Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 46

Morgunblaðið - 13.02.2020, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020 VIÐ LEITUM AÐ LIÐSAUKA Á TÍMUM BREYTINGA Mennta- og menningarmálaráðuneytið er ráðuneyti framtíðarinnar. Við berum ábyrgð á menntamálum, vísindum, íþrótta- og æskulýðs- málum og menningu. Sameiginlegur þráður í verkefnum okkar er skapandi hugsun, eiginleiki sem verður sífellt mikilvægari fyrir einstaklinga jafnt sem samfélög. Við tökum framtíðinni fagnandi. Tímar breytinga eru runnir upp í ráðuneytinu. Við ætlum að efla fagskrifstofur, endurskoða vinnulag og ferla og bæta stuðning við stjórnendur stofnana. Við viljum auka skilvirkni og bæta upplýsinga- gjöf til almennings, stofnana og starfsfólks. HVERNIG FÓLK VILJUM VIÐ? Við leitum að drífandi einstaklingum sem brenna fyrir málaflokkum ráðuneytisins. Fólki sem hugsar í lausnum og sér tækifæri í öllum hindrunum. Við viljum ráða til starfa einstaklinga sem þrífast á krefjandi verkefnum, skynja taktinn í samfélaginu og elska breytingar. Við ætlum sérstaklega að auka áherslu á stjórnun mannauðsmála, stafrænar breytingar, tölfræði og greiningar. Okkur er annt um að málaflokkar ráðuneytisins dafni og fjármunir nýtist sem best til að bæta samfélagið. Undir ráðuneytið heyra 52 stofnanir eða um þriðjungur af stofnanakerfi íslenska ríkisins. Á fjárlögum þessa árs er um 115 milljörðum króna varið til okkar málaflokka. LIFANDI VINNUSTAÐUR Við erum 73 talsins og komum úr ólíkum áttum; lög- og listfræðingar, íslensku-, bókmennta- og kennslufræðingar, kennarar, smiðir, íþrótta-, mann- og guðfræðingar. Hér starfa tónlistarmenn og fornleifafræðing- ar, menningarstjórnendur og fjölmiðlafræðingar. Hér starfa þrír karlar fyrir hverjar sjö konur, en við horfum fyrst og fremst á hæfileika hvers og eins, en ekki kyn, áhugamál, skoðanir eða hneigðir. Við rekum öflugt starfsmannafélag sem gerir lífið skemmtilegra. Önnur skólastig og stjórnsýslaFjölmiðlun Framhalds- skólastig Háskóla- stig Menning, listir, íþrótta- og æsku- lýðsmál Ráðuneyti framtíðarinnar leitar að leiðtogum sem brenna af ástríðu fyrir menntun og menningu Svona skiptast fjármunir milli okkar málefnasviða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.