Morgunblaðið - 13.02.2020, Side 60
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Frakkland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Dijon – París SG....................................... 1:6
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon
í leiknum.
Holland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
AZ Alkmaar – Breda............................... 1:3
Albert Guðmundsson hjá AZ er frá
keppni vegna meiðsla.
Grikkland
Bikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur:
Panathinaikos – PAOK........................... 0:1
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
PAOK áfram, 3:0 samanlagt.
Grill 66 deild karla
Haukar U – Valur U............................. 33:27
Staðan:
Þór Ak. 12 10 2 0 365:312 22
Haukar U 13 8 1 4 380:341 17
Valur U 13 8 1 4 381:371 17
Grótta 12 7 0 5 342:334 14
Þróttur 13 6 2 5 388:366 14
FH U 12 5 1 6 348:351 11
Víkingur 12 5 1 6 331:330 11
KA U 12 4 1 7 347:358 9
Fjölnir U 12 2 1 9 297:338 5
Stjarnan U 13 1 2 10 327:405 4
Spánn
Barcelona – Bidasoa ........................... 31:24
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Barcelona.
Danmörk
Aalborg – Holstebro............................ 23:21
Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk
fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 3.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Horsens – Esbjerg ............................... 26:24
Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir
Esbjerg.
Frakkland
Toulon – Brest Bretagne.................... 18:30
Mariam Eradze skoraði tvö mörk fyrir
Toulon.
Noregur
Elverum – Drammen .......................... 33:30
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6
mörk fyrir Elverum.
Óskar Ólafsson komst ekki á blað hjá
Drammen.
EHF-bikarinn
Ademar León – Magdeburg............... 27:31
Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Magde-
burg er frá keppni vegna meiðsla.
Geysisbikar karla
Fjölnir – Grindavík............................... 74:91
Grindavík mætir Stjörnunni eða Tinda-
stóli í úrslitaleik en viðureign þeirra var
ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöld.
NBA-deildin
Philadelphia – LA Clippers ............. 110:103
Washington – Chicago ..................... 126:114
New Orleans – Portland .................. 138:117
Oklahoma City – San Antonio ......... 106:114
Houston – Boston ............................. 116:105
Aalborg er með
átta stiga forskot
á toppi dönsku
úrvalsdeildar-
innar í hand-
knattleik eftir
23:21-sigur gegn
Holstebro í gær.
Janus Daði
Smárason og
Ómar Ingi
Magnússon fóru
báðir mikinn. Janus skoraði þrjú
mörk og gaf tvær stoðsendingar og
Ómar skoraði þrjú mörk og gaf sex
stoðsendingar.
Íslendingar
atkvæðamiklir
Janus Daði
Smárason
KÖRFUKNATTLEIKUR
Geysisbikar kvenna, undanúrslit:
Laugardalshöll: Valur – KR ................ 17.30
Laugardalshöll: Skallagr. – Haukar... 20.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SR ......................... 19.45
Í KVÖLD!
Í HÖLLINNI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Galdramaðurinn Sigtryggur Arnar
Björnsson kann vel við sig í bikar-
leikjum eins og íþróttaunnendur sáu
þegar Tindastóll varð bikarmeistari
fyrir tveimur árum. Sigtryggur Arn-
ar sneri undanúrslitaleiknum í gær
fyrir Grindavík gegn Fjölni. Grinda-
vík sigraði 91:74 eftir jafnan leik þar
sem Fjölnismenn höfðu lengi frum-
kvæðið og leikur til úrslita í Laugar-
dalshöllinni á laugardaginn.
Sigtryggur skoraði stórglæsilega
flautukörfu fyrir Grindavík þegar
leiktíminn var að renna út í lok
þriðja leikhluta. Kom þá Grindavík
yfir 65:63 fyrir síðasta leikhlutann.
Grindavík tók innkast þegar ein og
hálf sekúnda var eftir. Reyndist það
nóg fyrir Sigtrygg Arnar til að grípa
boltann, snúa sér og skjóta úr frekar
litlu jafnvægi. Boltinn kom aldrei við
hringinn heldur fór beint í gegn.
Þessi tilþrif voru mikið
stemningsatriði fyrir Grindvíkinga
og um leið tuska framan í Fjölnis-
menn. Reyndar voru tvær flautu-
körfur skoraðar í leiknum og því var
eins og maður væri að horfa á NBA-
leik. Hina fyrri skoraði Tómas Heið-
ar Tómasson fyrir Fjölni undir lok
fyrsta leikhluta og gerði það frá eig-
in vallarhelmingi. Fjölnir var þá yfir
25:22 og einnig 46:42 að loknum fyrri
hálfleik.
Sigtryggur Arnar skoraði alls 25
stig og þar af 14 í síðari hálfleik.
Hann lét finna fyrir sér þegar leið á
leikinn og átti stóran þátt í því þegar
Grindvíkingum tókst að slíta sig frá
Fjölnismönnum í síðasta leikhlut-
anum. Hann gaf auk þess 8 stoð-
sendingar og tók 5 fráköst. Sig-
tryggur Arnar hitti úr 6 af 10
þriggja stiga skotum sínum. Ekki
þyrfti að koma á óvart ef hann verð-
ur einnig í essinu sínu í úrslita-
leiknum á laugardaginn.
LeDay verður í banni
Þar verður Grindavík án Seth
Christian LeDay, sem verður í leik-
banni vegna háttsemi sinnar í leik
gegn Stjörnunni í deildinni á dög-
unum. Mjög góður leikmaður þar á
ferð og verður högg fyrir Grindvík-
inga að missa hann en Dagur Kár
Jónsson er auk þess á sjúkralist-
anum. LeDay var ekki aðalmaðurinn
hjá Grindavík í gær en lék engu að
síður mjög vel og styrkir vörn liðsins
mjög. Valdas Vasylius sýndi hvers
hann er megnugur og skoraði 25 stig
eins og Sigtryggur. Þá kom Ólafur
Ólafsson með mikilvægar körfur
eins og hann á til að gera þegar mik-
ið liggur við.
Hjá Fjölni var Viktor Moses mjög
góður og skoraði 20 stig. Hann hitti
úr fyrstu fjórum þriggja stiga skot-
um sínum. Þegar illa gekk hjá Fjölni
í síðasta leikhlutanum hefði verið
snjallt að opna meira fyrir hann en
gert var. Jere Vucica fór út af um
tíma með fjórar villur í síðari hálfleik
og það veikti liðið umtalsvert.
Róbert Sigurðsson stýrði leik
Fjölnis og reyndi eins og hann gat í
síðari hálfleik þegar Grindvíkingar
hitnuðu. Tómas lék vel í vörninni og
Sigtryggi gekk ekki eins vel þegar
Tómas valdaði hann. Ýmislegt er
spunnið í Fjölnisliðið og sú stað-
reynd að liðið hefur aðeins unnið
einn leik í Dominos-deildinni sýnir
hversu ógnarsterk deildin er.
Stjarnan og Tindastóll
Viðureign Stjörnunnar og Tinda-
stóls hófst í Laugardalshöllinni
klukkan 20.15 í gærkvöld. Þegar
Morgunblaðið fór í prentun var fyrri
hálfleik lokið og staðan 45:43,
Stjörnunni í vil.
Sigtryggur sneri leiknum
Grindavík leikur til úrslita Tvær flautukörfur í bráðfjörugum leik
Sigtryggur Arnar kann vel við sig í bikarleikjum í Laugardalshöllinni
Morgunblaðið/Eggert
Magnaður Sigtryggur Arnar Björnsson lék frábærlega með Grindavík og hér stöðva hann og Kristófer Breki Gylfason Fjölnismanninn Srdan Stojanovic.
Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar
hans í gríska knattspyrnufélaginu
PAOK eru komnir í undanúrslit
grísku bikarkeppninnar eftir 1:0-
sigur gegn Panathinaikos í seinni
leik liðanna í átta liða úrslitum
keppninnar í gær. Fyrri leik lið-
anna lauk með 2:0-sigri PAOK, sem
vann viðureignina samanlagt 3:0.
PAOK hefur unnið bikarinn þrjú ár
í röð, en liðið vann 1:0-sigur gegn
AEK í úrslitaleik í fyrra. Sverrir
kom inn á sem varamaður í þeim
leik í uppbótartíma, en PAOK hefur
sjö sinnum fagnað sigri í keppninni.
Sverrir og PAOK í
undanúrslit
AFP
Vörn Sverrir Ingi Ingason leikur til
undanúrslita annað árið í röð.
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti
mjög góðan leik fyrir Elverum
þegar liðið vann 33:30-heima-
sigur gegn Drammen í norsku úr-
valsdeildinni í handknattleik í
gær. Sigvaldi skoraði sex mörk
úr sex skotum í leiknum og var
næstmarkahæstur í liði Elverum.
Óskar Ólafsson komst ekki á blað
hjá Drammen en Elverum er með
30 stig á toppi deildarinnar og
hefur nú sex stiga forskot á Ar-
endal og Drammen þegar fimm
umferðir eru eftir af deild-
arkeppninni.
Elverum nálgast
bikarinn óðfluga
AFP
Sex Sigvaldi Björn Guðjónsson er
mikilvægur hlekkur í liði Elverum.
Laugardalshöll, Geysisbikar karla,
undanúrslit, miðvikudag 12. febrúar
2020.
Gangur leiksins: 0:6, 11:14, 17:16,
25:22, 35:25, 37:34, 42:34, 46:42,
46:48, 57:52, 63:59, 63:65, 65:65,
65:71, 71:76, 71:88, 74:91.
Fjölnir: Victor Lee Moses 20/8 frá-
köst, Róbert Sigurðsson 15/5 stoð-
sendingar/4 fráköst, Jere Vucica
14/11 fráköst, Srdan Stojanovic 13,
Tómas Heiðar Tómasson 5/5 frá-
köst/5 stoðsendingar, Orri Hilm-
arsson 3, Vilhjálmur Theodór Jóns-
FJÖLNIR – GRINDAVÍK 74:91
son 2, Daníel Bjarki Stefánsson 2.
Grindavík: Sigtryggur Arnar Björns-
son 25/8 stoðsendingar/5 fráköst,
Valdas Vasylius 25/8 fráköst, Seth
LeDay 18/14 fráköst, Ólafur Ólafs-
son 14/5 fráköst, Ingvi Þór Guð-
mundsson 3/7 fráköst/5 stoðsend-
ingar, Miljan Rakic 3/4
stoðsendingar, Kristófer Breki
Gylfason 3/6 fráköst.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson,
Rögnvaldur Hreiðarsson og Jóhann
Guðmundsson.
Áhorfendur: Um 1.200.