Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 ✝ Sigrún Her-mannsdóttir fæddist 27. desem- ber árið 1919 á Hrauni við Hánefs- staði á Seyðisfirði. Hún lést 2. febrúar 2020 á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Hermann Vilhjálmsson út- vegsbóndi, f. 1894, d. 1967, og Guðný Vigfúsdóttir, f. 1893, d. 1984. Systkini eru Ragnar Sig- urður, f. 1921, d. 1929, Björg, f. 1923, d. 2018, Elísabet, f. 1926, d. 1927, Elísabet Guðný, f. 1928, d. 2020, Erna, f. 1933. Hinn 14. júní 1945 giftist Sig- rún Bjarna Einarssyni dr. phi- los., handritafræðingi, f. 1917, d. 2000. Foreldrar hans voru Stefanía Sigríður Arnórsdótt- ir, f. 1893, d. 1974, og Einar Jónsson, f. 1890, d. 1928. Börn Sigrúnar og Bjarna eru: 1) Guðný, f. 1952, sambýlismaður Jón Eiríksson, f. 1946. Börn Guðnýjar og fyrrverandi eig- Hildur, 3c) Sigrún, f. 1993. 4) Hermann, f. 1959, sambýlis- kona Salóme Ásta Arnardóttir, f. 1961, börn Hermanns og fyrrverandi eiginkonu Hrann- ar Harðardóttur, f. 1961 eru 4a) Arnór, f. 1983, maki Erika Wikström, f. 1981 þeirra börn eru Hilda og Viðar, 4b) Þórð- ur, f. 1991, sambýliskona Dagný Alma, f. 1993. 5) Guð- ríður, f. 1962, hennar börn eru Sigrún, f. 1983, og Bjarni, f. 2002. Sigrún útskrifaðist sem hjúkrunarkona á friðardaginn 9. maí 1945. Þegar hún lést var hún elsti núlifandi hjúkrunar- fræðingurinn og jafngömul Hjúkrunarfélagi Íslands. Þau Bjarni bjuggu í Danmörku 1946 til 1958. Síðar bjuggu þau í Osló 1965 til 1972. Eftir það starfaði Sigrún á Land- spítalanum, fyrst lengi vel á húðsjúkdómadeild, síðar á öldrunardeild í Hátúni. Bjarni stundaði fræðistörf í Kaup- mannahöfn eftir sín starfslok og fylgdi Sigrún honum æv- inlega til lengri og skemmri dvala þar. Sigrún var hraust lengi fram eftir ævi og hélt andlegri getu allt til loka. Sig- rún dvaldi síðustu tvö árin á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Sigrúnar fer fram frá Áskirkju í dag, 14. febrúar 2020, klukkan 15. inmanns Þorleifs Haukssonar, f. 1941, eru 1a) Þór- unn, f. 1979, maki Jesper Bolo Pet- ersen, f. 1978, þeirra börn eru Kári og Atli 1b) Kári, f. 1982, d. 2011, 1c) Álfdís, f. 1984, maki Sig- uróli Teitsson, f. 1987, þeirra barn er Theodóra. 2) Einar, f. 1954, börn hans og fyrrverandi eig- inkonu Guðlaugar Stephensen, f. 1952, eru 2a) Jóna, f. 1972, hennar barn er Haukur Yngvi, 2b) Bjarni, f. 1981, maki Mar- grét Hannesdóttir, f. 1993, þeirra barn er Einar, 2c) Anna, f. 1983, hennar börn eru, Guð- laug, Brynja og Anna, 3) Stef- anía Sigríður, f. 1957, eigin- maður er Brynjar Brjánsson, f. 1951, og börn þeirra eru 3a) Snæbjörn, f. 1984, maki Ragn- heiður Sigurðardóttir Bjarn- arson, f. 1986, 3b) Auður, f. 1987, maki Páll Arinbjarnar, f. 1987, þeirra börn eru Iðunn og Móðir okkar hélt upp á 100 ára afmælið sitt á þriðja í jól- um. Hún naut veislunnar og stóð upp í lokin og hélt ræðu þar sem hún þakkaði m.a. starfsfólki í Sóltúni fyrir „að halda í sér lífi“. Reyndar þurfti ekkert að halda í henni lífinu, hún sá um það sjálf, en það ber að þakka fyrir góða umönnun í Sóltúni sl. tvö ár. Nú er hún öll eftir stutta banalegu. Sigrún ólst upp við gott at- læti en mikla vinnusemi. Faðir hennar var útvegsbóndi og sótti sjóinn frá Hánefsstaðaeyrum ásamt bræðrum sínum. Móðir hennar sá um heimilið, ól sex börn og á heimilinu var móð- uramma hennar Elísabet. Mik- ill samgangur var við frændfólk allt um kring. Mamma fór snemma að beita og breiða út fisk. Einnig hjálpaði hún til á heimilinu. Hún var elst og upp- lifði þá miklu raun að missa tvö yngri systkini. Á efri árum beitti hún sér fyrir því að systkinunum Ragnari og Elísa- betu yrði reistur veglegur leg- steinn á Seyðisfirði. Þær systur sem upp komust voru alla tíð mjög samrýndar. Björg lést 2018, Elísabet Guðný lést sex dögum eftir að móðir okkar kvaddi og Erna lifir systur sín- ar. Mamma vildi gjarnan mennt- ast en efnin buðu ekki upp á menntaskólanám. Hún ákvað að fara í Hjúkrunarskólann því með honum gat hún tekið vakt- ir og þannig séð fyrir sér. Hún útskrifaðist á friðardaginn 9. maí 1945 og er til af því skemmtileg lýsing í 100 ára af- mælisriti Hjúkrunarfélagsins. Foreldrar okkar giftu sig á Seyðisfirði 1945 og fluttust til Danmerkur 1946. Mamma sagði að það hefði verið æv- intýraþrá að fara utan en einn- ig að föður okkar bauðst vinna við rannsóknir á handritum. Þar vann mamma við hjúkrun og einnig tók hún á móti fjölda sjúklinga að heiman sem hún var beðin fyrir. Hún greiddi götu þeirra eins og hún gat og fékk engin laun fyrir. Heimili þeirra var sem skáli reistur um þjóðbraut þvera svo gestrisin voru þau. Þau fluttu aftur heim 1958. Árið 1965 fékk faðir okkar lekt- orsstöðu við Oslóarháskóla og flutti hersingin þangað. Þar áttum við sjö góð ár. Heimkom- in fór mamma aftur að vinna og hætti því ekki fyrr en á 74. ald- ursári. Móðir okkar var einstaklega vinnusöm og ósérhlífin kona. Henni var annt um hag barna sinna og studdi þau í hvívetna. Heimili okkar á Háaleitisbraut 109 stóð öllum opið. Foreldrar okkar voru duglegir að bjóða fólki í mat og jafnvel gistingu ef því var að skipta. Má þar nefna þegar tíu Norðmenn komu á víkingaskipum til Ís- lands 1974 og enginn hafði hugsað út í gistingu fyrir eig- inkonur og börn þeirra. Þá voru breiddir út púðar á gólfið í stofunni á Háaleitisbraut og allir sváfu þar í einni flatsæng. Móðir okkar hafði góðan smekk sem lýsti sér m.a. í vali hennar á fatnaði og ferskum hráefnum í matargerð. Einnig keypti hún látlaus, létt hús- gögn, aðallega danska hönnun. Foreldar okkar umgengust marga andans menn og konur og höfðu gaman af. Þeirra áhugamál voru listir en þó að- allega bókmenntir. Bjarni faðir okkar lést árið 2000. Móðir okkar bjó áfram í íbúðinni á 3. hæð í lyftulausri blokk til 98 ára aldurs. Hún lifði og dó með reisn. Guðný, Einar, Stefanía Sigríður, Hermann og Guðríður. Í dag kveðjum við mömmu hans Hermanns míns, Sigrúnu Hermannsdóttur. Ég kynntist henni fyrir rúmum 10 árum þá níræðri og mér varð fljótlega ljóst að þarna fór kona sem hafði mótað fólkið sitt, leitt það og vakað yfir hópnum sínum með áberandi nærveru. Hún lét ekkert fram hjá sér fara og þrátt fyrir að árin hefðu sett sitt mark á sjón og heyrn þá fylgdist hún með, fékk fréttir og mat allar breytingar á hög- um fólksins síns. Hún virtist hafa næga orku til skoðana. Sagt er að forvitni sé ein af höfuðdyggðum foreldra. For- vitni sem fylgist með af áhuga og væntumþykju sem sleppir aldrei tækifæri til að tjá eigin sýn á uppátækjum afkomend- anna. Það er fáum gefin sú heilsa að lifa hundrað ár og það með ótruflað minni og áhuga. Ekki öllum gefin sú hamingja að lifa í stöðugleika, viðburð- arríku lífi. Sigrún var nútíma- kona, fædd strax eftir fyrra stríð. Hún átti sér líf utan heimilis, starf sitt og menntun sem hjúkrunarfræðingur, eins og þykir sjálfsagt í nútímanum og naut líka samveru og áhuga á fræðum eiginmanns síns. Börn- in eignaðist hún að hætti ungra kvenna nú til dags, á fertugs- og fimmtugs aldri, og bjó í þremur löndum sem gerði börnin hennar tungumálunum ríkari. Sigrún trúði því og kenndi til hinsta dags að skipu- lag samfélagsins væri ábyrgt fyrir velferð allra þegna sinna, ekki síst verkafólks, en sjálf bærum við ábyrgð á að velja okkar lífsfarveg og samferða- fólk. Það er sárt að missa mömmu sína, tenginguna við fortíðina og akkeri sitt frá fæðingu. Elsku Hermann og systkinin öll, þið eigið mínar innilegustu samúðarkveðjur. Salome Ásta Arnardóttir. Ég hlýt að leggja hér inn litla kveðju við fráfall móður- systur minnar náinnar og kærrar, hennar Stellu. Sam- vistin í þessu mannlífi er nú orðin sjö áratugir og margs að minnast; satt að segja of margs fyrir litla blaðagrein og verð- skulduð eftirmæli. Vil þó ekki láta undir höfuð leggjast að koma á framfæri þakklæti fyrir þann bakhjarl sem hún, ekki síst á fyrri tíð, var okkur, í blíðu og stríðu, og minnast náinna tengsla þeirra, hennar og móður okkar. Síðbú- in kveðja frá rosknu fósturkríli hennar. Hjalti Þórisson. 27. desember síðastliðinn var haldin veisla í Sóltúni í tilefni af hundrað ára afmæli Sigrúnar Hermannsdóttur, þar sem af- mælisbarnið var hyllt með ræð- um og fallegri tónlist og hún flutti glæsilega þakkarræðu. Engan viðstaddan óraði fyrir því að rúmum mánuði seinna væri Sigrún ekki lengur á með- al okkar. Sama dag var þess minnst að hún væri elsti núlif- andi hjúkrunarfræðingur lands- ins. Sigrún lauk hjúkrunarprófi í maí 1945, og mánuði síðar var haldið brúðkaup hennar og Bjarna Einarssonar cand. mag. á Seyðisfirði, í átthögum þeirra beggja. Ári síðar sigldu þau út í óvissuna til Kaupmannahafnar þar sem þau bjuggu næstu tólf árin. Bjarni varð í fyllingu tím- ans lektor við Hafnarháskóla og vann auk þess við útgáfu- og fræðistörf á Árnasafni, og Sig- rún vann um tíma við spítalann á Friðriksbergi þangað til börnin fæddust, eitt af öðru. Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands 1958, og Bjarni varð íslenskukennari við Vélskólann. En fræðistörfin áttu hug hans allan. Börnin voru þá orðin fjögur og þau bjuggu þröngt, fluttu fimm sinnum á sjö árum. En í flestöllum íbúðunum var innréttað eitthvert afdrep fyrir fræðiiðkun húsbóndans. Sigrún hefði sjálf haft alla burði til að fara í langskólanám, en aðstæð- ur leyfðu það ekki. Kannski var áhugi hennar og metnaður fyrir hönd Bjarna enn sterkari fyrir þá sök. Eftir sjö Íslandsár tóku við önnur sjö í Noregi þar sem Bjarni varð lektor við Ósló- arháskóla og varði þar dokt- orsritgerð sína 1971. Og þar fæddist fimmta barnið. Þegar ég tengdist fjölskyld- unni var hún alflutt til Íslands og búin að koma sér fyrir í rúmgóðri íbúð við Háaleitis- braut. Sigrún var mikil fjöl- skyldumanneskja, og hún sleppti ekki hendinni af börn- unum þó að þau væru að fljúga úr hreiðrinu hvert á fætur öðru. Henni var umhugað um að sem flestir létu sjá sig í sunnudagssteikina, og í minn- ingunni finnst manni eins og borðstofuborðið hafi getað teygt úr sér endalaust. Sigrún var sannkallaður skörungur, í gamalli merkingu þess orðs. En umfram allt var hún hjartað í stórri fjölskyldu sem margfaldaðist og tvístrað- ist í allar áttir í fyllingu tímans. Hún fylgdist með öllum niðjum sínum af lifandi áhuga og um- hyggju. Hún mundi alla afmæl- isdaga, var einlæg, gjafmild og hlý. Eftir að Bjarni dó bjó Sig- rún enn á Háaleitisbraut langt fram á tíræðisaldur, þó að hún þyrfti daglega að ganga upp fjórar hæðir. Hugurinn var sívakandi til hinsta dags þótt heyrn og sjón væru farin að bila, og hún var jafn uppfull af réttlætiskennd, jafn róttæk í skoðunum, jafn eindregin og vandlát í málfars- efnum og þegar ég kynntist henni fyrst. Langömmubörnin löðuðust að henni. Fjögurra ára dótturdóttursonur hennar í Danmörku lýsti henni fyrir fé- lögum sínum í leikskólanum eins og hún væri persóna í æv- intýri. Þannig lifir hún áfram í minningunni. Þorleifur Hauksson. Sigrún Hermannsdóttir ✝ Sigrún Har-aldsdóttir frá Þorvaldsstöðum, Skeggjastaða- hreppi, N-Múla- sýslu, fæddist 19. febrúar 1924. Hún lést 3. febrúar 2020. Foreldrar Sigrúnar voru Þór- unn Björg Þór- arinsdóttir ljós- móðir, f. 18.12. 1891, d. 3.9. 1973, og Haraldur Guðmundsson kennari, f. 9.10. 1888, d. 1.6. 1959. Systkini Sigrúnar voru Ing- unn, f. 1.5. 1934, Ragnhildur, f. 22.6. 1939. Hálfsystir samfeðra Kristín, f. 16.7. 1920, d. 14.11. 1998. Maki Sigrúnar var Einar Ey- steinsson frá Litla-Langadal á Skógarströnd, f. 30.3. 1917, d. 1.5. 2008. Sigrún og Einar gengu í hjónaband 31. desember 1971. Börn Sigrúnar og Einars eru Dagbjört Einarsdóttir, f. 16.5. 1964, og Finnur Einarsson, f. 6.12. 1965. Maki Dagbjartar er Ómar Þorleifsson, eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. Maki Finns er Jóhanna Sigríður Sig- urðardóttir og eiga þau þrjú börn, úr fyrri sambúð á Finnur eina dóttur og tvö barnabörn. Útför Sigrúnar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 14. febr- úar 2020, klukkan 11. veldur, f. 8.12. 1917, d. 30.8. 2019, Unnur, f. 17.3. 1919, d. 25.5. 1941, Þórdís, f. 26.6. 1920. d. 2.8. 2008, Þórarinn, f. 27.11. 1921, d. 12.5. 1995, Steinunn, f. 3.1. 1923, d. 16.2. 2012, Ragnar, f. 13.5. 1926, d. 11.3. 2016, Hálfdan, f. 30.7. 1927, d. 26.4. 2019, Auðunn, f. 8.10. 1928, Arnór, f. 10.12. 1929, 31.10. 2018, Guðríður, f. 24.2. 1931, Haraldur, f. 3.6. 1932, Þór- Elsku mamma, takk fyrir öll góðu árin sem við áttum saman, það verður skrítið til þess að hugsa að þið pabbi séuð bæði horfin yfir móðuna miklu. Við vitum að pabbi hefur tekið á móti þér er þú lagðir upp í þína hinstu ferð og mikið hefur þú verið glöð að hitta hann aftur. Farsæld og líðan fjölskyldu- meðlima var mömmu alltaf mikils virði og sat fólkið hennar alltaf í fyrirrúmi fram yfir það veraldlega. Bónbetri manneskju en mömmu er erfitt að finna, alltaf voru hún (og pabbi meðan hann lifði) tilbúin að hjálpa og að- stoða fjölskyldumeðlimi. Þegar mamma og pabbi bjuggu í Hraunberginu var komið til þeirra á aðfangadagskvöld með barnahópinn sem stækkaði með árunum. Það var því orðið ansi þröngt við matarborðið hin síð- ustu ár en þó að þröngt væri setið var alltaf jafn gaman að koma saman og finna fyrir ná- lægð mömmu og pabba sem umvöfðu okkur með hjarta- gæsku sinni. Í huga okkar barna, tengda- barna og barnabarna eru þetta hin einu sönnu jól og minnumst við þessara góðu stunda með söknuði. Mamma var snillingur í höndum og eru margir fallegir gripir sem liggja eftir hana, hún saumaði út margar fallegar myndir og dúka sem eru lista- verk. Þegar mamma er að verða áttræð tók hún sig til og lærði þjóðbúningasaum og saumaði fallegan upphlut sem gaman er að klæðast á tyllidög- um. Og allar peysurnar sem prjónaðar voru á barnabörnin sem eru hver annarri fallegri og alltaf passaði hún upp á að þau ættu hlýja og góða peysu. Þegar mamma var komin á efri ár og hætt að prjóna peysur þá tók hún sig til og prjónaði húf- ur og vettlinga á ættingjana svo þeim yrði ekki kalt. Mamma var mikið náttúru- barn og naut þess að fara í göngutúra úti í guðs grænni náttúrunni. Sigrún var með græna fingur og bar garðurinn hennar þess merki, enda fannst henni fátt eins skemmtilegt, og að vinna í garðinum gat hún unað sér við heilu og hálfu dag- ana. Þar óx fjöldi skrautjurta sem skörtuðu sínu fegursta á sumrin og auðvitað sóttu huml- ur í þennan blómagarð og það fannst mömmu nú ekki slæmt enda var hún mikill dýravinur. Muna barnabörnin eftir því þegar þau fóru út í garð með ömmu sinni til að klappa huml- unum sem voru svo mjúkar eins og þau sögðu. Það voru ekki bara humlur sem mömmu var annt um, á veturna gaf hún fuglunum og voru þeir mættir fyrir allar aldir, sestir á hús- þakið á Hraunberginu og farn- ir að kalla á brauðbitann um leið og birti af degi. Þegar komið var í heimsókn til mömmu kom maður aldrei að tómum kofunum og hún pass- aði vel upp á að barnabörnin færu aldrei svöng frá henni, það var ekki sjaldan sem þau fengu nesti í poka eins og nokkrar pönnukökur, kleinur eða parta til að taka með sér heim. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund, við þökkum þér fyrir öll árin sem við áttum með þér og takk fyrir að gera okkur að betri manneskjum með náungakærleik þínum. Og við fáum okkur góðan kaffibolla þegar við hittumst næst. Dagbjört, Ómar, Finnur og Jóhanna Sigríður. Elsku yndislega amma, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Þó að ég hafi viljað hafa þau fleiri veit ég að þinn tími var kominn og að þér líður mun betur núna við hlið afa gamla á leið í ný og óviss ævintýri. Þú hefur komið þér á sérstakan stað í hjarta mínu og huga sem enginn mun geta komist á með tærnar þar sem þú hefur hæl- ana. Ég man eftir hlýjunni sem ég fann í hvert skipti þegar ég kom í heimsókn til þín og afa og allri væntumþykjunni sem þið báruð til allra. Ég man á mínum fyrstu ár- um, þegar þið bjugguð ennþá í Hraunberginu, hvað það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til þín og afa. Þú fannst alltaf upp á einhverju nýju og spennandi til að gera og fór maður aldrei tómhentur heim. Ég man eftir fallega garðinum þínum og ástinni sem þú barst til náttúrunnar. Jólin voru allt- af haldin hjá ykkur og sama hversu mikið við krakkarnir þvældumst fyrir fótunum á þér við undirbúninginn kipptir þú þér ekkert upp við það. Ég skildi aldrei af hverju þið þurft- uð að flytja úr Hraunberginu og fara á elliheimilið því mér fannst þið ennþá bara vera ung og spræk þó að þið væruð bæði komin yfir áttrætt. Hlýjan við að koma í heimsókn breyttist ekki þó að komið væri á nýjan stað og var ennþá jafn gaman að koma til ykkar þó ekki væri hægt að hlaupa eins mikið um og áður og þurftum við krakk- arnir að minnka hávaðann tölu- vert. Það besta við laugardaga var alltaf að koma í heimsókn til þín eftir æfingu á skaut- unum og tókstu á móti okkur systrum oft með pönnukökum og kaffi til að fá ylinn í kropp- inn. Góðu stundirnar sem við áttum saman við að skoða myndaalbúmin þín með öllum myndunum frá þínum yngri ár- um, allar sögurnar sem fylgdu hverri mynd og dáðist ég að því hversu flott kona þú hefur allt- af verið. Síðustu árin voru oft mikið upp og niður en voru mér samt sem áður mikilvæg og all- ar stundir góðar þó að þær hafi sumar verið erfiðar. Í síðasta skipti vil ég segja takk. Takk fyrir kærleikann. Takk fyrir að hafa alltaf trú á mér. Takk fyr- ir stoltið og takk fyrir allar minningarnar. Þú gerðir mig að betri og sterkari manneskju. Þú varst tilbúin í þetta ferðalag sem þú ert nú haldin í og veit ég að brosið skín á vörum þér á þeim stað sem þú ert stödd á núna. Þín ömmustelpa, Kristín Helga Ómarsdóttir. Sigrún Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.