Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 32
Myndlistarkonan Stefanía Ragnars- dóttir opnar í dag kl. 16 sýningu í Listasal Mosfellsbæjar sem hún kallar Jökla. Stefanía nam grafíska hönnun við LHÍ og býr á Hofi í Öræfasveit þar sem hún hefur starfað sem landvörður og jökla- leiðsögumaður, sem hefur haft áhrif á verk hennar. Í þeim skoðar hún ægifegurð og kraft jöklanna. Skoðar ægifegurð og kraft jöklanna FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég hef verið þolinmóður heima og reyndi að velja gott lið erlendis. Ég held að það hafi skilað sér á end- anum. Ég stökk ekki á fyrsta tilboð bara til þess að fara út. Ég er mjög ánægður með það sem ég valdi,“ segir Ýmir Örn Gíslason, landsliðs- maður í handknattleik, sem gekk í síðustu viku til liðs við þýska stór- liðið Rhein-Neckar Löwen. »27 Var þolinmóður og reyndi að velja gott lið ÍÞRÓTTIR MENNING Íslenska galasveitin, níu manna hljómsveit sem leidd er af söngv- aranum Þór Breiðfjörð, fagnar Valentínusardeginum, degi elsk- enda, með rómantískum ástar- tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Flutt verða kunn ástarlög í strengjaút- setningum Lilju Eggertsdóttur, lög sem til að mynda hafa verið flutt af Rod Stewart, Nat King Cole, Perry Como og Frank Sinatra. Dekrað verð- ur við gesti við komuna, með freyði- víni og kon- fekti. Rómantík með strengj- um og Þór Breiðfjörð að hún varð algerlega afmynduð,“ segir Sigurður Trausti. Erik Hirt, sérfræðingur safn- eignar, sýnir fólki hvernig eigi að hengja upp myndir, hvar sé best að hafa þær og í hvaða hæð. Sigurður Trausti segir að til dæmis þurfi að hafa varðveisluskilyrði í huga. „Ekki er ráðlegt að hengja upp listaverk fyrir ofan ofn eða nálægt dyrum eða glugga þar sem eru miklar hitabreytingar sem geta haft áhrif á verkið.“ Eins þurfi að muna að festingar eru mismunandi. Lítill járnnagli nægi ekki til að halda uppi þungum járnskúlptúr heldur þurfi að bora í vegginn til að setja sterka festingu. „Síðast en ekki síst þarf að gæta þess að verkið passi vel inn í heimilið.“ Námskeiðið verður klukkan 13-16 og takmarkast fjöldinn við 14 manns en skráning er á heimasíðu safnsins. „Síðast buðum við fólki upp á að koma með myndir að heim- an ef einhverjar spurningar hefðu vaknað þeirra vegna og gerum það aftur núna vegna þess að það skap- aði líflegar og skemmtilegar um- ræður,“ segir Sigurður Trausti. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Námskeiðið „Er verkið skakkt? Upphengi og varðveisla listaverka“ verður á Kjarvalsstöðum á sunnu- dag. „Námskeiðið snýr aðallega að almenningi og er öllum opið, ekki síst starfsmönnum safna, sem vilja ná sér í endurmenntun,“ segir Sig- urður Trausti Traustason, deildar- stjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Sambærilegt námskeið var haldið fyrir um tveimur árum. Sigurður Trausti segir að þá hafi vel til tekist og vegna mikils utanaðkomandi þrýstings hafi verið ákveðið að róa aftur á sömu mið. „Fólki þótti þetta skemmtilegt og gagnlegt og því ákváðum við að endurtaka leikinn.“ Fyrra námskeiðið var haldið í samhengi við uppsetningu á sýningu og er sami háttur hafður á nú. Tvær sýningar verða opnaðar á Kjarvals- stöðum 22. febrúar næstkomandi. Annars vegar er verið er að undir- búa yfirlitssýninguna „Lífsfleti“ á verkum Ásgerðar Búadóttur, frum- kvöðuls í listvefnaði á Íslandi, og hins vegar sýningu á verkum Jó- hannesar S. Kjarvals, „Að utan“, sem hann málaði á erlendri grundu 1911-1928, einkum í Lundúnum, Kaupmannahöfn, París og á Ítalíu. Í fylgd sérfræðinga Ásdís Þórhallsdóttir, sérfræð- ingur sýninga, gengur um með þátt- takendum og kynnir fyrir þeim vinnu við uppsetningu þessara sýn- inga. Enn fremur fá þeir tækifæri til þess að skoða varðveislurými listaverka og fjársjóði sem leynast í geymslum. Kristín Gísladóttir forvörður kennir og útskýrir bestu hand- verkin við listaverkin og bendir fólki á hvenær það eigi að leita til for- varða. „Ef málverk er byrjað að flagna er ekki sniðugt fyrir eigand- ann að reyna að lappa upp á það, samanber fréttina af spænsku kon- unni um árið sem ætlaði að laga kristsmynd með þeim afleiðingum Skökk verk, upp- hengi og varðveisla  Réttu handbrögðin kennd á námskeiði á Kjarvalsstöðum List Sigurður Trausti Traustason við tvö verk eftir Jóhannes S. Kjarval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.