Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Það mætti hugsa sér MDE semþarflegt tæki í þágu mannrétt- inda. En hann hefur sýnt ítrekað að hann rís ekki undir kröfum sem gerðar eru til dómstóls. Hann minn- ir á félag eins og t.d. Landvernd, sem vill umhverfinu vel, en er fjarri kröf- um um hlutleysi enda ekki dómstóll. Jón St. Gunnlaugs- son lögfræðingur gerir seinustu tilþrif „dómstólsins“ að umræðuefni og minnir um leið á það meginatriði mark- tæks málflutnings að sá sé fluttur fyrir hlutlausum dóm- urum:    Gegn þessu erbrotið með grófum hætti við þessa málsmeðferð vegna þess að einn dómaranna af neðra dómstig- inu, sem sat þar í meirihluta, situr í yfirdeildinni sem á að endurskoða niðurstöðu hans og fjögurra ann- arra dómara.    Þetta er íslenski dómarinn RóbertSpanó. Þessi dómari er að vísu ekki málsaðili. Hann hefur hins veg- ar nánast stöðu málsaðila gagnvart niðurstöðunni frá í fyrra. Hann var einn dómaranna sem stóðu að dóm- inum og má því gera ráð fyrir að hann vilji nú leggja metnað í að sá dómur verði staðfestur.    Hann hefur lagt mikið undirgagnvart föðurlandi sínu og er sjálfsagt ákafari talsmaður þess að staðfesta beri dóminn, heldur en kærandinn sjálfur mundi vera ef hann sæti í dómarahópnum. Það er ekkert nema furðulegt að dómstóll- inn skuli viðhafa þetta fyrirkomulag á meðferð mála fyrir yfirdeildinni.“    Þetta er laukrétt. Dæmir sig sjálfur! STAKSTEINAR Róbert Spanó Jón St. Gunnlaugsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stór hluti reksturs Hótels Keflavík- ur og fasteignafélagsins JWM, sem á eignina, er nú til sölu. Davíð Jóns- son einn eigenda hótelsins, stað- festir í samtali við Morgunblaðið að hluturinn sé meðal annars í eigu hans sjálfs. Spurður að því af hverju hann vilji selja núna segir hann að tímasetningin sé góð, og einnig að hann sé kominn á fullt í rekstur á öðru fyrirtæki, hótelbókunarfyrir- tækinu Hotel Service Kef Airport. Fimm stjörnu svítur Hótel Keflavík er fjögurra stjörnu hótel og hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Á efstu hæðinni er fimm stjörnu hótelið Diamond Suites sem var opnað fyrir tæplega fjórum árum. Á síðasta ári fengu hótelin viður- kenningu frá Luxury Travel Guide, en þá fékk Hótel Keflavík viður- kenninguna Luxury Airport Hotel of the Year 2018 og Diamond Suites fékk viðurkenninguna Luxury Boutique Hotel of the Year 2018. Endurbætur í Versace-stíl Á Hótel Keflavík eru 70 herbergi ásamt fimm svítum á Diamond Suites. Miklar endurbætur hafa ver- ið unnar á Hótel Keflavík síðustu ár og nú standa yfir viðamiklar fram- kvæmdir á móttöku hótelsins í Versace-stíl. Stór hluti í Hótel Keflavík til sölu  Einn seljandi hefur snúið sér að rekstri hótelbókunarþjónustu Lúxus Hótelið að kvöldlagi. Inflúensa var staðfest hjá 36 ein- staklingum í síðustu viku, sem er aukning borið saman við vikurnar á undan. Þetta kemur fram á yfirliti Landlæknisembættisins. Frá því um mánaðamótin september-október hafa 198 einstaklingar verið greind- ir með staðfesta inflúensu. Flestir hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu en inflúensan hefur líka verið stað- fest víða annars staðar. „Fjöldi þeirra sem leituðu til læknis með einkenni inflúensu í 6. viku jókst aðeins miðað við vikuna á undan en í síðustu viku [...] fjölgaði einstaklingum með inflúensulík ein- kenni um 12% skv. upplýsingum frá heilsugæslunni og bráðamóttökum.“ Inflúensa staðfest hjá 36 einstaklingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.