Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
✝ SigurðurÁrni Sigurðs-
son eða Addi eins
og hann var
gjarnan kallaður,
fæddist á Bakka-
stíg 8, Haust-
húsum, 4. janúar
1928. Hann lést 5.
febrúar 2020.
Foreldrar hans
voru Lovísa Pál-
ína Árnadóttir frá
Vestdalseyri við Seyðisfjörð, f. 21.
desember 1897, d. 2. mars 1973
og Sigurður E. Ingimundarson, f.
21. ágúst 1895 að Móum á Kjal-
arnesi. d. 12. apríl 1979.
Systkini Sigurðar eru: Hall-
dóra, f. 1918, d. 2010, Sigríður
Kristín, f. 1919, d. 2019, Ragn-
heiður Lára, f. 1921 d. 1984, Jón
Magnús, f. 1922, d. 1999, Þrúður,
f. 1924, d. 2000, Sigurður Einar, f.
1926, d. 1927, Haraldur, f. 1932,
d. 2012.
Sigurður giftist 4. júlí 1953
Guðrúnu Þórhallsdóttur, f. 31. júlí
1930, d. 10. mars 2014. Foreldrar
hennar voru Guðrún Helga Jón-
asdóttir frá Valþjófsstað, f. 15.
apríl 1900, d. 2. apríl 1988, og
Þórhallur Jón Snjólfsson frá
Strýtu í Ölfusi, f. 2. júlí 1894, d. 8.
september 1973.
eru Rakel Sif, f. 1994, í sambúð
með Jóni Erni Gunnarssyni, f.
1996, og Þórhalla Mjöll, f. 1994, í
sambúð með Óla Geir Kristjáns-
syni, f. 1993. Sonur Hallveigar og
Sigurðar er Sigurður Oddgeir, f.
2004.
Addi var fjögurra ára þegar
fjölskylda hans flutti í fyrstu
verkamannabústaðina að Hring-
braut 80, árið 1932.
Hann lauk barnaskólaprófi frá
Miðbæjarbarnaskólanum. Addi
hóf nám í prentiðn í Prentsmiðj-
unni Hólum 1944 og vann þar uns
prentsmiðjan hætti 1986 eða í 38
ár. Hann lærði einnig Offset-
prentun og öðlaðist meistararétt-
indi í faginu 1986. Eftir það vann
hann hjá Prentsmiðju Árna Valdi-
marssonar og Steindórsprenti
eða þar til hann lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir, árið 1998.
Addi var alltaf mikill KR-
ingur. Hann lék fótbolta með KR
upp í 2. flokk. Og svo keppti hann
einnig á skíðum fyrir félagið.
Ungur gekk hann í Oddfellow-
regluna, í stúku nr. 3, Hallveigu
og tók alla tíð virkan þátt í starf-
inu.
Sigurður og Guðrún fluttu á
Nesveg 5, Neshaga 5, í prent-
arablokkina 1953. Árið 1999
fluttu þau á Skúlagötu 44 en síð-
asta árið dvaldi Sigurður á Dval-
ar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Niðjar Sigurðar og Guðrúnar
eru nú 14.
Útför Adda fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 14. febrúar 2020,
klukkan 15.
Dætur Sigurðar og
Guðrúnar eru:
1) Helga Guðbjörg,
f. 1954, maki Þórður
Ingason, f. 1954. Börn
þeirra eru, Guðrún
Helga, f. 1971, Lilja
Björg, f. 1978, maki
hennar er Kjartan
Árni Þórarinsson, f.
1977. Þeirra synir eru
Kristján Máni, f. 2001,
og Alexander Þór f.
2009. Sigurður Árni, f. 1983, í
sambúð með Hrönn Karólínu Sch.
Hallgrímsdóttur, f. 1986.
2) Sigríður Lovísa, f. 1955,
maki Pétur Pétursson, f. 1953.
Fyrri maður Sigríðar var Hjör-
leifur Sveinsson, f. 1954, d. 2019,
þau slitu samvistir. Sonur þeirra
er Sveinn, f. 1976. Dætur hans
eru Kamilla María, f. 1997, í sam-
búð með Ísaki Mána Viðarssyni, f.
1997, og Lovísa Ósk, f. 2007, sem
hann á með fyrri konu sinni, Sig-
ríði Guðbrandsdóttur, f. 1968, þau
slitu samvistir. Sveinn er í sam-
búð með Þóru Guðrúnu Friðriks-
dóttur. f. 1977.
3) Hallveig, f. 1963, maki Sig-
urður Oddgeir Sigurðsson, f.
1972. Fyrri maður Hallveigar var
Magnús V. Magnússon, f. 1962,
þau slitu samvistir. Dætur þeirra
Elsku pabbi minn, það eru
þung spor sem við þurfum að stíga
í dag, til að kveðja þig hinstu
kveðju. Síðastliðin ár hafa verið
þér mjög þungbær, eftir að
mamma féll frá og það var erfitt
að sleppa af þér takinu. Ég veit að
mamma hefur tekið á móti þér
opnum örmum og hlýju í Sumar-
landinu og nú líður þér vel umvaf-
inn ást hennar og kærleik.
Minningarnar leita til bernsku,
þegar við systurnar vorum litlar.
Á sunnudögum þegar þú og
mamma fóruð með okkur, uppá-
klæddar í glæsilegum kjólum sem
mamma hafði saumað á okkur, í
göngutúra niður á tjörn eða á Há-
skólasvæðið og nágrenni og svo
var farið í kaffi til skiptis á Hring-
brautina og Bergþórugötuna.
Einnig allra tjaldferðalaganna í
hvíta tjaldinu ykkar, ferðirnar
austur í Lón, til Flateyrar og í
Hvamminn í Ölfusi. Þetta voru
yndislegir tímar sem ylja mér um
hjartarætur. Það var einnig mikil
upplifun fyrir mig sem smástelpu
að fara í heimsókn til þín í vinnuna
í Prentsmiðjunni Hólum og fylgj-
ast með þér við prentvélina og fá
fullt af renningum í öllum regn-
bogans litum til að föndra með.
Eftir að ég flutti til Vestmanna-
eyja voruð þið mamma dugleg að
koma í heimsókn til Eyja og nutuð
náttúrufegurðarinnar sem eyj-
arnar höfðu upp á að bjóða og
varst þú sérstaklega duglegur að
fara í göngutúra um eyjarnar með
Pollý og held ég satt að segja að
þú hafir farið víðar um eyjarnar
en ég, þessi ár sem ég bjó þar.
Pabbi var mikill skauta- og
skíðamaður og kom það í hans
hlut að kenna mér. Þær voru
margar skauta- og skíðaferðirnar
sem voru farnar á Melavöllinn eða
á Tjörnina, í Skálafellið og Blá-
fjöll. Toppurinn á skíðaferðunum
var þegar við fórum með honum
til Aspen. Einn vinnuveitandi
minn hafði á orði við mig að það
hefði verið unun að standa neðst í
skíðabrekkunni og horfa á pabba
svífa niður brekkurnar, svo glæsi-
legur var hann.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín dóttir,
Sigríður Lovísa.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem um hug
minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
„Ástin mín“, útbreiddur faðm-
ur „ertu komin, mikið er ég feginn
að sjá þig“.
Svona voru móttökurnar þegar
ég kom til þín á Grund. Og núna er
því lokið. Tómleikinn og söknuð-
urinn hellist yfir mig og hjartað
fær sting. Engin pabbaknús meir
eða hlýir kossar á kinn. En það er
huggun harmi gegn að nú nýtur
mamma þeirra sem pabbi hafði
sárt saknað eftir andlát hennar.
Það eitt að loka augunum og sjá
þau saman á ný svífa um í faðm-
lögum dansandi af innlifun er fal-
leg sjón.
Þegar ég hugsa til baka um allt
það sem þú kenndir mér, elsku
hjartans pabbi minn, verður sá listi
æði langur. Þú kenndir mér að
lesa, synda, hjóla, renna mér á
skautum og skíðum, en fyrst og
fremst að biðja bænir. Á þessari
erfiðu stundu hafa þær hjálpað
mér mest. Í gegnum okkar líf
gerðum við margt saman og áttum
margt sameiginlegt. Daginn sem
við fórum saman upp á Esju er
ógleymanleg stund. Þú varst orð-
inn sjötugur og áttir alltaf eftir að
láta þann draum rætast. Stoltur og
glaður stóðstu á toppnum og virtir
fyrir þér útsýnið í blíðskaparveðri.
Loksins kominn á Esjutopp, fjallið
sem þú horfðir á út um eldhús-
gluggann á hverjum degi.
Árið 1986 vildi svo skemmtilega
til að við fengum bæði meistara-
bréfin í iðngreinum okkar. Þú sem
offsetprentari og ég í hárgreiðsl-
unni. Þetta fannst þér afar
skemmtilegt og sniðugt, elsti og
yngsta.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um er okkur efst í huga óendanlegt
þakklæti fyrir allar okkar sam-
verustundir. Það mun taka Pollý
smá tíma að sætta sig við að hún sé
ekki að fara til afa og fá kökubitana
sem þú varst óspar á að gauka að
henni. Ástúðin og umhyggjan sem
þú sýndir börnum okkar mun lifa
með þeim um ókomin ár. Minning
þín mun lifa að eilífu.
Alúðarþakkir til starfsfólks
Grundar og séra Auðar Ingu.
Elsku hjartans pabbi minn,
góða ferð og Guð geymi þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Knús á mömmu frá okkur.
Þín dóttir og tengdasonur,
Hallveig og Oddgeir.
Elsku pabbi minn, Sigurður
Árni, er fallinn frá 92 ára. Hann
átti ákaflega farsæla og gæfuríka
ævi. Það er svo margt sem hægt
væri að segja um hann pabba,
hann var svo mikið ljúfmenni og
minningarnar eru svo margar og
góðar og ég mun geyma þær í
hjarta mínu.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og aldrei fann maður fyrir því að
nokkuð skorti. Í minningunni voru
morgnarnir um helgar góður
pabbatími, þá fór hann með okkur
systurnar í langa göngutúra niður
að Tjörn eða út í Vatnsmýrina að
njóta útiverunnar og skoða fugla-
lífið.
Ég var nú ekki há í loftinu þegar
hann fór að taka mig með sér á fót-
boltaæfingar út á Melavöll. Þá sat
ég í kerrunni á hliðarlínunni með-
an á æfingunni stóð.
Pabbi og mamma höfðu mjög
gaman af því að ferðast bæði inn-
anlands og til útlanda. Fljótlega
eftir að pabbi keypti fyrsta bílinn,
Anglia, árg. 1962, var haldið í úti-
legu og urðu þær margar og
skemmtilegar.
Ég hafði unun af því að fylgjast
með mömmu og pabba klæða sig
upp á á laugardagskvöldum til að
fara út á Sögu að fá sér snúning
enda voru þau fallegt par.
Árin sem við bjuggum í Álaborg
komu þau reglulega til okkar og
pabbi fór á bleika hjólinu mínu út
um allt, og lenti hann oft í ótrúleg-
um ævintýrum. Það fannst honum
gaman.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku pabbi minn, og takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Minning
þín mun lifa að eilífu.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Þín dóttir
Helga Guðbjörg.
Fallinn er frá einstakur maður,
tengdafaðir minn. Hann var hæg-
látur, hafði góða nærveru og
næmt eyra. Hann ræktaði með
sér manngæsku og samkennd
sem einkenndi hans far alla tíð.
Ég efast um að ég hafi verið
draumatengdasonurinn, 16 ára
strákpjakkur með hár niður á
herðar og fá framtíðaráform, þeg-
ar ég fór að stíga í vænginn við
frumburðinn. Hafi svo verið varð
ég aldrei var við það, heldur þvert
á móti, ávallt velkominn og orðinn
einn af fjölskyldunni áður en ég
vissi af.
Við Helga hófum búskap okkar
í risherbergi á Neshaganum undir
verndarvæng tengdaforeldranna
sem voru á hæðinni fyrir neðan.
Það var ómetanlegt að geta byrj-
að að koma undir sig fótunum í
öruggu húsnæði með tengdó á
næsta leiti.
Minningarnar eru margar sem
rifjast upp á þessum tímamótum
og ein sem er sérstaklega hjart-
fólgin. Við hjónin vorum farin að
stunda skíði reglulega ásamt afa-
börnunum. Sigurður hafði keppt á
skíðum fyrir KR á sínum yngri ár-
um, en hafði ekki stigið á skíði í
tæp 30 ár, þegar ég tilkynnti hon-
um að við myndum mæta með all-
an útbúnað næsta laugardag og
svo færum við öll í Skálafell sam-
an. Hann var ekki sannfærður um
að þetta væri góð hugmynd en lét
til leiðast. Þegar þangað var kom-
ið festi hann á sig skíðin, fór upp í
lyftunni og renndi sér af stað nið-
ur. Hann hafði bókstaflega engu
gleymt og stíllinn „maður lifandi“
– flottur var hann. Ég held að
hægt sé að fullyrða að upp frá
þessu hafi skíðaiðkun verið hans
aðaláhugamál.
Eitt sinn þegar við vorum að
ræða málin varð tengdó frekar
ábúðarmikill og spurði mig hvort
ég hefði leitt hugann að Oddfel-
lowreglunni. Það hafði ég gert og
líka fylgst með því þegar hann fór
á fundi og viðburði sem tengdust
starfinu. Svo sagði hann mér að
hann myndi verða leiðtogi minn ef
ég kysi að ganga í Regluna, sem
ég þáði. Þetta er ein besta ákvörð-
un sem ég hef tekið í lífinu og verð
honum ævinlega þakklátur fyrir
að leggja þetta til við mig.
Nú þegar komið er að ferðalok-
um vil ég kveðja og þakka fyrir
óteljandi minningar og ánægju-
stundir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þinn tengdasonur,
Þórður.
Nú er elsku afi minn dáinn.
Eins erfitt og það er fyrir okkur
sem eftir erum að kveðja hann, þá
veit ég að hann er búinn að vera
tilbúinn að hitta hana ömmu aftur
í langan tíma. Hann hefur ekki
verið heill maður síðan hún kvaddi
okkur fyrir bráðum sex árum
enda voru þau ótrúlega samrýnd
alla tíð. Amma var sú sem lagði
línurnar og hann fylgdi þeim enda
var það ávallt svo að þegar þeim
var boðið í mat eða annað og afi
tók á móti fyrirspurninni þá var
viðkvæðið alltaf:heyrðu í henni
ömmu þinni og hún tók ákvörð-
unina sem hann svo fylgdi.
Ég var svo heppin að ég og for-
eldrar mínir bjuggum hjá afa og
ömmu fyrstu sjö ár ævi minnar og
mínar elstu minningar af afa eru
af honum að taka sig til fyrir Odd-
fellow-fund, klæða sig í kjólfötin
með hjálp ömmu, ýsa í potti og
fréttir í útvarpinu. Þessi minning
vekur hjá manni hlýju og vellíðan.
Afi tók alla tíð mikið af ljós-
myndum og það er ótrúlega gaman
að skoða myndir af lífi okkar allra
sem hann festi á slides-filmu og
minnast þess þegar öll stofan var
undirlögð fyrir slides-vélina og
sýningartjaldið til að skoða nýj-
ustu myndirnar sem voru komnar
úr framköllun ásamt eldri mynd-
um sem gaman var að skoða. Þar
voru meðal annars myndir af þeim
ungum á ferðalagi um landið með
dæturnar og svo seinna myndir af
þeim tveimur í einhverjum af ótal
utanlandsferðum þeirra. Þau voru
ótrúlega dugleg að ferðast og
skoða heiminn og það var alltaf
gaman að heyra sögurnar þegar
þau komu heim. Þegar við fluttum
svo til Danmerkur í nokkur ár
komu þau reglulega í heimsókn og
afi var ekki lengi að finna sér þá
dægrastyttingu að hjóla um Ála-
borg á bleika hjólinu hennar
mömmu til að kynnast borginni
upp á eigin spýtur.
Einn af mörgum hæfileikum afa
var að hann var frábær dansari og
þau amma voru glæsileg saman.
Ég man að einhverju sinni var
árshátíð í vinnunni hjá afa og
amma var veik þannig að ég hljóp í
skarðið og fór með afa. Það er
skemmst frá því að segja að hann
var eftirsóttasti dansherrann þetta
kvöldið enda fáir sem stóðust hon-
um snúning á dansgólfinu. Hann
var líka frábær skíðamaður enda
æfði hann skíði sem ungur maður
og bjó að því alla ævi.
Þegar hann varð sjötugur fór
hann í sína fyrstu skíðaferð til út-
landa og varð Aspen fyrir valinu
þar sem hann var með gömlum fé-
lögum og eftir það varð ekki aftur
snúið. Á hverjum vetri næstu 10
árin var hann í að minnsta kosti 3
vikur í Aspen og stóð á skíðum á
hverjum degi. Hann hugsaði líka
alltaf vel um heilsuna og fór reglu-
lega í göngur og í sund svo lengi
sem heilsan leyfði og byrjaði svo í
golfi á sínum seinni árum og hafði
gaman af.
Ég á ótal margar minningar um
hann og okkar stundir saman og of
margar til að telja upp hér en ég
geymi þær allar í hjarta mínu þar
sem ég geymi hann líka.
Ég mun sakna þín, elsku afi
minn. Hvíldu í friði.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Þín
Guðrún Helga.
Á sama tíma og ég syrgi þig
djúpt frá mínum hjartarótum, þá
finn ég líka fyrir vissum létti fyrir
þína hönd. Þú ert búin að vera
tilbúinn í ferðalagið lengi. Líklega
alveg síðan amma kvaddi okkur 10.
mars. 2014. Lífið var bara ekki eins
eftir það, enda þegar maður er bú-
inn að vera giftur í yfir 60 ár og
eiga enn fleiri ár saman, þá getur
maður rétt ímyndað sér tómarúm-
ið sem fylgir því að missa lífsföru-
nautinn sinn. Hinn 5. febrúar
ákvaðstu að nú væri tími til að
sameinast á ný.
Þú lifðir lífinu til fulls. Þú stund-
aðir skíði af kappi og oft var umtal-
að hversu góður og flottur þú vær-
ir í brekkunum. Þegar þú varðst
sjötugur fékkstu skíðaferð til
Aspen að gjöf og þá varð ekki aftur
snúið, þú fórst 10 ár í röð, alveg þar
til þú varst áttræður en það hefði
enginn getað trúað því að þarna
væri áttræður maður að þeysast
svona tignarlega niður brekkurn-
ar.
Þú gistir alltaf á sama hóteli, í
sama herberginu, því að þá vissir
þú nákvæmlega að hverju þú
gengir.
Ég man líka svo vel þegar ég
fékk að koma með þér á skíði og á
meðan ég skrifa þessi orð, þá finn
ég bæði lykt og bragð af heita
kakóinu og samlokunum með osti
sem amma útbjó fyrir okkur, þykir
óendanlega vænt um þá minningu.
Sigurður Árni
Sigurðsson
Sendum öllum hjartanlegar þakkir fyrir
auðsýnda samúð og hlýju vegna fráfalls
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
HARALDS STEFÁNSSONAR,
fyrrverandi slökkviliðsstjóra,
Kirkjulundi 12.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks skilunardeildar Landspítala
fyrir umhyggjuog alúð. Einnig til þeirra sem heiðrað hafa
minningu hans.
Erla Ingimarsdóttir
Ragnar Haraldsson Jóna Hjálmarsdóttir
Sólveig J. Haraldsdóttir Frosti B. Eiðsson
Haraldur Haraldsson Bergdís Eysteinsdóttir
Ingibjörg M. Haraldsdóttir Christopher Wright
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa okkar,
STEFÁNS LÁRUSSONAR,
Strikinu 12, Garðabæ, áður
Þinghólsbraut 25, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar
Landspítalans í Fossvogi.
Ólöf Sigríður Jónsdóttir
Jón Lárus Stefánsson Hildigunnur Rúnarsdóttir
Stefán Stefánsson
Guðrún Svava Stefánsdóttir Guðmundur I.A. Kristjánsson
Björn Grétar Stefánsson Katrín Dögg Teitsdóttir
og barnabörn