Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Gæða kjötvörur Gefðu elskunni þinni gott að borða Reykjavík; Guðrún Lilja, f. 1.8. 1979 í Reykjavík, læknir, maki er Þor- valdur Arnar Þorvaldsson stærð- fræðingur, búsett í Svíþjóð; Kristján Ingvi, f. 31.5. 1981 í Reykjavík, verk- fræðingur, maki er Gyða Mjöll Ing- ólfsdóttir verkfræðingur, búsett í Reykjavík; Óli Hilmar, f. 14.4. 1983 í Reykjavík, læknir, maki er Jenný Halla Lárusdóttir listgreinakennari, búsett í Svíþjóð. Barnabörn þeirra eru 13. Fyrir átti Óli dótturina Guð- nýju Elísabetu, f. 20.3. 1968 í Reykjavík, búsett þar. Alsystir Óla Hilmars er Ása, f. 9.10. 1948, fv. læknaritari, búsett á Seltjarnarnesi og hálfsystir sam- feðra er Kristín Norðmann, f. 20.10. 1968, hjúkrunarfræðingur, búsett í Árósum, Danmörku. Foreldrar Óla Hilmars: Jón Norð- mann Pálsson, f. 13.2. 1923 í Reykja- vík, d. 4.5. 1993, yfirskoðunarmaður hjá Icelandair, og Guðrún Jóns- dóttir, f. 14.4. 1928 í Reykjavík, fyrr- verandi deildarstjóri hjá Útvegs- banka Íslands. Hún er búsett á Seltjarnarnesi. Óli Hilmar Briem Jónsson Guðrún Ísleifsdóttir Briem húsfreyja í Rvík Sigurður Briem póstmálastjóri í Rvík Ása Briem húsfr. og talsímakona í Rvík Jón Kjartansson ritstjóri Morgunblaðsins, sýslumaður í Skaft. og alþm. Guðrún Jónsdóttir fv. deildarstjóri hjá Útvegsbanka Íslands Oddný Runólfsdóttir húsfreyja í Skál Kjartan Ólafsson bóndi í Skál á Síðu Sigrún Briem læknir Þuríður Pálsdóttir söngkona Jórunn Einarsdóttir Norðmann húsfreyja áAkureyri Jón Norðmann kaupmaður áAkureyri Kristín Norðmann píanókennari í Rvík Páll Ísólfsson tónskáld og organisti í Rvík Þuríður Bjarnadóttir húsfreyja á Stokkseyri Ísólfur Pálsson tónskáld og hljóðfærasmiður á Stokkseyri Úr frændgarði Óla Hilmars Briem Jónssonar Jón Norðmann Pálsson yfirskoðunarmaður hjá Icelandair Arkitektinn Óli Hilmar. „HEFURÐU BÆTT Á ÞIG?” „FLOTT HJÁ ÞÉR! ÞESSI FÓR YFIR 12 BRAUTIR OG RÚSTAÐI KAFFIVÉLINNI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... sjóðheit. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, MANSTU HVAÐ FRANKLIN ROOSEVELT SAGÐI … „ÞAÐ ER EKKERT AÐ ÓTTAST NEMA ÓTTANN SJÁLFAN” ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ HANN ÞURFTI ALDREI AÐ ÞRÍFA ÍSSKÁPINN ÉG HEF VERIÐ AÐ MISSA LIÐSFÉLAGA VEGNA PLÁGUNNAR! OG ÉG HEF VERIÐ AÐ MISSA SJÚK LINGA ÞETTA ER ÖMURLEGT! HVERNIG MUNUM VIÐ LIFA ÞETTA AF? VIÐ GÆTUM OPNAÐ ÚTFARARSTOFU! Gylfi Þorkelsson vekur athygliá því á Boðnarmiði að bent hefur verið á að afköst ættu að ráða launakjörum fremur en menntun: Neysluna við nögl jeg sker, nýti’ úr gömlum fötum. Eftir vinnu varpa mér vanalega flötum. Hver er næstur sjálfum sér, að smeygjast fyrst að jötum. Lítið gagnast menntun mér við moðið, svona lötum. Bjarni Sigtryggsson rifjar upp og skrifar: „Modi Indlandsforseti ritaði Xi leiðtoga Kína bréf á dög- unum þar sem hann bauð ráð til að vinna bug á krúnuflensunni. Fréttaskýrendur telja að ráðið hafi verið að nota keytu; kúa- hland. Hindúar hafa mikla trú á lækningamætti þess. Það rifjar upp frábæra limru Helga Hálf- dánarsonar, lyfsala og þýðanda á Húsavík: Hún Indíra gamla Gandí við gigtinni drekkur brandí. Og til þess að betur það bragðist hún setur heilagra kúa hland í. Jón S. Bergmann orti í dögun í Strjúgsskarði: Létt er yfir Langadal lyftir dagur brúnum skrifar breiðan blómasal björtum geislarúnum. Eygló býður öllum grið árla og síð um daginn. Mörk og hlíðar mynnast við munarþýðan blæinn. En veður skipast í lofti, og nú yrkir Jón „Brim“: Friðarandinn flýr af stað fyrir strandarskærum þar sem Blanda ólmast að ystu landamærum. Auðvitað beina þessar stökur Jóns huganum að Þórði Magn- ússyni á Strjúgi, sem „hefir verið einna nafnkunnastur og vinsæl- astur með alþýðu manna af skáld- um á 16. öld. Jafnvel Páll lögmað- ur Vídalín, sem var manna vandlátastur um kveðskap, hælir mjög kveðskap Þórðar í vísu sinni: Þórður undan arnarhramm aldrei hreytti leiri; skaraði hann langt úr skáldum fram, sem skírast gull af eiri.“ Svo skrifaði Páll Eggert í Menn og menntir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Indíru Gandí og skáldinu á Strjúgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.