Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 ✝ Helgi Snorra-son fæddist í Kópavogi 8. nóv- ember 1951. Hann lést 4. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Snorri Helga- son frá Borgarfirði eystri, f. 2.6. 1929, d. 13.10. 2006. Þór- dís Todda Jónsdótt- ir ættuð frá Seyðis- firði, f. 7.6. 1925, d. 16.1. 2017. Bræður hans eru Jón Snorrason, f. 25.4. 1955, og Páll Snorrason, f. 23.9. 1957. Eiginkona Helga er Þóra Sigurþórsdóttir, f. 25.5. 1954. Þau voru gefin saman 19.1. 1980 í Kópavogskirkju. Foreldrar hennar eru Sigurþór Þorgilsson, ættaður frá Bolungarvík, f. 30.3. 1928, d. 8.8. 2015, og Jónína Jó- hannsdóttir, ættuð frá Siglufirði, f. 23.5. 1930. Saman eignuðust Helgi og Þóra þrjú börn, þau Jónínu Helgadóttur, f. 27.7. 1980, Þór- dísi Ósk Helgadóttur, f. 5.12. London og lærði þar leturgröft við Sir John Cash school of art. Helgi stundaði ýmis sölustörf í gegnum árin og seinni ár við sölu fasteigna. Helgi var mikill íþróttamaður á yngri árum, spilaði knatt- spyrnu með meistaraflokki Breiðabliks í kringum 1970 og seinna meir með old boys. Helgi var alla tíð mikill tónlist- arunnandi og áhugamaður um tónlist. Áhuginn leiddi til þess að sl. 10 ár lagði Helgi gríðarlega vinnu í að safna saman efni eftir íslenskt tónlistarfólk til varð- veislu. Helgi vann að uppsetn- ingu á heimasíðu sem hélt utan um þær upplýsingar sem hann hafði safnað saman. Hann sá heimasíðuna fyrir sér sem gagnagrunn um allt íslenskt tón- listarefni, allt frá litlum óþekkt- um bílskúrsböndum til þjóð- þekktra tónlistamanna og hjóm- sveita. Helgi hafði mikið dálæti af allri list og undir lokin vann hann að því að koma íslenskri list og hönnun á framfæri erlendis. Helgi verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 13. febr- úar 2020, klukkan 13. 1982, og Snorra Helgason, f. 30.4. 1990. Fyrir átti Þóra Sigurþór Arn- arsson, f. 17.8. 1971. Sigurþór Arnars- son er í sambúð með Berglindi Ýri Ara- dóttur, saman eiga þau Lovísu Ölbu. Sigurþór á Amalíu Örnu og Róbert Daða úr fyrra sam- bandi. Stjúpbörn Sigurþórs eru Birta Kristín og Logi Þór. Jónína Helgadóttir er í sambúð með Óskari Þór Hjaltasyni, börn þeirra eru Petrína Pála og Pat- rekur Tumi. Stjúpbarn Jónínu er Jóhann Freyr. Þórdís Ósk Helga- dóttir, barn hennar er Garðar Flóki. Snorri Helgason er í sam- búð með Höllu Karen Haralds- dóttur, börn þeirra eru Hrafn Viðar og Eiður Ernir. Sem ungur maður stundaði Helgi nám við Tækniskólann í Reykjavík og lauk loftskeyta- prófi. Seinna meir flutti hann til Pabbi minn, Helgi Snorrason er látinn. Það eru orð sem ég bjóst ekki við að segja svona snemma. Hann varð bráðkvaddur langt um aldur fram, aðeins 68 ára að aldri. Minningar mínar um hann lýsa stórgeðja manni en um leið meyr- um í skapi sem fór sínar eigin leið- ir. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin, hann var stoltur af okkur öllum og ef til vanda kom þá var hann fyrstur til að veita að- stoð sína. Hann vildi allt fyrir okk- ur gera. Hann var ljúfur og góður afi sem ljómaði í hvert sinn sem barnabörnin komu í heimsókn. Ástríða hans fólst í tónlist, eins og mamma sagði einu sinni, þá spiluðu bræður pabba á hljóðfæri en hann spilaði á plötuspilara. Ég minnist margra stunda þar sem tónlist var ríkjandi. Ef hljómurinn frá græjunum fyllti ekki heimilið þá var pabbi við hliðina á hljóm- tækjunum með stóru heyrnartólin að hlusta á tóna Bítlanna, Rolling stones, Hljóma eða annarra popp- ara. Pabbi ræddi oft við mig um tónlist. Hann sagði mér frá öllu tónlistarefninu sem hann var bú- inn að safna saman, fyrst með gríðarlegu plötusafni, síðan voru það geisladiskarnir og þegar tæknin varð meiri þá fór hann að fylla hvern flakkarann á eftir öðr- um. Það eru óteljandi stundirnar sem pabbi sagði mér frá gríðar- miklu tónlistarefni sem hann hafði safnað saman og hélt utan um magnið stoltur. Þegar ég lít til baka óska ég þess að ég hefði sýnt þessu meiri áhuga en því miður var tónlist ekki mitt áhugasvið. Pabbi ákvað að nýta þekkingu sína í að vinna gagnagrunn af tón- list frá fyrri tíma, bæði íslenskri og erlendri, og það er ekki fyrr en hann er farinn frá okkur að ég er farin að skilja verðmætið í þeirri vinnu. Að heyra þakklætið frá gömlum poppurum sem hafa fylgst með vinnu pabba er ómet- anlegt og er frábært að sjá þessa arfleifð sem pabbi skilur eftir sig. Ég efast um að hægt sé að finna einstakling sem elskaði tónlist jafn mikið og pabbi minn. Pabbi, ég elska þig og sakna þín og vildi óska þess að ég og sonur minn hefðum fengið meiri tíma með þér. Þín dóttir Þórdís Ósk. Elsku pabbi. Það er ekkert sem undirbýr mann við að missa pabba sinn. Að þú skulir vera farinn frá okkur er ólýsanlega erfitt. Þegar ég rifja upp þær góðu minningar sem við áttum saman þá líður mér vel en á sama tíma finn ég fyrir miklum söknuði yfir að þú sért ekki hérna lengur. Það er svo margt sem þú kenndir mér í gegnum ævina án þess kannski að þú hefðir gert þér grein fyrir því. Þú kenndir mér að maður á að gera allt sem maður getur fyrir börnin sín. Þú kenndir mér vinnusemi og dugnað. Þú kenndir mér að gefast aldrei upp þó að á móti blási og þú kenndir mér að vera samvisku- samur. Þegar ég hugsa til baka þegar ég var lítill, þá hvattir þú mig áfram í íþróttum, vaknaðir með mér á hverjum morgni og fórst með mér á æfingar, fótboltamót, stóðst við bakið á mér og horfðir alltaf á. Ómetanlegt. Ég er svo óendanlega þakklát- ur fyrir þegar þú sendir mig í tón- listarnám þrátt fyrir mikinn mót- þróa hjá mér. Tónlistin var þér svo mikilvæg í einu og öllu og þér fannst svo mikilvægt að ég gæti fengið að njóta hennar á minn veg. Ég er svo þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið mér, börnun- um mínum og mömmu. Pabbi, þú áttir þér svo marga drauma og óleyst verkefni. Þig langaði að gera svo margt og það er svo ósanngjarnt að þú hafir ver- ið tekinn frá okkur svona snemma. Hrafn og Eiður fengu alltof stuttan tíma með afa sínum, þeir áttu eftir að upplifa svo mikið með þér og mömmu. Ég mun kenna börnunum mín- um allt það góða sem þú kenndir mér og ég vona að þú fylgist með og passir upp á okkur. Ég elska þig, pabbi minn, ég passa upp á mömmu eins og þú hefur gert svo lengi. Sjáumst seinna, elsku pabbi. Kveðja Snorri. Elsku Helgi minn. Erfitt er að koma hugsunum mínum til þín á blað við þessar kringumstæður. Þú ert farinn allt of skjótt og allt of fljótt. Þú áttir að fá meiri tíma með okkur, því í mín- um augum varstu farinn að njóta lífsins meira eftir því sem árin liðu. Þetta var ekki tímabært en raunveruleikinn stígur oft harka- lega niður fæti. Þú komst inn í líf mitt um fimm ára aldur og æska mín með þér var góð, þú sagðir ekki margt en sýndir meira. Ég hafði gaman af því er ég fékk að koma með þér að spila fótbolta með fullorðnu körl- unum. Á heimilinu voru ávallt nýj- ustu raftækin, svo sem leikjatölva, vídeótæki og þú eyddir ómældum tíma í að fylla vídeóspólur af Walt Disney-kvikmyndum (við áttum þær flestar) og teiknimyndum og öðrum bíómyndum. Hvað þá víd- eómyndavélin og tækið sem henni fylgdi sem voru svo stór um sig að erfitt var að halda á. Þetta voru hlutir sem ekki voru til á heimilum á þeim tíma. Okkar samband varð erfiðara þegar ég komst á unglingsárin, hjá okkur voru breytingar og ég var ykkur erfiður á þessum tíma. Þar sem lífsbaráttan var oft erfið og þú oft í tveimur, þremur og jafnvel fjórum vinnum til að allir hefðu það sem til þurfti. Þú varst ávallt frjór í hugsun og ég man eft- ir Levi’s-gallabuxunum sem þið fluttuð inn í öllum mögulegum lit- um, og þegar þú reyndir að fá leyfi til að flytja inn Redbull-drykkinn um tuttugu árum áður en aðrir fóru að hugsa um það, og margt annað sem gerði þig að frum- kvöðli. Við áttum aldrei langar sam- ræður eða spjölluðum mikið en komum ávallt því til skila sem þurfti. En elsku Helgi pabbi minn, það sem skiptir mig höfuðmáli í gegn- um okkar líf saman er að á erf- iðustu stundum í mínu lífi stóðst þú í bakgrunni ávallt eins og klett- ur við bakið á mér. Ég verð þér ævinlega þakklátur. Þinn Sigurþór. Það var erfitt að fá þá frétt að kveldi dags hinn 4. febrúar sl. frá Þóru, eiginkonu Helga Snorra- sonar, að hann hefði orðið bráð- kvaddur í vinnunni þann sama dag. En um hádegi þann sama dag ræddum við Helgi saman. Kynni okkar tókust fyrir nokkrum árum. Ég réð hann síðar í verkefni sem hann leysti af stakri prýði og starfaði hann í því verk- efni allt til dánardægurs. Helgi var búinn mörgum kostum. Hann var vinnusamur, stundvís og reglusamur. Hann var heiðarleg- ur og áreiðanlegur og öll störf hans einkenndust af vandvirkni og metnaði til að skila af sér góðu verki. Hann hafði frumkvæði til verka og hafði góða rökhugsun þegar hann var að leysa úr málum þar sem þörf var á einbeitingu og góðum skilningi á öllum málavöxt- um. Nú er litrófið breytt og birtan hefur dofnað á vinnustað okkar á Suðurlandsbrautinni, þar sem Helgi starfaði þar til fyrir stuttu þegar hann flutti starfsstöð sína í Kópavoginn. Við syrgjum góðan félaga. Nú þegar himnafaðir kallar hann á sinn fund sitjum við hin eft- ir hljóð og ringluð. Hvernig má þetta vera? Enginn fyrirvari. Við trúum því samt að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru aðeins komnir á undan. Ekki var hægt annað en að þykja vænt um Helga, bara fyrir þá mannkosti sem hann bar. Hann var áhugasamur um líf og tilveru fjölskyldu sinnar, ættingja og vina. Helgi var hreinlyndur, hóg- vær og heiðarleg manneskja en um leið glaðvær og einlægur. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og setti mál sitt vel fram og var sanngjarn. Við höfð- um þann sið á hverjum degi að heilsast með handabandi áður en við gengum til verka, gilti einu hvor kom fyrr í vinnuna, við leit- uðum hvor annan uppi og tókumst í hendur. Þótt handabandið hafi slitnað lifir góð minning áfram um mann sem var áhugasamur um velferð þeirra sem hann starfaði með. Sorgin er mikil og sendum við öll á vinnustaðnum á Suðurlands- brautinni fjölskyldu hans innileg- ustu samúðarkveðju. Manns- andinn líður ekki undir lok, minning um góðan dreng lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir en alltaf held- ur áfram að lýsa. Sveinn Guðmundsson. Það eru rúmlega 53 ár síðan ég man eftir Helga á knattspyrnu- vellinum í búningi frá Breiðabliki, það sem vakti athygli mína var hversu teknískur hann var með boltann. Ekki hvarflaði það að mér þá að ég ætti eftir að þekkja þennan mann í yfir hálfa öld. Nokkrum árum seinna lágu leiðir okkar saman í Danfoss-umboðinu en þar sátum við saman sem sölu- menn hvor á sínu sviðinu án tölvu- búnaðar og handskrifuðum sam- skipti okkar við viðskiptavinina. Helgi var hvers manns hugljúfi og auðvelt var að lynda við hann enda skarpgreindur listhneigður letur- grafari með mikla réttlætiskennd og traustur vinur vina sinna. Á þessum árum átti tónlistin, diskó- ið og skemmtanalífið huga Helga en það leið ekki á löngu þar til ein- hver ró færðist yfir hann. Helgi varð ástfanginn og það þroskaði hann enn frekar. Þóra var akkerið og vitinn í lífi hans upp frá því en syrgir hann í dag ásamt börnum þeirra og barnabörnum. Þrátt fyrir að við Helgi værum ekki samstarfsfélagar nema í nokkur ár var alla tíð vinarstreng- ur á milli okkar. Það var ævinlega hægt að leita til Helga og fá hjá honum ráð til lausnar á öllum mögulegum málum. Helga var margt til lista lagt og mátti sjá það í handverki hans hvort sem það var handskriftin eða leturgröftur- inn. Helgi var einn fárra letur- grafara á Íslandi menntaður í Bretlandi. Hann hafði einstakt lag á að skipuleggja innflutning og markaðssetningu á ýmsum tækni- og byggingarvörum. Þetta skynj- uðu hinir erlendu birgjar iðulega og oft var það þannig að þeir færðu sig með honum á milli fyr- irtækja því þeir áttuðu sig á því að velferð þeirra lá ekki síst í því að hafa góðan mann sem sinn mál- svara á markaðnum frekar en eitt- hvert tiltekið fyrirtæki. Seinna tók hann að sér fasteignasölu enda hafði hann víðtæka þekkingu á byggingariðnaði. Á seinni árum var það þó tónlistin sem átti æ stærri sess hjá Helga og lagði hann mikla vinnu í að safna saman sögu hennar á netinu. Á síðustu áratugum hittumst við Helgi reglulega á kaffihúsum eða spjölluðum saman í síma lagt fram á nætur. Þar ræddum við um líf okkar, vandamál og gleði en ekki síst stjórnmál og samfélags- mál. Helgi var réttsýnn og sann- gjarn í gagnrýni sinni á samtíð okkar en stóð iðulega fastur á skoðun sinni en virti annarra. Það var gott að eiga Helga að til að ræða málin og mun ég aldrei gleyma þessum samskiptum okk- ar. Það verður erfitt að horfa á eft- ir honum. Nú hin síðustu ár reyndist Helgi mér vel í veikindum mínum og þótt Helgi hafi átt við sína kvilla var hann ekkert frekar að bera það á borð fyrir aðra. Um- hyggja fyrir öðrum var honum í blóð borin og ég sem aðrir naut þessarar vináttu hans og um- hyggju. Missir okkar er mikill en mestur er hann hjá Þóru og börn- um. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til allra sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Helga Snorrasonar. Hvíldu í friði vinur. Árni Svavarsson. Helgi Snorrason Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Elskulegur faðir okkar og afi, GEIR ÞÓRÐARSON matreiðslumeistari, Sæviðarsundi 50, Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórainn Örn Geirsson Geir Ingi Geirsson Guðmundur Geir Þórarinsson, Sólveig Þórólfsdóttir Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA ERNA JÓNSDÓTTIR, Boðaþingi 8, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 5. febrúar. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 14. febrúar klukkan 13. Sigurður J. Sigurðsson Steinunn Jensdóttir Sverrir Ómar Guðnason Heiðrún Jensdóttir Baldur Hans Úlfarsson Svanhildur Jensdóttir Jens Karl Bernharðsson Ólafur Jensson Jóhanna Bjarnadóttir Þröstur Jensson Ester Þorsteinsdóttir Jóna Þóra Jensdóttir Andrés Einar Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR VIGFÚS MARKÚSSON húsgagnasmíðameistari, frá Rofabæ í Meðallandi. lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum miðvikudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. febrúar klukkan 15. Ólafur Ingi Óskarsson Erna Björg Baldursdóttir Ásdís Óskarsdóttir Jón Daði Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær frænka okkar, KOLBRÚN JENSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 10. febrúar. Bróðurbörn og systursynir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.