Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
✝ Magnús Örnfæddist í
Reykjavík 7. des-
ember 1956. Hann
lést á Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum
4. febrúar 2020.
Foreldrar: Anna
S. Steingrímsdóttir
frá Höfðakoti
Skagaströnd, f. 28.
júní 1933, d. 26.
mars 2018, og Guð-
mundur Jón Magnússon, f. 28.
janúar 1932, d. 11. febrúar
1973, fórst með Sjöstjörnunni
KE 8 suður af Dyrhólaey.
Systkini Magnúsar eru:
Steingrímur, f. 24. ágúst 1954,
d. 29. janúar 2004. Guðrún, f.
30. október 1955. Grettir, f. 17.
júní 1958. Óðinn, f. 8. febrúar
1961. Þór, f. 6. des. 1962, og
Rebekka, f. 1. ágúst 1965.
Magnús var tvíkvæntur, með
fyrri konu sinni átti hann tvö
börn.
1) Ómar Örn, f. 19. júní
1976, hann á fjögur börn.
Magnús Örn, f. 28. nóvember
1997, Lúkar Örn, f. 17. apríl
2007, Emma Guðrún, f. 20.
Sigurðardóttir. Dóttir þeirra:
Hafdís Helga, f. 22. júní 2015.
Sigrún átti dóttur fyrir og
gekk Magnús henni í föðurstað.
5) Hjördís Inga, f. 6. október
1981, unnusti Atli Már Magn-
ússon. Börn Hjördísar: Anton
Máni, f. 18. desember 2001,
Adam Smári, f. 19. apríl 2004,
Védís Eva, f. 17. janúar 2010, og
Auðun Elí, f. 6. júlí 2012.
Magnús fluttist til
Vestmannaeyja 1976 og byrjaði
á sjó hjá Svenna Valdimars. Fór
svo að vinna á bátum hjá Sig-
urði Einarssyni og tók svo Stýri-
mannaskólann í Vestmanna-
eyjum og kláraði
skipstjórnarbraut 1986. Var
skipstjóri á nokkrum bátum hjá
Sigga Einars; Bjarnarey VE
501, Bergey VE 544 og Snorra
Sturlusyni VE 28. Var einnig
skipstjóri á Kristbjörgu VE 71
hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja.
Magnús var formaður Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Verðanda frá árinu 1997 til
2002. Starfaði einnig í fjölda-
mörg ár með sjómannadagsráði.
Árið 2014 greindist Magnús
með Alzheimer og heilaæða-
sjúkdóm og síðustu ár dvaldi
hann á Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum og lést þar.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 13. febrúar 2020, klukkan
14.
nóvember 2017, og
Harpa Dís, f. 17.
apríl 2018.
2) Anna Kristín,
f. 11. apríl 1979,
maki Hermann Þór
Marínósson.
Börn: Haraldur
Fannar, f. 11. apríl
1999, Hanna Soffía,
f. 16. júlí 2006, og
Helena Kristín, f.
17. júní 2012.
2. apríl 1988 kvæntist Magnús
eftirlifandi eiginkonu sinni Sig-
rúnu Hjörleifsdóttur, f. 25.
ágúst 1962 í Vestmannaeyjum.
Foreldrar Sigrúnar: Hjörleifur
Guðnason frá Oddstöðum, f. 5.
júní 1925, d. 13. júní 2007, og
Inga Jóhanna Halldórsdóttir frá
Neskaupstað, f. 30. nóvember
1927.
Börn Magnúsar og Sigrúnar
eru:
3) Þórdís Gyða, f. 18. janúar
1988, maki Baldvin Þór Sig-
urbjörnsson. Dætur þeirra:
Anna Rakel, f. 11. mars 2014, og
Sigrún Arna, f. 11. september
2017. 4) Guðmundur Jón, f. 21.
apríl 1991, unnusta Ólöf Halla
Elsku Maggi minn.
Hvíldu í friði, ástin mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Sigrún.
Elsku pabbi,
Það er svo margt sem ég ætlaði að
segja þér.
Það er svo margt sem ég ætlaði að
gera með þér.
Augun þín hafa lokast.
Mín opnast betur.
Vont þegar lífið bítur svona í mann.
Og það svona harkalega við þig.
Loksins er friðurinn kominn.
Takk fyrir allt.
Og síðan hittumst við aftur á miðri
leið.
Þín dóttir,
Anna Kristín.
Elsku pabbi minn.
Þegar ég hugsa um lífið með
þér þá get ég ekki annað en bros-
að, þú reyndir eftir þínu fremsta
megni að dekra okkur og láta
okkur brosa. Ég fór yfirleitt ekki
tómhent heim þegar þú komst
heim af sjónum þegar við fórum í
búðarrölt saman, Þorláksmessa
er mér efst í huga þegar ég fór
með þér að kaupa jólagjöf handa
mömmu. Ég var örugglega í
kringum 6 ára aldurinn því mig
langaði svo mikið í eina dúkku
sem var inni í búð, þú varst ekki
lengi að segja já og ég fór á Þor-
láksmessudag hrikalega ánægð-
ur krakki korter í jól með eitt
stykki dúkku með mér heim. Þó
að þú dekraðir okkur í döðlur þá
áttir þú nú samt til að taka af
skarið og ýta okkur áfram í nám-
inu og íþróttum. Það var enginn
eins góður og þú í stærðfræði og
íslensku, við fengum oft að sjá
einkunnaspjöldin þín og þú settir
okkur gott fordæmi. Íþróttaferð-
irnar mínar í sundinu reyndir þú
að koma með í, eins mörg keppn-
isferðalög og þú gast, enda ekki
leiðinlegt að hafa þig með, þú frá-
bæri maður, húmorinn var aldrei
langt undan og þú varst tilbúinn
að gera allt fyrir alla. Þegar ung-
lingsaldurinn færðist nær mér
varst þú sá sem varaðir mig við
strákum, sagðir við mig að 95% af
þeim væru aular og ég ætti að
passa mig á flestum þeirra. Þeg-
ar einn þeirra sagði mér upp og
þú ákvaðst að fara með mig á
rúntinn í pulsu og kók var sá
strákur niðri í bæ, ég gleymi því
ekki hvað ég hló mikið þegar þú
ætlaðir að hurða þetta fífl sem
sagði dóttur þinni upp eða þegar
einn strákurinn var að berja á
rúðuna í glugganum hjá mér og
ég vildi ekkert með hann hafa, þá
fórst þú út og sagðir honum að
hypja sig annars væri þér að
mæta, sá strákur bankaði ekki
oftar á gluggann minn, glottinu á
þér þegar þú komst inn um dyrn-
ar gleymi ég aldrei.
Þegar ég átti Önnu Rakel
varstu að ganga í gegnum grein-
ingarferli, við vissum að eitthvað
stórt væri í aðsigi enda varstu
ekki búinn að vera þú sjálfur í
svolítinn tíma. Þarna vissi ég að
ég þyrfti að nýta tímann okkar til
hins ýtrasta, Anna Rakel lítil og
elskaði ekkert meira en afa
Magga. Allt klinkið sem var í vas-
anum fór í baukinn hennar. Á
þínum góðu dögum fórstu með
mér að sækja Önnu í leikskólann
og leiddir hana heim til þín.
Þakklæti er mér efst í huga fyrir
hvernig við fjölskyldan tókumst á
við þetta allt saman í sameiningu
eins og þú hefðir gert það.
Ég fer út í lífið þakklát fyrir að
vera dóttir þín, ég ætla að lifa líf-
inu lifandi, vera góð við náungann
og hafa húmorinn mér við hlið
eins og þú gerðir.
Ég á eftir að segja stelpunum
margar afa Magga-sögur og á
eftir að segja þeim að passa sig á
strákunum „afa Magga style“.
Sorgin við að missa þig er mér
svo erfið en eins og við höfum
tekist á við síðustu ár saman ger-
um við áfram sem fjölskylda, ég
skal lofa þér því að ég passa vel
upp á mömmu.
Takk fyrir allt, elsku besti
pabbi minn. Þín dóttir
Þórdís Gyða.
Kveðja frá Skipstjóra- og
stýrimannafélaginu Verð-
andi, Vestmannaeyjum.
Ótrúlega góður maður er fall-
inn frá eftir langa og erfiða bar-
áttu við Alzheimersjúkdóminn.
Sjúkdóm sem breytti honum
mikið.
Eitt af því góða sem manni
getur hlotnast í lífinu er að kynn-
ast manni eins og Magga Guð-
munds. Þessi síbrosandi maður,
eiginmaður, pabbi, afi, skipstjóri,
sjómaður og vinur allra fékk mig
til að brosa í hvert skipti sem við
hittumst. Það voru aldrei nein
vandamál hjá honum. Maggi
starfaði mikið fyrir Verðandi og
sinnti öllu af alúð og dugnaði,
hvort heldur sem fánaberi félags-
ins, í orlofs- og sjúkrasjóðsnefnd
eða í sjómannadagsráði. Þar að
auki var Magnús Guðmundsson,
formaður Verðandi í 5 ár, frá
1997-2002.
Ég verð að segja að Maggi var
einn af duglegustu mönnum
Verðandi og fór fjöldann allan af
vinnuferðum og fundarferðum
fyrir hönd félagsins.
Sem betur fer náðum við að
heiðra hann fyrir störf sín, á sjó-
mannadegi fyrir nokkrum árum
áður en Alzheimerinn náði tökum
á honum.
Við Magga vil ég bara segja:
takk, takk og endalaust takk fyr-
ir allt það sem þú gerðir fyrir
okkar félag.
Aðstandendum og vinum votta
ég okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd stjórnar Verðandi,
fyrrverandi, núverandi og
komandi félaga
Bergur
Kristinsson.
Magnús Örn
Guðmundsson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 10-17
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
RAGNHEIÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR,
andaðist í Hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
Hafnarfirði, laugardaginn 8. febrúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
þriðjudaginn 18. febrúar klukkan 13. Blóm vinsamlega afþökkuð
en þeir sem vilja minnast hennar láti minningar- og styrktarsjóð
Sólvangs njóta þess.
Ágústa Hinriksdóttir
Ásdís Hinriksdóttir Ásgeir Jónasson
Ása Hinriksdóttir Þröstur Laxdal Hjartarson
Þór Hinriksson
Ásdís Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hringbraut 2 A, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 4. febrúar á
hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. febrúar
klukkan 13.
Ólafur Arason Agnes Arthúrsdóttir
Ingibjörg Þ. Aradóttir Guðmundur Sigurjónsson
Draumey Aradóttir
Jóhannes Harðarson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR MAGNÚS
GUÐMUNDSSON
bifvélavirkjameistari,
Lækjasmára 6, Kópavogi,
lést föstudaginn 7. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju, mánudaginn 17. febrúar
klukkan 11.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir veitta
alúð og umhyggju í veikindum hans.
Jónína Davíðsdóttir
Anna María Guðmundsdóttir Guðni Björn Jónsson
Brynja Guðmundsdóttir Grímur Örn Jónsson
afa- og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN BJARKAR VALDIMARSDÓTTIR
ferðaþjónustubóndi, Dæli, Víðidal,
verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju
laugardaginn 15. febrúar klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga, kt. 711006-2140.
Rnr.: 0159-15-200135.
Víglundur Gunnþórsson
Hrafnhildur Ýr Víglundsd. Davíð Stefán Hanssen
Vilmar Þór Víglundsson Anna Nordberg
Kristinn Rúnar Víglundsson Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
Eva Rún, Óskar Freyr, Gabríel Þór og Víglundur Bolli
Ástkær móðir okkar, tengdarmóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR
Laugardælum,
lést á Fossheimum Selfossi
laugardaginn 8. febrúar.
Útför fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn
20. febrúar klukkan 13.
Jarðsett verður frá Laugardælakirkju.
Sigríður Þórarinsdóttir Óli Sverrir Sigurjónsson
Haraldur Þórarinsson Þórey Axelsdóttir
Kristín Þórarinsdóttir Garðar Sverrisson
Ólafur Þór Þórarinsson Malin Widarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN SIGÞRÚÐUR
GUNNARSDÓTTIR
Hulduborgum 5, Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 4. febrúar á
hjúkrunarheimili Hrafnistu.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 17.
febrúar klukkan 15.
Óli Örn Tryggvason
Tryggvi Ólason Hugrún Hansen
Bryndís Óladóttir Sævar Skaptason
Gunnar Ólason
Hilmar Þór
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar