjónustufyrirtækja ekki
góð. Auka þurfi framleiðni í
greininni, sem sé verkefni
greinarinnar og hið opinbera
þurfi að vinna með henni að
þessu markmiði. Spurður út í
þær aðgerðir sem hið opinbera
þyrfti að grípa til segir for-
stjórinn að fyrst og fremst
verði að lækka skatta og gjöld á
greinina og einfalda reglu-
verkið.
Þetta er þörf ábending, sem
á raunar við um mun fleiri
greinar en flug og ferðaþjón-
ustu hér á landi.
Þýðing flugs er
meiri hér á landi en
víðast annars staðar}
Flugþjóð
A
lþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
lækkað hagvaxtarspá sína lítils-
háttar á heimsvísu árin 2020-
2021 og spáir nú rúmlega 3%
hagvexti. Lækkunin á einkum
við um evrusvæðið en einnig hefur hægt á
hagvexti í þróuðum hagkerfum í Asíu. Í Kína
hefur hagvöxtur ekki mælst minni í langan
tíma, ekki síst vegna viðskiptadeilna milli
Bandaríkjanna og Kína.
Á árinu verða þrír meginstraumar ráðandi í
alþjóðahagkerfinu. Í fyrsta lagi verður fyrir-
komulag og umgjörð heimsviðskipta áfram
háð nokkurri óvissu, þrátt fyrir tollasam-
komulag sem Kínverjar og Bandaríkjamenn
gerðu um miðjan mánuðinn. Í öðru lagi munu
þjóðir heims áfram þurfa að laga sig að lág-
vaxtaumhverfi vegna minnkandi hagvaxtar og
í þriðja lagi munu tækniframfarir og sjálfvirknivæðing
hafa mikil áhrif á vinnumarkaði. Straumarnir vega hver
annan að einhverju leyti upp, því á sama tíma og við-
skiptadeilur drógu úr þrótti hagkerfa á síðasta ári ýttu
lágir stýrivextir undir hagvöxt. Þá hafa tækniframfarir
dregið úr kostnaði og verðbólga verið tiltölulega lág, jafn-
vel í hagkerfum sem hafa notið mikils vaxtar.
Ísland er gott dæmi um þjóðríki sem hefur notið góðs af
greiðum viðskiptum á milli þjóða. Það er skylda okkar að
greiða fyrir frjálsum viðskiptum og hlúa í leiðinni að hags-
munum þjóðarinnar. Að undanförnu hefur dregið úr hag-
vexti í mörgum lykilviðskiptaríkjum Íslands. Iðnfram-
leiðsla í Þýskalandi hefur dregist saman og
hagvöxtur hefur minnkað í Frakklandi og
Ítalíu. Þannig hafa viðskiptakjör Íslands versn-
að vegna minnkandi hagvaxtar. Hins vegar
brugðust fjármálamarkaðir vel við fréttum um
tímabundið samkomulag bandarískra og kín-
verskra stjórnvalda. Áhættuálag á skuldabréfa-
mörkuðum lækkaði og verð á hlutabréfamörk-
uðum hækkaði. Það eru góðar fréttir fyrir
Ísland, sem nýtur góðs af auknum fyrirsjáan-
leika um umgjörð heimsviðskipta.
Staðan í alþjóðakerfinu er án fordæma í nú-
tímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur
jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Víðast
hvar eru stjórnvöld mjög meðvituð um stöðuna
og líklega verður hagstjórn í auknum mæli í
höndum þeirra, þar sem hagkerfi verða örvuð í
niðursveiflu. Mikilvægt er að halda áfram að
fjárfesta í mannauði. Sú verður a.m.k. raunin á Íslandi,
þar sem hagstjórn mun taka mið af aðstæðum og innviða-
fjárfestingar munu aukast. Skýrari leikreglur í sam-
skiptum viðskiptastórveldanna munu hafa jákvæð gáru-
áhrif um allan heim, sem og framkvæmd löngu boðaðrar
útgöngu Breta úr Evrópusambandinu nú um mánaða-
mótin.
Óvissa er óvinur bæði þjóða og fyrirtækja en um leið og
aðstæður breytast til hins betra taka þau fljótt við sér. Það
er mikilvægt fyrir almenning hvar í heiminum sem er.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Jákvæð gáruáhrif í hagkerfinu
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samningar eru í gildi á milliÍslendinga og annarraþjóða um veiðar á loðnu ogákvörðun um „lítinn loðnu-
kvóta“ til að viðhalda mörkuðum
yrði flóknari fyrir vikið. Sigurgeir
Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum, hefur mælst til
þess að slíkur kvóti verði gefinn út
til að viðhalda mörkuðum, t.d. fyrir
hrogn og hrognaloðnu í Asíu, án
þess að það feli í sér mikla áhættu
fyrir lífríkið. Sigurgeir segist hafa
tekið málið upp við sjávarútvegs-
ráðherra.
Samkvæmt fyrrnefndum samn-
ingum er hlutur Íslendinga í loðnu-
aflanum 80%, Grænlendingar eru nú
með 15% og Norðmenn 5%. Hlutur
Norðmanna var til skamms tíma 8%,
Íslendinga 81% og Grænlendinga
11%, en vestlæg útbreiðsla loðnunn-
ar hefur leitt til aukinnar hlutdeildar
Grænlendinga samkvæmt samning-
um. Við útgáfu á loðnukvóta ættu
þessar þjóðir því tilkall til ákveðins
hlutar verði ekki samið um annað.
Endurgjald fyrir þorsk
Í sérstökum Smugusamningi
eða Barentshafssamningi frá 1999,
þríhliða samningi Íslands, Noregs
og Rússlands, er kveðið á um þorsk-
veiðar Íslendinga í norskri lögsögu í
Barentshafi gegn loðnu úr íslenskri
lögsögu. Árið 2018 var þorskafli Ís-
lendinga á þessu hafsvæði 7.055
tonn auk meðafla og áttu 26.950 tonn
af loðnu að koma sem endurgjald á
fiskveiðiárinu 2018/19, það vill segja
á vertíðinni í byrjun árs 2019, sem
engin varð. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eiga stjórnvöld nú í
viðræðum við Norðmenn um endur-
gjald vegna þorskveiða 2018.
Þorskafli Íslendinga í lögsögu
Norðmanna í Barentshafi 2019 var
6.592 tonn og endurgjaldið í ár ætti
samkvæmt samningum að vera
25.181 tonn af loðnu. Verði ekki
loðnuveiðar í vetur verður heldur
ekki endurgjald í loðnu til Norð-
manna í ár vegna þorskveiða 2019.
Norðmenn mega ekki veiða
loðnu við landið eftir 22. febrúar, en
þá er miðað við að ákvörðun um
loðnukvóta liggi fyrir eigi síðar en 5.
febrúar og getur Ísland þá veitt það
sem eftir stendur án endurgreiðslu.
Liggi ákvörðun um loðnukvóta ekki
fyrir fyrr en eftir 5. febrúar getur
Ísland veitt það sem eftir stendur af
kvóta Norðmanna eftir 22. febrúar
en verður þá að endurgreiða það
magn á næstu vertíð.
Bent hefur verið á að þegar
Smugusamningarnir voru gerðir
fyrir rúmlega 20 árum, til lausnar
Smugudeilunni svonefndu, hafi
loðnustofninn við Ísland verið mun
stærri en hann hefur verið síðustu
ár. Þegar kvóti sé lítill taki sá afli
sem Norðmenn megi veiða mun
meira í en þegar loðnustofninn sé
stór.
Færeyingar fá á grundvelli tví-
hliða samnings milli Íslands og Fær-
eyja 5% af heildarafla í loðnu og það
magn er tekið af hlut Íslands.
Aflaregla og vottun
Loks er að nefna aflareglu í
loðnu, sem Alþjóðahafrannsókna-
ráðið (ICES) hefur viðurkennt. Þar
er lögð áhersla á varúðarnálgun og
sjálfbærni, nokkuð sem vottunar-
fyrirtæki leggja áherslu á, en loðnu-
veiðar við landið eru vottaðar. Í
samningi Íslendinga við Grænland
og Noreg er miðað við þessa afla-
reglu.
Að óbreyttum samningum gæti
niðurstaðan orðið sú að lítið af
„litlum loðnukvóta“ kæmi í hlut Ís-
lendinga.
Bundnir af samningum
við aðrar þjóðir um loðnu
Morgunblaðið/G.E.
Óvissa Ísleifur VE 63, skip Vinnslustöðvarinnar, með makrílafla 2016.
Sigurgeir Brynjar segir að vissu-
lega séu samningar í gildi við aðr-
ar þjóðir um loðnuna. Það sé verk-
efni stjórnkerfisins að ræða hvort
framkvæmanlegt sé að gefa út
einhvern kvóta og sannarlega séu
miklir hagsmunir í húfi fyrir allt
samfélagið. Hann áætlar að af 20
milljarða útflutningsverðmæti
mögulegs loðnuafla komi 6-9 millj-
arðar í hlut opinberra aðila með
einum eða öðrum hætti.
Sigurgeir gagnrýnir skort á
grunnrannsóknum á loðnu á sama
tíma og miklar breytingar séu að
verða í hafinu. Hann nefnir að tvö
síðustu ár hafi loðna verið víða í
mögum þorsks í marsralli, en
þessi ár hafi veiðistofninn ekki
verið stór. Sigurgeir segir þetta
hafa verið sambærilegt við það
sem var þegar árgangarnir voru
stórir í kringum aldamót. Þetta
gefi miklar vísbendingar.
Þá segir hann að talsvert hafi
verið af loðnu fyrir norðan land í
endaðan mars bæði í fyrra og hitti-
fyrra, sem hafi lítið verið rann-
sakað. Meðan ekki sé betur fylgst
með þróuninni en raun beri vitni
geti mikil verðmæti farið for-
görðum.
Miklir hagsmunir í húfi
STJÓRNKERFIÐ SKOÐI HVORT MÖGULEGT SÉ AÐ GEFA ÚT KVÓTA