Morgunblaðið - 13.02.2020, Side 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2020
Öll verk Sols byggja á kerfum sem
hann mótaði, skrifuðum fyrirmælum
og skýringateikningum,“ segir John
Hogan þegar sem hann gengur með
blaðamanni um salina þar sem tugir
handa eru að setja verk Sols LeWitt
upp í Hafnarhúsinu. Hogan þekkir
þetta ferli líklega betur en aðrir því
hann starfaði með LeWitt frá árinu
1982 og þar til listamaðurinn lést
aldarfjórðungi síðar. Og Hogan hef-
ur síðan verið lykilmaður í útfærslu
og skipulagi uppsetninga sýninga og
verka LeWitt sem hann stjórnar fyr-
ir hönd stúdíósins.
„Á þessum tíma hef ég komið að
og stýrt gerð hundraða teikninga
Sols eftir fyrirmælum hans. Ég hef
ekki töluna en þær eru eitthvað
færri en eitt þúsund,“ segir Hogan
og brosir.
Hann segir að við undirbúning
þessarar sýningar hafi Ólöf safn-
stjóri og sýningarstjórinn Lindsay
Aveilhé fyrst farið yfir það hvernig
verk þær sæju fyrir sér í Hafnar-
húsinu. Síðan hafi Hogan og sam-
starfsfólk hans komið inn í samtalið
og farið að skoða nákvæmar teikn-
ingar og ljósmyndir af sölunum. „Út
frá þeim veltum við fyrir okkur
hvaða teikningar Sols kynnu mögu-
lega að passa vel inn, út frá hlut-
föllum og stærðum. Ákveðið var að
setja hér upp teikningar frá því
snemma á ferli Sols og sú yngsta er
frá níunda áratugnum. Þetta er
býsna breitt svið af verkum.“
Býsna krefjandi gjörningur
Hogan segir að þegar ákveðið hafi
verið hvaða verk færu upp hafi hann
metið hvað margir starfsmenn
þyrftu að koma að uppsetningunni
frá stúdíói LeWitt. „Uppsetningin
hér tekur um mánuð og margar
teikninganna krefjast langs tíma og
margra handa. Ég setti saman hóp
fjögurra starfsmanna stúdíósins,
auk mín, sem samanlagt búa að
margra ára reynslu og eru bæði frá
Evrópu og Bandaríkjunum. Síðan
bættust við listamenn héðan af
staðnum en þannig hefur verið stað-
ið að uppsetningu verka Sols, alveg
frá upphafi. Þessir listamenn fá við
vinnuna tækifæri til að skilja verkin
betur, vinnu við eitthvað sem hæfir
þeim og gleður, við að setja upp stór
listaverk í safni, og vera í samstarfi
um verk eftir Sol.“
Hann bætir við að framkvæmdin
við uppsetninguna hér sé eins og
annars staðar þar sem þau setji upp
stórar sýningar. „En vinnan krefst
vissulega hæfni þeirra sem koma að,
ekki síst þegar blekið er borið á
veggina en það getur orðið að hálf-
gerðum ballett þegar verkin eru
stór. Það verður að bera á hvern flöt
án þess að stöðva. Þegar margir
vinna samtímis við slíkan flöt verður
það býsna krefjandi gjörningur.“
Mismunandi áherslur
Hogan útskýrir að fyrstu vegg-
verk sín hafi Sol LeWitt unnið með
grafíti, blýöntum. „Hann kaus að
vinna með efnivið sem allir hefðu að-
gang að. Næst fór hann að gera verk
með vaxlitum, öðrum slíkum efni-
viði. Verkin á þessari sýningu hér
sem gerð eru með blýöntum og vax-
litum eru svokallaðar „location
drawings“, þar sem eru lýsingar á
verkunum en ekki mikið sem fer
beint á vegginn; verkin snúast um að
lýsa rými, hvernig verkin birtist og
hvaða ákvarðanir liggja að baki –
hvers vegna ákveðin lína er eins og
hún er eða hvernig hringur á veggn-
um er skapaður og hvers vegna.
Vaxlitateikningarnar eru bogar í
mismunandi samsetningum sem
byggjast á ákveðnu kerfi, á einfaldri
stærðfræðiformúlu. Verkin úr bleki
eru talsvert stökk frá því en í þeim
er tekist á við að skipta rýminu upp,
þar eru tengingar sem byggjast á
útreiknuðum hlutföllum og litirnir
rauður, blár, gulur og grár líka vald-
ir eftir kerfi. Svo sérðu þetta stóra
píramídaverk; formin flæða eftir
veggnum en unnið er með grátt blek
í fjórum styrkleikum til að skapa
mismunandi áherslur.“
Mjög kerfisbundið ferli
Sol LeWitt lést fyrir þrettán ár-
um. Þegar Hogan er spurður að því
hvernig þeim starfsmönnum stúídós
hans gangi að halda verkum hans sí-
kvikum og ferskum, án þess að
sveigja hið minnsta frá hugmynda-
fræðinni, segir hann það ekki erfitt.
„Öll verk Sols byggjast á plani
sem hann skapaði, skrifuðum fyrir-
mælum og uppdráttum. Allt ferlið
var mjög kerfisbundið, alveg frá
byrjun. Til að mynda notum við bara
blýanta af styrkleikanum 6H í graf-
ítverkin, þar er ekkert annað leyft.
Og blekið er eftir formúlum sem Sol
valdi meðan hann var á lífi. Þetta eru
mjög nákvæmar uppskriftir að verk-
um og enginn möguleiki á að sveigja
neitt frá þeim, fyrir utan það sem
þau bjóða upp á og svo það sem
handverk einstaklinganna leggur til
þeirra. Það var alltaf ætlunin að
sköpun einstaklinganna sem kæmu
að uppsetningunni skipti máli fyrir
útkomuna en engu að síður er kjarni
verkanna alltaf óhaggaður. Kerfin
eru niðurnjörvuð. Og þar með talið
hvernig veggirnir eru undirbúnir
fyrir verkin sem sett eru á þá; það
mótaðist allt gegnum tilraunir Sols.“
Hogan bendir á að samstarfs-
menn listamannsins hafi sett verk
hans upp í gríðarlega ólíkum salar-
kynnum, í söfnum, öðrum stofn-
unum og hjá söfnurum, og honum
finnst alltaf áhugavert að sjá hvern-
ig þau koma út og virkja umhverfið.
Sá að konseptið virkaði
Mörg verka LeWitt, eins og þau í
Hafnarhúsinu, eru sett upp á
löngum tíma og miklu kostað til en
síðan er málað yfir þau er sýningum
lýkur. Finnst Hogan erfitt að sjá
það?
Hann brosir. „Þegar ég byrjaði að
vinna fyrir Sol, fannst mér mjög
spennandi að vera kominn í samstarf
við að útfæra hugmyndir hans og
lagði mig allan fram við að draga
verkin vel upp á veggina. Í fyrsta
skipti sem ég sá svo málað yfir verk
sem ég hafði gert varð ég vissulega
leiður við að sjá það hverfa en með
tímanum, eftir að hafa séð fleiri verk
mæta þeim örlögum er sýningum
lauk eða ákveðið var að færa verkin
á aðra staði í stofnunum, þá áttaði ég
mig á því að það var eitt það mest
spennandi við ferlið! Það sýndi mér
að hugmyndir Sols, konseptið, það
virkaði. Og hvað það var nákvæmt.
Því það er svo sannarlega hægt að
endurskapa öll þessi verk. Fyrir
nokkrum árum flakkaði sýning með
verkum Sols á milli nokkurra safna í
Bandaríkjunum og sama teikningin
var sýnd á öllum stöðunum, í ólíkum
sölum. Ég gerði hana sjálfur í öll
skiptin og sá þá í eitt skipti fyrir öll
hvílík snilld þetta væri; verkið virk-
aði vel í öllum þessum ólíku rýmum
sem Sol hafði aldrei séð sjálfur. Mér
finnst fallegt hvað þetta eru skýrar
og vel mótaðar hugmyndir, og að við
sem komum að þessu getum líka hér
í þessu fallega safni í Reykjavík
skapað áhugaverða listræna upp-
lifun fyrir gesti,“ segir hann.
„Kerfin eru niðurnjörvuð“
„Þetta eru mjög nákvæmar uppskriftir,“ segir fyrrverandi samstarfsmaður Sols
LeWitt sem hefur á nær fjórum áratugum komið að gerð hundraða verka hans
Morgunblaðið/Einar Falur
Reynsla „Það er svo sannarlega hægt að endurskapa öll þessi verk,“ segir John Hogan sem skipulagði vinnuna.
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
ÓSKARS
TILNEFNINGAR11
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD