Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Styrkur til að gera við og varðveita
kútter Sigurfara á Akranesi fékkst
ekki frá Europe Nostra, stofnun
sem styður við evrópska menning-
ararfleifð. Líkur á að skipið verði
varðveitt á Byggðasafninu í Görð-
um á Akranesi hafa því minnkað.
Skipið þarfnast verulegra og kostn-
aðarsamra lagfæringa.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjar-
stjóri á Akranesi, segir að málið
hafi verið rætt á fundi bæjarráðs
Akraness í gær. Endanleg ákvörð-
un hafi ekki verið tekin og honum
hafi verið falið að kanna tiltekin at-
riði tengd Sigurfara áður en næstu
skref verða ákveðin.
Sævar Freyr segir að kútterinn
teljist ekki lengur gripur sem
Akurnesingum sé skylt að varð-
veita samkvæmt ákvörðun Minja-
stofnunar og Þjóðminjasafns á síð-
asta ári. Áður en ákvörðun verði
mögulega tekin um að farga skip-
inu sé Akurnesingum hins vegar
skylt að senda áður formlegt erindi
á viðurkennd söfn á Íslandi til að
kanna áhuga þeirra á kútternum.
Aðspurður segir hann að þeir
tveir aðilar sem í fyrra lýstu áhuga
á Sigurfara séu ekki viðurkennd
söfn. Hann segist ekki vita hvort
áhugi þeirra sé enn til staðar.
Smíðaður 1885
Kútter Sigurfari er 86 smálesta
eikarseglskip sem smíðað var 1885
á Englandi og var notað við hand-
færaveiðar við Íslandsstrendur til
1919. Skipið var þá selt til Færeyja
og var þar í notkun til ársins 1970.
Sigurfari var í mörg ár meðal afla-
hæstu þilskipa á Faxaflóasvæðinu.
Um 1970 hóf Jón M. Guðjónsson,
sóknarprestur á Akranesi, að vinna
að því að fá keyptan hingað ein-
hvern hinna gömlu íslensku kúttera
sem seldir voru til Færeyja. Leiddi
það til þess að félagar í Kiwanis-
klúbbnum Þyrli á Akranesi stóðu
fyrir kaupum á Sigurfara 1974, en
þá hafði skipið legið ónotað í höfn-
inni í Klakksvík í þrjú ár.
Syrtir í álinn hjá kútter Sigurfara
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Að Görðum Akurnesingar stóðu
fyrir kaupum á Sigurfara 1974.
Akurnesingar fengu ekki Evrópustyrk Þarfnast verulegra lagfæringa
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
KÁPUR
10.990 kr.
Stærðir 38-56
4 litir
S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arnarlax hefur aukið afköst slátur-
húss síns á Bíldudal, fengið öflugt
sláturskip til landsins og loðnuskip til
að dæla upp dauðum laxi til að bregð-
ast við erfiðleikum sem skapast hafa í
eldiskví í Arnarfirði. Stjórnendur
Arnarlax og dýralæknir fisksjúk-
dóma telja að fyrirtækið hafi með að-
gerðum sínum náð tökum á ástand-
inu.
Umtalsverð afföll urðu á laxi í
einni sjókví Arnarlax af fimm á stað-
setningu sem kennd er við Hringsdal
í Arnarfirði. Vandamálið á sér nokk-
urn aðdraganda. Fyrirtækið var að
ala þar fisk í um 6 kg stærð sem gott
verð fæst fyrir í Kína. Miklar frátafir
urðu í slátrun í desember og janúar
vegna óveðurs og á sama tíma lok-
aðist Kínamarkaður vegna kórónu-
veirunnar COVID-19.
Þegar stormar ganga yfir getur
orðið mikil hreyfing í kvíunum og
fiskurinn leitar niður þegar sjávar-
hitinn lækkar. Gísli Jónsson, dýra-
læknir fisksjúkdóma, segir að lax eigi
til að bunka sig saman og þrýstast út
í nótina við þessar aðstæður. Lítið
þurfi til að sár myndist og bakteríur
úr umhverfinu setjist í þau. Það geti
valdið dauða laxins eftir ákveðinn
tíma. Það hafi gerst í einni kvínni í
Hringsdal. Áætlar Gísli að um 100
tonn af laxi hafi drepist en það er að-
eins hluti af laxinum sem var í
vandamálakvínni.
Tekið er fram í tilkynningu frá
Arnarlaxi að ástand fisks á öðrum
staðsetningum, það er í Tjaldanesi,
Laugardal og Þúfnaeyri, sé með
miklum ágætum.
Skipið með tífalda afkastagetu
Arnarlax hefur brugðist við með
því að auka afköst sláturhúss síns á
Bíldudal, bæði með því að setja fleiri
skip í að sækja fisk út á kvíarnar og
lengja vinnslutímann í sláturhúsinu.
Jafnframt var loðnuskipið Sighvatur
Bjarnason fengið vestur til að dæla
upp dauða fiskinum til að létta á
kvínni. Er nú verið að slátra síðustu
löxunum upp úr vandamálakvínni og
áfram verður haldið við slátrun á
fiski úr Hringsdal.
Þá tókst að fá til landsins nýtt og
öflugt sláturskip, Norwegian Gan-
net, til að auka afkastagetu slátrunar
og draga úr líkum á að vandamálið
komi aftur upp. Skipið er væntanlegt
til Arnarfjarðar í dag en byrjar
væntanlega ekki að slátra fyrr en
óveðrið sem spáð er í dag hefur
gengið yfir. Fiski úr kvíunum er dælt
beint inn í skipið þar sem hann er
blóðgaður, slægður og kældur. 14
slægingarvélar eru um borð og er af-
kastagetan tíföld á við sláturhúsið á
Bíldudal. Fiskurinn verður seldur
við skipshlið og siglir skipið með
hann til frekari vinnslu og pökkunar
í Færeyjum, Danmörku eða Noregi,
eftir ákvörðun væntanlegs kaup-
anda. Samið hefur verið um að skipið
komi hingað aðra ferð til slátrunar.
Óbreytt áætlun um uppskeru
Dauður fiskur fer í meltutanka á
fóðurprömmunum og samið hefur
verið um að skip komi mánaðarlega
til Djúpavogs, Þorlákshafnar og
Bíldudals til að taka meltu og flytja
til bræðslu í Noregi þar sem fram-
leitt er lýsi og mjöl í dýrafóður.
Í tilkynningu frá Arnarlaxi kemur
fram að framleiðsluáætlanir fyrir
önnur eldissvæði séu óbreyttar og
gert ráð fyrir að heildaruppskera af
laxi sem unninn er á Bíldudal verði
18 þúsund tonn í ár, 5 þúsund tonn-
um meira en á síðasta ári. Arnarlax
slátrar fyrir Arctic Fish og er fram-
leiðsla þess fyrirtækis meðtalin.
„Við sjáum ekki ástæðu til að
breyta áætlun okkar um uppskeru á
þessu ári. Við birtum tölur um starf-
semina á síðasta ári í heild 26. febr-
úar og getum gert betri grein fyrir
stöðunni þá,“ segir Kjartan Ólafs-
son, formaður stjórnar Arnarlax og
heldur áfram: „Ég tel að reksturinn
sé í eðlilegu horfi. Við höfum lært
heilmikið af reynslu síðustu ára og
bregðumst við eftir því.“
Verð á hlutabréfum Arnarlax á
NOTC-hlutabréfamarkaðnum í
kauphöllinni í Osló hefur lækkað lít-
illega að undanförnu. Síðustu við-
skipti voru á 103 norskar krónur á
hlut en verðið fór upp í 110 krónur
þegar það flaug hæst. Hæstu tilboð
um kaup á bréfum eru nú um 90
krónur norskar.
Sláturskip Hafin var slátrun um borð í Norwegian Gannet fyrir mánuði.
Arnarlax eykur
afköst við slátrun
Hafa náð tökum á vandamáli í sjókví