Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 30

Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum lagt mjög ríka áherslu á að allir fái sinn fasta lækni. Svo höf- um við tekið upp morgunmóttöku þar sem allir geta komið án þess að hafa pantað tíma, eins og alls staðar er komið. En mun- urinn er sá að hjá okkur getur fólk hitt heimilislækn- inn sinn. Það hef- ur mælst mjög vel fyrir,“ segir Þór- arinn Ingólfsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni Höfða, en stöðin kom best allra heilsugæslustöðva út úr þjónustu- könnun sem Sjúkratryggingar Ís- lands gerðu. Höfði tók til starfa á árinu 2017 og þá hafði ekki verið opnuð heilsu- gæslustöð á höfuðborgarsvæðinu í ellefu ár. „Eftir allan niðurskurðinn eftir hrun opnuðum við fullmannaða heilsugæslustöð og gátum tekið við miklum verkefnum,“ segir Þórarinn þegar hann er áfram spurður um ástæður góðrar útkomu úr könnun- um. „Við erum með mikla teymis- vinnu og leggjum upp úr góðu sam- starfi í hjúkrun og lækningum. Það kom fram í könnuninni að fólk fyndi það. Svo erum við afar heppin með starfsfólk.“ Greiðir atkvæði með fótunum Spurður um ástæður þess að heilsugæslustöðvar sem reknar eru með þjónustusamningi við ríkið koma betur út en þær sem ríkið rekur sjálft tekur Þórarinn fram að munurinn sé ekki mikill á milli stöðva, öllum gangi vel með fáeinum undantekningum. „Það er kannski það litla aukalega sem þessar stöðvar sem eru með þjónustusamninga hafa sem gerir muninn. Ánægt starfsfólk er gulls ígildi og smitar til fólksins sem til okkar leitar.“ Höfði er í gömlu iðnaðarhúsnæði við Bíldshöfða. „Upptökusvæði okkar er Ártúnsholt, Hamrahverfi í Grafar- vogi og Bryggjuhverfið. Þetta eru frekar lítil hverfi en til okkar sækja sjúklingar af öllu höfuðborgarsvæð- inu og úr nágrannasveitarfélögum, eins og til dæmis af Suðurnesjum. Við erum því ekki dæmigerð hverfisstöð, við tökum við öllum. Það hjálpar okk- ur líka að við höfum góða þjónustu í kringum okkur, myndgreiningar- rannsóknir og rannsóknarstofu og getum lokið málum sjúklinga í einni heimsókn og forðað mörgum frá óþarfa heimsókn á bráðamóttöku. Með fjármögnunarlíkani þar sem fjármagnið fylgir sjúklingunum hef- ur orðið viss valdefling hjá skjólstæð- ingum. Þeir geta greitt atkvæði með fótunum og flutt sig þangað sem þeir fá góða þjónustu. Það hefur áhrif á allar stöðvarnar, hvort sem þær eru reknar samkvæmt þjónustusamning- um eða beint af ríkinu,“ segir Þór- arinn. Hann tekur fram að fólk greiði það sama hjá Höfða og öðum heilsu- gæslustöðvum og framlag ríkisins sé það sama. Fólk getur flutt sig í bestu þjónustuna  Yfirlæknir Heilsugæslunnar Höfða segir að gott starfsfólk sé gulls ígildi Morgunblaðið/Hari Bólusetning Heilsugæslustöðv- arnar veita meiri þjónustu en áður. Höfði ber af » Maskína kannaði viðhorf fólks til 19 heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu fyrir Sjúkratryggingar Íslands. Fjórar þeirra eru einkareknar en hinar reknar af ríkinu. » Einkareknu stöðvarnar komu áberandi betur út en þær opinberu í mati á trausti og þjónustu. » Heilsugæslan Höfði skoraði hæst í báðum þessum gæða- þáttum. Þórarinn Ingólfsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinir Vatnshólsins, íbúasamtök í grennd við Sjómannaskólann, skora á borgarráð að samþykkja ekki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipu- lagi Sjómannaskólareits á fundi í dag „og afstýra með því umhverfis- og skipulagsslysi“. Samtökin taka mjög í sama streng og Vinir Salt- fiskmóans, sem greint var frá í blaðinu á þriðjudag. Í yfirlýsingu Vina Vatnshólsins er lítið gefið fyrir tilkynningu Reykja- víkurborgar um að gerðar hafi verið breytingar á endurskoðaðri tillögu að uppbyggingu á Sjómannaskóla- reitnum. Íbúðum fækkað og græn svæði stækkuð vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila, eins og það var orðað í frétt frá borginni 5. febrúar. „Vinir Vatnshólsins þakka Minja- stofnun Íslands og Borgarsögusafni Reykjavíkur fyrir að standa vörð um menningarminjar á Sjómannaskóla- reitnum. En að borgin ætli að setja sig á háan stall og slá því fram að til- lit hafi verið tekið til athugasemda íbúa rímar illa við staðreyndir máls- ins. Þvert á móti hafa óskir íbúa verið hunsaðar á öllum stigum og umsagn- arferlið því miður verið sýndar- mennska frá upphafi til enda, sem birtist m.a. í yfirlýsingum um samn- inga við tiltekna hagsmunaaðila áður en breytingar á skipulagi voru settar í umsagnarferli. Eins og fram hefur komið hér að ofan er þetta hreinn og klár blekkingarleikur og yfir- gangur,“ segir í yfirlýsingu Vina Vatnshólsins. Gagnrýna framsetningu Myndræn framsetnig af hálfu borgarinnar í skipulagsferlinu er gagnrýnd og sögð vera villandi „Hlutföll röng og svæði teygð til að blekkja augað. Sjónarhorn sem ekki sýna hvernig ný byggð mun skyggja á byggingu Sjómannaskól- ans eru ekki til og hlutföll skugga- varps hafa verið röng. Þá heldur borgin því fram að græn svæði á Sjó- mannaskólareitnum séu stærri en þau eru með því að fella götur, bíla- stæði og skipulagðar leikskólalóðir inn í skilgreind græn svæði, sem og móann sem nú er verið á byggja á aftan við Kennaraháskólann. Allt þetta gefur skakka mynd af því svæði sem er fyrir hendi í dag sem og því litla sem eftir verður.“ Stjórn Vina Saltfiskmóans hafa til viðbótar fyrri yfirlýsingu sent spurningar í fimm liðum á umhverf- is- og skipulagssvið Reykjavíkur- borgar og jafnframt til allra borgar- fulltrúa. Þar er meðal annars spurt hvers vegna borgin haldi því fram að græn svæði á Sjómannaskólareit séu í reynd stærri en þau eru með því að fella götur, bílastæði og skipulagða leikaskólalóð inn í skilgreind græn svæði í tillögum að breyttu skipu- lagi. Einnig er spurt hvers vegna borg- in segist hafa dregið úr eða létt á byggingamagni þegar skilmálatöflur sýni annað. Þá er spurt hvers vegna snið í drögum að deiliskipulags- tillögu séu ekki rétt. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Umdeilt Skipulag á Sjómannaskólareit hefur verið í deiglunni síðustu ár og verður til umræðu í borgarráði í dag. Blekkingarleikur sem rímar illa við staðreyndir  Vinir Vatnshólsins skora á borgarráð að samþykkja ekki deiliskipulag Sjómannaskólareits  Segja óskir íbúa hunsaðar Viðgerðarkostnaður vegna skemmda sem urðu á norðurhlið súrálsbakka álversins í Straumsvík í óveðrinu í desember í fyrra hleyp- ur á tugum milljóna króna. Þetta kemur fram á minnisblaði verkfræðings hjá verkfræðistof- unni Strendingi sem var lagt fram á fundi hafnarstjórnar Hafnar- fjarðarbæjar í gærmorgun. Áður hefur komið fram að gróft kostnaðarmat vegna viðgerða á grjótgarði og landfyllingum við Austurbakka í Straumsvík vegna óveðursins nemi 7,5 milljónum króna. Kafarar sáu stórt gat Kafarar voru fengnir til að kafa meðfram steyptum kerjum við enda bakkans til að kanna mögulegar skemmdir á mannvirkinu eftir óveðrið. Í ljós kom að ástandið er að mestu gott nema á norðurhlið bakkans þar sem komið er stórt gat á skilum á milli kerja á um fimm metra dýpi. Viðgerðarkostnaður nemur tugum milljóna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Straumsvík Miklar skemmdir urðu á norðurhlið súrálsbakka álversins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.