Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 ust upphafið að veikindunum sem leiddu til þeirrar kveðjustundar sem við nú eigum, rúmu ári síðar. Þegar við lítum til baka og hugsum til genginna stunda með Millý fylgir þeim gleði og birta. Við áttum saman ófá áhugamálin, Millý var sannur listunnandi, naut þess að fara í leikhús, á óperur og tónleika, var hrifnæm og opin fyr- ir nýjungum. Sjálf tók hún þátt í danssýningum á unga aldri og naut þess síðar á ævinni að starfa á skrifstofu Þjóðleikhússins þar sem hún var daglega í návígi við leiklistargyðjuna. Það var því ekki að undra að oft spynnust okkar á milli langar samræður um það helsta sem var á baugi í leikhús- unum, sýningar, menn og málefni. Hún hafði næmt auga fyrir því fagra í lífi og listum, var glysgjörn í bestu merkingu þess orðs, naut þess að klæða sig í skrautleg föt og skreyta sig með glitrandi skarti. Sköpunarkraftinum fann hún meðal annars útrás í kórsöng og snilldarlegum bútasaumi og það var einstaklega skemmtilegt þegar við gátum leitað aðstoðar hennar fyrir allnokkrum árum er okkur vantaði sérsaumaðan búta- saumsaðventukrans í leiksýningu hjá Möguleikhúsinu. Má segja að þar höfum við á táknrænan hátt náð að tengja saman áhugamálin í litlu sameiginlegu verkefni. Þá er einnig minnistæður tíminn er þær Alda sungu saman í RARIK kórn- um og styrktu þar vinaböndin. En þó að gleði og jákvæðni séu það sem helst kemur í hugann er við hugsum til Millýjar fékk hún svo sannarlega sinn skerf af erf- iðleikum og sorg á vegferð sinni. Margfaldur ástvinamissir, veik- indi og annað mótlæti mörkuðu sín spor. En með lífskrafti, for- dómaleysi og hlýju var hún okkur lifandi fyrirmynd og áminning um nauðsyn þess að koma auga á það góða, sjá ljósið sem brýtur sér leið gegnum rökkrið. Við kveðjum Millý með sökn- uði, en finnum um leið fyrir gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að feta veginn við hennar hlið. Grétu dóttur hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir. Það fækkar í vinkvennahópn- um okkar. Síðasta ár hefur reynst Millý mjög erfitt, en nú hefur hún fengið hvíldina. Við kynntumst allar mjög vel þegar við vorum í saman í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu en síðan eru liðin 67 ár. Vinátta okkar hefur haldist all- an þennan tíma og margt höfum við gert saman. Við höfum verið saman í saumaklúbb í öll þessi ár, ferðast saman bæði einar og með fjölskyldum okkar. Á sínum yngri árum var Millý í Ballettskóla Þjóðleikhússins og dansaði þá oft á sýningum þar. Henni þótti mjög vænt um Þjóð- leikhúsið, það var því sérstök til- viljun að hún skyldi vinna á skrif- stofu þess síðustu starfsár sín. Hún var líka mjög listfeng. Henni þótti mjög gaman að fara á tónleika og í leikhús. Hún var í kór í mörg ár og naut þess að syngja og hvar sem hún var þegar sungið var saman þá söng hún með. Þau eru ótal verkin sem hún hefur unnið í höndunum. Öll bútasaums- teppin sem hún hefur saumað, peysurnar sem hún hefur prjónað og teppin sem hún hefur heklað bera vott um það. Síðustu árin lærði hún að mála og eru ófáar myndir sem liggja eftir hana. Hún hafði gaman af að ferðast og minntist hún sérstaklega ferð- anna til Kína og Taílands. Við vottum Grétu og allri fjöl- skyldunni samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Pálína, Ása og Lilja. ✝ Hrefna ErnaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1934. Hún lést á líknar- deild í Kópavogi 5. febrúar 2020. Foreldrar Hrefnu voru Jón Aðalsteinn Sig- urgeirsson, f. 20. júlí 1901, d. 27. des- ember 1946, frá Hömluholti, Kolbeins- staðahreppi, og Ólína Steinunn Þórðardóttir, f. 9. júní 1914, d. 20. september 1995, frá Mið- hrauni, Miklaholtshreppi, Snæ- fellsnesi. Hrefna flutti að Eiðhúsum í Miklaholtshreppi stuttu eftir fæðingu ásamt foreldrum sín- um. Með mikilli elju og dugnaði byggðu þau upp Vegamót, hótel og veitingasölu á Snæfellsnesi. Fjölskyldan fluttist til Ólafs- lengst af á leikskólum í Kópa- vogi. Hrefna giftist Jens Hjaltalín Þorvaldssyni 15. maí 1954, f. 4. febrúar 1931, d. 20. október 1993, í Stykkishólmi. Þau fluttu síðan í Kópavog árið 1970. Þeirra börn eru 1) Steinunn Jensdóttir, f. 1955, maki Sverrir Ómar Guðnason, þau eiga tvo syni og 5 barnabörn. 2) Heiðrún Jensdóttir, f. 1957, maki Baldur Hans Úlfarsson, þau eiga 3 börn og 5 barnabörn. 3) Svanhildur Jensdóttir, f. 1958, maki Jens Karl Bernharðsson, þau eiga tvo syni og 3 barnabörn. 4) Ólafur Jensson, f. 1961, maki Jóhanna Bjarnadóttir, þau eiga 3 börn og eittbarnabarn. 5) Þröstur Jens- son, f. 1963, maki Ester Þor- steinsdóttir, þau eiga 2 börn og eitt barnabarn. 6) Jóna Þóra Jensdóttir, f. 1972, maki Andrés Einar Hilmarsson, þau eiga 3 börn. Sambýlismaður Hrefnu var Sigurður Jörundur Sigurðsson, f. 1. júlí 1935. Hrefna Erna verður jarð- sungin frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 14. febrúar 2020, klukkan 13. víkur þegar Hrefna var kring- um 5 ára aldur ásamt Sæbirni Jónssyni, f. 19. október 1938, d. 7. ágúst 2006, bróður Hrefnu. Í Ólafsvík ráku þau hótel og veitingasölu ásamt því að reka Vega- mót. Seinna flutt- ust þau til Stykkis- hólms og ráku þar hótel, veitingahús og bíóhús. Seinni maður Steinunnar, móður Hrefnu, var Þrándur Jakobsson frá Götu í Færeyjum, f. 21. febrúar 1922, d. 7. júlí 1994. Þau eignuðust eina dóttur, Sunnevu, f. 8. apríl 1951. Upp- eldissystir Hrefnu er Hansína Bjarnadóttir, f. 9. desember 1948. Hrefna fékkst við ýmis störf í gegnum ævina en vann þó Í dag kveðjum við ástkæra móður mína, tengdamóður, ömmu og langömmu með þökk í hjarta fyrir allar góðu minning- arnar. Minningarnar streyma um hugann þegar sest er niður og reynt að pára einhverjar línur niður um tímann okkar saman, frá ferðalögum, sumarbústaða- samveru, berjamó og Dönskum dögum í Stykkishólmi. Mamma var alltaf til staðar þegar leitað var til hennar og kunnum við fjöl- skyldan henni miklar þakkir fyr- ir. Mamma lést eftir erfið veik- indi og var hvíldin henni kær- komin. Þó var hún nokkuð hress og ánægð síðustu vikurnar með heimsóknirnar okkar í Boðaþing, en að lokum kom að kveðjustund. Minningarnar lifa í hjörtum okk- ar alla tíð um sterka og sjálf- stæða konu sem vildi gera öllum gott. Læt ég hér fylgja kvæði sem Jón faðir mömmu orti til hennar þegar hún var barn. Jón Aðal- steinn rak hótel og bíó í Stykk- ishólmi á bernskuárum hennar mömmu og þótti henni alltaf mjög vænt um þetta kvæði: Ávallt kætir mömmu mest mjög geðþekk er sálin þín. Þú ert allra barna best blessuð litla dóttir mín Þegar pabbi er kinn við kinn og kossar orðnir margir. Heldur hún um hálsinn minn hjartkærasta stúlkan mín. Hvíl í friði, elsku mamma, amma og langamma. Svana, Jens, Þrándur, Vala, Ragnar, Fanney, Aníta Ósk, Adam Eldur og Eyja Matthildur. Það er þyngra en tárum taki að kveðja mömmu, tengda- mömmu og ömmu okkar í dag, en okkur langar að minnast hennar. Mamma var dugleg kona, ósér- hlífin og ávallt tilbúin að hjálpa ef á þurfti að halda. Mín uppvaxt- arár vann mamma alltaf á leik- skóla og unni því starfi. Mamma hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar, hún missti manninn sinn, pabba, alltof fljótt en var svo lán- söm að kynnast Sissa. Hún var mér mikil stoð og stytta m.a. þeg- ar börnin komu í heiminn og var sú hjálp ómetanleg. Hún t.d. gat spilað við þau endalaust, sagt sögur og skemmti sér engu síður en börnin. Atla Hrafni þótti sér- staklega gaman af því að spila við ömmu sína og ósjaldan sem þau gleymdu sér við spil og tafl. Mömmu var margt til lista lagt, mikil hannyrðakona og gat allt og leyst það snilldarlega af hendi. Hún prjónaði á barnabörnin og barnabarnabörnin vettlinga, peysur o.fl. Þegar krakkarnir voru yngri sóttust þau mikið í að fá að fara með ömmu sinni og Sissa í þær fjöldamörgu húsbíla- ferðir sem þau fóru á hverju sumri og eiga þau dýrmætar og ógleymanlegar minningar frá þeim ferðum. Mörg árin fórum við fjölskyldan á Dönsku dagana í Stykkishólmi og ávallt voru mamma og Sissi þar mætt. Alltaf var jafn gaman, mamma þekkti nánast alla sem við hittum. Eitt skiptið fór mamma með okkur í gamla bíóhúsið í Stykkishólmi, sem er nýtt núna sem safn, en pabbi hennar stofnaði bíóið á sín- um tíma. Þar fengum við að heyra margar sögur frá því í gamla daga hvernig þetta var þegar hún var yngri. Árið 2013 fórum við Kristín Svana, Dista, Svana, Edda og Jó- hanna með mömmu til Boston yf- ir eina helgi í kvennaferð. Mamma naut sín alveg sérlega vel þar, mikið var gert, mikið verslað og haft gaman. Sumarið 2015 fóru mamma og Sissi með okkur fjölskyldunni til Gauta- borgar og Kaupmannahafnar og er sú ferð okkur ógleymanleg. Hilmar var þar í handboltaferð með liðinu sínu, og var farið og horft á alla leikina. Þar hélt Sissi einnig upp á 80 ára afmælið sitt og við gerðum eitthvað skemmti- legt á hverjum degi. Mamma og Sissi voru ávallt hjá okkur á að- fangadagskvöld frá því að krakk- arnir voru yngri, og hafa verið órjúfanlegur partur af jólahald- inu okkar. Við erum mjög þakk- lát fyrir að mamma var nægilega hress, þrátt fyrir veikindin sín, að halda jólin með okkur nú í desem- ber, þær minningar eru okkur verðmætar. Við Andrés og börn- in eigum eftir að sakna heim- sóknanna og minnumst hennar með söknuði. Jóna Þóra, Andrés Einar, Kristín Svana, Hilmar og Atli Hrafn. Til þín, elsku amma Hrefna. Ég kveikti á kerti fyrir þig svo þú vitir að ég er að hugsa til þín. Þrátt fyrir allt saman þá þykir mér ofboðslega vænt um þig og kýs að halda í allt það góða og minnast þín þannig. Mér finnst mjög leiðinlegt að hafa ekki náð að kveðja þig al- mennilega og að ég hafi ekki gef- ið mér nægan tíma síðustu ár til að koma oftar í heimsókn. Þú hlýtur að skilja af hverju. Ég veit að þér þótti vænt um mig og hvað þú varst stolt af mér. Ég veit líka að þú spurðir pabba reglulega um mig og hvað þú sýndir fótboltanum mínum mik- inn áhuga. Fyrir það er ég mjög þakklát. Ég vona að þú sért komin á betri stað og að þér líði vel. Þú ert loksins komin aftur í faðminn á afa Jenna og ég veit að hann hugsar vel um þig. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og aldrei gleyma að ég elska þig og mun sakna þín sárt. Ég mun alltaf hugsa til góðu tímanna og minn- ast þín á jákvæðan og hlýlegan þátt. Þú ert og verður alltaf amma Hrefna og ég mun sjá til þess að þú lifir áfram í Hjaltalín nafninu mínu með honum afa. Hugsaðu vel um elsku Yrmu mína og Ólíver og alla þá sem eru þarna með þér eða eiga eftir að koma. Ég elska þig alltaf. Þín Telma Hjaltalín. Hrefna Erna Jónsdóttir ✝ Guðjón Krist-inn Harðarson fæddist í Bolung- arvík 23. desember 1954. Hann lést á Ísafirði 1. febrúar 2020. Móðir hans er Margrét Kristín Jónasdóttir, f. 18.4. 1936. Faðir hans var Hörður Snorra- son, f. 14.1. 1934, d. 29.12. 2007. Systk- in Guðjóns eru: Snorri Hildi- mar, f. 1953, Jón Ísak, f. 1958, Þorbjörg Jónína, f. 1960, Elín Sigurborg, f. 1966, Jónas, f. 1971, og Vignir, f. 1973. Guðjón kvæntist 10. október 1982 Ólöfu Sigrúnu Bergmanns- dóttur, f. 31.5. 1957. Börn þeirra eru 1) Sigríður Guðrún, f. 1982, maki Úlfar Már Sóf- usson, f. 1982. Synir þeirra eru Sófus Oddur, f. 2009, og Kári Kristinn, f. 2013. 2) Heiða Björk, f. 1986, maki Ingvar Karl Ingvarsson, f. 1986. Synir Hann lærði trésmíðar hjá Jóni Friðgeiri Einarssyni í Bolung- arvík. Guðjón tók sveinspróf í þeirri grein árið 1976 og lauk meistaranámi 1986. Þá lauk hann prófi í byggingariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2008. Hann starfaði hjá ýmsum verktökum á Vestfjörðum og kom m.a. að byggingu Hótels Ísafjarðar, verkstæðishúsnæðis KNH Ísafirði, Neista á Ísafirði og íþróttahússins á Torfnesi þar sem hann sá um verkstjórn og var byggingarstjóri. Síðast starfaði Guðjón hjá G.Ó.K. í Bol- ungarvík eða þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Guðjón hafði sterkar skoð- anir á kjara- og réttindamálum og var virkur innan Verkalýðs- félags Vestfirðinga og sat þar í ýmsum stjórnum og ráðum. Hann var formaður Sveina- félags byggingamanna á Ísa- firði í 15 ár og síðan formaður iðnaðardeildar eftir sameiningu félagsins við nokkur önnur stéttarfélög undir merkjum Verk Vest. Þá sat hann fjölmörg þing á vegum ASÍ og Samiðnar. Útför Guðjóns verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 14. febrúar 2020, og hefst athöfnin kl. 14. þeirra eru Ingi Karl, f. 2013, og Guðjón Freyr, f. 2015. 3) Bergmann Sigurður, f. 1989. Fyrir átti Guðjón dótturina Katrínu Margréti, f. 1974, með Helgu Herluf- sen, f. 1955. Sam- býlismaður Katr- ínar er Marius Ciprian Mainescu, f. 1984. Börn Katrínar eru: Tinna Georgsdóttir, f. 1993, sambýlismaður Jón Hólm Páls- son, f. 1993, Pétur Starkaður Baldursson, f. 2005, Númi Hrafn Baldursson, f. 2006, Ada Aysen- ur Erkoc, f. 2012, og Sara Nis- anur Erkoc, f. 2015. Dóttir Katrínar og Mariusar er Þóra Mirabela, f. 2018. Guðjón ólst upp í Bolung- arvík. Megnið af starfsævi sinni starfaði hann sem smiður, eink- um við húsbyggingar, en einnig við bryggju- og brúarsmíði. Í dag fylgjum við Kidda bróð- ur og mág síðasta spölinn. Kiddi háði harða baráttu við krabba- mein, en hann lést 1. febrúar sl. Við bræðurnir höfum alltaf fylgst að gegnum lífið þar sem við vorum aldir upp og bjuggum okkar fyrstu búskaparár í Bol- ungarvík. Gátum við alltaf leitað hvor til annars í lífsins ólgusjó. Vorum sjómenn á Heiðrúnu og Kiddi og Snorri á Dagrúnu. Síð- ar fór Kiddi í smíðarnar sem heilluðu hann, en sjómennskan sat í okkur Snorra. Það var Kidda mikið gæfu- spor þegar hann kynntist Ólöfu sinni og flutti til hennar inn á Ísafjörð. Bjuggu þau fyrst í Smiðjugötunni en fluttu svo í íbúð í Grjótaþorpinu. Vorum við alltaf velkomin í kaffi í bæjarferðum okkar og var gaman að fylgjast með þeim blómstra saman. Kiddi var mik- ill pabbi, elskaði hana Katrínu sína og vildi alltaf hafa hana hjá sér og saknaði hennar þegar hún var ekki hjá honum. Var mikil gleði þegar von var á Siggu Gunnu, þar kom lítil dama sem vissi alveg hvað hún vildi, og síðan bættust tveir gull- molar við, Heiða Björk og Berg- mann. Þegar tíminn leið fóru barnabörnin að koma og þá blómstruðu Kiddi og Ólöf í ömmu- og afahlutverkinu enda eitt það skemmtilegasta verk- efni sem maður fær. Kiddi var mikill vinnuforkur og gerði allt með krafti, og eins tók hann á veikindunum, hann ætlaði að sigrast á þeim og gafst aldrei upp. Kenndi hann okkur öllum mikið með æðruleysi sínu. Að hafa hana Ólöfu sína sér við hlið skipti öllu máli, ynd- islegt að sjá ást þeirra og sam- heldni. Nú dimmir yfir hjá fjölskyld- unni um tíma og við verðum að vera dugleg að ylja okkur við minningarnar og hjálpast að í átt að ljósinu aftur. Gott er að minnast tímans sem fjölskyldan fékk um jól og áramót, sem tókst með mikilli samvinnu og dugnaði. Megi guð vera með ykkur, kæra Ólöf. og fjölskylda og við verum alltaf til staðar fyrir ykk- ur. Með hlýju og kærleika, Jón Ísak og Sólveig. Okkar kæri vinur, Guðjón Kristinn Harðarson eða Kiddi eins og hann var oftast kallaður, er fallinn frá. Við kynntumst Kidda á Ísa- firði þegar hann fór að vera með Ólöfu vinkonu okkar árið 1979. Það var aldrei lognmolla í kring- um hann þá og það breyttist ekki þó að árin liðu. Hann var fylginn sér og slétt sama um hvað öðrum fannst. Stríðnin er okkur ofarlega í huga þegar við hugsum um hann og á sama tíma hávær hláturinn sem fylgdi í kjölfarið. Hann var einn af sætu strákun- um hann Kiddi með sitt sjarm- erandi bros og alltaf hress. Oft- ast var farið á böll um helgar en við stelpurnar fórum á undan Kidda, því hann varð að klára að horfa á bíómyndina í sjónvarp- inu. Við systur fluttum frá Ísafirði en þegar við komum heim á sumrin, þá með börnin lítil var auðvitað mikið fjör þar sem börn Ólafar og Kidda eru á svip- uðum aldri og okkar. Þá var það oftar en einu sinni að Kiddi ákvað að fara með krakkaskar- ann inn á brú að veiða, í sund eða bakaríið svo við vinkonurnar fengjum næði til að spjalla. Okk- ur þótti vænt um þetta og strák- arnir okkar muna vel eftir þessu enn í dag þó að þeir séu orðnir fullorðnir. Við eigum margar og góðar minningar um Kidda þó þær verði ekki allar taldar upp hér. Hann var traustur vinur sem okkur þótti innilega vænt um. Það var sárt að sjá þennan sterka vin okkar veikjast og fá að vita að engin von væri um bata. Hann bar sig ótrúlega vel og vildi enga vorkunn. Hann ætlaði að njóta lífsins með Ólöfu sem hann elskaði svo heitt og flotta hópnum sínum, eins lengi og heilsan leyfði. Það gerði hann og við vitum að þau ylja sér nú við dýrmætar minn- ingar. Elsku Ólöf, Sigga, Heiða, Beggi, Katrín og aðrir ástvinir, hugur okkar er hjá ykkur. Rannveig og Halla. Guðjón Kristinn Harðarson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HERMANN JÓNSSON, lést 25. janúar á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einlægar þakkir til starfsfólks á Furu og Víðihlíð fyrir frábæra umönnun. Auður Björk Hermannsdóttir Jón Snorrason Sæmundur J. Hermannsson Sigrún Sigurgeirsdóttir Brynjar Hermannsson Þóra Björk Kristjánsdóttir Erla Hermannsdóttir Erna Pétursdóttir Hallmann Óskarsson afa-, langafa- og langalangafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.