Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 34
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslandsbanki hagnaðist um tæplega
1,7 milljarða króna á síðasta fjórð-
ungi ársins 2019, samkvæmt tilkynn-
ingu fyrirtækisins til Kauphallar Ís-
lands í gær. Hagnaðurinn er átján
prósentum hærri en á sama tíma í
fyrra þegar hann var rúmir 1,4 millj-
arðar króna. Hagnaður ársins 2019 í
heild nam 8,5 milljörðum króna og
dróst saman um rúm tuttugu pró-
sent, en hagnaður ársins 2018 nam
10,6 milljörðum króna.
Heildareignir félagsins í árslok
2019 námu 1.199 milljörðum króna,
og jukust um sex prósent frá byrjun
ársins, en þá voru eignirnar 1.130
milljarðar króna. Eigið fé félagsins
óx líka á síðasta ári. Það nam 180
milljörðum í lok ársins en var rúmir
176 milljarðar í byrjun árs.
Eiginfjárhlutfall bankans var
22,4% í árslok 2019.
Áfram einfaldað í rekstri
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, segir í ávarpi á vef
bankans í tilefni af uppgjörinu að
áfram verði unnið að því að einfalda
og auka skilvirkni í rekstri bankans
en jafnframt ætli bankinn að hugsa
stórt og skapa þannig samkeppnis-
forskot til framtíðar. Segir Birna að
skilgreind hafi verið verkefni til
fimm ára sem muni styðja við þau
markmið sem bankinn ætli að ná
fram með nýrri stefnu. „Mikill ár-
angur hefur nú þegar náðst við inn-
leiðingu stefnunnar og fram undan
er frekari þróun á stafræna sviðinu
sem við erum spennt að vinna í sam-
starfi við viðskiptavini okkar og sam-
starfsaðila,“ segir Birna.
Birna segir jafnframt að breyting-
ar á efnahagsmálum á fyrri hluta síð-
asta árs hafi skapað krefjandi að-
stæður og rekstrarumhverfi fyrir
marga viðskiptavini bankans. „Við
erum þó glöð að sjá viðnámsþrótt
efnahagskerfisins, og jákvæðari
hagtölur fyrir árið 2019 en margir
bjuggust við.“
Tekjur jukust um 7,8%
Eins og fram kemur í máli Birnu
jukust tekjur bankans um 7,8% á
árinu og annar rekstrarkostnaður
fór lækkandi, en líkt og á árinu 2018
hafði rekstur dótturfélaga neikvæð
áhrif á afkomu samstæðunnar.
Heildartekjur bankans voru þann-
ig 48,5 milljarðar króna á árinu 2019
en voru 45 milljarðar árið 2018.
Arðsemi eigin fjár bankans af
reglulegri starfsemi árið 2019 var
6,6% og eins og fram kemur í máli
Jóns Guðna Ómarssonar fjármála-
stjóra á vef bankans er það undir
markmiðum ársins um 8-10% arð-
semi „ en ásættanlegt í ljósi að-
stæðna í efnahagslífinu“.
Í máli Birnu kemur einnig fram að
vöxtur inn- og útlána á árinu hafi
verið kröftugur, eða um 6,8% og
6,3%. Þá segir hún að aðstæður á
fjármagnsmörkuðum, hér heima
sem erlendis, hafi verið bankanum
hagfelldar á árinu og fjármögnun
bankans hafi áfram verið farsæl og
fjölbreytt, eins og hún orðar það í
ávarpi sínu.
Styðja áfram við vöxt
Í lok ávarps síns á vef bankans
segir Birna að kröftugur rekstur og
góður efnahagur, þar sem áhættu er
vel stýrt, séu grunnþættir í afkomu
bankans og Íslandsbanki muni eftir
sem áður vera vel í stakk búinn til að
styðja við vöxt og viðgang efnahags-
lífsins. Arðsemi og eiginfjárstaða
bankans muni þó hafa áhrif á lána-
vöxt til framtíðar.
Íslandsbanki hagnað-
ist um 1,7 milljarða
Morgunblaðið/Eggert
Fjármál Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka af reglulegri starfsemi var 6,6%
árið 2019, sem er undir markmiðum ársins um 8-10% arðsemi.
Hagnaður ársins 8,5 ma. og dregst saman um 20%
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
13. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.02 126.62 126.32
Sterlingspund 162.81 163.61 163.21
Kanadadalur 94.72 95.28 95.0
Dönsk króna 18.402 18.51 18.456
Norsk króna 13.6 13.68 13.64
Sænsk króna 13.046 13.122 13.084
Svissn. franki 128.92 129.64 129.28
Japanskt jen 1.1462 1.153 1.1496
SDR 172.54 173.56 173.05
Evra 137.52 138.28 137.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.5735
Hrávöruverð
Gull 1567.7 ($/únsa)
Ál 1675.5 ($/tonn) LME
Hráolía 53.62 ($/fatið) Brent
● Meðal stjórnenda framleiðslufyr-
irtækja segja 88% mjög eða frekar lík-
legt að fyrirtæki þeirra grípi til
hagræðingaraðgerða á árinu, að því er
fram kemur í niðurstöðum könnunnar
sem Outcome framkvæmdi fyrir Sam-
tök iðnaðarins. Aðeins 5% stjórnenda
segja slíkar aðgerðir frekar eða mjög
ólíklegar. Í greiningu SI er bent á að um
18 þúsund störf séu í framleiðsluiðnaði,
sem er um 9% af heildarfjölda þeirra
sem eru starfandi á vinnumarkaði.
Í könnuninni voru stjórnendur einnig
stjórnendur beðnir að meta áskoranir
fyrirtækjanna á kvarðanum 1 til 5, þar
sem einn er mjög lítil áskorun og fimm
er mjög mikil. Fékk launakostnaður
mest með 4,55 að meðaltali og skattar
og opinber gjöld næstmest með 4,12 að
meðaltali. „Kemur afstaða stjórnenda
heim og saman við tölur um að laun hér
á landi á vinnustund séu nú með þeim
hæstu innan iðnvæddra ríkja,“ segir í
greiningunni.
Fram kemur í svörum stjórnenda
mikilvægi þess að auka framleiðni til
þess að halda í við launaþróun og er
meðal annars talið að sjálfvirknivæðing
gegni þar lykilhlutverki. Birtist þetta
viðhorf meðal annars í afstöðu stjórn-
endanna til mikilvægi nýsköpunar og
svöruðu 68% að nýsköpun skipti frekar
eða mjög miklu máli fyrir samkeppnis-
hæfni fyrirtækja.
Stjórnendur fyrirtækja
búast við hagræðingu
STUTT
Hagnaður fasteignafélagsins Regins
á síðasta ári nam tæpum 4,5 milljörð-
um króna, samanborið við ríflega 3,2
milljarða hagnað árið 2018. Leigu-
tekjur jukust um 20% á árinu og
námu 9.266 milljónum. Aðrar
rekstrartekjur jukust um 31 milljón
og námu 582 milljónum. Rekstrar-
kostnaður fjárfestingareigna jókst
um 223 milljónir og nam 1.923 millj-
ónum. Rekstur í fasteignum nam 787
milljónum og dróst saman um 33
milljónir. Stjórnunarkostnaður nam
427 milljónum og jókst um 49 millj-
ónir frá árinu 2018.
Matsbreytingar fjárfestingareigna
námu tæpum 4,1 milljarði króna,
samanborið við 2,9 milljarða árið á
undan.
Fjárfestingareignir Regins voru
metnar á 140,7 milljarða króna í árs-
lok, samanborið við 128,7 milljarða í
árslok 2018. Fjárfesting á nýliðnu ári
nam 5,3 milljörðum króna en eignir
voru seldar fyrir tæpar 200 milljónir
króna.Eigið fé Regins stóð í rúmum
46 milljörðum króna í árslok og hafði
aukist um ríflega 40 milljarða frá
fyrra ári. Langtímaskuldir stóðu í
93,1 milljarði og höfðu aukist um
tæpa 6,5 milljarða. Skammtímaskuld-
ir stóðu í tæpum 5,5 miljörðum og
höfðu aukist um 1.300 milljónir frá
fyrra ári. Eiginfjárhlutfall félagsins
var 32% í lok árs. Arðgreiðslustefna
Regins er að greiða til hluthafa fjár-
hæð sem nemur einum þriðja af
hagnaði næstliðins rekstrarárs. Nú
þegar hefur félagið keypt bréf fyrir
967 milljónir króna skv. endurkaupa-
áætlun. Því leggur stjórn félagsins til
að greiddur verði 535 milljóna króna
arður til hluthafa á árinu 2020 eða 0,3
kr. fyrir hverja krónu hlutafjár.
Reginn Helgi S. Gunnarsson er
forstjóri fasteignafélagsins.
Hagnaður Regins
jókst um 39%
Matsbreytingar
fjárfestingareigna
4.089 milljónir kr.
Arion banki hagnaðist um 1,1 millj-
arða króna á nýliðnu ári. Dróst
hagnaðurinn saman um 6,6 milljarða
frá fyrra ári. Tap reyndist á síðasta
ársfjórðungi og nam það 2,8 millj-
örðum.
Hreinar vaxtatekjur jukust um
3% og námu 30,3 milljörðum króna.
Hreinar þóknanatekjur námu tæp-
um 10 milljörðum króna og drógust
óverulega saman milli ára. Hreinar
tekjur af tryggingastarfsemi námu
2,9 milljörðum og hækkuðu um tæp-
ar 300 milljónir króna. Fjármuna-
tekjur jukust um 900 milljónir og
námu 3,2 milljörðum króna. Þá
hagnaðist Arion banki um 732 millj-
ónir á sölu hlutar síns í Farice.
Aðrar tekjur drógust saman og
námu 877 milljónum, samanborið við
1.584 milljónir árið áður.
Laun og launatengd gjöld námu
14,6 milljörðum króna en námu 14,3
milljörðum árið 2018. Annar
rekstrarkostnaður hækkaði um 222
milljónir og stóð í 12.222 milljónum.
Sérstakur skattur á fjármálafyrir-
tæki nam tæpum 3 milljörðum og
dróst saman um tæpar 400 milljónir.
Hrein virðisbreyting var neikvæð
um 382 milljónir en var neikvæð um
3.525 milljónir ári fyrr.
Afkoma af aflagðri starfsemi til
sölu, eftir tekjuskatt, var neikvæð
um tæpa 13 milljarða en hafði numið
tæpum 1,2 milljörðum ári fyrr. Þar
munaði mestu um afkomu Valitor,
sem var neikvæð um 8.555 milljónir,
Stakksbergs um 3.799 milljónir og
Sólbjargs um 601 milljón.
Eignir Arion banka námu 1.082
milljörðum í árslok og lækkuðu um
82,5 milljarða frá fyrra ári. Eigið fé
var 189,6 milljarðar og lækkaði um
11,1 milljarð. Eiginfjárhlutfall bank-
ans í árslok var 24%.
Hagnað-
ur Arion
1,1 ma.
Tap á 4F nam
tæpum 2,8 milljörðum