Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 ✝ Benedikt Ólafs-son, fyrrverandi forstjóri Glófaxa, fæddist í Reykjavík 10. janúar 1925. Hann lést 28. janúar 2020 á LSH. Fossvogi. Foreldrar hans voru Kristín Bene- diktsdóttir húsmóðir, f. 22. apríl 1901, d. 12. apríl 1985, og Ólafur Ágúst Hjartarson verksmiðjustjóri hjá O. Johnson & Kaaber, f. 10. ágúst 1898, d. 4. febrúar 1989. Benedikt var næst- elstur fjögurra systkina, Hjördís, f. 7. nóvember 1922, d. 27. júní 2006, Ólafur Magnús, f. 30. maí 1926, d. 22. nóvember 1927, Ólaf- ur Haukur, f. 27.apríl 1928, d. 18. febrúar 2001. Hinn 11. nóvember 1951 kvænt- ist Benedikt Björgu Ólöfu Bernd- sen, f. 25. apríl 1928, d. 8. febrúar 2019. Foreldrar Bjargar voru El- ísabet K. Berndsen og Fritz Hend- rik Berndsen blómakaupmaður. Börn Benedikts og Bjargar eru: 1) Ólafur, f. 3. ágúst 1952, hans arensen. Barnabörn þeirra eru 8. Benedikt lauk gagnfræðiprófi frá Ingimarsskóla. Í framhaldinu hóf hann störf í Nýju blikksmiðj- unni þar sem honum bauðst að fara á samning og samhliða vinnu lauk hann prófi í blikksmíði, iðnskólanámi og fékk meist- araréttindi í blikksmíði. Árið 1948 var hann ráðinn til Olíufélagsins þar sem honum bauðst að fara í læri til Bandríkjanna til að læra tankasmíði. Fljótlega eftir heim- komu frá Bandaríkjunum í árs- byrjun 1950 stofnaði Benedikt blikksmiðjuna Glófaxa og bauð fé- laga sínum Björgvini Ingibergs- syni með sér til samstarfs. Fyrstu sex árin var Glófaxi til húsa á Hraunteigi 14 í bílskúr hjá for- eldrum Benedikts, síðan fluttu þeir fyrirtækið í eigið húsnæði sem þeir byggðu í Ármúla 42. Í lok árs 1996 seldi Benedikt hlut sinn í Glófaxa og hætti störfum. Um árabil var Benedikt í stjórn og ritari Félagi blikksmiðju- eigenda. Áhugamál Benedikts voru skógrækt, golf, veiði og sum- arbústaður fjölskyldunnar á Þing- völlum. Útförin fer fram frá Krists- kirkju, Landakoti, í dag, 14. febr- úar 2020, klukkan 13. börn eru Hulda Erla, hennar maki Víðir Stefánsson, Benedikt, hans maki Fanney Frímanns- dóttir, Sigríður Rak- el, hennar maki er Jónas B. Haf- steinsson, og stjúp- sonur Oddgeir, maki hans er Marin B. Guðjónsdóttir. Ólafur á 10 barna- börn. 2) Kristín, f. 2. júní 1954, maður hennar var Sigurður J. Stefánsson, f. 4. september 1952, d. 14. júlí 2018. Börn Kristínar eru Hendrík Björn, Þráinn Arnar, maki hans er Margrét K. Júlíusdóttir, Björg Ólöf og stjúpdóttir Kristjan Lind. Krist- ín á 4 barnabörn. 3) Birna Elísabet, f. 6. október 1957, hennar maður er Hilmar Þórarinsson, f. 19. apríl 1960. Börn Birnu eru Benedikt Kjartan, hans maki er Petrea I. Guðmundsdóttir, Karitas María, hennar maki er Gylfi Einarsson og stjúpsonur Þór- arinn maki hans er Ásta R. Thor- Minn kæri afi Benni, það er komið að kveðjustund. Við upplifum mikla sorg á þess- ari kveðjustund en umfram allt óendanlegt þakklæti fyrir allt sem þú gafst og gerðir fyrir okkur. Það er ljúfsárt að hugsa til baka og rifja upp minningar af samverustund- um okkar nú þegar þú ert ekki lengur hér. Það var svo falleg og innileg stund að geta fagnað 95 ár afmæli þínu í janúar þar sem þú varst umvafinn börnum og barna- börnum sem og stórfjölskyldunni sem hafði svo miklar mætur á þér. Við munum halda minningu þinni á lífi með sögum af afa Benna, sem var með svo breiðan faðm, örlátur gleðigjafi, útsjónar- samur, fylginn sér og harðdugleg- ur athafnamaður sem leysti allar áskoranir og verkefni með bros á vör. Upp í hugann leita yndislegar minningar af kvöldstundum í sveit- inni þar sem við frændsystkinin nutum að þess að hlusta á þig segja sögur af æskuárum, ferðalögum til Bandaríkjanna þar sem þú eltir m.a. draumadísina þína til Boston, verkefnin sem þú tókst að þér á stríðsárunum, uppbyggingu á blikksmiðjunni Glófaxa, fjölskyldu- heimilinu Langagerði og sumarbú- staðnum í Hestvík svo eitthvað sé nefnt. Sagan af því þegar þú eltir ömmu til Boston er svo falleg og lýsir þér svo vel. Þolinmæðin og þrautseigjan voru launaðar með 70 ára ástríku hjónabandi. Það voru svo ófáir aðilar sem þar nutu gest- risni ykkar ömmu í Langagerði, sem verður líklega best lýst sem félagsheimili, mötuneyti, umferð- armiðstöð og griðastað. Amma var alltaf prinsessan þín og þú upplifðir óbærilega sorg þeg- ar hún kvaddi okkur fyrir ári. Það eru því gleðitár sem falla á þessari kveðjustund vitandi af ykkur sam- einuðum á ný. Elsku afi minn, þú varst okkur öllum ómetanlegur, þú varst klett- urinn í fjölskyldunni. Ríkuleg arf- leifð þín lifir og ég vona að ég geta horft jafn stoltur um öxl í mínu lokauppgjöri. Hvíl í friði. Þinn Benedikt Kjartan. Elsku afi. Mikið sem ég sakna þín. Þú varst einstakur maður með hjarta úr gulli, dugnaðarforkur sem lifðir fyrir fjölskylduna. Iðu- lega svo glaður, einlægur og frá- bær og alltaf til staðar eins og klettur í hafinu. Okkar samband var einstakt en þú tókst mér alltaf eins og ég væri þinn eigin sonur. Dreifst þig heim úr vinnunni til að hitta mig og tókst mig með þér út um allar trissur; við vorum reglulegir gestir á kaffihús- um bæjarins, ég þá smá peð og fékk heitt súkkulaði með rjóma og þú að funda með gott svart kaffi. Alltaf gastu gefið þér tíma til að vera með mér og hjálpa mér í einu og öllu. Þú varst alltaf til taks. Margar eru minningarnar um þig, elsku afi, öll þau yndislegu ár sem ég átti með þér og gleymi aldr- ei. Í Glófaxa þar sem þú stjórnaðir af áræðni, vináttu og heiðarleika. Í Langagerðinu þar sem þið amma bjugguð okkur öllum einstakt heimili þar sem ást, gleði, hlátur og væntumþykja réðu ríkjum. Eða uppi í sumarbústað á Þingvöllum, paradís sem þið amma skópuð handa okkur öllum. Þar leið þér best, innan um gróðurinn að smíða eða á bát úti á vatninu að veiða. Þú varst höfðingi í alla staði; frábær sögumaður, söngvari góð- ur, húmoristi, gleðigjafi, þúsund- þjalasmiður og matmaður mikill – en þoldir þó ekki sprungnar pyls- ur. Þú gast gert allt og ekkert var þér um megn. Að horfa á allt sem þú bjóst til, frá tindátum til glæsi- legra mannvirkja er aðdáunarvert og mun lifa um ókomna tíð. Elsku afi minn, þú ert fyrir- mynd mín sem gerðir lífið svo fal- legt og ég vil þakka þér af öllu hjarta fyrir þann dásamlega tíma sem við áttum saman. Minningin um þig lifir í hjarta mér að eilífu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hendrik Björn Hermannsson. Það er erfitt að kveðja en á sama tíma þá er ég svo þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég elskaði að sitja með afa og hlusta á sögurnar hans. Þær fengu mig til að skyggnast aftur í tímann og setja mig inn í það ótrú- lega lífshlaup sem hann átti. Sög- urnar úr sveitinni, af ótrúlegri sjálfsbjargarviðleitni á kreppuár- unum, af Gúttóslagnum, Breta- vinnunni, þegar hann elti ömmu til New York, stofnaði sitt eigið fyrir- tæki og svona mætti lengi telja. Sögurnar fengu mig til að skilja betur þann mann sem afi hafði að geyma og þau gildi sem hann stóð fyrir. Afi var höfuð fjölskyldunnar, stoð og stytta þeirra sem voru hon- um næstir, hann var duglegur og fann alltaf leiðir til að láta hlutina ganga upp. Það sem stendur hins vegar upp úr er hvað hann var hjartagóður maður enda var hann mikið elskaður af öllum sem í kringum hann voru. Elsku afi, takk fyrir að vera til staðar og takk fyrir að vera mér mikil fyrirmynd. Ég mun halda áfram að segja sög- urnar þínar. Guð geymi þig. Benedikt Ólafsson. Benedikt Ólafsson ✝ Amalía Sverr-isdóttir, eða Millý eins og hún var kölluð, fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1940. Hún lést á Vífilsstöðum 1. febrúar 2020 Hún var dóttir hjónanna Sverris Sigurðssonar, lyfjafræðings, f. 15. ágúst 1910, d. 1. mars 1954 og Emilíu Sig- urðardóttur, frímerkjasala á R-1, frá Bergi við Suðurlands- braut, f. 15. mars 1917, d. 14. maí 1987. Bróðir hennar var Sigurður Sverrisson, Diddi, læknanemi, f. 30. maí 1944, d. 19. október 1971. Hann var giftur Matt- hildi Steinsdóttur, hagfræð- ingi, f. 8. febrúar 1945. Sonur þeirra er Steinn Sigurðsson, doktor í stjarneðlisfræði og prófessor við Pennsylvania State University í Banda- laganemi, f. 9. nóvember 1999, Fuad, nemi í Tækniskólanum, f. 8. október 2001 og Elís, nemi, f. 11. apríl 2004. Millý útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði sem slík um árabil. Fyrst hjá ljósmyndastofunni Asís, sem var m.a. í eigu móð- ursystur hennar Ingibjargar Sigurðardóttur (Íbí), og síðar í lausamennsku. Hún starfaði lengi við bókhald hjá Raf- magnsveitum ríkisins (RA- RIK), hún söng áfram með RARIK-kórnum löngu eftir að hún hætti störfum. Síðan vann hún hjá Lýsi hf. 1983 til 1996. Því næst fór hún til Bretlands þar sem hún vann um tíma í Bournemouth. Síðar fékk hún starf á skrifstofu Þjóðleikhúss- ins. Millý var listelsk og vel að sér þegar kom að tónlist og leiklist. Hún söng með kórum í áratugi. Hún stundaði ballett á sínum yngri árum. Hún var listfeng og flink í höndunum og nýtti þá hæfileika til að sauma, hekla, prjóna, teikna og mála. Millý verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 14. febr- úar 2020, klukkan 13. ríkjunum, f. 14. apríl 1965. Árið 1960 giftist Millý Gunnari Berg Björnssyni, flugstjóra, f. 26. nóvember 1938, d. 5. september 2018. Hann var sonur hjónanna Berg- þóru Steinsdóttur, verkakonu og hús- móður, f. 17. febr- úar 1912, d. 24. mars 1994 og Björns H. Kristjánssonar, af- greiðslumanns, f. 17. október 1908, d. 25. maí 1973. Þau Gunnar skildu. Millý og Gunnar eignuðust þrjú börn, Grétu, sendiherra, f. 17. júní 1960, Sverri Berg, f. 3. september 1963, d. 4. mars 1966, og dreng, f. 11. október 1967, d. 16. október 1967. Millý átti þeirri gæfu að fagna að eignast þrjú mann- væn ömmubörn. Það eru Po- roshtica systkinin, þau Lejla, Elsku Millý okkar. Það er með sorg og söknuð í hjarta sem ég kveð Millý mína elskulegu frænku. Hún hafði ein- staka nærveru, afar barngóð, hlý, með smitandi kátínu og hlátur. Hún var mjög skemmtileg frænka alltaf með litríkt glingur og fallegt skart. Hafði unun að handavinnu, sérstaklega með allskonar fallegum blúndum, lit- um og perlum, sem ég fékk heldur betur að njóta góðs af í gegnum árin. Hún gaf sér alltaf tíma til að ræða og hvetja mann áfram þó að ég væri lítill krakki, brosti og breiddi út faðminn sama hvað bjátaði á. Millý hefur alltaf verið stór hluti af mínu fjölskyldulífi því horfi ég um farinn veg með þakk- læti fyrir svo góða frænku sem ávallt mun eiga stóran sess í hjarta mínu. Ég á frá því mjög snemma á ævinni góðar minning- ar um Millý og ömmu Maju í göngutúrum og kaffiboðum, syngjandi og hlæjandi saman. Það var alltaf mikil tilhlökkun að eiga samverustundir með Millý, svo gaman, ávallt hlý og velviljuð nærvera. Minningar þar sem Millý mætir upp á hvern dag að styðja mig á barnaspítalanum, prjónaði handa mér fallegar hlífar fyrir úlnliðina. Ég hef notað þær mikið gegnum árin og hugsa hlýtt með þakklæti til Millýjar þegar ég set hlífarnar upp. Þá eru mér ofarlega í huga ljóslifandi minn- ingar af Millý á jólaballinu að syngja Gilsbakkaþulu af miklum eldmóð, ótal kaffiboð, frænkuf- undir og af mæðgunum hjá okkur á jóladag í miklu spjalli, hlátri og gríni. Þannig lifir minning mín um Millý, elskulega frænku sem leyfði gleðinni, voninni og ástinni að óma í hjartanu umfram allt annað, sama hvaða spilum lífið ákvað að spila. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Grétu, fjölskyldu og vina. Ég mun ávallt elska þig, Millý mín. Þín Mæja María Rist Jónsdóttir. Millý hefur kvatt okkur. Ég ætlaði að líta til hennar eftir helgina og vonaðist til að hitta á hana vakandi. En þá hringdi Gréta og sagði mér af andláti hennar. Millý var mágkona eldri systur minnar Matthildar. Hún reyndist ómetanleg stoð fyrir Hildu er Sig- urður maður hennar, bróðir Mil- lýjar, féll skyndilega frá langt fyr- ir aldur fram aðeins 27 ára. Hann var okkur öllum mikill harmdauði. Siggi og Hilda áttu saman dreng, Stein, sem var 7 ára þegar pabbi hans féll frá. Millý var hon- um strax stoð og stytta og hélst það út lífið. Þar ríkir mikil vænt- umþykja. Þar sem sterkt samband var milli okkar Hildu eldri systur minnar, fór ekki hjá því að ég kynntist Millý. Hún var að mörgu leyti óvenjuleg kona. Sjálf hafði hún gengið í gegnum ýmislegt í sínu lífi, hafði misst tvö börn en aldrei beindi hún athyglinni að sjálfri sér. En var boðin og búin að láta gott af sér leiða og hvetja áfram og gefa góð ráð, sem hún gerði af miklu innsæi og næmni. Millý var mikill listunnandi og náðum við vel saman í áhuga okk- ar á kórsöng þar sem hún hvatti mig óspart áfram. Alltaf var gott að koma í fallegu hlýlegu íbúðina hennar á Þórsgöt- unni. Er ég sagði Tómasi syni okk- ar af láti Millýjar færðist bros yfir andlitið á honum og hann sagði:“ Já þar sem allir fílarnir voru.“ Þar var svo gott að koma. Þetta finnst mér lýsandi fyrir Millý. Það var svo gott að vera nálægt henni. Hún gerði heiminn að betri stað. Allt hefur sinn tíma. Ég á eftir að sakna Millýjar. Elsku Gréta, Steini og fjöl- skylda og fjölmargir aðrir sem er Millý kær. Mínar samúðarkveðjur, Rósa Steinsdóttir. Amalía Sverrisdóttir eða Millý, eins og hún var ætíð kölluð í fjöl- skyldunni var mikill gleðigjafi alla tíð. Mér eru enn í fersku minni skemmtilegir afmælis- og hátíðis- dagar á Skólavörðustíg 25, þar sem Millý og yngri bróðir hennar Sigurður áttu kærleiksríkt heimili hjá foreldrum sínum Emilíu móð- ursystur og eiginmanni hennar Sverri Sigurðssyni lyfjafræðingi. Millý var káta og skemmtilega stúlkan sem var alltaf tilbúin að taka þátt í og stjórna leikjum og uppátækjum frændsystkinanna. Annar var sá staður, sem var Millý hjartfólginn en það var heimili ömmu og afa á Bergi við Suðurlandsbraut, sem stóð skammt frá grjótnámi Reykjavík- ur neðan við Sjómannaskólann. Þar kom stórfjölskyldan lengi saman í eins konar sveitarþorps- umhverfi, sem var kjörinn leik- völlur fyrir tápmikil börn. Sam- skiptin við stórfjölskylduna, þar með talin fjórtán móðursystkini, áttu stóran þátt í að móta Millý og veita henni sterkan bakhjarl. Síð- ar átti Berg eftir að verða heimili Millýjar, Sigurðar og Emilíu, eftir að fjölskyldan varð fyrir því mikla áfalli að heimilisfaðirinn, Sverrir, féll frá árið 1954, tæplega fjörutíu og fjögurra ára að aldri, eftir lang- varandi veikindi. En Millý átti eftir að mæta meira andstreymi í lífinu. Hún missti son sinn ungan að aldri eftir erfið veikindi og síðar missti hún Sigurð bróður sinn eftir skamm- vinn veikindi, þegar hann var að því kominn að ljúka læknisnámi. Ljósið í lífi hennar var dóttirin, Gréta, sem hefur verið hennar gleðigjafi alla tíð og bróðursonur hennar Steinn, sem hefur ætíð haldið nánu sambandi við Millý enda þótt hann hafi lengst af verið búsettur erlendis. Þrátt fyrir allt mótlætið var Millý alltaf sama brosmilda frænkan, sem aldrei lét bugast. Hún unni því að hlusta á tónlist og á síðari árum var það gjarnan á sinfóníutónleikum, sem við hittumst. Hún tók alla tíð mik- inn þátt í kórstarfi, einkum með starfsfólki Raforkumálaskrif- stofu, þar sem hún vann um ára- bil. Hún átti ekki langt að sækja tónlistaráhugann, því báðir for- eldrar hennar voru söngelskir og unnendur góðrar tónlistar. Sama var að segja um leiklist og bók- menntir, sem voru Millý afar kær. Það var henni því mikil ánægja að fara til starfa hjá Þjóðleikhúsinu og verða hluti af starfsemi þeirrar miklu listastofnunar á síðari hluta starfsævinnar. Frábær frænka er horfin á braut og er öllum, sem hana þekktu mikil eftirsjá. Stórfjöl- skyldan frá Bergi við Suðurlands- braut hefur misst einn af sínum sterku innviðum, sem fylgdist vel með lífi allra hinna fjölmörgu greina fjölskyldutrésins og lét sér annt um þær. Hennar verður saknað af jólasamkomum fjöl- skyldunnar, sem haldnar hafa verið án undantekningar frá þeim tíma sem afi og amma bjuggu að Bergi. Minningarnar streyma fram um lífshlaup góðrar konu, sem var afar trygg sínum vinum og vandamönnum og fagnaði þeim með brosi á vör og áhuga á því sem þeir voru að fást við hver á sínum vettvangi. Við Anna vottum Grétu og öðr- um aðstandendum hennar inni- lega samúð okkar nú þegar við kveðjum Millý frænku að leiðar- lokum. Þorgeir Pálsson. „Pétur minn! Ég er alveg búin að gleyma hvar ég átti að beygja. Hvar er þetta aftur?“ Það er hún Millý frænka sem er í símanum, röddin heldur veikari og hásari en verið hefur, en innri krafturinn og jákvæðnin söm við sig. Við höfð- um boðið henni í afmæliskaffi til okkar í Keilufellinu en flækjustig botnlanga Breiðholtsins er ekki alltaf auðvelt viðureignar. Hún skilaði sér þó að lokum og eins og alltaf lifnaði yfir samkvæminu þegar hún mætti á staðinn með sitt rauða hár, bjarta bros, litríku klæði og skart. Ekki grunaði okk- ur þá að þetta yrði síðasta heim- sókn hennar til okkar, en veiki raddstyrkurinn og mæðin reynd- Amalía Sverrisdóttir Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Neðstaleiti 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfræðinga og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og líknarþjónustunnar Heru fyrir alla þeirra umönnun og alúð. Friðjón Alfreðsson Halldóra Þórdís Friðjónsd. Jón Arnar Friðjónsson Þórhallur H. Friðjónsson Margrét Rut Kolbrún Huld Friðjón Þór Alexandra Viktoria Ásdís Birna Jónas Thor Hrafnhildur Thalía Elva Röfn Ýmir Þór Óskar Elí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.