Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 ✝ Hanna BjörgSveinbjörns- dóttir fæddist á Hauganesi á Ár- skógsströnd í Eyjafirði 24. ágúst 1940. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 5. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 14. maí 1916, d. 21. mars 1999, og Svein- björn Jóhannsson, f. 12. apríl 1914, d. 23. júní 2002. Systk- ini hennar eru Þorgerður Jó- hanna Sveinbjarnardóttir, f. 20. júlí 1937, Birgir Sveinbjörnsson, f. 6. apríl 1945, Gunnþór Eyfjörð Svein- björnsson, f. 8. febrúar 1948, og Jónína Sveinbjörnsdóttir, f. 4. júlí 1959. Hinn 15. maí 1966 giftist Hanna Halldóri Þórð- arsyni, f. í Hvammi, Arn- arneshreppi í Eyjafirði hinn 19. mars 1935, d. 21. desem- ber 2013. Þau hófu búskap í Björg, f. 22. ágúst 1975, gift Bjarna Helgasyni, þeirra syn- ir eru Helgi og Brynjar Logi. Hanna gekk í húsmæðra- skólann á Laugalandi 1958- 1959. Eftir skólagönguna flutti hún fljótlega suður með sjó, fyrst til Reykjavíkur og þaðan fljótlega til Keflavíkur þar sem hún bjó alla sína tíð. Hún vann við ýmis störf, var ung að árum ráðskona í Hrað- frystihúsinu Jökli þar sem hún eldaði mat ofan í tugi vinnandi manna. Hún saltaði síld, vann afgreiðslustörf á bensínstöð og í matvörubúð en lengst af vann hún við ræstingu hjá Hilmari R. Sölvasyni, fyrst hjá hernum á Keflavíkurflugvelli og svo vann hún lengst af við að ræsta hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Hanna var mikill dýravinur og fannst gaman að spila á spil og þegar hún hætti að vinna hóf hún að stunda fé- lagsvist. Hún sá um að lesa bingó fyrir eldri borgara í mörg ár og var virkur með- limur í Kvenfélaginu í Kefla- vík. Útför Hönnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. febrúar 2020, og hefst athöfn- in kl. 13. Keflavík og bjuggu þar alla tíð. Börn þeirra hjóna eru 1) Þórð- ur Eyfjörð f. 1. mars 1966, d. 9. september 2017. Eftirlifandi eig- inkona hans er Sólveig Stef- ánsdóttir, sonur þeirra er Jökull Halldór. 2) Svein- björn f. 18. júlí 1969, kvæntur Ásdísi Ingadóttir, dóttir þeirra er Hanna Björg, sam- býlismaður hennar er Krist- offer Vold Kvia. Fyrir átti Ás- dís börnin Margréti Birnu Valdimarsdóttur, sambýlismaður hennar er Páll Axel Vilbergsson, börn þeirra eru Gísli Matthías, Ásdís Vala og Páll Valdimar, Hjálmtý Rúnar Birgisson, eiginkona hans er Lilia Albarracin Rojas og Jónu Kristínu Birgisdóttur, sambýlismaður hennar er Jó- hannes Stefánsson, þau eiga nýfædda dóttur. 3) Kristín Elsku mamma. Eins erfitt og það er að kveðja þá veit ég að þú ert komin á betri stað með pabba og Dadda bróður mínum, laus undan veikindunum sem drógu úr þér allan mátt. Vildi bara þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína, alltaf settir þú aðra í forgang. Ó elsku mamma höndin þín hve hlý hún var og góð. Þá hélstu litla lófa í og laukst upp hjartans sjóð. Glæddir okkar gleði leik gældir lokka við. Við áttum marga yndis stund svo oft við þína hlið. Nú hefur kristur kallað á þig að koma heim til sín hans ljúfa náð og líknar mund læknar meinin þín. Á kveðju stund við krjúpum hljóð við krossinn helga hans og biðjum hann að bera þig til hins bjarta vonar lands.. (Sigurunn Konráðsdóttir) Þinn sonur, Sveinbjörn Halldórsson. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Nú er elsku mamma farin, búin að fá friðinn. Hún var orðin lúin, búin að vera mikið veik síð- asta hálfa árið og að lokum sagði kroppurinn að nú væri nóg kom- ið. Einnig komst hún aldrei yfir það áfall að missa son sinn, bróður minn, fyrir næstum tveimur og hálfu ári, þegar krabbameinið tók hann hratt og skyndilega. En mamma gafst ekki auðveldlega upp og barðist áfram og tók þátt í öllu því sem hún hafði gaman af til að reyna að dreifa huganum, til dæmis spilaði hún félagsvist og fór í sund. Hún var alveg einstök manneskja eins og ég fékk oft að heyra, hjálpsöm og fórnfús og fólk sem varla þekkti hana fékk strax þessa tilfinningu fyrir henni. Dugnaðarforkur er orð sem lýsir mömmu vel. Hún keyrði eins og herforingi um í Reykja- vík, keyrði alein norður á Hauganes komin á áttræðisald- ur og ferðaðist oft alla leið til okkar í Sandnes í Noregi þar sem hún dvaldist þá nokkrar vikur í senn og dekraði við okk- ur fjölskylduna ásamt því að sóla sig og kaupa fín föt í norsku búðunum sem hún var mjög hrifin af. Mömmu þótti einnig afar vænt um dýr, meiri dýra- vini hef ég ekki kynnst og það voru þá helst hundar, kettir og fuglar sem áttu hug hennar all- an. Hún ólst upp á sjávarbakk- anum í Steinnesi á Hauganesi og bar sterkar taugar til sjávarins og þegar á brattann var að sækja og hana vantaði styrk sótti hún í að keyra niður að sjó og sækja hugarró þar. Mamma var yndisleg kona sem ég sakna sárt en sem betur fer á ég hafsjó af minningum um hana sem ég get yljað mér við. Hvíl í friði, mamma mín Kristín Björg Halldórsdóttir. Þá er elsku amma og alnafna mín fallin frá. Ótal ljúfar minn- ingar streyma fram og hjartað fyllist þakklæti. Amma Hanna var gull af manneskju sem vildi alltaf gera allt fyrir alla, bæði dýr og fólk. Hún var fyrirmynd mín og margra annarra. Hún elskaði að spila, njóta sólarinnar og fara í sund, eigum við það allt sameig- inlegt. Hún var alltaf svo fín og sæt. Amma var alltaf tilbúin með mat eða bakkelsi þótt aldrei hafi neitt verið nógu gott að hennar mati, þá fannst öllum alltaf mat- urinn hennar ömmu bestur. Amma bjó til langbestu kjötsúp- una og grjónagrautinn. Amma lét ekkert stoppa sig, sama hvað. Hún dröslaðist norð- ur og til Noregs ótal mörgum sinnum þrátt fyrir slæma heilsu. Það má segja að amma hafi ver- ið algjör jaxl. Ég er stolt af því að hafa hlotnast sá heiður að fá að bera nafnið þitt. Elsku amma mín, takk fyrir samfylgdina. Þín verður sárt saknað. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Hanna Björg Sveinbjörnsdóttir. Enn gjálfrar alda við stein í Steinnesfjörunni og rauðmaginn gengur á miðin við Byttivík og Stekkjarsker í febrúar en samt finnst okkur öðruvísi að koma við í Steinnesi, æskuheimili okk- ar núna, því Hanna systir er far- in. Hún leið á braut inn í vax- andi birtu sem gefur vonir um að vorið nálgist og bálviðri vetr- ar gefi eftir. Á Hauganesi þar sem við ól- umst upp í litlu samfélagi var gott að vera. Þar þekktust allir og þar var mikið frelsi fyrir börn; fjaran, bryggjan, klöppin og túnin. Fermingargjafirnar voru oft hjól eða úr. Hanna fékk Möve-hjól í fermingargjöf og hélt því alltaf fram að það væri gott hjól þótt Möve væri út- hrópað með lélegri hjólum! Þannig stóð hún fast á sínu í þessu eins og mörgu öðru. At- vinnumöguleikar á Hauganesi voru ekki miklir fyrir konur. Þær voru tilneyddar að leita sér atvinnu annars staðar og þannig var því varið með Hönnu. Hún var dugleg að sækja sér vinnu og fór fyrst í vist til Akureyrar. Síðan tók við vertíðarvinna, síld- arsöltun á Raufarhöfn og frysti- húsvinna á Suðurnesjum. Í milli- tíðinni fór hún á húsmæðraskóla. Það sem er okkur eftirminnilegast þaðan er að hún lærði að elda kjúklinga. Mamma hafði hænur og han- arnir sem komu úr eggjunum voru stálpaðir settir á haugana. Eftir skólavist Hönnu breyttist það. Húsmæðraskólagengin fékk hún vinnu sem matráður, fyrst á Raufarhöfn og síðan í frystihús- inu Jökli. Árið 1964 kynntist hún Dóra sem einnig hafði farið suð- ur í atvinnuleit. Þau settust að í Keflavík þar sem þau eyddu starfsævinni. Auk húsmóður- starfsins vann Hanna utan heim- ilisins, fjölmörg ár á Aðalstöð- inni og við ýmislegt annað því aldrei skorti hana vinnu. Meðan við yngri systkinin vorum í námi í Reykjavík var oft komið við hjá þeim Dóra og Hönnu og þegin hressing. Alltaf var vel tekið á móti okkur og höfðinglegar veit- ingar bornar á borð. Hún var mikil matmóðir og notaleg heim að sækja. Hanna var mikill dýravinur og hafði hund í mörg ár og kettir hændust mjög að húsum hennar. Á efri árum var Hanna mjög virk í kvenfélagi í Keflavík og stjórnaði bingói í fjölmörg ár auk annarra starfa við fjáröflun félagsins. Hún hafði yndi af að spila og tók þátt í félagsvist eins oft og hún gat. Þegar við heim- sóttum Gunna bróður og Ásu mágkonu í Namibíu og ferðuð- umst um voru spilin aldrei langt undan. Fjölskyldan var henni mjög mikils virði og andlát eigin- manns 2014 og eldri sonarins 2017 voru henni erfið. Skömmu eftir andlát Dóra fór Hanna í krabbameinsaðgerð og barðist hetjulega við að ná heilsu eftir hana. Hún átti síðan nokkuð góðan tíma og naut lífsins, fylgd- ist vel með börnum og barna- börnum og ferðaðist til útlanda. Hún var líka dugleg að rækta sambandið við ættingjana og heimsækja æskuslóðirnar sem alltaf áttu sess í hjarta hennar. Þá vildi hún koma sjálf akandi á sínum bíl og var ekki lengi á leiðinni. Allt til síðasta dags hafði hún það hlutverk í systk- inahópnum að vera fréttaritar- inn á Suðurnesjum. Við hringd- um gjarnan í Hönnu sem oft var fyrst með fréttir sem vörðuðu okkur hin fyrir norðan. Að leiðarlokum þökkum við hjartkærri systur margar gleði- legar samverustundir. Við eigum minningar sem ylja og vitum að hún fær góðar móttökur í blómabrekkunni þar sem eigin- maður og sonur taka vel á móti henni. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Fyrir hönd Steinnessystkin- ina og maka, Birgir og Jónína. Elskuleg móðursystir mín hún Hanna frænka í Keflavík er látin. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar með nokkr- um minningabrotum, hún hefur alltaf verið partur af lífi mínu. Frænkan, sem fór í húsmæðra- skólann saumaði skírnarkjól og færði svo stóru systur sinni, mömmu minni, annan alveg eins. Frænkan sem var í síldinni á Raufarhöfn. Frænkan sem vann á spítal- anum á Akureyri, frænkan sem bjó hjá okkur á Dalvík, vann hjá Jóa bók í bókabúðinni. Frænkan sem hélt svo suður til Reykja- víkur, aðstoðaði fjölskyldu þar við heimilishaldið. Frænkan sem flutti síðan til Keflavíkur, gerð- ist þar ráðskona í Hraðfrysti- húsinu Jökli og þar kynntist hún Dóra eiginmanni sínum og þau komu sér upp heimili í Keflavík. Hanna og Dóri komu norður nánast á hverju sumri. Minn- ingin um karton af amerísku tyggigúmmí bankar á, Dóri var leigubílstjóri og bíllinn sem þau voru á var mjög flottur og gjarn- an eitthvert góðgæti af vellinum meðferðis sem okkur krökkun- um líkaði ekki illa. Frænkan sem ég fékk að fara með til Keflavíkur í fyrsta skipti sem ég fór suður. Ég var hjá þeim part úr sumri að passa Þórð, frum- burðinn þeirra, sem fæddur var 1966. Frænka mín kenndi mér ýmislegt gagnlegt þennan tíma. Árið 1969 fæddist þeim annar sonur, Sveinbjörn. Alltaf komu þau norður sumrin og alltaf til- hlökkun að hitta þau. Þegar ég þurfti að vera fyrir sunnan vegna veikinda dóttur minnar kom sér vel að eiga Hönnu frænku að. Ég fékk að búa hjá þeim á Sunnubrautinni í 2 mán- uði. Við kynntumst þá betur og urðum góðar vinkonur. Kristín Björg bættist í barnahópinn árið 1975. Ég flutti svo alfarið til borgarinnar 1976 ásamt dóttur minni. Alla tíð áttum við athvarf hjá Hönnu og Dóra í Keflavík. Þegar við fórum að umgangast meira og kynnast betur komst ég að því hversu mikill dugnað- arforkur hún frænka mín var. Hún prjónaði, saumaði, ataðist í garðinum, henni féll sjaldnast verk úr hendi. Hún hugsaði líka vel um heimilið og var oftar en ekki líka í vinnu utan heimilis- ins. Alltaf var hugað að því hvað ætti að vera í matinn og oftast til heimabakað með kaffinu. Einu sinni ráðskona alltaf ráðs- kona, passað vel upp á að nóg væri til og allir fengju nóg að borða. Frænka mín var dýravin- ur og mátti ekkert aumt sjá, tók að sér flækingsketti og gaf þeim að éta, vorkenndi hestunum ef kalt var úti og færði þeim gjarn- an brauð. Frænka mín hafði mjög gaman af að ferðast, hún átti þess kost að ferðast talsvert með Dóra og eftir að Kristín dóttir þeirra flutti til Noregs fóru þau þangað og eftir lát Dóra fór hún að jafnaði tvisvar á ári til þeirra. Hanna mín greind- ist með krabbamein 2013. Við héldum að tekist hefði að koma í veg fyrir þann vágest og það varð hlé, en síðan tók meinið sig upp af fullum krafti sl. sumar og því fór sem fór. Það er höggvið skarð í systkinahópinn frá Stein- nesi á Hauganesi. Ég votta Sveinbirni, Kristínu, Sólveigu og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæra ofurfrænka, það verður seint fullþakkað að hafa átt slíkan bakhjarl. Helga Hjörleifsdóttir. Hanna Björg Sveinbjörnsdóttir Þegar endar æviskeið er sem vinir finni, það gerðist margt á lífsins leið, sem lifir í minningunni. (Stefán Ragnar Björnsson) Fallinn er frá góður vinur og einstakt ljúfmenni, Kristjón Guðmannsson frá Lundi í Garði. Góður vinskapur var á milli fjölskyldu okkar og hans. Við systur skiptumst á jóla- pökkum við þá bræður Þórð og Kristjón. Ég hlakkaði mjög mik- ið til að fá pakkann frá Kristjóni, Kristjón Guðmannsson ✝ Kristjón Guð-mannsson fæddist 26. mars 1953. Hann lést 17. janúar 2020. Útför Kristjóns fór fram 29. janúar 2020. sem oftast var bók, burstasett eða stytta. Þóra systir sá um að klippa Kristjón, svo vinskapur þeirra var mikill í gegnum tíðina. Kristjón hafði mjög góða nærveru og fannst mér gott að fá einn koss á kinn frá honum. Blessuð sé minning Kristjóns og þökkum við honum góða sam- veru og einstaka nærveru. Systurnar frá Brautarholti, Þóra og Guðveig Sigurðardætur. Okkur langar með örfáum orðum að minnast hans Krist- jóns eða Stjána í Lundi eins og hann var ávallt kallaður. Hann og öll hans yndislega fjölskylda voru nágrannar og okkur afar kær. Við systkinin frá Heiði vor- um daglega í Lundi og þangað var alltaf gott að koma, þar var stjanað við okkur. Okkur eru minnisstæð öll spilakvöldin, tafl- kennslan og spjallið við eldhús- borðið svo við tölum nú ekki um alla góðlátlegu stríðnina í þeim bræðrum í okkar garð. Ávallt var komið með nammi og góð- gæti á borðið svo við dekurróf- urnar fengjum nú nóg að borða. Við höfum alltaf verið hálf- smeykar við dýr og áttu þau kött sem var lokaður inni í herbergi þegar okkur bar að garði og síð- an páfagauk sem fékk oft að vera frjáls og fljúga um íbúðina. Þeg- ar við systur komum rákum við inn nefið og kölluðum: er fuglinn laus? Þá var farið með hann í búrið sitt og gerðu þeir bræður Þórður og Kristjón mikið grín að okkur. Við vorum hins vegar svo heppnar að eiga Imbu og Stínu okkar að sem stóðu alltaf með okkur og fóru að okkar ráðum. Það er sárt að hugsa til þess, elsku Stjáni, að þú þurftir að kveðja okkur svona fljótt eftir að hafa fengið góða skoðun eftir veikindi þín. Þú varst góðhjart- aður skemmtilegur stríðnispúki sem þótti vænt um systkinin í Heiði og vildir allt fyrir okkur gera, t.d. fylgdir þú okkur systr- um alltaf alla leið heim á hlað ef myrkur var skollið á eftir heim- sókn í Lundinn. Elsku Þórður, missir þinn er mikill, en eftir lifir minning um yndislegan bróður og góðan vin. Þið voruð okkar fjölskylda sem við enn þann dag í dag hugsum til með þakklæti og yljum okkur við allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér (Ingibjörg Sig.) Hvíl í friði, elsku Stjáni okkar. Systurnar Unnur, Bryndís, Vilborg og Jenný frá Heiði. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA KATRÍN HANSDÓTTIR, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, lést sunnudaginn 9. febrúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.