Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Staðan í atvinnu-lífinu er erfiðog batnaði ekki við fréttirnar af mögulegu brott- hvarfi álversins í Straumsvík. Vonandi leysist það vonda mál farsællega og von- andi finnst loðnan á endanum, það myndi muna miklu í þeirri efna- hagslegu ótíð sem nú gengur yfir samhliða lægðum sem slá hvert metið af öðru um þessar mundir. Það sérkennilega við ótíðina nú er að hún virðist vera af manna- völdum, þ.e. sú efnahagslega. Að- stæður eru að mörgu leyti afar hagstæðar, þjóðarbúið er til dæm- is skuldlítið, kaupmáttur himin- hár, verðlag stöðugt og svo mætti áfram telja. Þrátt fyrir þetta er at- vinnulífið nánast frosið, eins og nefnt er í athyglisverðri rit- stjórnargrein, Óðni, í Viðskipta- blaðinu í gær. Eins og nafni hans er Óðinn oft nokkuð glöggur og hann bendir á að aðallega séu þrjár ástæður fyr- ir þessu frosti í atvinnulífinu. Hann nefnir í fyrsta lagi að opin- berar álögur á atvinnulífið séu allt of háar. „Tryggingagjald er enn hátt og er fimmtungi hærra en það var upp úr aldamótum. Fasteigna- gjöld sveitarfélaganna eru farin að bíta hressilega eftir að hafa tvö- faldast að meðaltali á fáeinum ár- um,“ segir Viðskiptablaðið og nefnir að auki vanda vegna út- þenslu eftirlitsiðnaðarins. Í öðru lagi er bent á að kjara- samningar síðustu ára með gríðar- legum launahækkunum hafi haft mjög slæm áhrif á rekstur flestra fyrirtækja á Íslandi. Viðskiptablaðið nefnir í þriðja lagi aðgang að láns- fjármagni og vaxta- stigið. Fram kemur að seðlabankinn hafi ítrekað verið varaður við „því á undan- förnum mánuðum að skortur á lausafé og lítið framboð af lánsfé, til dæmis vegna þess að Ar- ion banki ætlar að minnka lána- safn sitt um 80 ma.kr. á næstu misserum, geri þjóðarskútunni af- ar erfitt að komast upp úr núver- andi öldudal“. Í þessu sambandi er bent á að vaxtalækkanir hafi lítil áhrif haft vegna lausafjárskorts- ins, sem aftur valdi lánsfjárskorti. Vísbendingar hafa komið fram um að eitthvað sé farið að draga úr lausafjárskortinum, en það breyt- ir því ekki að hægt er að taka und- ir þá gagnrýni Viðskiptablaðsins að gengið hefur verið of langt í beitingu tækja eins og eiginfjár- auka og sveiflujöfnunarauka sem dregið hafa óhóflega mikið úr getu bankanna til að lána fé og þar með að styðja við vöxt og viðgang at- vinnulífsins. Ríkisvaldið ræður yfir tveimur af þeim þremur atriðum sem Við- skiptablaðið nefnir sem skýringu á yfirstandandi erfiðleikum í at- vinnulífinu og getur að auki haft töluverð áhrif á þriðja atriðið, þ.e. kjarasamningana. Afar brýnt er að ríkið nýti þá góðu stöðu sem það er í og grípi inn í með þeim hætti sem dugar til að lyfta land- inu hratt upp úr þeirri efnahags- legu lægð sem búið er að koma því í, alveg að óþörfu. Undirstöðurnar eru traustar og tækifærin til staðar. Það eina sem þarf er að hætta að íþyngja atvinnulífinu eins og nú er gert. Hægara á að vera að komast upp úr þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir en flestum fyrri} Lægð af manna völdum Eyþór Arnalds,oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, skrif- aði stutta og meitl- aða grein um stöðuna í höfuðborginni í blaðið í gær. Þar segir: „Á sama tíma og níu af hverjum tíu stjórnendum ís- lenskra framleiðslufyrirtækja stefna að hagræðingu á árinu vaxa umsvif borgarfyrirtækja mikið. Fram hefur komið að fjölgun starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið yfir 30% síðustu sex ár. Það er gríðarmikið. Á meðan bakarí eiga í rekstrarerfiðleikum og þurfa að minnka umsvifin fjár- festir Sorpa umhugsunarlítið fyrir marga milljarða. Og þegar fyrir- tæki í ferðaþjónustu berjast í bökkum hækka fasteignagjöld á rekstraraðila í Reykjavík um tugi prósenta á ári. Viðsemjendur Reykjavíkurborgar hjá Eflingu sem búa í höfuðborginni þurfa að þola hærra útsvar á laun sín en fólkið í nágrannasveitarfélög- unum. Skuldir Félagsbústaða hækka hratt og er borgin að ábyrgjast nýjar skuldir þess fé- lags fyrir milljarða á þessu ári. Er reyndar komið að því að ábyrgðir Reykja- víkurborgar á skuld- um dótturfélaga eru nú komnar yfir hundrað miljarða króna. Allt ber að sama brunni. Borgarbáknið blæs út og reikning- urinn er sendur til borgarbúa með einum eða öðrum hætti. Innviða- gjöld leggjast á íbúðir og leiguverð í Reykjavík er orðið hæst á Norðurlöndunum. Pálmatré á að blása upp í Vogabyggð fyrir 140 milljónir króna. Nú er stefnt að því að fjárfesta í 5 kyrkislöngum í hús- dýragarðinum. Alltaf batnar það. Og undir forystu Viðreisnar er að óbreyttu stefnt að því að fjárfesta fyrir milljarð í malbikunarstöð borgarinnar við Esjumela. Er ekki mál að linni?“ Þessi lýsing Eyþórs er hroll- vekja sem því miður fellur allt of vel að þeirri mynd sem við borgar- búum blasir. Allir hafa þeir auð- vitað, eins og mannkynið allt, vonir um það að jafnan komi „dagur eftir þennan dag“. En þegar kosningar nálgast er líklegt að sífellt fleiri skynji að borgarinnar vegna á sú ósk ekki fyllilega við. Það fer ekki á milli mála að borgarreksturinn stefnir í óefni} Stjórnlaus borg G runnstefna ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum er aðför að einka- rekstri. „Lausnir“ hennar eru meira fjármagn til málaflokksins, en lítill áhugi á því að verja því fé með hagkvæmum hætti fyrir sjúklinga. Aðgerð- um er beint til útlanda fremur en að skipta við ís- lenskar einkareknar læknastöðvar. Hagkvæmni og þægindi sjúklinga eru aukaatriði hjá stjórn- arflokkunum. Svo hrósa þeir sér af því að hafa dælt meira fé í málaflokkinn. Á flokksráðsfundi VG í liðinni viku sagði for- sætisráðherra: „Heilbrigðismálin hafa verið mál málanna að undanförnu en þar höfum við staðið vaktina.“ Svo var að heyra að Katrín væri býsna ánægð með stöðuna. Síðar í ræðunni skaut hún föstum skotum á stjórnmálamenn sem færu með staðleysur og héldu fram ósannindum í málflutn- ingi sínum. Staðreyndir væru grunnstoð lýðræðis. Hvað vill almenningur? Nýlega birtist könnun um traust notenda til nítján heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum nítján stöðvum eru fjórar einkareknar, en þær raða sér í flest efstu sætin. En óþægilegar staðreyndir skipta ríkisstjórnina engu, þegar um trúarbrögð er að tefla. Í Læknablaðinu er talað við Þórarin Ingólfsson, einn eig- enda og framkvæmdastjóra lækninga á Heilsugæslunni Höfða, einkarekinni stöð sem var opnuð árið 2017. Skjól- stæðingar voru fremur fáir í byrjun eða 2.900 forskráðir við opnun. Um áramótin 2017 voru þeir orðnir 4.000 og eru núna 19.500. Hann rekur samskiptin við ríkið: „Vandinn er ójafnræði. Við sem erum sjálfstætt starfandi berum skarð- an hlut frá borði. Við kvörtuðum strax yfir því til Samkeppniseftirlitsins sem rannsakaði mál- ið. Eftirlitið beindi svo tilmælum til heilbrigð- isráðherra haustið 2017 Síðan hefur ekkert gerst. Ekkert, engin viðbrögð. Við fórum á fund ráðherra 2018 og báðum um að brugðist yrði við en fengum engin viðbrögð.“ Þórarinn segir frá því að þegar Heilsugæslan Höfða óskaði eftir samningum við Landspítala var henni boðið að greiða 165 kr. á rannsóknar- einingu meðan ríkisreknu stöðvarnar greiddu 110 krónur, sem er 33% lægra verð. „Það er svakalegt. Rosalegt. Hvernig stend- ur á því að ríkið kýs að mismuna þeim sem reka heilsugæsluþjónustu í fjármögnunarlíkani sem á að vera á jafnræðisgrundvelli?“ Heilsugæslan Höfða var efst í áðurnefndri gæðakönnun, en ríkisstjórnin skellir skollaeyrum við. Ríkið skal það vera. Eða útlönd. Óvild ríkisstjórnarinnar í garð einkarekstrar er ljós að mati Þórarins: „Ráðherra hefur ekki verið hlynnt [okkar rekstri] og ekki komið að skoða. En það er ekki hægt að horfa fram hjá því hve margir kjósa að sækja til sjálfstæðra heilsugæslustöðva. Hvers á þetta fólk að gjalda? Það er áskorun að vera með ráðherra sem er ekki vinsamlegur okkur.“ Eina krafa Þórarins er: „Við viljum bara að þetta sé rétt- látt.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Vont er þeirra ránglæti Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á ratug eftir að gerð var grundvallar stefnu- breyting í tilhögun raf- orkusölu Landsvirkj- unar til orkufreks iðnaðar, að frumkvæði fyrirtækisins og með stuðningi stjórnvalda, hafa stjórnvöld ákveðið að láta gera út- tekt á samkeppnishæfni greinar- innar. Hafði mbl.is eftir Þórdísi Kol- brúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra í gær að slík úttekt hefði aldrei verið gerð áður. En nú þegar hefur eitt fyrirtæki, Rio Tinto Aluminium (RTA), ákveðið að hefja endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) og meta rekstrarhæfi þess. Í tilkynningu sem barst fjöl- miðlum á miðvikudag sagði Alf Barrios, forstjóri RTA, að álverið í Straumsvík væri óarðbært og „ekki samkeppnishæft í krefjandi mark- aðsaðstæðum vegna hás raforku- kostnaðar.“ Hörður Arnarsson, for- stjóri Landsvirkjunar, hefur hins vegar ekki samþykkt né útilokað að það sé verðlagningin sem valdi usla, þar sem ISAL sé afhent orka á, að hans mati, samkeppnishæfu verði. Breyttar rekstrarforsendur Lengi miðaðist söluverð raf- orku til álversins við markaðsverð áls. Þannig myndi orkukostnaður ál- versins lækka í takt við álverð og þegar átti að endurnýja samninga um orkusölu til ISAL fyrir rúmum áratug stóð til að gera samninga um álverðstengt orkuverð, en tafðist að ganga frá þeim vegna efnahags- hrunsins 2008. Á þessu urðu hins vegar skyndilegar breytingar við forstjóraskipti Landsvirkjunar, að því er segir í grein Ketils Sigurjóns- sonar, ráðgjafa á sviði orkumála og stofnanda Askja Energy Partners (AEP), frá 2017 á vef Vatnsiðnaðar. Þar segir hann að „með nýja samn- ingnum 2010 hækkaði ekki aðeins sjálft raforkuverðið til RTA [ISAL], heldur er verðið í þessum nýja samningi Landsvirkjunar við RTA vegna Straumsvíkur ekki tengt ál- verði heldur bundið bandarískri neysluvísitölu.“ Vísar Ketill í grein- ingu AEP frá 2015 sem sýnir að ISAL greiddi um tíma hærra verð fyrir raforku en álver Fjarðaráls og Norðuráls, en þau álver voru enn með samninga sem bundnir voru ál- verði. Stefnubreyting í samningagerð Landsvirkjunar var gerð til þess að draga úr álverðsáhættu fyrirtækis- ins og segir í ársskýrslu Landsvirkj- unar frá í fyrra að frá nóvember 2019 verði áltengingu að fullu hætt. „Það mun leiða til þess að markaðs- áhætta rekstrartekna vegna breyt- inga á álverði minnkar.“ Áhætta minnkuð Matsfyrirtækið Moody‘s hefur tekið undir mikilvægi þessara sjónarmiða og var í skýrslu fyrir- tækisins um Landsvirkjun árið 2015 bent á að meðal veikleika Lands- virkjunar væri álverðsáhætta og var því fagnað að verulegur árangur hafi náðst við að draga úr henni. Moody‘s taldi einnig til áhættuþátta háa skuldsetningu og fámennan hóp við- skiptavina, en orkufrekur iðnaður er stór kaupandi og selur Landsvirkjun til að mynda um 23% af allri orku sem fyrirtækið framleiðir til álvers- ins í Straumsvík. Taldi Moody‘s til jákvæðra þátta sterka stöðu á orkumarkaði, hagkvæma endurnýjanlega orku og stöðugt sjóðsstreymi. Var þó lítið rætt um möguleg áhrif þess að draga úr álversáhættu, með þeim verðhækkunum sem orðið hafa, á samkeppnishæfni mikilvægra við- skiptavina Landsvirkjunar. Með stuðningi yfirvalda Yfirvöld, sem fara með eignar- hlut ríkisins, hafa stutt áform Landsvirkjunar um að breyta for- sendum samninga um orkusölu allt frá stjórnartíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Þessi stuðningur hefur verið með ýmsum hætti, en hluti þess hef- ur verið að skapa Landsvirkjun bætta samningsstöðu gagnvart ál- verunum. Herma heimildir Morgun- blaðsins að ein birtingarmynd þess hafi verið að sýna raforkusölu til Bretlands um sæstreng (ICE-Link) áhuga og samþykkja í upphafi árs 2015 beiðni Landsnets og Lands- virkjunar um að verkefnið færi á verkefnalista Evrópusambandsins (PCI). Sé það svo að raforkuverð til ISAL hafi dregið úr samkeppnis- hæfni þess og þar með stofnað rekstrinum í hættu má í einhverjum mæli segja að sú staða hafi skapast þegar stjórnvöld og Landsvirkjun lögðust á eitt til að bæta fjárhags- stoðir fyrirtækisins, líklega í von um að tryggja aukna arðsemi sem síðan myndi skila sér í ríkissjóð. Ekki lá fyrir greining á samkeppnisstöðu orkufreks iðnaðar á Íslandi og spurning hvort þjóðhagsleg lang- tímaáhrif í kjölfar breyttra rekstrar- forsendna álveranna hafi yfirhöfuð verið metin. Breyttu rekstrar- grunni án greiningar Morgunblaðið/Ómar Endurskoðun Ekki er víst hvort starfsemi heldur áfram í Straumsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.