Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.02.2020, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Straumsvík Framtíð álvers Rio Tinto í Straumsvík er óljós. Forstjóri álversins segir háu álverði um að kenna, en álverið kaupir um 23% af allri raforku Landsvirkjunar. Arnar Þór Ingólfsson Jóhann Ólafsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir „Við sýnum því skilning að aðstæður fyrirtækisins [Rio Tinto] eru krefj- andi og eigum í samtali við Rio Tinto til þess að fá sameiginlega sýn á stöðu mála.“ Þetta er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjun- ar, í tilkynningu í gær vegna mögu- legrar lokunar álversins í Straums- vík. Greint var frá því í gær að Rio Tinto hygðist hefja sérstaka endur- skoðun á starfsemi álversins í Straumsvík til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar og leita leiða til að bæta samkeppnisstöðu þess. Í fyrir- hugaðri endurskoðun yrðu allar leið- ir skoðaðar, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun. Raforkusamningur sanngjarn Hörður segir í samtali við mbl.is að vegna trúnaðarskyldu geti hann ekki svarað því hvort það standist að verð til álversins sé hærra en gengur og gerist til annarra stóriðjufyrir- tækja hérlendis. Hann ítrekar þó að Landsvirkjun telji sig bjóða verð sem sé „sanngjarnt“ og „mjög sam- keppnishæft miðað við hvað er í boði annars staðar í heiminum“. „Við höfum sagt og teljum áfram að raforkusamningurinn sé sann- gjarn fyrir báða aðila og að það séu fleiri þættir en raforkuverðið sem hafa áhrif á þeirra stöðu en þetta erum við að greina nánar í samein- ingu,“ segir Hörður. Aðspurður segir hann að stjórn- endur Landsvirkjunar muni ekki taka neina afstöðu til þess hvort möguleiki sé að semja um lægra raf- orkuverð til álversins fyrr en Lands- virkjun hafi „fengið skýra sýn á reksturinn“. Mikilvægt fyrirtæki Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir í samtali við mbl.is að Rio Tinto sé mikilvægt fyrirtæki. Hagsmunir Hafnar- fjarðarbæjar og Landsvirkjunar séu miklir og sama gildi um þá 500 starfsmenn sem starfa hjá fyrir- tækinu. Spurð hvort ríkið muni grípa til einhverra sérstakra aðgerða ef ákveðið verði að loka álverinu segir Þórdís að slíkar bollaleggingar séu ótímabærar. „Það er ekkert svoleiðis til umræðu á þessu stigi. Eins og ég sagði eru þetta samningar á milli tveggja fyrirtækja á markaði. Þetta samtal er á frumstigi.“ Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tekur undir áhyggjurnar. Í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Sigurður að óveðursský væru yfir Íslandi, og segir hann að fréttir af vandræðum Rio Tinto séu enn ein staðfesting þess. Boltinn hjá ríkinu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir bæjaryfirvöld hafa vitað að reksturinn hafi ekki gengið nógu vel undanfarin ár. „Ég get ekki sagt mikið á þessari stundu annað en að við lítum þetta grafalvarlegum augum,“ segir Rósa. Fyrirtækið sé einn stærsti vinnu- staður bæjarins, og hafi verið til ára- tuga. „Við vitum að fyrirtækið hefur verið að bregðast við með ýmsum hætti og leitað ýmissa leiða til að gera það sjálft. Nú er þá bara þetta eftir, raforkuverðið, sem er að hafa þessi áhrif og við fylgjumst með því og vonum það besta. Nú er boltinn hjá ríkinu, það er ljóst.“  Grafalvarlegt mál, segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði Hörður Arnarson Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Rósa Guðbjartsdóttir Sýna krefjandi aðstæðum skilning Sigurður Hannesson 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 224.995 27. MAÍ Í 7 NÆTUR Cinque Terre Vinsælasta gönguferð Heimsferða... Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, segir, spurð að því af hverju Rio Tinto, eigandi álversins, íhugi að loka álverinu, að það stafi af því að álverið í Straumsvík hafi verið í taprekstri í sjö – átta ár. Tapið hafi numið um 10 milljörðum í fyrra og sjái fram á a.m.k. fjög- urra milljarða tap á þessu ári. „Þannig að þetta er viðvarandi tap- rekstur og við sjáum ekki út úr þessu ástandi,“ segir Rannveig. Hún segir fyrirtækið hafa sparað í rekstri árum saman og verið í að- haldsaðgerðum. Endursamið hafi verið við birgja og flutningsaðila m.a. „Við erum búin að gera það sem í okkar valdi stendur, en höf- um samt náð mjög góðum rekstrar- árangri. Það er gríðarlega góður árangur í verksmiðjunni, svakalega fínn gangur, og á mörkuðunum er- um við alls staðar með hæstu ein- kunn hjá viðskiptavinum okkar.“ Tala um fílinn í herberginu Meginástæða tapsins á fyrir- tækinu er sú að sögn Rannveigar að álverið borgar miklu hærra verð fyrir raforkuna en aðrir í iðnað- inum, bæði þegar litið er hingað innanlands eða til útlanda. „Við er- um með mjög óhagstætt raforku- verð og það er ekki hægt að halda þessum taprekstri endalaust áfram. Það hlýtur að koma að því að menn fari að tala um fílinn í herberginu [raforkukostn- aðinn] og ef það er ekki að skila þeim árangri að fyrirtækið verði sjálfbært verðum við að fara í það að loka.“ Rannveig seg- ir að búið sé að reyna að selja ál- verið, og vísar þar til þess þegar Norsk Hydro ætl- aði að kaupa fyrirtækið en hætti við vegna ytri aðstæðna. Eftir það var félagið aftur sett í söluferli að sögn Rannveigar, en ekkert kom út úr því. Rannveig segir að Rio Tinto gefi sér tíma fram í júní til að taka ákvörðun um lokunina. Hún segir að móðurfélagið hafi bæði selt og lokað álverum í Evrópu á undan- förnum árum, og álverið í Straums- vík sé í dag eina álver fyrirtækisins í Evrópu. Spurð út í viðbrögð starfsfólks á starfsmannafundi í gærmorgun segir Rannveig að fólkið hafi tekið fregnunum af yfirvegun en sorg. „Það voru mjög uppbyggilegar spurningar og góðar umræður, og mér var þakkað fyrir að stíga hreinskilnislega fram og segja stöðuna eins og hún er. Það var mjög vel mætt eins og alltaf er á starfsmannafundum hjá mér, og ég tala alltaf bara beint og blaðlaust við fólkið og við eigum mjög góð samskipti,“ segir Rannveig að lokum. Búin að gera það sem í okkar valdi stendur Rannveig Rist. Alvarleg staða í Straumsvík Um 23% starfs- fólks á Íslandi eru erlendir ríkis- borgarar, sem hefur fjölgað mik- ið undanfarin ár. Hefur þátttaka þeirra á vinnu- markaði verið lykilþáttur í að skapa hagvöxt síðustu ára. At- vinnuþátttaka þeirra er mjög há, eða 94% samanborið við 77% hjá inn- fæddum. Er beinlínis nauðsynlegt að fá þessa innspýtingu vinnandi fólks. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag. Hannes bendir m.a. á að hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fylgi að ís- lenskum ríkisborgurum á vinnualdri muni fjölga enn hægar á næstu árum og áratugum. Gera megi ráð fyrir að Íslendingum á vinnualdri fjölgi um 5.000 á næstu 10 árum. Það dugi skammt til að manna störf framtíðar- innar. Búast megi við að erlendum ríkisborgurum haldi áfram að fjölga. Setur Hannes fram framreikninga sem gefa til kynna að verði hagvöxtur fremur lítill næsta áratuginn, eða 1,5% að jafnaði árlega, gætu erlendir starfsmenn orðið 14.000 fleiri árið 2030 en þeir eru nú. ,,Verði hagvöxt- ur á hinn bóginn kröftugur, 3% á ári að jafnaði, gæti þeim fjölgað um 32.000,“ segir í greininni. Hannes bendir á að á árunum 2014-2019 hafi hlutfall innflytjenda af íbúafjölda hækkað úr 7% í 14%, en til samanburðar hækkaði hlutfallið í Svíþjóð úr 7% í 9%. „Þessar tölur sýna að viðfangsefni Íslands við að- lögun innflytjenda er margfalt stærra en Svíþjóðar,“ segir í grein- inni. Tryggja þarf aðlögun Nauðsynlegt sé að setja fram skýra stefnu um hvernig hlúð verður að tungumálinu á sama tíma og að- lögun að aukinni fjölbreytni í íbúauppruna á sér stað. Síðustu miss- eri hefur atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi aukist tölu- vert, á sama tíma og harðnað hefur í ári. Segir í greininni að stjórnvöld þurfi að sporna við þessu með því að aðstoða fjölskyldur, sem hingað flytja, í atvinnuleit og hjálpa þeim að festa rætur. »38-39 Innflytjendum gæti fjölgað um 32 þúsund til 2030 Hannes G. Sigurðs- son  Erlent vinnuafl mikilvæg innspýting í efnahagslífið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.