Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800
Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur
kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem
henta henni.
Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina
sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval
umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt
þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru.
Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu
samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna
lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir.
UmBúÐiR eRu oKkAr fAg
60 ára Olga er fædd
og uppalin í Stykkis-
hólmi en býr í Grundar-
firði. Hún er fyrrverandi
bankamaður, er eig-
andi veitingastaðarins
Bjargarsteinn ásamt
fjölskyldu sinni og situr
í sóknarnefnd Grundarfjarðarkirkju.
Maki: Þorkell Gunnar Þorkelsson, f.
1956, múrarameistari.
Börn: Selma Rut Þorkelsdóttir, f. 1980,
og Þorkell Máni Þorkelsson, f. 1985.
Barnabörnin eru sjö.
Foreldrar: Einar Karlsson, f. 1937, fv.
formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms,
og Pálína Guðný Þorvarðardóttir, f. 1938,
fv. verkakona. Þau eru búsett í Stykkis-
hólmi.
Olga Sædís
Einarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef ágreiningur rís upp meðal fjöl-
skyldumeðlima þarf málamiðlun. Lífið er
stutt og við gleymum oft mikilvægi þess að
þakka fyrir það sem við höfum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt vinnan skipti miklu máli má hún
ekki ganga svo nærri þér að þú getir ekki
litið upp. Slappaðu af í kvöld.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til að endurskoða
störf þín og kanna hvar hefur tekist vel og
hvað má betur fara. Gakktu hægt um gleð-
innar dyr.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir komist að því að þú hefðir
ekki efni á því að fara í ferðalag. Finndu þá
út hvað hægt er að gera í nærumhverfinu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að gera það upp við þig
hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu. Hópstarf
ætti að ganga vel í dag. Gefðu þér tíma til
að skipuleggja heimboð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Auðvitað er þægilegast að láta aðra
um verkin en stundum verður þú að gera
eitthvað sjálf/ur. Hlustaðu á óskir annarra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu það rólega svo þér takist ætl-
unarverkið í fyrstu atrennu. Breyttu vinnu-
laginu svo þú náir sem mestum árangri á
þeim tíma sem þú ætlar þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Lifðu þínu lífi og leyfðu öðrum
að stjórna sínu. Gerðu allt sem þú getur til
þess að kynnast börnunum þínum betur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Miklar líkur eru á því að atburð-
ir dagsins verði mistúlkaðir, en til allrar
hamingju er jafnvel hægt að leiðrétta hinn
argasta misskilning. Hafðu ekki áhyggjur af
morgundeginum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst þú hafa gert skýra
grein fyrir þinni afstöðu og skilur ekki við-
brögð þeirra sem efast. Gerðu það sem þú
getur til að bæta heilsuna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samskipti þín við fjölskylduna
eru skemmtileg. Ekki taka hlutina of alvar-
lega og ekki einblína á það sem þú telur þig
vanta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stundum verðum við að stjórna því
hvert við stefnum og stundum verðum við
einfaldlega að leyfa lífinu að hafa sinn gang.
Ef þú heldur að þér höndum áttu á hættu
að bera ekkert úr býtum.
Ó
li Hilmar Briem Jónsson
er fæddur 14. febrúar
1950 í Reykjavík.
„Ömmusystir mín var
Sigrún Briem læknir.
Hún fórst með eiginmanni sínum og
þrem kornungum börnum þegar
þýskur kafbátur skaut Goðafoss í
kaf utan við Garðaskaga í nóvember
1944. Elsta barn þeirra hjóna hét Óli
Hilmar og eftir honum er ég
skírður.“ Óli Hilmar ólst upp á
Reynimel til sjö ára aldurs og síðan í
Hlíðunum og Laugarnesinu.
Óli Hilmar gekk í Eskihlíðarskóla,
Laugarnesskóla og Laugalækjar-
skóla, varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1971 og hóf
að stúdentsprófi loknu nám í arki-
tektúr við tæknideild Háskólans í
Oulu , Finnlandi. Hann lauk MSc.
gráðu þaðan í arkitektúr og skipu-
lagsfræðum 1977.
Óli Hilmar hóf störf við Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
1978, þar sem hann starfaði næstu
33 árin, síðast sem deildarstjóri.
Hann var ritstjóri Rb, tækniblaða-
útgáfu stofnunarinnar, og skrifaði
fjölmörg slík. Eftir hann liggja
nokkur rit um skipulagsmál, einkum
varðandi umferð. Einnig stjórnaði
hann rannsókn á raka í húsum á
Reykjavíkursvæðinu og skrifaði bók
um niðurstöðurnar, Raki í húsum.
Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins og sat fyrir
hennar hönd í nokkrum norrænum
nefndum um byggingatækni og á
skipulagssviði.
Á menntaskólaárunum lærði Óli
Hilmar málaralist hjá Jóhanni
Briem og hefur alla tíð sinnt því
áhugamáli. Hann hefur haldið
nokkrar málverkasýningar og tekið
þátt í mörgum samsýningum. „Ég
stefni á sýningar á þessu ári, en það
er ekki búið að fastsetja neitt. Ég er
alltaf undir áhrifum frá Jóhanni
Briem en flakka líka oft út í ab-
strakt, en ég hef gaman af abstrakt-
málun.“
Áhugamál Óla Hilmars eru mörg
og má þar nefna flug og skógrækt.
„Ég sinni áhugamálum mínum, trjá-
rækt og listmálun, á Hvolsvelli öllum
stundum sem ég get því við komið.
Þar er ég og með vinnustofu.“ Einn-
ig hefur Óli Hilmar framleitt arin-
kubba úr tólg og þurrkuðu hrossa-
taði, en fyrir það verkefni hlaut hann
nýsköpunarstyrk frá Landsbanka
Íslands 2013.
Óli Hilmar verður að heiman í dag.
Fjölskylda
Eiginkona Óla Hilmars er Kristín
Salóme Jónsdóttir, f. 8.7. 1951 í
Reykjavík, arkitekt og umhverfis-
fræðingur. Þau eru búsett í Kópa-
vogi. Foreldrar Kristínar voru hjón-
in Jón Halldórsson, f. 28.10. 1917, d.
8.12. 2008, húsasmíðameistari í
Reykjavík, og Guðrún F. Jónsdóttir,
f. 1.1. 1919, d. 17.9. 1988, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík.
Börn Óla Hilmars og Kristínar
eru Jón Agnar, f. 15.5. 1973 í Oulu,
viðskiptafræðingur, maki er Inga
Hugborg Ómarsdóttir yfirflug-
freyja, búsett í Hafnarfirði; dr. Páll
Ísólfur, f. 26.6. 1977 í Oulu, lífefna-
verkfræðingur, maki er Ólöf Sara
Árnadóttir skurðlæknir, búsett í
Óli Hilmar Briem Jónsson arkitekt – 70 ára
Fjölskyldan Óli Hilmar og Kristín, börn, tengdabörn og barnabörn. Á myndina vantar tvö yngstu börnin.
Sinnir trjárækt og listmálun
Hjónin Óli Hilmar Briem Jónsson og Kristín Salóme Jónsdóttir.
40 ára Jón Gunnar er
Reykvíkingur, ólst upp í
Vesturbænum og býr
þar. Hann er með BA-
gráðu í leikstjórn frá
Drama Centre í London
og MBA-gráðu frá Há-
skólanum í Reykjavík.
Jón Gunnar er framkvæmdastjóri nýsköp-
unarfyrirtækisins Mussila ehf. sem kennir
börnum tónlist í gegnum stafræna miðla.
Maki: Margrét Helga Erlingsdóttir, f. 1990,
fv. fréttamaður á Bylgjunni og Vísi.
Börn: Glóey Jónsdóttir, f. 2000, og
Ísabella Ellen Jónsdóttir, f. 2016.
Foreldrar: Þórður Magnússon, f. 1949,
hagfræðingur og eigandi Eyris Invest, og
Marta María Oddsdóttir, f. 1950, fv. stærð-
fræðikennari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Jón Gunnar
Þórðarson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is