Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 hún sem bakari. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, þar sem Svava býr nú. Börn Sigurðar og Jónu eru: 1) Andrea Inga, f. 30.9. 1965, sjúkraliði og starfsmaður í FSU, búsett á Sel- fossi. Maki: Guðmundur Ágústsson, sjómaður og bílstjóri; 2) Tryggvi Rúnar, f. 18.4. 1971, sjómaður, bú- setttur í Vestmannaeyjum; 3) Guðni Steinar, f. 26.7. 1979, fyrrverandi sjómaður, búsettur í Reykjavík. Barnabörn eru Sigurður Ingi Ís- feld Vilhjálmsson, f. 15.12. 1983; Ása Guðrún Guðmundsdóttir, f. 13.1. 1990; Ásdís Ósk Guðmundsdóttir, f. 9.6. 1993; Daníel Guðmundsson, f. 9.8. 2000, og Anna Jóna Tryggva- dóttir, f. 11.3. 1997. Barnabarna- börnin eru Andrea Inga Sigurðar- dóttir, f. 2.10. 2003; Gabríel Birkisson, f. 30.6. 2016, og Tanja Björk Birkisdóttir, f. 29.12. 2019. Systur Sigurðar: Elín Björg Ing- ólfsdóttir, f. 7.12. 1946, d. 13.12. 1946; Hugrún Hlín Ingólfsdóttir, f. 25.8. 1948, d. 3.5. 2003; Kristín Hrönn Ingólfsdóttir, f. 23.10. 1960; Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, f. 28.9. 1962; Harpa Fold Ingólfsdóttir, f. 28.9. 1962. Hálfsystur, samfeðra: Jó- hanna Margrét Ingólfsdóttir, f. 13.2. 1933, d. 11.6. 2014; Kornelía Sóley Ingólfsdóttir, f. 2.10. 1937, d. 6.12. 2010; Amalía Stefánsdóttir, f. 17.9. 1941. Foreldrar Sigurðar: Hjónin Sig- ríður Inga Sigurðardóttir, f. 14.4. 1925 í Vestmannaeyjum, rak gisti- heimilið Hvíld í mörg ár, og Mar- teinn Ingólfur Theódórsson, f. 10.11. 1912 á Siglufirði, d. 14.3. 1988, neta- gerðarmeistari í Vestmannaeyjum. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. Sigríður er nú á hjúkrunarheimilnu Eir í Grafarvogi. Sigurður Ingi Ingólfsson Páll Jónsson bóndi á Teigi í Óslandshlíð, frá Tumabrekku Sigþrúður Jónsdóttir húskona í Engidal í Úlfsdölum, f. í Hróarsdal í Hegranesi, Skaga. Theódór Pálsson skipstjóri á hákarlaskipi á Siglufi rði Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari í Vestmannaeyjum Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Siglufi rði og starfskona á Elliheimilinu Grund, Rvík Ólafur Pálsson lausamaður í Mjóafi rði, f. í Holtssókn undir Eyjafjöllum Margrét Eggertsdóttir húsfreyja á Siglufi rði, f. í Kirkjuhvammssókn, V-Hún. Oddur Pétursson bóndi á Rauðafelli, f. á Hrútafelli Sigríður Árnadóttir húsfreyja á Rauðafelli, f. í Eyvindarhólasókn Sigurður Pétur Oddsson útvegsbóndi í Vestmannaeyjum Ingunn Jónasdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Jónas Ingvarsson bóndi á Helluvaði, f. á Eystra-Hóli, V-Landeyjum Elín Jónsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. í Vestmannaeyjum Úr frændgarði Sigurðar Inga Ingólfssonar Sigríður Inga Sigurðardóttir rak gistiheimili í Vestmannaeyjum, bús. í Rvík „ÉG SÉ BARA TVO Í SKÁLINNI! ER SÁ ÞRIÐJI SLOPPINN?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... ævintýraheimur. ÉG ER AÐ SKIPULEGGJA MATSEÐIL VIKUNNAR JÆJA, HVAÐ LANGAR MIG AÐ BORÐA? HVAÐ MEEEEÐ … ALLT! HRÓLFUR! ÉG FÉKK VITRUN! VIÐ GETUM BJARGAÐ OKKUR! GLEYMDU ÞVÍ! „VELDU ÞÁ STÆRÐ SEM ÞÚ VILDIR ÓSKA AÐ ÞÚ PASSAÐIR Í.” HLAUPA- SKÓR Á föstudaginn skrifaði kötturinnJósefína Meulengracht Diet- rich á fésbókarsíðu sína: „Það er óheyrilega ill vísa í sjálfu Morgun- blaðinu. Væri ekki nær að birta það sem vitrar kisur kveða og það sem satt er? Skollinn vildi skapa læðu og skar út klossað apaspil. Hún minnir flesta á fuglahræðu frúin sem að hann bjó til. (Fyrir þá sem ekki eiga blaðið má geta þess að þessi hörmung, sem ekki er hafandi eftir, byrjar svona: „Skrattinn vildi skapa mann, skinn- laus köttur varð úr því.“ Seinni- parturinn er ekki skárri.)“ Þá segir kötturinn Jósefína Meulengracht frá því að hún hafi bú- ið til gátu og skoraði hún á lesendur að skrá ráðninguna í bundnu máli: Orð um lirfu eitt ég kann sem úti í mýri um skepnu glaða líka er haft og lipran mann og lykkju hnýtta á öngulspaða. Helgi Ingólfsson brá skjótt við og svaraði: Vatnsköttur er víða til. Vappar kisa um mýri þvera. Kattliðugur klifrar þil. Kött þar hygg ég lykkju vera. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaði í leirinn á bóndadag: „Nú er kominn saltur, reyktur og súr þorri. Enn lifir vika af janúar sem sumir kalla veganúar og vilja að menn snæði grænkerafæði. Hvernig fer það sam- an við þorrahefð?“ Salthneturnar sumum finnst sjálfgefnar með bjór. Bæti líðan yst sem innst við öflugt drykkjuþjór. Paprikan er prýðileg pikkluð eða reykt. Afbragðsplanta á ýmsan veg og iðulega steikt. Súra gúrkan sýnist mér sannlega’ engin nauð. Kannski ekki ein og sér en alla vega á brauð. Á sunnudag orti Sigrún Haralds- dóttir: Ég alls ekki veit hvernig ævi mín fer, hvar endar mitt veraldargaman, en hitt er þó staðreynd að hausinn á mér er hættur að passa saman. Þó að hret og húmið svart herji á um vetur. Láttu ætíð ljósið bjart lýsa sálartetur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vitrar kisur kunna að yrkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.