Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 35

Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Nýjar umbúðir Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Leyniþjónusta Noregs segir Kínverj- um hafa tekist að komast yfir norskar hátækniupplýsingar í fleiri en einu til- felli síðustu ár. Eins spáir hún því að Kínverjar verði áður en langt um líður hernaðarlegt stórveldi á norður- slóðum og í öðru návígi við strendur Noregs. Þetta kom fram í máli Morten Haga Lunde, yfirmanns leyniþjónust- unnar, sem kynnti í upphafi vikunnar efni skýrslunnar FOKUS 2020, þar sem leyniþjónustan tekur saman helstu áhersluefni í öryggismálum ríkisins og norska ríkisútvarpið NRK segir frá. Rússland og Kína eru að mati leyni- þjónustunnar þau ríki sem Noregi stendur helst ógn af og kynnti Lunde til sögunnar rússneska flugskeytið Kinzhal, eða rýtinginn, sem talið er að geti hæft hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Noregi, einkum flug- herstöðvar landsins, um 40 mínútum eftir að orrustuþota búin slíku skeyti hefur sig til flugs á Kólaskaganum í Rússlandi. Meint innbrot í gervitungl Einnig sagði hann rússneska Norðurflotann sækja í sig veðrið, en Rússar gera nú tilraunir með tvo nýja kafbáta af gerðinni Dolgorukij, fyrstu nýju framleiðslulínu rússneskra hern- aðarkafbáta eftir lok kalda stríðsins. Lunde sagði ítök Kínverja á norð- urslóðum einkum byggjast á leyni- þjónustustarfsemi og aðgengi að gögnum og rifjaði upp atvik þar sem grunur lék á að Kínverjum hefði tek- ist að brjóta sér leið inn í gagnabanka bandaríska gervitunglsins Landsat 7 gegnum tölvukerfi stjórnstöðvarinnar Svalsat á Svalbarða árin 2007 og 2008, en Landsat 7 gegndi meðal annars hlutverki við innrás Bandaríkja- manna í Írak vorið 2003. Svalsat hélt því fram að innbrotið hefði ekki heppnast. Nefnd á vegum Bandaríkjaþings fjallaði um atvikið og sagði í loka- skýrslu sinni til þingsins árið 2011 að flest tölvuinnbrot væri örðugt að rekja, en fyrirskipanir kínverska hersins um að ráðast fyrst gegn stjórnstöðvum gervitungla, kæmi til styrjaldar, þættu benda til að inn- brotið eða innbrotstilraunina mætti rekja þangað. Áhættumat PST Norska geimrannsóknastöðin Andøya Space Center í Nordland er talin freista erlendra ríkja sér- staklega vegna þeirra gagna sem þar eru vistuð og hefur norska öryggis- lögreglan PST í nýju áhættumati sínu fyrir árið 2020 sérstaklega bent þar á Kínverja, Rússa og Írana sem fingra- langa rafræna gesti. Odd Roger Enoksen, yfirmaður rannsóknastöðvarinnar, hefur stað- fest að gerðar hafi verið tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi þar. Leyniþjónustustjórinn sagði einnig að þótt fá gervitungla Kínverja væru eingöngu til hernaðarlegra nota héldu þeir úti tunglum sem nota mætti til að vakta svæði norðan heimskautsbaugs og í fyrra hefðu Kínverjar farið fram úr Bandaríkjamönnum hvað fjölda nýrra gervitungla á sporbraut snertir. Ásælist neðansjávartækni Sérstaka ástæðu telja PST og leyniþjónustan til að gjalda varhug við njósnum á sviði neðansjávartækni sem nýta mætti í hernaðarlegum til- gangi, svo sem á vettvangi fjarstýrðra neðansjávarfarkosta þar sem Nor- egur er á sumum sviðum leiðandi í tækniþróun vegna áralangrar notk- unar og þróunar slíkrar tækni við ol- íuvinnslu í Norðursjónum. Rússar og Kínverjar helsta ógnin  Gagnaþjófnaður og neðansjávartækni áhættuþættir samkvæmt skýrslu norsku leyniþjónustunnar Ljósmynd/NASA Earth Observatory Geimskot Eldflaug skotið á loft frá geimrannsóknastöðinni á Andøya. Stöðin er á válista PST vegna netárása. Nýsmitum kórónuveirunnar í Hu- bei-héraði í Kína fækkaði í gær, ann- an daginn í röð, sem kveikir vonir um að tekið sé að hægja á útbreiðslu veirunnar. Annars staðar í Kína hef- ur dregið úr nýsmiti síðustu vikuna. AFP-fréttastofan greindi frá 97 dauðsföllum þar í landi í gær. Hámark um miðjan mánuð? Zhong Nanshan, vísindamaður við Lýðheilsustofnun Kína, ræddi við heilbrigðisstarfsfólk í borginni Wuh- an í Hubei-héraði gegnum fjarfunda- búnað í gær og greindi frá því að ný- smitum færi fækkandi. „Hvenær verðum við komin yfir versta hjall- ann? Ég veit það ekki, en ég held að þetta nái hámarki um miðjan febr- úar eða síðari hluta mánaðarins,“ sagði Zhong vongóður. Brendan Murphy, landlæknir í Ástralíu, vildi ekki gefa út spádóma í samtali við ástralska ríkisútvarpið ABC í gær. „Ég held að við ættum bara að fylgjast mjög náið með gögn- unum næstu vikurnar, áður en við förum að spá einhverju,“ sagði Murphy. Tækifæri til að reiða til höggs Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar WHO, sagði á síðari degi ráðstefnu stofnunarinnar í Genf í gær, að nú væri tækifærið til að reiða til höggs og berjast við veiruna á öllum vígstöðvum. Nýsmitum fækkar annan daginn í röð í Hubei  Eygja von um að hægi á útbreiðslu kórónuveirunnar AFP Rannsóknir Sérfræðingar rann- saka sýni í Shenyang í Kína. Flokkur Emm- anuel Macron Frakklands- forseta, La Ré- publique en Marche, þykir eiga í vök að verjast nú þegar rúmur mánuður er í sveitarstjórn- arkosningar í Frakklandi. Alls hafa 14 þingmenn yfirgefið flokk- inn, þar af þrír í síðustu viku, auk þess sem skoðanakannanir sýna að Macron nýtur aðeins stuðnings tæplega þriðjungs þjóðar sinnar. Frédérique Tuffnell, ein þeirra sem sögðu sig úr flokknum í síðustu viku, sagði umdeildar breytingar á lífeyriskerfi landsins auk skeyt- ingarleysis ríkisstjórnarinnar í um- hverfismálum höfuðástæður þeirr- ar ákvörðunar sinnar að yfirgefa flokkinn. FRAKKLAND Flokkur Macron valtur í sessi Emmanuel Macron

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.