Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 21
Þú helgaðir þig vinnunni þinni
sem prentari og varst nú ekki
tilbúinn til að hætta þegar það
var kominn tími á eftirlaun.
Labbaðir alla daga í Vesturbæj-
arlaugina eftir vinnu og varst
ávallt duglegur að hreyfa þig og
það sást á þér, svo flottur.
Annað sem er ofarlega í minni
er hvað þú varst með fallega rit-
hönd. Þú skrifaðir öll jóla- og af-
mæliskort og ég man eftir að hafa
reynt að herma eftir skriftinni
þinni.
Einu sinni sýndi mamma þér
skriftina hans Alexanders og þú
varst svo ánægður að sjá að það
væri verið að halda í hefðbundnar
aðferðir hér á Spáni með teng-
iskrift.
Ég og fjölskyldan erum svo
óendalega þakklát fyrir að hafa
komið heim frá Spáni síðustu jól
og fengið að eiga með þér að-
fangadag. Gleymi því aldrei hvað
það birti yfir þér þegar þú sást
okkur og strákana og sérstaklega
Kjartan. „Nei, blessaður,“ sagðir
þú og brostir.
Einnig áttum við yndislegan
fund hinn 4. janúar, þegar þú
varðst 92 ára. Þú varst glaður og
áttir góðan dag. Ómetanlegar
minningar sem við geymum í
hjörtum okkar.
Þú varst mikill áhugamaður
um fótbolta og spurðir reglulega
frétta af Kristjáni og Alexander
sem eru báðir á kafi í boltanum –
annar í marki og hinn framherji.
Falleg sál er aldrei gleymd,
sofðu vært, elsku engill, ástar-
kveðja til ömmu.
Ástarkveðja,
Lilja, Kjartan, Kristján
Máni og Alexander Þór.
Elsku afi minn, það verður erf-
itt að kveðja þig í dag en huggun
liggur þó í því að vita af þér og
ömmu saman loks á ný. Eftir sitja
ekkert nema góðar minningar.
Þú varst alltaf til í að gera hluti
með mér og kenndir mér svo
margt. Ég var svo heppinn að
eiga þig sem afa. Ég gleymi ekki
tímunum þegar þú tókst mig með
á leiki í Frostaskjólinu til að sjá
KR-ingana keppa í fótbolta eða
skíðaferðunum okkar upp í
Skálafell. Þú kenndir mér að
skíða og ekki slæmt að fá kennslu
frá eins flottum skíðakappa og
þér.
Enginn skíðar eins flott og þú
og maður var montinn af þér.
Þú kenndir mér einnig að fara
vel með bækur og ég var svo
heppinn að fá bækur frá þér þeg-
ar þú hafðir lokið við að prenta
þær. Fyrstu bækurnar voru
Turtles-seríur og ég get sagt það
með sanni að þær eru í sama ásig-
komulagi og þegar ég fékk þær,
vel geymdar í turtles-skjalatösk-
unni minni.
Þú og amma áttuð einstakt
samband sem einkenndist af ást
og kærleika. Það var því erfitt að
sjá þig þurfa að kveðja hana en
þú varst heppinn að eiga góða að
sem héldu þétt um þig. Þú varst
einstaklega góður maður og það
var rosalega gott að tala við þig.
Þú gafst þér alltaf tíma til að
hlusta og ég gleymi ekki samtöl-
unum okkar.
Síðustu dagarnir voru okkur
öllum erfiðir en þó var huggun í
því að geta kvatt þig og verið með
þér fram á síðustu stundu. Þú
varst algjör baráttujaxl og ég er
sannfærður um að það veitti þér
styrk og áræði að hafa fólkið þitt
hjá þér síðustu stundirnar í þessu
jarðneska lífi.
Ég mun sakna þín, elsku afi
minn. Þú varst einstakur maður,
alltaf svo flottur og góður.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigurður Árni.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
✝ Örnólfur Hallarkitekt fædd-
ist í Reykjavík 2.
desember 1936.
Hann lést 30. janúar
2020 á heimili sínu
Lynghvammi 6 í
Hafnarfirði.
Örnólfur var son-
ur hjónanna Ragn-
ars Hall mál-
arameistara frá
Þingeyri við Dýra-
fjörð, f. 1. desember 1905, d. 20.
október 1989, og Bertu Guðjóns-
dóttur Hall hannyrðakonu frá
Hofstöðum í Helgafellsveit á
Snæfellsnesi, f. 15. apríl 1914, d.
2. júní 2003.
Örnólfur kvæntist Ásthildi
Gígju Kjartansdóttur kennara, f.
14. mars 1940. Börn þeirra eru
tvö: Helgi Friðjónsson myndlist-
armaður, f. 1. sept. 1959, kona
hans er Sif Ægisdóttir, f. 9. maí
1965, þeirra börn eru Hekla og
Nökkvi. Fyrir á Helgi dótturina
Melkorku, barnsmóðir er Arna
Kristjánsdóttir. Ragnar Darri
Hall landfræðingur, f. 13. apríl
1967, kona hans er Svandís B.
Harðardóttir, f. 10. nóv. 1968,
þeirra börn eru Sigrún Gígja,
Logi Bjarnar og Hrafn Smári.
Systkini Örnólfs eru: Íris Jónína
teiknistofu í Reykjavík 1966-67.
Hann rak einnig teiknistofu i fé-
lagi við Ormar Þór Guðmunds-
son, Arkitektastofuna OÖ hf. í
Reykjavik frá árunum 1967-87.
Örnólfur starfaði síðan sjálfstætt
til ársins 2006. Helstu verk:
Orkumannvirki Hitaveitu Suð-
urnesja, Njarðvíkurkirkja (1968-
69), Flensborgarskóli i Hafn-
arfirði (1971-72), Landsbankinn
á Akranesi (1971-72) og Mennta-
skólinn á Egilsstöðum (1975-76).
Ýmis árangur í samkeppnum:
Skipulag og byggingar á Hvann-
eyri 1963; 2. verðlaun ásamt
Hauki Viktorssyni og Hróbjarti
Hróbjartssyni, skóli í Breiðholti
1965; 1. verðlaun, dagheimili og
leikskólar í Reykjavík 1965; 2. og
3. verðlaun ásamt Ormari Þór
Guðmundssyni, gagnfræðaskóli í
Hafnarfirði 1970-71; 1. verðlaun
ásamt Ormari Þór Guðmunds-
syni, aðalskipulag Seltjarn-
arness 1976; 1. verðlaun ásamt
Ormari Þór, Magna Baldurssyni
og Gunnari G. Einarssyni, skipu-
lag svæðis austan Skeiðarvogs
1981; 1. verðlaun ásamt Ormari
Þór Guðmundssyni. Félagsstörf:
Innganga í A.Í. 30.1. 1965. Tíma-
ritsnefnd 1970, samkeppn-
isnefnd 1973 og fulltrúi i Banda-
lagi íslenskra listamanna
1967-69.
Útförin fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 14. febr-
úar 2020, klukkan 13.
Hall, f. 20. janúar
1942, Ragna Jóna
Hall, f. 3. feb. 1945,
og Þórður Hall, f. 8.
okt. 1949, myndlist-
armaður og kenn-
ari.
Örnólfur ólst
upp á
Klapparstígnum í
Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1957.
Nam arkitektúr við Technische
Hochschule (nú Universitat) í
Stuttgart, Þýskalandi 1957-64.
Lokapróf þaðan árið 1964.
Teiknun og málun við Myndlista-
skóla Reykjavíkur árið 1957. A-,
B- og T-próf í radíó- og
fjarskiptafræðum frá Pósti og
síma, árið 1980-81. Ýmis endur-
menntunarnámskeið í bygging-
arhönnun, byggingartækni og
skiplagsfræðum. Nám í
spænsku, árið 1982 og nám í
rússnesku, árið 1992. Örnólfur
starfaði á Teiknistofa Sam-
bandsins við og við, á tímabilinu
1958-61 og á Teiknistofu Skarp-
héðins Jóhannssonar á náms-
árunum. Hann starfaði við teikn-
ingar að byggingu Stjórnarráðs
Íslands 1965-66 og rak eigin
Ekki hefði okkur grunað er við
hittumst öll systkinin og fjöl-
skylda í janúar sl. að tíu dögum
síðar værir þú farinn burt frá okk-
ur úr þessari jarðvist. Þú varst
hress og kátur og talaðir um menn
og málefni líðandi stundar eins og
þér einum var lagið. Það fór ekki á
milli mála að þú barst hag alls fyr-
ir brjósti.
Margs er að minnast í gegnum
tíðina. Leitar nú hugurinn allt til
barnæsku er við áttum heima á
Klapparstígnum. Þar var ýmis-
legt brallað og leikið. Þú varst
elstur okkar fjögurra systkina.
Þurftir þú stundum að líta eftir
okkur ef svo bar undir. Varst þú
nú ekki í vandræðum með það. Þú
varst búinn að smíða skugga-
myndavél og varpaðir teikni-
myndapersónum þess tíma, Giss-
uri gullrassi, Stjána bláa, Knoll og
Tott o.fl. upp á vegg og gaf það
breiðtjöldum nútímans ekkert eft-
ir. Einnig hafðir þú smíðað svart-
an stjörnukíki á þrífæti og sýndir
okkur stjörnurnar á dimmbláum
vetrarkvöldum. Þú byggðir fyrir
okkur eskimóahús sem kveikt var
á kerti inni í. Ekki má gleyma
skautaferðunum niður á Tjörn og
sleðaferðunum niður á Arnarhól.
En á þeim tíma var þaðan óhindr-
að útsýni yfir miðbæinn, höfnina,
sundin blá allt yfir til Snæfells-
ness. Þangað fórum við oft á
sumrin til afa okkar og ömmu en
þaðan var móðir okkar ættuð. Þú
áttir hjól sem þú sem unglings-
strákur hjólaðir á um miðbæinn í
pokabuxum og köflóttum hné-
sokkum. En á þeim tíma gengu
amerískir hermenn um götur bæj-
arins og gáfu börnum tyggjó.
Þetta eru svipmyndir frá barn-
æskunni þegar tíminn var allt
annar en hann er nú. Honum var
umhugað um okkur yngri systk-
inin, einnig á síðari árum bar hann
mikla umhyggju fyrir velferð
frændsystkina sinna.
Við þökkum honum hjartan-
lega fyrir samfylgdina og biðjum
góðan Guð að blessa hann og
styrkja Ásthildi, syni þeirra
Helga og Ragnar Darra og fjöl-
skyldur þeirra.
Á snæviþöktum og sólríkum janúardegi
þú kvaddir jarðlífið hér.
Við minnumst allra góðra sam-
verustunda með þér.
Nú sólin er hnigin til viðar og roða á
himin slær.
Þú sem varst okkur svo kær við finnum
anda þinn nær.
Við vitum nú bróðir okkar góði að andi
þinn hjá guði er.
Þar verða okkar landamæri þegar við
jarðlífið skiljum hér.
Við hittum þig aftur á ný, þá verða
fagnaðarfundir.
Á himnum engin ský, þar verða grænar
grundir.
(Höf: ÍJH)
Íris og Ragna.
Við brátt fráfall Örnólfs bróður
míns vakna ýmsar minningar en
gamlar ljósmyndir hjálpa þar til.
Hann var stóri bróðir og þrettán
ára aldursmunur á okkur, hann
var því í hlutverki hins verndandi
og umhyggjusama bróður. Ég
ungur að árum naut þess að vera í
návist hans, fara með honum á
hestbak á Skugga í sveitinni hjá
ömmu og afa fyrir vestan og sigla í
Hofstaðavoginum á gúmmíbáti
sem hann átti. Þegar hann fór að
vinna sér inn pening gaukaði hann
oft að mér spennandi og skemmti-
legum gjöfum og fyrsta hjólið sem
ég eignaðist fékk ég frá honum.
Hann varð strax mjög uppfinn-
ingasamur og fjölhæfur strákur
og hafði áhuga á ýmsu svo sem
listum og stjörnufræði, smíðaði
hann sér meðal annars eigin
stjörnusjónauka af mikilli útsjón-
arsemi sem virkaði mjög vel.
Hann sótaði einnig glerplötur svo
hægt væri að horfa á sólmyrkva í
gegnum þær sem ég lítill
strákhnokki fylgdist með af að-
dáun. Örnólfur var hagleikssmið-
ur og margt til lista lagt. Auk
stjörnusjónaukans bjó hann til
ýmsa hluti, meðal annars skugga-
myndavél sem varpaði myndum
upp á vegg sem voru yfirleitt ljós-
myndir og teiknimyndapersónur
eins og Knoll og Tott og fleiri sem
hann klippti úr blöðum. Ég skildi
aldrei hvernig honum tókst að búa
til svona tæki. Hann var einstak-
lega flinkur og lipur teiknari og
listrænt þenkjandi, snemma var
því ljóst hvert hugurinn stefndi og
varð arkitektúr fyrir valinu. Hann
hóf nám í Stuttgart í Þýskalandi,
heimalandi Bauhaus-skólans, eins
og fleiri ungir menn gerðu á þess-
um tíma. Það voru því spennandi
ár framundan fyrir ungan arki-
tektanema, allt að gerast í Evrópu
og mikil gróska í uppbyggingunni
eftir seinni heimsstyrjöldina. Að
loknum námsárum stofnaði Örn-
ólfur ásamt Ormari Þór Guð-
mundssyni arkitekt teiknistofuna
Arkitektastofan OÖ sem þeir ráku
saman í áratugi. Þegar hugur
minn stefndi í myndlistarnám sem
ekki þótti mjög arðbært á þeim
tíma og sumir höfðu efasemdir um
þá hvatti Örnólfur mig til þess að
halda mínu striki og var því mjög
fylgjandi. Með námi mínu við
MHÍ vann ég oft á teiknistofunni
hjá þeim Ormari Þór þegar færi
gafst og einnig á sumrum áður en
ég fór í framhaldsnám. Það var
mjög gefandi að vinna með þeim,
þar kynntist ég leyndardómum
byggingarlistarinnar sem hefur
nýst mér vel í gegnum tíðina allt
til dagsins í dag. Við Þorbjörg bú-
um að því að eiga hús sem Örn-
ólfur teiknaði fyrir okkur, hús sem
var hugsað með þarfir fjölskyld-
unnar í huga og með möguleikum
á breytingum eftir fjölskyldu-
stærð þar sem form og birta spila
vel saman. Arkitekt með eftirtekt,
eins og Örnólfur sagði svo oft,
þannig arkitekt var hann, vand-
aður, hugmyndaríkur og vildi að
hlutirnir virkuðu vel, minningin
mun lifa í fjölmörgum verkum
hans.
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Þórður Hall.
Örnólfur var skólabróðir minn
frá Menntaskólanum í Reykjavík
allt til Stuttgart í áratug. Hann
var yndislegur félagi og fáir stóðu
honum á sporði í skemmtilegheit-
um þegar honum tókst best upp.
Við vorum sambýlismenn í
Breitscheidstrasse, leigðum þar
gamla íbúð af Döring ljósmynda-
kaupmanni. Þrjú samliggjandi
herbergi höfðum við, ég í miðjunni
og arkitektarnir Dundur, eða
Guðmunur Kr., og Öddi sinn á
hvora hlið mér. Svo var draugur í
íbúðinni með okkur sem spilaði á
fiðlu og píanó og braut ýmislegt
tilfallandi.
Þarna höfðum við stórt eldhús
og mikla ganga. Í kjallaranum
voru meintar dýflissur með járn-
grindum fyrir. Þetta var ógleym-
anlegur tími og oft lá vel á okkur
þegar við komum heim af Wald-
horn-Bräu. Þegar ég var dauður
settist Öddi oft við að „skaffa“
fram á morgun en draugurinn lék
undir.
Ég held að ég hafi aldrei síðar í
lífinu hlegið annað eins og stund-
um uppi á Waldhorn þar sem
Antje bar fram mjöðinn og Örn-
ólfur sagði sögur og mælti þá jafn-
vel stundum á rússnesku að við
töldum.
Sagði sögur af síldveiðum sem
hann stundaði sem strákur í spán-
nýjum laxveiðistígvélum. Það
verður erfitt að toppa þær stundir
jafnvel þó að Waldhorn-Bräu
verði fáanlegt hjá Sánkti Pétri.
Örnólfur var listfengur maður.
Afburða teiknari sem mynd-
skreytti Faunu 1957 með Arnþóri
Garðarssyni, þegar við 100 stúd-
entar lögðum út í lífið. Af okkur
lifa víst enn þá 59 sem er bara all-
góð ending. Þó að ekkert okkar
hafi kannski hugsað það í sólskin-
inu 17. júní 1957 að árið 2020
myndi einhvern tímann renna
upp.
Einmitt fyrsta fimmtudag í
hverjum nýjum mánuði í dag hitt-
ist slangur af samstúdentum okk-
ar Ödda 1957 á Mímisbar í hádeg-
inu. Það verður tómlegra um að
litast þegar slíkur prímus mótor í
félagslífi okkar sem Öddi hefur
brugðið sér frá. En hann var
óþreytandi að smala okkur til að
mæta og skrifaði skýrslur um við-
burðina sem hann sendi okkur.
Það var að vonum að menn undr-
uðust að ekkert skeyti barst frá
honum um mánaðamótin síðustu
en hann var víst þá þegar löglega
afsakaður.
Örnólfur hafði sterkar skoðanir
á réttlætismálum almennt og
hafði held ég að mottói að gjöra
rétt en þola eigi órétt. Og það án
þess að vera þekktur í Sjálfstæð-
isflokknum þá hafði hann sterkar
skoðanir á skipulagsmálum í
Reykjavík og var lítill aðdáandi
ýmissa ráðstafana núverandi
meirihluta í sambandi við fram-
kvæmdir í Víkurkirkjugarði sem
nú hafa séð dagsins ljós á versta
veg að margra dómi.
Yfir starfsævina var samgang-
ur okkar minni. Örnólfur starfaði
sem arkitekt um langan aldur og
eftir hann liggja margar bygging-
ar. Ég kom að einhverjum fáum
sem verkfræðingur og við áttum
gott samstarf.
Á seinni árum sem gamlingjar
hittumst við oftar og deildum
skoðunum. Hann breyttist ekki í
áranna rás. Var alltaf sami húm-
oristinn og athugandinn. Sendi
mér stundum pósta mér til upp-
lýsingar um misgerðir ráðamanna
og dellur.
Hann var stór maður vexti og
mikill. Hann var rauðbirkinn með
þykkt hár og freknóttur og ljúfur í
umgengni.
Örnólfs Hall minnist ég með
gleði og hlátrarnir munu ávallt
bergmála innra með mér.
Halldór Jónsson.
Örnólfi kynntist ég fyrst er
hann, ásamt sjö öðrum nýútskrif-
uðum stúdentum, kom til náms í
arkitektúr í tækniháskólanum í
Stuttgart 1957. Í skólanum vorum
við tveir fyrir í arkitektúrnámi svo
þarna var saman kominn mesti
fjöldi tilvonandi íslenskra arki-
tekta á einum stað. Þessi hópur
var vel samstilltur og góður fé-
lagsskapur og frá þessum árum
áttum við Örnólfur sameiginlega
margar góðar endurminningar.
Örnólfi sóttist námið vel og út-
skrifaðist 1964. Heimkominn fékk
hann vinnu við að teikna stjórn-
arráðsbyggingu, sem til stóð að
yrði reist á Bernhöftstorfureitn-
um. Þarna var hann starfsmaður
þriggja valinkunnra arkitekta
sem hafði verið falið að hanna hús-
ið. Starfið fór þannig fram að
þessir þrír komu saman vikulega
með hugmyndir sínar að húsinu,
sem Örnólfur vann úr fram að
næsta fundi. Voru þessir fundir að
sögn Örnólfs mjög skemmtilegir
því þessir menn voru frjóir og alls
ekki alltaf sammála. Meðfram
þessu starfi við stjórnarráðsbygg-
inguna starfaði Örnólfur að eigin
verkum og tók þar á meðal þátt í
samkeppni um barna- og ungl-
ingaskóla í Breiðholti. Hlaut
teikning hans fyrstu verðlaun en
ekki varð af því að byggt yrði eftir
henni.
Á þessum tíma vorum við Örn-
ólfur í góðu sambandi og því varð
að samkomulagi að hann annaðist
eftirlit með verkum, sem ég hafði
unnið og voru í framkvæmd, með-
an ég fór til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum. Enn fremur
bundum við fastmælum að þegar
ég kæmi til baka myndum við
hefja formlegt samstarf með
stofnun arkitektastofu. Þetta
gekk eftir og varð samstarf okkar
langt og farsælt enda höfðum við
Örnólfur mjög sambærilega sýn á
byggingarlist.
Arkitektastofa okkar dafnaði
vel og höfðum við frá upphafi næg
og fjölbreytt verkefni um allt land,
allt frá skipulagi bæja til einbýlis-
húsa. Meðal verkefna voru fjöl-
býlishús, skólar og íþróttamann-
virki, kirkjur, sjúkrahús og
heilsuhæli, orkuver og ýmiss kon-
ar atvinnuhúsnæði. Eitt af fyrstu
verkefnunum var hönnun Breið-
holtsskóla, þótt það yrði ekki eftir
fyrrnefndri samkeppnistillögu
Örnólfs, þar sem forsendur höfðu
nokkuð breyst í millitíðinni og ný
forsögn verið gerð fyrir verkefnið.
Eftir að við hættum störfum
héldum við góðum tengslum og
hittumst reyndar reglulega aðra
hverja viku á fundum í orðanefnd,
sem er ein af fastanefndum Arki-
tektafélagsins. Í nefndinni var
auk okkar yngri arkitekt, Harald-
ur Helgason, sem er formaður og
hélt utan um starfið og við hans
aðstoðarmenn, en fyrir mörgum
árum var þessu öfugt farið er
hann var starfsmaður okkar á
arkitektastofunni.
Örnólfur var ekki aðeins góður
arkitekt heldur líka traustur vin-
ur. Utan vinnunnar áttum við því
mikil samskipti, einnig ásamt með
eiginkonum okkar og fórum við
m.a. saman í ferðalög innan lands
sem utan. Ásthildi, sonum þeirra
Örnólfs og vandamönnum vottum
við Kristín innilega samúð okkar.
Ormar Þór Guðmundsson.
Skyndilegt fráfall mágs míns,
Örnólfs Hall, kom verulega á
óvart. Það var ekkert sem benti til
þess að komið væri að leiðarlok-
um, en eigi má sköpum renna. Er
að honum mikil eftirsjá.
Þegar ég kynntist Örnólfi hafði
hann lokið námi í arkitektúr en
hann útskrifaðist frá Technische
Hochschule (nú Universität) í
Stuttgart, Þýskalandi, 1964. Ef-
laust hefur hann kynnst þar
sterkum straumum í byggingar-
list þar sem mikil uppbygging fór
fram í Þýskalandi eftir heims-
styrjöldina síðari og hlutverk
arkitekta býsna mikilvægt. Það
leið ekki á löngu þar til hann vakti
eftirtekt sem arkitekt þegar hann
hlaut 1. verðlaun í samkeppni um
skóla í Breiðholti 1965. Síðar vann
hann til verðlauna í fleiri sam-
keppnum ásamt Ormari Þór Guð-
mundssyni, en þeir stofnuðu sam-
an eigin arkitektastofu sem lengi
var til húsa í Borgartúni. Það hús
höfðu þeir teiknað og var það kall-
að „Höfðalagið“, þar sem það skír-
skotaði útlitslega til Höfða sem
þar var í sjónmáli. Það hús varð þó
að víkja fyrir bankabyggingu sem
þar var reist er uppgangur banka
var sem mestur fyrir hrun. Örn-
ólfur átti á starfsferli sínum
drjúgan þátt í hönnun margvís-
legra mannvirkja á höfuðborgar-
svæðinu og um allt land, sem bera
vott um skapandi og faglega hæfi-
leika hans sem arkitekts og munu
halda nafni hans á lofti um
ókomna tíð.
Hin síðari ár tók Örnólfur virk-
an þátt í samfélagsmiðlum og
skrifaði mikið um byggingarmál-
efni og skipulagsmál, og setti fram
beinskeytta gagnrýni og oft
hnyttna um það sem honum
fannst miður fara og hitti þá oftast
naglann á höfuðið. Má þar til
dæmis nefna skrif hans um Hörpu
og um skipulag og nýbyggingar á
nærliggjandi svæði. Margt fleira
lét hann til sín taka. Hann hafði
mikinn áhuga á sögu og ættfræði
og gerði mjög skilmerkilega ætt-
artölu um föðurætt sína, sem
hann rakti aftur í aldir til forfeðra
í Danmörku og Noregi. Hann var
áhugasamur um varðveislu Víkur-
kirkjugarðs og skrifaði greinar
um sögu hans og skipulag. Þá var
hann virkur þátttakandi í samtök-
um um varðveislu hans.
Ég minnist núna ánægjulegrar
helgarferðar vestur í Dali á Fells-
strönd í lok ágúst sl. ásamt Örnólfi
og Ásthildi, systkinum hans og
mökum þeirra. Á þeirri sagnaslóð
voru rifjaðar upp fornar sögur og
merkisatburðir, ekki síst er farið
var um landnám Auðar djúpúðgu,
Kjallaks og Geirmundar heljar-
skinns.
Við fráfall Örnólfs eiga hans
nánustu nú um sárt að binda. Ég
votta Ásthildi, sonum þeirra og
fjölskyldum mína dýpstu samúð.
Eggert Óskarsson.
Örnólfur Hall