Morgunblaðið - 13.02.2020, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að
fá að vera heima-
gangur hjá Hjalla og Möggu.
Faðir minn og Hjalli spiluðu
saman tennis í gegnum árin og
við Kristín hittumst víst fyrst
þegar við vorum ekki orðnar eins
árs gamlar. Hjalli var einstakur
gleðigjafi, ræktarsamur vinur og
faðir sem kunni að njóta lífsins.
Hann elskaði að fara í Vestur-
bæjarlaugina sem hann gerði
mjög reglulega og ég minnist
þess að heyra hláturinn í honum
oft áður en ég sá hann sjálfan í
sundi. Svo gat maður átt von á
að sjá hann í öllum veðrum á
hjólinu, sem fleiri mættu taka
sér til fyrirmyndar. Hann var
lífskúnstner, átti risastóran
stjörnukíki og safnaði góðu víni.
Við Kristín lögðum á ráðin um
hin ýmsu prakkarastrik og Hjalli
hafði gaman af, enda gat hann
sjálfur verið ansi stríðinn. Ég á
margar góðar minningar frá
Kaplaskjólsvegi en þær stundir
sem mér þykir hvað vænst um
eru kvöldin þar sem við borð-
uðum kræsingar að hætti Möggu
við kertaljós og ræddum alla
heima og geima, hlógum og
hlustuðum á tónlist en þar var
Hjalli í essinu sínu. Magga og
Hjalli voru alltaf svo hlý og
heimilið þeirra sannkallað kær-
leiksheimili. Ég er full þakklætis
fyrir að hafa eignast Kristínu
sem vinkonu og kynnst Hjalla og
Möggu. Hjalli var yndislegur
maður og hans verður sárt sakn-
að.
Ég votta Kristínu, Alla og
Möggu mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Elín Vigdís Guðmundsdóttir.
Hjalli og Magga eða Magga
og Hjalli, það er spurningin?
Lifa og njóta var móttóið. Lífs-
nautnamaður. Matur, vín, tónlist
og þægileg stemning hefur verið
þeirra ástríða og mikið spekúler-
að og pælt í þeim efnum. Hjalli
sá um kertin, fordrykkina og
tónlistina enda var hann mikill
áhugamaður um tónlist.
Julio Iglesias, fiðluspilarinn
André Rieu, George Michael og
alls kyns tónlistamenn hafa kom-
ið við í stóra hátalarakerfinu
þeirra. Einnig voru ýmsir tón-
leikadiskar (DVD) spilaðir í gegn
sem svo síðar urðu aðgengilegri
með Youtube og hægt að njóta
enn þá fleiri tónleika.
Hér á árum áður fóru þau
hjónin fóru oft í Háskólabíó á
listrænar kvikmyndir sem köll-
uðust Mánudagsmyndir. Þetta
voru sambærilegar sýningar og
Bíó Pardís hefur verið með síð-
ustu árin. Hjalli var þá mikið að
pæla í listrænum kvikmyndatök-
um enda var hann sjálfur að
dunda sér með sína eigin 8 mm
vídeóupptökuvél og hélt mynda-
kvöld heima.
Hjalli var með rosalega
græjudellu og vildi aðeins það
besta en samt hafði hann engan
áhuga á bílum þrátt fyrir að
pabbi hans hefði verið bifvéla-
virki. Sjónvarpstæki fjölskyld-
unnar, tjöld, myndavélar, hátal-
aragræjur, sólgleraugu og ýmsar
fleiri græjur voru mikið keyptar
samkvæmt hans ráðleggingum.
Hjalli gerði oft grín að sjálfum
sér og tók sig ekki alvarlega. En
hann var með mikið keppnisskap
þegar þannig stóð á og sigurveg-
ari var hann.
Hjálmar Kristinn
Aðalsteinsson
✝ Hjálmar Krist-inn Að-
alsteinsson fæddist
4. september 1954.
Hann lést 25. jan-
úar 2020.
Hjálmar var
jarðsunginn 12.
febrúar 2020.
Hann var einn af
þessum sem hjóluðu
út um allt, hvort
sem var innanbæjar
eða utanbæjar, all-
an árins hring.
Hann fór í fjölmarg-
ar hjólaferðir til
Austur-Evrópu með
vinum og vanda-
mönnum. Prag var
ein af uppáhalds-
borgunum hans og
hélt hann upp á fimmtugsafmæl-
ið sitt þar. Hann elskaði að hjóla,
tala við fólkið, fá góðan mat og
hreyfingu. Síðan tók hann list-
rænar myndir og vídeó sem hann
klippti í kvikmyndir sem sýndar
voru við heimkomu. Hann var
nánast eins og sendiherra Aust-
ur-Evrópu því allar ferðalýsing-
arnar voru svo frábærar og
skemmtilegar þannig að mann
langaði líka til að fara í svona
ferð.
Þar sem Hjalli var líka með
veiðidellu fór hann líka í ófáar
veiðiferðir en hélt samt sínum
standard. Til dæmis þegar hann
hjólaði upp á Arnarvatnsheiði þá
pakkaði hann líka kristalglasi til
að fá rétt bragð og stemningu
með rauðvíninu.
Hann var hrókur alls fagnaðar
í boðum og mikill hlátur og gleði
þar sem hann var. Hann talaði
ekki illa um nokkurn mann.
Hann var mikill mannvinur og
hvatamaður um hreyfingu og lík-
amsrækt. Enda var hann
íþróttakennari og hafði mikinn
áhuga á alls kyns íþróttum.
Hann spilaði sjálfur borðtennis
og tennis í mörg ár og varð
nokkrum sinnum Íslandsmeist-
ari í borðtennis.
Hann hjólaði sjálfur nánast
allt sem hann fór og fór daglega í
sund og gufu á meðan heilsan
leyfði. Vesturbæjarsundlaugin
var nánast hans annað heimili.
Elsku Magga, Alli, Kristín
Ásta, við vottum ykkur okkar
innilegustu samúð.
Inga, Helga, Jón,
Hildur og fjölskyldur.
Hjálmar mágur minn snerti
við þeim sem hann hitti á lífsleið-
inni og það er margt sem ég vildi
geta þakkað honum fyrir. Fyrst
þekkti ég Hjalla sem pabba
hennar Kristínar Ástu, hann var
fyndinn, fróður og hlýr. Síðar sá
hann um tónlist unglingsáranna
sem DJ á böllum Hagaskóla.
Hann var vinsæll íþrótta- og
sundkennari og náði til mann-
eskjunnar í okkur, svo þeir sem
ekki þoldu íþróttir þoldu samt
við í tímum hjá honum. Mér kom
hann ekki bara í eina íþrótt,
heldur tvær. Tennisferillinn var
stuttur, en árin mín í borðtennis
á ég honum að þakka. Þegar við
Hjalli spiluðum síðast borðtenn-
isleik fyrir nokkuð mörgum ár-
um notaði hann fötu fyrir spaða
og gjörsigraði. Eftir það neitaði
hann öllum mínum áskorunum
um frekari leiki en rifjaði þennan
leik upp á hverju ári. Nú verð ég
að gera það sjálf.
Ég kynntist honum á ný á full-
orðinsárum og það voru forrétt-
indi. Hann sýndi hvernig á að
njóta lífsins og samtímis gleðja
og styrkja samferðamenn sína.
Það var að vetri til sem ég sá
Hjalla síðast á hjóli. Hann var á
heimleið eftir skemmtanir
kvöldsins, í svartamyrkri og
blindbyl. Úr yl öldurhússins
horfði ég á eftir honum hjóla inn
í sortann. Þannig sé ég hann fyr-
ir mér núna, einni skemmtun
lokið, hjólandi á vit næstu æv-
intýra.
Elsku Magga, Kristín Ásta og
Alli, mikið finn ég til með ykkur
að missa slíkan mann.
Hjalli, þína skál!
Guðrún G. Björnsdóttir
Magga, Alli og Kristín Ásta og
fjölskylda.
Elsku þið.
Ég get ekki orðað hversu sárt
er að hugsa um missi ykkar; þið
misstuð eiginmann, pabba, bróð-
ur, tengdapabba og afa. Hjalli er
fallinn frá langt fyrir aldur fram.
Áhrifavaldur og góður vinur er
kominn á annan stað.
Sólin rís, sólin sest, þetta er
minning sem ég vil hafa er ég
hugsa um Hjalla. Get ekki sagt
að ég hafi átt von á að ferðalag
hans yrði svona stutt, enda við
að ræða framtíðarferðalög rétt
fyrir síðustu jól.
Okkar fyrstu kynni voru á
Kleppi 1975 sem starfsmenn og
síðan þá eigum við ýmis ferðalög
að baki sem gefa stórt bros við
endurminninguna. Þessi ár sem
okkar kynni hafa verið eru ómet-
anleg.
Minningar um Hjalla og
Möggu eru margar og eru mikil
verðmæti sem ég á í huga mín-
um. Alltaf var brosið og glensið
hjá Hjalla til staðar í hvert skipti
sem við hittumst, við áttum til
langs tíma frábæra vináttu sem
ekki er hægt meta nema í óend-
anleikanum.
Hann kom mér og mörgum til
þess að sjá gleði, ró og fegurð í
lífinu, meta hljóð, mynd, ásamt
allri þeirri tækni sem þurfti til,
og kynnti okkur fyrir dásemdum
náttúrunnar sem hann nýtti oft-
ast nær til fiskveiða á hálendinu,
einn eða með góðum vinum.
Áhugi hans á að gera myndir,
kvikmyndir um fegurð jarðar
voru hluti af hans lífi enda liggur
eftir hann fjöldi mynda sem
fjöldinn fær vonandi að njóta,
hann sá lífið sem stórt málverk,
ef hægt er að setja orð á hans
listfengi.
Góð hljómtæki voru honum
mikils virði og lagði hann á sig
og Möggu ýmislegt til þess að
rétta græjan gæti verið til stað-
ar.
Sannfæringamáttur hans var
mikill, til að mynda taldi hann
mig á að kaupa VHS-tæki sem er
kannski ekki frásögur færandi
en ómögulegt var að kaupa spól-
ur í tækið nema að þekkja ein-
hvern í Ameríkunni, sama var
uppi á teningnum er kom að
DVD-tækinu.
Hreyfing var honum í blóð
borin, Íslandsmeistari í borð-
tennis, frábær tennisspilari og
íþróttamaður, alltaf til í að keppa
við félaga og vini ef sú staða kom
upp, enda átti hann oftast nær
síðasta orðið. Mikill hjólreiða-
maður og get ég fullyrt að kíló-
metratalan hans verði ekki topp-
uð hér á landi.
Hann tók mig í fyrstu stór-
hjólaferðina til Tékklands sem
var frábær ferð, en bara ein af
mörgum sem lifa áfram.
Hjalli á marga vini og kunn-
ingja sem að ég veit að sakna
hans og minning hans lifir í
hjarta okkar.
Samband Möggu og Hjalla
var og er öfundsvert, alltaf ást
og gagnkvæm virðing og var
okkur vinunum ljóst að þegar
kom að matmálstíma var okkar
maður farinn og enginn undrað-
ist að hann yrði lengur í spjalli
eða lokaskál.
Minningar um ferðir, glettni
og góðar stundir ná ekki að birt-
ast í þessum litla vinapistli en
verða ávallt í huga mér. Eins og
upphaf orða minna Magga, Alli,
Kristín Ásta og fjölskylda, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
og þakklæti.
Minning hans lifir.
Harald Isaksen.
Hjalli frændi er farinn frá
okkur. Mér finnst einkennilegt
að hugsa til þess að ég muni ekki
sjá hann í næsta fjölskylduboði,
spenntan að segja okkur frá
næsta hjólaævintýri á megin-
landi Evrópu eða segja mér
hress og kátur hvaða fyndna
uppátæki hann tók upp á með fé-
lögum sínum. Hjalli náði alltaf að
lyfta anda þeirra sem hann var í
kringum.
Hann var ákaflega góður í að
minna mann á að njóta lífsins og
finna það fallega og ljúfa í öllum
hlutum. Ég nýt þess í dag að
hlusta á tónlist sem Hjalli kynnti
mig fyrir gegnum árin og minnir
mig á skemmtilegar stundir
hvort sem er í dásamlegum mat
hjá þeim Möggu, í heimsókn hjá
Stínu eða í sumarvinnuni í Laug-
ardalnum. Þar er efst á blaði Ju-
lio Iglesias (júlli í glasi), Lisa Ek-
dhal og Buena Vista Social Club.
Lífið mitt hefði sannarlega
verið öðruvísi ef Hjalli hefði ekki
auðgað það og ég hef getað
bjargað mér á ólíklegustu stund-
um á fullorðinsárum með þekk-
ingu sem rekja má til hans.
Hvort sem það er að ræða um
hreindýrarækt í yfir þriggja
rétta kvöldverði í Noregi eða
trivial þekking um vísindi, tennis
og tékkneskan bjór. Hans verður
sannarlega saknað. Elsku
Magga, Stína og Alli, hugur
minn er hjá ykkur en minning
um góðan mann lifir áfram.
Sunna Gunnars
Marteinsdóttir.
Hjalli var hjartahlýr, jákvæð-
ur, glaðlyndur, með húmorinn í
lagi, dálítið stríðinn en það var
alltaf saklaust grín og var ófeim-
inn við að gera grín að sjálfum
sér. Hann var alltaf með bros á
vör og svo stutt í hláturinn. Það
var svo mikil gleði í kringum
hann Hjalla. Hann sagði oft sög-
ur af uppátækjum og ævintýrum
sem hann hafði lenti í og alltaf
hlakkaði ég til að hlusta á frá-
sagnir hans. Hann var svo góður
sögumaður að maður upplifði
hreinlega sögurnar eins og mað-
ur hefði verið þar sjálfur. Þrátt
fyrir að hafa heyrt söguna í ann-
að eða þriðja sinn, var alltaf
gaman að hlusta og fá nýjar
fyndnar hliðar á frásögnum hans
þegar hann sagði aftur frá. Mað-
ur fann hlýjuna og vináttuna sem
streymdi frá honum. Hann gaf
sér alltaf tíma til að hlusta og
gefa góð ráð.
Ég kynntist Hjalla fyrir um
áratug þegar við Berglind vorum
að byrja saman. Ég ungur og
óöruggur að kynnast fjölskyldu
Berglindar, þá tók Hjalli, móð-
urbróðir Berglindar, mér opnum
örmum og við urðum strax vinir.
Við höfðum margt sameiginlegt
og það verður virkilega sárt að
kveðja þig, elsku vinur. En ég
mun ávallt minnast þín með gleði
í hjarta.
Þinn vinur,
Davíð Jónatansson.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, sonar, bróður,
mágs, stjúpföður og afa,
VILHJÁLMS HÚNFJÖRÐ
VILHJÁLMSSONAR,
Vættaborgum 15.
Elma Björk Diego
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Thelma Sigurðardóttir
Guðbjörg Húnfjörð
Emilía Húnfjörð
Bassi Vilhjálmsson
Sigurbjörg Lárusdóttir
Kristín Diego Baldur Óskarsson
Brynhildur Diego Haukur Smári
Aldís Ósk Diego
og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför, okkar ástkæra
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORGEIRS GUÐMUNDSSONAR,
Strikinu 2, Garðabæ.
Innilegar þakkir til starfsfólks deildar A-6 í
Fossvogi og deildar L-2 á Landakoti fyrir alúðlega umönnun.
Herborg Þorgeirsdóttir Sigurður I. Guðmundsson
Ragnhildur Þorgeirsdóttir Jóhannes Árnason
Kristín Þorgeirsdóttir Einar F. Hjartarson
Óli V. Þorgeirsson Bodil W. Vestergaard
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR
kjólameistara.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólteigs á Hrafnistu í
Reykjavík fyrir hlýja og góða umönnun.
Ásmundur Kristinsson Sigrún Guðjónsdóttir
Kristinn Kristinsson Ásdís Þórarinsdóttir
Hólmfríður G. Kristinsdóttir Gunnar Karl Gunnlaugsson
Knútur Kristinsson Þuríður Pálsdóttir
Magnús Kristinsson Dagný Egilsdóttir
Sigurður Kristinsson Siriwan Kristinsson
Áslaug Kristinsdóttir Oddur Daníelsson
Vigdís Greipsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
stjúpföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS SIGURGEIRS
THEODÓRSSONAR,
Vefarastræti 22, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítalans
í Fossvogi.
Elsa Helga Sveinsdóttir
Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir
Birna Þorsteinsdóttir
Theodóra Þorsteinsdóttir Olgeir Helgi Ragnarsson
Þorsteinn Þór Þorsteinsson Guðrún Rúnarsdóttir
Sveinn Þór Gíslason
Ómar Sævar Gíslason Rakel Løkken
Elísabet S. Gísladóttir Jónas Már Hreggviðsson
afa- og langafabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR C. PÉTURSSON
vélvirki og knattspyrnuþjálfari,
lést að morgni 4. febrúar á Hrafnistu við
Brúnaveg. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarfélagið Bergmál, bergmal.is sími 845 3313 og 587 5566.
Aðalsteinn Gunnarsson Hildur Mósesdóttir
Ólöf Helga Gunnarsdóttir Kristinn Þór Jóhannesson
Ragna Erlendsdóttir
Ester Ósk Aðalsteinsdóttir Davíð Héðinsson
Þórey Aðalsteinsdóttir
Dóra Lena Aðalsteinsdóttir
Alexander Júlíus Benjamínsson
og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi,
ÞÓR VALDIMARSSON,
Hólmvaði 8,
Reykjavík,
lést 1. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðlaug Guðjónsdóttir
Gretar Öfjörð Þórsson Ingigerður Stella Logadóttir
Valdimar Fannar Þórsson
Greta Ástráðsdóttir
Marín Rosato
Jón Gretar Jónsson Anna Katrín Einarsdóttir
Sigurður Vigfússon
og afabörn