Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 12
Afkoma viðskiptabankanna 2018 og 2019
1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.
2018 2019
6.000
4.000
2.000
0
-2.000
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
Hagnaður bankanna árið 2019
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
Hagnaður bankanna árið 2018
40.000
30.000
20.000
10.000
0
Vaxtatekjur Þjónustu-
tekjur
Aðrar rekstrar-
tekjur
Vaxtatekjur Þjónustu-
tekjur
Aðrar rekstrar-
tekjur
Vaxtatekjur Þjónustu-
tekjur
Aðrar rekstrar-
tekjur
Rekstrartekjur 2018-2019
3.875
3.247
4.329
6.784
1.671
2.0862.120
2.577
-2.775
761
2.096
1.018
3.8673.7803.511
8.102
2.1172.111
5.033
1.384 1.6171.149
3.062
1.949
Hagnaður alls: 8.454 m.kr.
Arðsemi eiginfjár: 4,80%
Hagnaður alls: 18.235 m.kr.
Arðsemi eiginfjár: 7,90%
Hagnaður alls: 19.260 m.kr.
Arðsemi eiginfjár: 8,80%
Hagnaður alls: 10.645 m.kr.
Arðsemi eiginfjár: 6,10%
Hagnaður alls: 1.100 m.kr.
Arðsemi eiginfjár: 0,60%
Hagnaður alls: 7.777 m.kr.
Arðsemi eiginfjár: 3,70%
39.670
33.676
13.359
1.460
30.317
9.950
4.845
8.219 8.455
Allar tölur eru í milljónum kr.
Stefán E. Stefánsson
Arnar Þór Ingólfsson
Þóroddur Bjarnason
Hagnaður viðskiptabankanna
þriggja minnkar milli ára. Minnstur
er samdrátturinn hjá Landsbankan-
um, eða 1,1 milljarður. Bankinn
hagnast hins vegar mun meira en Ís-
landsbanki og Arion banki. Þannig
nemur hagnaður Landsbankans 18,2
milljörðum. Hagnaður Íslandsbanka
nemur 8,5 milljörðum en Arion banki
rekur lestina með 1,1 milljarð.
Mestur er samdrátturinn þar á bæ,
en árið 2018 nam hagnaður bankans
7,8 milljörðum króna. Minnkandi
hagnaður bankanna er þróun sem á
sér stað yfir lengra tímabil. Allir skil-
uðu þeir meiri hagnaði árið 2017 en
2018. Samanlagður hagnaður bank-
anna á síðasta ári var 10 milljörðum
minni en 2018. Það ár dróst hagn-
aðurinn saman um 10 milljarða frá
árinu þar á undan. Eins og taflan hér
að ofan vitnar um var jafnvægi á
vaxtatekjum bankanna milli áranna
2018 og 2019. Svipaða sögu má segja
af þjónustutekjum þeirra en svipting-
ar voru meiri í öðrum rekstrar-
tekjum. Þannig jukust þær umtals-
vert hjá öllum bönkunum þremur,
sýnu mest hjá Landsbankanum, þar
sem þær námu 8,5 milljörðum í fyrra
en tæpum 3,6 milljörðum 2018.
Arðsemi eigin fjár minnkar
Arðsemi eigin fjár reyndist í fyrra
hlutfallslega mest hjá Landsbankan-
um, eða 7,9%. Dróst hún þó saman
frá fyrra ári, þegar hún nam 8,8%.
Arðsemi eigin fjár hjá Íslandsbanka
var 4,8% og dróst saman um 1,3 pró-
sentur. Arðsemi eigin fjár hjá Arion
banka var aðeins 0,6% en hafði verið
3,7% árið 2018. Á kynningarfundi
með blaðamönnum í gær benti Stefán
Pétursson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Arion banka, á að það
væru dótturfélög bankans sem hefðu
verulega neikvæð áhrif á annars
batnandi rekstur. Þar vitnar hann
fyrst og síðast til kortafyrirtækisins
Valitor, sem bankinn hefur um all-
langt skeið verið með í söluferli. Þá
hefur bankinn einnig orðið fyrir mikl-
um búsifjum vegna Stakksvíkur, en
það félag heldur utan um aðkomu
bankans að kísilverksmiðjunni Unit-
ed Silicon í Helguvík.
Arion banki er ekki einn um að
súpa seyðið af erfiðleikum á korta-
markaði. Íslandsbanki á meirihluta í
Borgun, sem átt hefur undir högg að
sækja síðustu misserin. Jón Guðni
Ómarsson, fjármálastjóri bankans,
benti í gær á kynningarfundi með
blaðamönnum á að unnið væri að sölu
á fyrirtækinu. Það myndi skýrast á
komandi vikum hvort af henni yrði en
að áhuginn á söluferlinu hefði reynst
minni en vonir hefðu staðið til.
Arðsemi eigin fjár er sem fyrr hæst hjá Landsbankanum
Hagnaður trappast niður
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Tryggðu þér borð á
www.matarkjallarinn.is
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
LEYNDARMÁL
Matarkjallarans
14. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.99 126.59 126.29
Sterlingspund 163.57 164.37 163.97
Kanadadalur 94.9 95.46 95.18
Dönsk króna 18.402 18.51 18.456
Norsk króna 13.666 13.746 13.706
Sænsk króna 13.087 13.163 13.125
Svissn. franki 129.25 129.97 129.61
Japanskt jen 1.1454 1.152 1.1487
SDR 172.58 173.6 173.09
Evra 137.52 138.28 137.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.6917
Hrávöruverð
Gull 1566.75 ($/únsa)
Ál 1689.0 ($/tonn) LME
Hráolía 54.41 ($/fatið) Brent
Leigufélagið
Heimavellir
hagnaðist um 795
milljónir króna á
síðasta fjórðungi
2019, að því er
fram kemur í til-
kynningu félags-
ins til Kauphallar
Íslands. Hagnað-
ur ársins í heild
nam 1,4 milljörð-
um króna, og margfaldaðist frá árinu
á undan, en þá hagnaðist félagið um
48 milljónir króna.
Eignir drógust saman
Eignir félagsins drógust saman
um rúm 5% á milli ára. Þær námu 54
milljörðum króna í lok árs 2019 en
voru 57 milljarðar í lok 2018. Eigið fé
Heimavalla er rúmir tuttugu millj-
arðar króna, og óx um 6% frá fyrra
ári, þegar það var 18,8 milljarðar.
Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok
2019 var 37,2%
Í tilkynningu félagsins segir að
hagræðing í eignasafni félagsins hafi
haldið áfram á árinu 2019 og voru
369 íbúðir seldar fyrir rúma ellefu
milljarða króna. Söluandvirði íbúð-
anna var 3,7% yfir bókfærðu virði
þeirra, eins og segir í tilkynningunni.
Á sama tíma keypti félagið 114 íbúð-
ir á höfuðborgarsvæðinu.
Rekstrartekjur Heimavalla á
árinu 2019 námu 3,4 milljörðum
króna, en þær voru 3,7 milljarðar ár-
ið 2018.
Í tilkynningunni kemur fram að
á árinu 2019 hafi endurskipulagn-
ing eignasafnsins verið í öndvegi.
Íbúðum hafi fækkað úr 1.892 í 1.637 í
þeim tilgangi að styrkja rekstur fé-
lagsins, bæta efnahagsreikning þess
og draga úr endurfjármögnunar-
þörf. „Til framtíðar verða kjarna-
svæði félagins fyrst og fremst höfuð-
borgarsvæðið og Reykjanesbær.
Önnur svæði verða um 10% af eigna-
safni félagsins,“ segir í tilkynning-
unni.
Einnig kemur fram að á þessu ári
séu áætlaðar leigutekjur 3.000 –
3.100 m. kr. og EBIT framlegð er
áætluð 62,5-63,5%. Fjöldi íbúða í árs-
lok 2020 er áætlaður um 1.500. Gengi
bréfa félagsins lækkaði í gær um
2,17% í 121 m. kr. viðskiptum.
Heimavellir högnuð-
ust um 795 milljónir
Arnar Gauti
Reynisson