Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
✝ Benta MargrétBriem fæddist
á Akureyri 6. maí
1925. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 17. janúar 2020.
Foreldrar hennar
voru Jón Stein-
grímsson, f. 1900,
d. 1961, sýslumað-
ur í Borgarnesi, og
Karítas Guðmunds-
dóttir, f. 1899, d.
1982. Jón var sonur Steingríms
Jónssonar, sýslumanns á Ak-
ureyri og Guðnýjar Jónsdóttur.
Karítas var dóttir Guðmundar
Péturssonar skipasmiðs og Mar-
grétar Kolbeinsdóttur. Systkini
Bentu eru: Guðný, f. 1927, d.
2018, Steingrímur f. 1929, d.
2006, og Kristín Sólveig, f. 1933,
d. 2014.
Benta giftist hinn 14. mars
1950 Valgarð Briem, lögfræð-
ingi, f. 31. janúar 1925, d. 31. júlí
2019. Foreldrar hans voru Anna
Valgerða Briem, fædd Claessen,
f. 1898, d. 1966, og Ólafur Jó-
hann Briem, f. 1884, d. 1944.
Börn Bentu og Valgarðs eru:
A: Ólafur Jón Briem, skipa-
verkfræðingur, f. 9.3. 1953.
Maki: Sóley Enid Jóhannsdóttir,
f. 5.9. 1956. Börn Ólafs og Sess-
elju Margrétar Magnúsdóttur, f.
28.1. 1956, d. 28.8. 2005, eru: a)
Eiríkur Atli, f. 19.11. 1979.
Maki: Ásdís Halla Arnardóttir;
Börn þeirra: i) Embla Sól, f.
2000, (dóttir Ásdísar og Loga
Bjarnasonar); ii) Benedikt Krist-
inn, f. 2003, (sonur Eiríks og
Ingunnar Guðbrandsdóttur); iii)
þeirra eru: a) Marteinn, f. 10.7.
1989. Maki: Edda Björg Bjarna-
dóttir. Barn þeirra: Bjarni Val-
garð, f. 2017. b) Jón Arnar, f.
31.5. 1991.
Benta ólst upp í Stykkishólmi
og síðar í Borgarnesi og gekk
þar í barnaskóla. Hún fór síðan
í Verzlunarskólann og lauk
þaðan verslunarprófi 1943. Í
framhaldinu var hún einn vetur
í Svíþjóð í húsmæðraskóla.
Á unglingsárum sínum fór
Benta í þingaferðir með föður
sínum, fyrst um Snæfellsnes og
síðar um sveitir Borgarfjarðar.
Eftir verslunarpróf starfaði
hún á sýsluskrifstofunni í
Borgarnesi og var þá stundum í
forföllum föður síns sett sýslu-
maður Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu.
Þau Valgarð fóru að fella
hugi saman þegar hann var við
lögfræðinám í HÍ. Þau opinber-
uðu trúlofun sína á Hvítárbrú
vorið 1948, og giftust 14. mars
1950. Þau héldu þá til London
og voru þar í eitt ár meðan Val-
garð var við nám í sjórétti.
Heimkomin vorið 1951 fluttu
þau inn í æskuheimili Valgarðs
á Sóleyjargötu 17. Þaðan fluttu
þau 1955 á Sogaveg 84. Árið
1960 fluttu þau í Sörlaskjól 2
sem var þeirra heimili í rúm 50
ár. Þau bjuggu síðan í nokkur
ár í Jökulgrunni 21, þar til þau
fluttu inn á Hrafnistu í Laug-
arási.
Benta sinnti húsmóðurstörf-
unum og uppeldi sonanna fyrst
og fremst. Á tímabili vann hún
við afgreiðslu í Parísartískunni
auk starfa fyrir Rauða kross-
inn. Árið 1977 keyptu þau hjón-
in sumarhús við Þingvallavatn
sem þau kölluðu Skot.
Útför Bentu fer fram frá
Neskirkju í dag, 13. febrúar
2020, klukkan 13.
Kolfinna Margrét,
f. 2006; iv) Styrmir
Darri, f. 2014; v)
Sölvi Hrafn, 2016.
b) Anna Margrét, f.
15.4.1982. Maki:
Emil Haraldsson.
Börn Önnu og
Gunnars Páls Páls-
sonar: i) Ólafur Páll
f. 2008 og ii) Mar-
grét Þóra, f. 2010.
Barn Önnu og Em-
ils: iii) Ingólfur Andri, f. 2017. c)
Benta Magnea, f. 23.1. 1986.
Maki: Magnús Þór Guðmunds-
son. Börn þeirra: i) Valdimar
Atli, f. 2015, og ii) Guðmundur
Óli, f. 2018, og d) Þóra Kristín, f.
29.12. 1993. Maki: Sindri Snær
Jónsson. Barn þeirra: Valtýr
Breki, f. 2018. Sonur Sóleyjar er
Sindri Tryggvason, f. 16.9. 1987.
Maki: Unnur Skúladóttir. Börn
þeirra: Bjartur, f. 2016, og Sól-
ey, f. 2019.
B: Garðar Briem, lögmaður, f.
16.3. 1956. Maki: Elín Magn-
úsdóttir, f. 16.5. 1956. Börn
Garðars og Áslaugar Viggós-
dóttur eru: a) Valgarð, f. 6.8.
1979. Maki: Brynja Brynjars-
dóttir. Börn þeirra: i) Garðar, f.
2009, ii) Brynjar, f. 2013, og iii)
Birta, f. 2017. b) Viggó Davíð, f.
21.6. 1982. Maki: Lára Aradótt-
ir. Barn þeirra: Viktor Breki, f.
2019. Börn Garðars og Elínar
eru: c) Ingibjörg, f. 28.2. 1989. d)
Þórhildur, f. 9.1. 1992.
C: Gunnlaugur Briem,
viðskiptafræðingur, f. 27.8.
1960. Maki: Hanna Björg Mar-
teinsdóttir, f. 21.9. 1962. Börn
Það var bjart yfir Bentu
tengdamóður okkar, hvíta hárið,
bjarta brosið og einlægi hlátur-
inn. Það var ekki að undra að
Reykjavíkurpilturinn Valgarð
skyldi heillast af glaðlyndu og
kraftmiklu sýslumannsdóttur-
inni úr Borgarnesi þegar leiðir
þeirra lágu saman í Verzlunar-
skóla Íslands.
Benta átti góðar minningar
frá æskuárunum á Snæfellsnesi
og í Borgarnesi og talaði oft um
ferðalög þegar hún fór ríðandi
með föður sínum um borgfirskar
sveitir og rifjaði upp bæjarnöfn
og staðhætti með ótrúlegri ná-
kvæmni. Síðar átti hún eftir að
vinna við hlið föður síns á sýslu-
skrifstofunni.
Þegar kom að því að þau Val-
garð stofnuðu heimili settust
þau að í Reykjavík og bjuggu í
meira en fimmtíu ár í Sörla-
skjóli. Heimilið var einstaklega
glæsilegt og fallegt og bar
smekkvísi húsmóðurinnar fagurt
vitni. Ávallt voru móttökurnar
góðar og rausnarlegar enda
faðmur þessarar lágvöxnu konu
bæði hlýr og stór. Á heimilið
voru allir velkomnir og ekki
munaði um að bæta aukamanni
við fjölskylduna til lengri eða
skemmri tíma ef á þurfti að
halda.
Benta var mikill dugnaðar-
forkur og hamhleypa til verka, á
spani allan daginn, niðri í kjall-
ara, uppi á lofti eða úti í garði.
Og ekki má gleyma snjómokstr-
inum, hennar tröppur voru þær
hreinustu í Vesturbænum. Enda
naut hún þess að hafa fallegt og
snyrtilegt í kringum sig. Hún
skapaði barnabörnunum góða
aðstöðu á heimilinu til leikja og
dægrastyttingar og tók virkan
þátt í leikjum þeirra, öllum til
ómældrar ánægju. Þegar aldur-
inn færðist yfir og halla tók und-
an fæti voru það langömmubörn-
in sem voru mestu
gleðigjafarnir.
Benta var glæsileg kona og
eftirminnileg þeim sem henni
kynntust. Hún naut þess að
bjóða heim fólki og ófáar voru
veislurnar sem þau Valgarð
héldu fyrir fjölskylduna auk
hinna mörgu vinahópa sem þau
áttu stóran þátt í að halda sam-
an.
Útivera og útivist var stór
hluti af lífi Bentu og gekk hún
óhikað til verka utandyra sem
innan. Hana klæjaði í fingurna
eftir að komast út í garðinn og
blómabeðin á vorin. Hún fékk
líka mikið út úr því að sýsla úti
við sumarhúsin sem þau hjónin
komu sér upp, fyrst Skotið í
Grafningi og síðar Ás í Hálsa-
sveit, Borgarfirði. Þá fannst
Bentu hún komin aftur á heima-
slóðir. Þar áttum við fjölda sæl-
ustunda. Hún hafði einnig yndi
af að fylgja Valgarð og góðum
vinum í veiðiferðir og hesta-
mennsku en eftir að þau á
miðjum aldri lærðu á skíði í
Kerlingarfjöllum varð ekki aftur
snúið og hún hafði fundið sitt
sport sem hún stundaði af
ánægju næstu fjörutíu árin.
Varð það til þess að fjölskyldan
fór saman á skíði ógleymanlegar
ferðir til Austurríkis.
Benta og Valgarð voru sam-
hent og samstiga á sinni lífs-
göngu og leyfðu hvort öðru að
njóta sín og styrkleika sinna.
Samvera þeirra var löng og far-
sæl og þau kvöddu með aðeins
nokkurra mánaða millibili. Í
mars nk. verða sjötíu ár liðin frá
því þau gengu í hjónaband. Nú
eru þau sameinuð á ný og stíga
örugglega sinn eilífðarvals með
sömu reisn og kærleika og ein-
kenndi þeirra líf.
Hjartans þökk fyrir allt.
Elín, Hanna, Sóley.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara segir í íslenskum sálmi og
þau orð koma upp í hugann þeg-
ar ég set nokkur orð á blað til að
kveðja hana Bentu sem ég á svo
margar góðar minningar um frá
æsku minni. Það er ekki svo
langt síðan við kvöddum Valgarð
hennar og það kemur ekki á
óvart að stutt hafi verið á milli
þeirra, svo samstiga voru þau
alla tíð þessi öðlingshjón. Faðir
minn Björn Tryggvason og Val-
garð ólust upp á nánast sama
bletti við suðurenda tjarnarinn-
ar. Pabbi í Laufási og Valgarð
við Sóleyjargötu. Þeir voru vinir
alla tíð, enda þótt þeir væru af-
skaplega ólíkir. Pabbi hvatvís og
iðandi af orku. Valgarð yfirveg-
aður og íhugull. Oft fékk maður
að heyra söguna um það þegar
Valgarð féll fyrir Borgarfjarð-
armeynni og sýslumannsdóttur-
inni Bentu. Pabbi náði sér í konu
úr Hafnarfirði, þótt hann hafi
gjarnan sagt þá sögu að hún hafi
lagt snöruna fyrir hann á balli á
Borginni. Það var Kristjana
Bjarnadóttir móðir mín, alltaf
kölluð Jana. Svo vel vildi til að
þær Benta urðu perluvinkonur
þótt þær væru líka ólíkar.
Mamma oftast róleg og góð í að
njóta stundarinnar. Benta örari
og iðandi af orku eins og pabbi.
Þessi vinahjón brölluðu margt
saman á sínum bestu árum. Sér-
staklega eru eftirminnileg
jeppaferðalögin um Ísland þegar
við sátum ein að öræfadýrðinni.
Oftast gistum við í tjaldi en
stundum í skálum og þá birtust
vel mismunandi eðliseinkenni
þeirra, því pabbi og Benta voru
þá gjarnan komin á fætur fyrir
allar aldir til að fá útrás fyrir
orkuna. Hún til að taka skálann í
gegn en hann örugglega í allt
öðru vísi brasi, meðan mamma
og Valgarð tóku morgninum
með meiri ró. Benta var afar
myndarleg húsfreyja og sem
barn hafði ég á henni mikla mat-
arást. Ég var mikið fyrir sætindi
og hlakkaði alltaf til að heim-
sækja Bentu því ég vissi að þá
átti ég von á einhverju góðu. Ég
get ennþá séð fyrir mér ofvaxn-
ar marengssmákökur og annað í
þeim dúr. Alltaf var viðkvæðið
að strákarnir vildu ekkert af
þessu og þess vegna væri ég að
gera henni sérstakan greiða með
að borða þetta. Benta helgaði
sig heimilinu og hugsaði vel um
sína menn. Hún var alltaf kát og
skemmtileg þegar maður hitti
hana, með fjörglampa í augun-
um, nett og kvik í hreyfingum.
Það var okkur mikið áfall þegar
mamma dó langt fyrir aldur
fram og allt breyttist. Ég held
að það hafi líka verið mikið áfall
fyrir Bentu því þær voru mjög
nánar. Oft sagði hún við mig:
„Mig vantar svo oft hana
mömmu þína.“ Benta lifði 30 ár-
um lengur en mamma. Hún átti
farsæla ævi, góða syni og mann
sem virtist alltaf vera jafn ást-
fanginn af henni og tilbúinn að
uppfylla hennar óskir. Ég þakka
henni fyrir vináttu, tryggð og
hlýhug alla tíð. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Anna Guðrún Björnsdóttir.
Margar bernskuminningar
eigum við systkinin með Bentu.
Hún var ævinlega kát og hlát-
urmild og hafði áhuga á því sem
við krakkarnir höfðum að segja.
Hún spurði tíðinda, hlustaði á
svörin og ræddi við okkur.
Þau Valgarð voru samhent
hjón sem nutu lífsins. Þau ferð-
uðust um landið, veiddu og bröll-
uðu ýmislegt með fjölskyldu og
vinum. Benta naut þess að keyra
og var góður bílstjóri og fannst
okkur mikið til um því að á þess-
um árum voru karlarnir yfirleitt
undir stýri í fjölskyldubílnum.
Frá Verslunarskólaárunum
voru þau traustir vinir foreldra
okkar, Sigga og Guðnýjar, og
jafnan var glatt á Hjalla þegar
þau hittust. Þegar heilsu fór að
hraka kom í ljós hvers virði þau
reyndust hvert öðru.
Við minnumst Bentu sem
glaðlyndrar og snaggaralegrar
konu sem lét sér annt um annað
fólk.
Blessuð sé minning hennar.
Anna Sjöfn, Halldóra og
Ólafur Njáll.
Góðir vinir burt kallaðir. Þeir
voru ekki nema 170 dagarnir frá
því að einstakur vinur minn Val-
garð Briem kvaddi þennan heim
þar til hún Benta hans fylgdi
honum. Fallegt samband þeirra
sæmdarhjóna hafði þá varað í
rúma sjö áratugi, en því miður
urðu síðustu árin þeirra saman
erfið eftir að Benta veiktist al-
varlega.
Valgarð sagði mér skemmti-
lega sögu um trúlofun þeirra
hjóna, þann 12. maí 1948. Óvænt
vitni varð að atburðinum, Dóri
mjólkurbílstjóri úr Borgarnesi.
Þennan dag var hann á heimleið
og kom að Hvítárbrúnni. Þegar
hann ekur áleiðis upp á mjóa
brúna sér hann sýslumannsbíl-
inn þar kyrrstæðan, og þegar
hann nam staðar fyrir aftan
hann sá hann að sýslumanns-
dóttirin situr undir stýri. Dóri,
kurteis maður ákveður að bíða,
og sá nú hvað fram fór. Ungur
maður í framsætinu tekur upp
öskju, og úr henni hring sem
hann mjúkum höndum bregður
á baugfingur elskunnar sinnar,
og hún galt í sömu mynt. Síðan
var þessi fallegi gjörningur inn-
siglaður með kossi og Dóri al-
sæll fylgdist með úr stúkusæti
mjólkurbílsins.
Skýringuna á staðarvalinu var
Valgarð með á hreinu. Benta
hafði átt heima í Borgarnesi frá
12 ára aldri, hafði gegnt stöðu
sýsluskrifara í nær 8 ár, þekkti
mjög marga Borgfirðinga og alla
fallegustu staði héraðsins.
Fannst henni erfitt að velja stað
og gera upp á milli sýslnanna
sem faðir hennar þjónaði, Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu. Urðu
sýslumörkin því fyrir valinu,
miðja Hvítárbrúar. Sagan finnst
mér afar falleg og einhvern veg-
inn í stíl við allt í fari þessara
góðu vina okkar. Mér finnst rétt
að taka fram að Valgarð gaf mér
leyfi til þess að skrá hana í um-
ferðarsöguna mína.
Við Þurý kynntumst Bentu
árið 1983, þegar Valgarð hafði
tekið að sér formennsku í Um-
ferðarráði, og þarf ekki að orð-
lengja að þá þegar tókst afar
góður vinskapur með okkur öll-
um. Við fórum í margar utan-
landsferðir saman, og á meðan
við Valgarð sátum á mis-
skemmtilegum umferðarmála-
fundum náðu þær Benta og
Þurý, þingeysku frænkurnar,
mjög vel saman og urðu góðar
vinkonur. Sérstaklega er okkur
minnisstæð ferð með þeim í bíla-
leigubíl frá Lúxemborg um
Þýskaland og til Austurríkis.
Veislur á fallega heimilinu
þeirra í Sörlaskjóli eru okkur af-
ar eftirminnilegar. Þar var hús-
móðirin sannarlega á heimavelli,
og stýrði málum á sinn ljúfa og
elskulega hátt. Heimsóknir til
þeirra í Vesturbæinn og í Jökul-
grunnið síðar skilja og eftir ljúf-
ar minningar.
Við ferðalok er okkur Þurý
efst í huga þakklæti fyrir að
hafa fengið tækifæri til þess að
kynnast þessum einstöku hjón-
um, og fyrir allar skemmtilegu
samverustundirnar sem við nú
söknum sárt. Við stórfjölskyldu
Bentu og Valgarðs, sem nú
syrgir, segi ég „happ er það að
heita Briem og hafa til þess unn-
ið“, og sný þannig út úr gamalli
skagfirskri hendingu. Sonum
þeirra og fjölskyldum sendum
við Þurý hugheilar samhryggð-
arkveðjur. Í huga okkar er heið-
ríkja og ylur yfir minningu heið-
urskonunnar Bentu Jónsdóttur
Briem.
Óli H. Þórðarson.
Í minningunni er Benta móð-
ursystir mín ein af þeim sem
alltaf voru til staðar. Þrátt fyrir
aldursmun og þrátt fyrir að þær
væru ólíkar að eðlisfari voru
Benta og mamma nánar systur.
Benta kom oft á æskuheimili
mitt að hitta mömmu og alltaf
gustaði af henni. Í minningunni
er hún mér sem stormsveipur
sem iðulega hvarf jafnsnögglega
og hún birtist.
Stundum kom Benta að sækja
mömmu því eitthvað stóð til og
sem yngsta barn mömmu fylgdi
ég með. Ég man eftir ferðum
upp á Kjalarnes til að kaupa
kjúklinga í frystikistuna. Svo
var auðvitað tekið slátur og ég
sat og saumaði vambir á meðan
þær systur voru blóðugar upp að
olnboga að hræra blóðmör. Fyr-
ir jólin hittist svo fjölskyldan
þegar skorið var laufabrauð að
norðlenskum sið. Þá stóðu þær
systur í eldhúsinu sveittar við að
fletja út laufabrauð í höndunum
á meðan við hin sátum við skurð-
inn.
Orð duga ekki til að lýsa
Bentu. Hún var einfaldlega ein-
stök kona. Fjölskyldan var alltaf
í fyrirrúmi, ekki síst barnabörn-
in og barnabarnabörnin og hún
var alltaf boðin og búin til að-
stoðar þegar þess var þörf. Á
ættarmóti fyrir norðan tók hún
þátt í kappleikjum með yngstu
kynslóðinni þótt komin væri á
áttræðisaldur. Veikindi hrjáðu
Bentu síðustu árin, en í dag
minnist ég hennar sem konu
sem ávallt var full af orku og
vildi öllum vel. Lífið verður tóm-
legra án Bentu. Hvíl í friði,
frænka.
Katrín Ólafsdóttir.
Benta Margrét
Briem
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÚN HERMANNSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur frá Seyðisfirði,
lést 2. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför fer fram frá Áskirkju í Reykjavík
föstudag 14. febrúar klukkan 15.
Guðný Bjarnadóttir Einar Bjarnason
Stefanía Sigríður Bjarnad. Hermann Bjarnason
Guðríður Bjarnadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR
Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 9. febrúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
17. febrúar klukkan 15.
Einar Albertsson
Ólafur Albertsson Imelda Caingcoy
Albert Albertsson
barnabörn og barnabarnabarn