Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020 Beðið í kuldanum Það var napurt í veðri í höfuðborginni í gær og mátti sjá ferðamenn skýla sér fyrir kuldanum þar sem þeir biðu með ferðatöskur sínar eftir rútu við Hallgrímskirkju. Kristinn Magnússon Einlægt má spyrja hvað veldur fram- förum. Hver var for- senda þess að mann- kynið komst úr sjálfsþurftarbúskap í framleiðsluhagkerfi? Og síðan úr fram- leiðsluhagkerfi í þjón- ustuhagkerfi? Með framleiðslu- og þjón- ustuhagkerfum verður verkaskipting og að- skilnaður milli heimilisins og at- vinnustarfsemi. Til þess að fá vitn- eskju um árangurinn þarf að semja skipuleg reikningsskil. Það þarf hlið- aratvinnugreinar til að þjóna fram- leiðslugreinum. Þá verða tækni- framfarir. Samfara tækniframförum verða framfarir í vísindum. Þær framfarir eru mælanlegar í aldri og líðan einstaklinga. Þar undir falla lyf og bætt heilsa. Grámygla Einhverjir kunna að sjá hvað maðurinn er að fara. Allt eru þetta forsendur auðhyggju sem á ensku nefnist „capitalism“. Vinur minn, sem lagði stund á nám í Berlín, sagð- ist alltaf hafa vitað hvenær hann var kominn yfir Austur-Þýskaland í flugvél. Þá breyttist litur á landi úr grænu í grátt. Grámyglan var tákn og afleiðing af umhverfishyggju sósíalisma í Austur-Þýsklandi. Þar sáust í lit yfirburðir auðhyggju fram yfir kommúnisma eða sósíalisma. Þessu svarar vinstra fólk á þann veg að sósíalisminn hafi ekki verið rétt framkvæmdur. Sennilega enn á til- raunastigi. Fáum hugtökum hefur verið nauðgað jafn mikið og auðhyggju, með því að jaska út orðinu kapítal- isma og kenna kapítalisma um allt sem aflaga fer. Auðhyggja og frjáls hugsun er forsenda framfara. Þar til hliðar er starfsemi fjár- málafyrirtækja og vá- tryggingafélaga, til að miðla fjármagni og draga úr áhættu. Hlutafélagið Til þess að vinna saman töldu menn það vænlegt til árangurs að leggja í félagsskap með takmarkaðri ábyrgð. Upphaflega voru það hollenskir kaupmenn sem lögðu í félagsskap með takmarkaðri ábyrgð hlutafélags. Ábyrgðin tak- markaðist við það sem lagt var fram við stofnun félagsins eða á starfs- tíma þess. Framlagið á að greiðast til baka með arði eða við sölu. Arður miðast við hlutfallslega eign og sölu- verð miðast við áætlun á verðmæti hlutarins. Sú áætlun byggist á hlut- deild í eignum félagsins og framtíð- artekjum. Arðgreiðsla og endursala eru ekki skilyrðislaus þegar um hlutabréf er að ræða. Afborgun og vextir eru skilyrðislaus samkvæmt ákvæðum skuldabréfs. Í dómi hæstaréttar frá 2009 segir: „Ef frá er talin málsástæða hans, sem lýtur að broti gegn reglum um jafnræði hluthafa og afstaða hefur þegar verið tekin til, er þeim það sammerkt að þær eru reistar á ávirðingum í garð áfrýjenda vegna starfa þeirra í stjórn Glitnis banka hf., sem gætu ef réttar væru fellt á þau skaðabótaábyrgð gagnvart fé- laginu eða eftir atvikum refsiábyrgð, en ekki skaðabótaskyldu gagnvart einstökum hluthöfum. Verða áfrýj- endur því sýknuð af kröfum stefnda.“ Þennan texta lesa fræðimenn svo að hluthafinn eigi aðeins hlutabréfið en ekki hlutdeild í óskiptri sameign hlutafélagsins. Þannig eru fullkomin skil á milli hluthafans og hluta- félagsins. Í þessu máli lýstu allir stjórn- armenn Glitnis hf. því yfir að kaupin á hlutabréfum af fráfarandi banka- stjóra voru gerð til að koma í veg fyrir að bréfin færu á markað og að verð þeirra myndi lækka. Þær yf- irlýsingar dugðu ekki til að stofna til skaðabótaskyldu gagnvart öðrum hluthöfum, sem voru tjónaþolar í alt- jóni þegar Glitnir fór í þrot. Ótilhlýðilegir hagsmunir Hlutafélagsformið hefur þróast með löggjöf í öllum löndum. Þróunin er byggð á verndarsjónarmiðum. Þeir sem njóta verndar eru kröfu- hafar, lánardrottnar hlutafélagsins. Þá eru einnig ákvæði um að enginn hluthafi geti aflað sér ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hlut- hafa. Þannig segir í 76. gr. hluta- félagalaga: „Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstaf- anir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótil- hlýðilegra hagsmuna á kostnað ann- arra hluthafa eða félagsins. Félagsstjórn og framkvæmda- stjóri mega ekki framfylgja ákvörð- unum hluthafafundar eða annarra stjórnaraðila félagsins ef ákvarðan- irnar eru ógildar vegna þess að þær brjóta í bága við lög eða félags- samþykktir.“ Og einnig segir í 95. gr. hluta- félagalaga; Hluthafafundur má ekki taka ákvörðun sem er fallin til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. Á mannamáli fjalla þessar greinar um jafnræði með hluthöfum. Í raun byggjast hlutafélagalög á siðrænum gildum gagnvart samfélagi og hags- munaaðilum Þá er einnig fjallað um samfélags- lega ábyrgð hlutafélaga. Þar eru fræðimenn alls ekki á eitt sáttir. Þau sjónarmið hafa komið fram að hluta- félög geti ekki borið samfélagslega ábyrgð. Það séu aðeins ein- staklingar, sem geti borið slíka ábyrgð. Vissulega geta aðeins ein- staklingar borið refsiábyrgð en félög geta borið fébótaábyrgð. Nýleg málaferli og dómar Það er kunnara en frá þarf að segja að á þeim árum sem liðu frá því íslenska ríkið seldi Landsbanka og Búnaðarbanka var stunduð markaðsmisnotkun í viðskiptum með hlutabréf í bönkunum, rétt eins og í Glitni hf. Þegar íslenska ríkið „seldi Hauck & Aufhauser“ hlut í Búnaðarbankanum lagði annar banki til fjármagn til kaupanna án áhættu kaupandans, sem fór út úr viðskiptunum með um 90 milljónir USD og 20% eignarhlut í Kaupþingi hf. án þess að hafa nokkru sinn lagt fram krónu eða tekið nokkra áhættu. Lífeyrissjóðir og litlir hluthafar voru blekktir til að leggja fram pen- inga og urðu fyrir altjóni þegar markaðsmisnotkunarblaðran sprakk og í ljós kom að fegurðin var eins og gljáfægður hlandkoppur. Það gengur illa að koma dóm- stólum í skilning um afleiðingar markaðsmisnotkunar fyrir aðra hluthafa. Hluthafar, sem voru blekktir til að kaupa og eiga hluti í Landbankanum voru í svipaðri stöðu. Meginhlut- hafar keyptu bankann að hluta til með láni frá Búnaðarbankanum og duldu sína eignarhluti með því að fela þá í aflandsfélögum. Að réttu lagi átti að skylda meginhluthafana í Landsbankanum til að kaupa af öðr- um hluthöfum vegna eignarhluta sinna. En illa gengur að koma máli, sem fjallar um yfirtökuskyldu í gegnum dómstóla. Þetta er enn eitt dæmið um veika réttarstöðu hlut- hafa. Réttarstaða hluthafa Á árum efir hrun hefur það ekki skýrst eða skánað á hvern veg á að vernda hluthafa. Endurskoðendur, kosnir af hlut- höfum, hafa ávallt gætt hagsmuna stjórnenda og stjórnarmanna. Líkt og sálsjúkir menn segja geðlækni aldrei allan sannleikann, þá segja endurskoðendur hluthöfum aldrei allan sannleikann. Bústjórar þrotabúa gæta aðeins hagsmuna kröfuhafa. Stjórnarmenn gættu ekki hags- muna hluthafa í hlutafélagi á meðan það var starfandi fyrir þrot. Því er það spurning hvort ein- staklingar og lífeyrissjóðir geta tek- ið þátt í hlutabréfaviðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði, þ.e. í kauphallarviðskiptum. Til þess að hægt sé að eiga við- skipti þarf traust. Á þeim árum, sem eru liðin frá hruni bankanna, hafa ekki orðið þær grundvallarbreyt- ingar í viðskiptalífi, að traust hafi skapast. Eins og skáld eitt sagði: Ég þreytti lengi knattleik við sifjalið Satans og séð hefur engi þvílíkan djöflagang. Ég varðist einn á vallarhelmingi mínum með vindstöðu beint í fang. Í ljósi alls þessa er þá hægt að reikna með því að ódrukknir ein- staklingar kaupi hlutabréf með þeirri réttarvernd, sem nú ríkir? Eftir Vilhjálm Bjarnason » Líkt og sálsjúkir menn segja geð- lækni aldrei allan sannleikann, þá segja endurskoðendur hlut- höfum aldrei allan sannleikann. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Hagsmunir hluthafa og sifjalið Satans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.