Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3
BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSVERÐLAUN4 BESTA MYNDINm.a.
ÓSKARSVERÐLAUN2 BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTm.a.
HILDUR GUÐNADÓTTIR
Sagan af litlu konunum, eðayngismeyjunum, eftirbandaríska rithöfundinnLouisu May Alcott er ein-
hver þekktasta skáldsaga veraldar.
Bókin kom út í tveimur hlutum á
árunum 1868-1869 og varð umsvifa-
laust geysivinsæl, sérstaklega með-
al ungra kvenna. Eftir sögunni hafa
verið gerðar fjölmargar kvik-
myndaaðlaganir, auk sjónvarps-
mynda og leikrita. Little Women
eftir Gretu Gerwig er sjöunda kvik-
myndin byggð á þessari sígildu
sögu.
Myndin segir frá March-systrun-
um Jo, Amy, Meg og Beth. Þær
eru fjörugar og listhneigðar með
fjölskrúðuga persónuleika þannig
að áhorfendur geta auðveldlega
samsamað sig með einhverri þeirra,
eða fundið eitthvað af sér í þeim
öllum. Jo er aðalpersónan, hana
dreymir um að verða rithöfundur
og skrifar m.a. leikrit sem hún vél-
ar alla fjölskyldumeðlimi til að
leika í. Hún er með eindæmum
sjálfstæð og þver og hefur megn-
ustu óbeit á þeim kröfum sem sam-
félagið gerir til kvenna. Jo er líka
hvatvís og uppstökk og þarf í gegn-
um söguna að læra að hafa hemil á
skapofsanum í sér.
Móðir systranna, sem er alltaf
kölluð Marmee, stjórnar heimilinu
á meðan faðir stúlknanna er í borg-
arastríðinu. Marmee er virk í góð-
gerðarstarfi og fórnfýsi og góð-
mennska einkenna persónuleika
hennar. Raunar er gefið í skyn að
ástæðan fyrir því að fjölskyldan,
sem er af efri stéttum en er samt
tiltölulega fátæk, hafi komið sér í
þá stöðu með því að gefa svo mikið
af sér. Í næsta húsi býr hins vegar
hinn vellauðugi Hr. Laurence,
ásamt litla frænda sínum, Theodore
Laurence. Frændinn litli er heldur
betur spenntur fyrir systrunum og
þær eru sömuleiðis ánægðar með
athyglina frá Theodore, eða Laurie,
eins og þær kalla hann.
Laurie heillast sérstaklega af Jo,
sem áhorfendur geta getið sér til
um að muni enda með ósköpum, því
Jo er staðráðin í að verða rithöf-
undur og pipra fyrir lífstíð. Líkt og
góðu búningadrama sæmir fjallar
sagan að miklu leyti um samskipti
kynjanna og hina eilífu togstreitu:
á kona að gifast ástarinnar vegna
eða til að tryggja sér efnahagslegt
öryggi? Og hvað ef kona vill bara
alls ekki giftast?
Greta Gerwig kýs að segja sög-
una ekki línulega. Líkt og fyrr seg-
ir kom bókin út í tveimur hlutum,
sá fyrri á sér stað þegar Jo er 15
ára og seinni hlutinn hefst þremur
árum seinna. Myndin flakkar á
milli þessara tveggja hluta og
stundum er tímaflakkið ofurlítið
óskýrt. Áhorfendur ættu þó í flest-
um tilfellum að átta sig á hvar þeir
eru staddir, það helsta sem greinir
tímabilin að er litgreiningin, for-
tíðin er í rósagylltum blæ á meðan
samtíminn er dekkri og temprað-
ari. Með tímaflakksaðferðinni skap-
ast auðvitað líka hætta á því að
tapa niður spennunni, því við sjáum
gjarnan afleiðingarnar áður en við
sjáum orsökina. Á heildina litið
virkar þessi frásagnaraðferð samt
prýðilega.
Það er ýmislegt sem persóna Jo
á sameiginlegt með höfundi
bókarinnar, Louisu May Alcott, og
Greta Gerwig kýs að magna upp
þessi líkindi. Í myndinni fer Jo til
að mynda nokkrum sinnum á fund
útgefanda síns og eru þessir hlutar
miklu frekar byggðir á lífi Alcott en
skáldverkinu. Í þessum söguheimi
er s.s. enginn munur á Alcott og Jo,
hér er það Jo sem er höfundur
Little Women og myndin fjallar um
tilurð hennar sem listamanns í
heimi þar sem allt vinnur gegn
henni. Ekki nóg með að erfitt sé
fyrir hana að koma sér á framfæri
kyns síns vegna heldur er hún
beinlínis að stofna fjölskyldu sinni í
hættu með því að kjósa að vinna
fyrir sér frekar en að giftast til
fjár. Þar með er femíníski vinkill-
inn dreginn fram og lögð áhersla á
að Jo sé ekki bara röggsöm og upp-
reisnargjörn persóna, hún er fem-
ínísk hetja og fyrirmynd, kona sem
ryður sér til rúms sem listamaður í
kúgandi heimi. Þetta verður vita-
skuld sjálfsvísandi, þar sem
handritsaðlögun og leikstjórn er
unnin af konu í einhverjum karl-
lægasta geira sem fyrirfinnst:
bandarískri kvikmyndagerð.
Myndin er þroskasaga systr-
anna, sem fara frá því að vera litlar
konur í að verða stórar konur.
Þetta er líka þroskasaga lista-
manns, saga sem skoðar muninn á
því að fremja list og að starfa sem
listamaður. Að verða starfandi
listamaður felst ekki bara í því að
elta drauminn, það snýst líka um að
fórna ýmsu og stíga hinn ómögu-
lega línudans milli þess að vinna af
heilindum og að þóknast markaðs-
öflunum. Gerwig tekur sjálf þátt í
slíkum línudansi með því að snúa
upp á endalok sögunnar, þar sem
látið er í veðri vaka að Jo (eða Al-
cott) hafi verið neydd til þess að
láta myndina enda á hefðbundum
og þar með nokkuð klisjukenndum
nótum. Myndin endar á þann hátt
sem lesendur þekkja en með viss-
um fyrirvara um að kannski hafi
þetta bara alls ekkert farið svona.
Þar með er endirinn öllum þóknan-
legur, bæði þeim sem þrá sinn
„happy ending“ og þeim sem hafa
óbeit á svoleiðis sírópi. Myndin get-
ur sem sé bæði „átt kökuna og
borðað hana“, eins og enska mál-
tækið segir.
Little Women er reglulega
skemmtileg kvikmynd byggð á
sígildri sögu. Þetta er falleg og vel
gerð mynd og leikararnir eru virki-
lega fínir. Saoirse Ronan er flott í
hlutverki Jo en Florence Pugh og
Timotée Chalamet stela senunni í
hlutverkum Amy og Laurie. Emma
Watson er líka ansi góð en tekst
ekki alveg að dylja sinn firnasterka
enska hreim, ekki jafnvel og
Saoirse tekst að fela sinn írska
hreim í það minnsta. Hér eru ekki
teknar gríðarmiklar áhættur en
sagan er þó vegin og metin út frá
gildum samtímans og brugðið er á
leik með frásagnarformið, sem
tekst bara ansi vel.
Þroskasaga listamanns
Áhættur „Hér eru ekki teknar gríðarmiklar áhættur en sagan er þó vegin
og metin út frá gildum samtímans og brugðið er á leik með frásagnar-
formið,“ segir gagnrýnandi meðal annars um Little Women.
Smárabíó, Borgarbíó og
Háskólabíó
Little Women bbbbn
Leikstjórn og handrit: Greta Gerwig.
Kvikmyndataka: Yorick Le Saux. Klipp-
ing: Nick Houy. Aðalhlutverk: Saoirse
Ronan, Florence Pugh, Emma Watson,
Laura Dern, Timothée Chalamet, Eliza
Scanlen og Meryl Streep. 135 mín.
Bandaríkin, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Nú er ljóst hver þorri listamann-
anna er sem kemur fram á næstu
Iceland Airwaves-hátíð sem verður
haldin 4. til 7. nóvember næstkom-
andi í miðborg Reykjavíkur. Meðal
erlendra listamanna verða hin
ástralska Courtney Barnett, sem
kemur í tvígang fram í Fríkirkj-
unni ein á sviði, hljómsveitin Black
Pumas sem hlaut tilnefningu til
Grammy-verðlauna sem besta nýja
hljómsveitin, og breska hljóm-
sveitin Metronomy sem hefur verið
vinsæl í um áratug og þykir afar
góð tónleikasveit.
Af íslenskum hljómsveitum má
nefnda að Benni Hemm Hemm
kemur fram á hátíðinni í fyrsta
sinn í mörg ár, og sama má segja
um Sin Fang. Þá troða Reykja-
víkurdætur upp. Í tilkynningu frá
skipuleggjendum um þá sem koma
fram segir jafnframt: „Indí rokkið
verður sterkt á hátíðinni í ár en
böndin Squid, Dry Cleaning, The
Murder Capital, BSÍ og Pale Moon
eru öll á hraðri uppleið hér- og er-
lendis. Framtíðarpoppið mætir líka
en K.óla, Kiryama Family, Tami T,
gugusar, Dorian Electra og Lynks
Afrikka koma fram. Tami T hefur
lengi unnið og túrað með Fever
Ray og gugusar er ein yngsta og
efnilegasta raftónlistarkona Ís-
lands.“
Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Snýr aftur Benni Hemm Hemm treður upp
á Iceland Airwaves eftir langt hlé.
Kynna flytjendur
á Airwaves í haust