Morgunblaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2020
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Samdráttur í sölu nýrra bifreiða í Kína í janúar
nam 18 prósentum samkvæmt bráðabirgðatölum
sem birtar hafa verið. Ekki er þó kórónu-
faraldrinum þar einum um að kenna því sam-
kvæmt Reuters-fréttastofunni var janúar
nítjándi mánuðurinn í röð sem sölutölur stefna
niður á við á kínverskum bílamarkaði.
Kínverska nýárið á hér einnig hlut að máli, þar
sem frídagar kringum það voru fyrr á ferð en á
síðasta ári, og í hinn endann á kórónuveiran sök-
ina, þar sem víða um Kína framlengdu vinnu-
staðir áramótafríið vegna smithættu.
Dregur úr eldsneytisnotkun
Mestur varð samdrátturinn í sölu rafmagns-
bíla og annarra í flokki svokallaðra nýorkuöku-
tækja. Innan þess flokks hrundi salan um 54,4
prósent og var á niðurleið sjöunda mánuðinn í
röð. „Við áætlum að fjölgun hátíðarfrídaga og
skortur á vinnuafli og varahlutum vegna kórónu-
veirunnar muni hafa áhrif á framleiðslu yfir einn-
ar milljónar ökutækja,“ sagði Chen Shihua, tals-
maður samtaka bifreiðaframleiðenda í Kína, í
gær.
Tæp níu prósent bifreiðaframleiðslu Kínverja
eru í Hubei-héraðinu, þar sem faraldurinn hófst,
og hefur framleiðandinn Dongfeng Motor Group,
sem Mao Zedong stofnaði árið 1969, sagst ætla
að bíða enn um sinn með að hefja starfsemi á ný.
Á sama tíma dregur einnig úr eldsneytisnotk-
un og hafði AFP-fréttastofan það eftir Alþjóða-
orkustofnuninni, IEA, í gær að í fyrsta sinn í
rúman áratug drægi úr spurn eftir olíu á fyrsta
fjórðungi nýhafins árs. „Reiknað er með að eftir-
spurnin minnki um sem nemur 435.000 tunnum,“
sagði í tilkynningu frá stofnuninni.
Stofnunin spáir því þó að eftirspurnin aukist
þegar litið sé til ársins í heild og þegar tekist hafi
að hemja útbreiðslu veirunnar. Spáin fyrir árið er
þó hófleg og reiknar stofnunin með að olíunotkun
muni nema 825.000 tunnum á dag að meðaltali,
sem er minnsta neysluaukning milli ára síðan
2011.
IEA telur efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar
verða mun meiri en SARS-faraldursins árið 2003.
Þótt brugðist hafi verið mun hraðar við kórónu-
veirunni og ráðstafanir verið gerðar fyrr til að
hefta útbreiðslu hennar muni efnahagsþróun
heimsins síðan 2003 gera það að verkum að
hægagangurinn sem faraldurinn skapar í Kína
hafi mun víðtækari áhrif á efnahag heimsins árið
2020.
Skera enn frekar niður
OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, og banda-
lagsríki þeirra, þar á meðal Rússland, tóku í lok
síðasta árs ákvörðun um að draga úr olíufram-
leiðslu sinni vegna aukinnar framleiðslu Banda-
ríkjanna og forðast þar með umframbirgðir og
verðlækkanir. Ríkin, sem að meðtöldum banda-
lagsríkjunum kallast OPEC+, gera nú ráð fyrir
að skera framleiðsluna enn frekar niður, um sem
nemur 600.000 tunnum á dag, til að mæta minni
eftirspurn.
Samkvæmt mati IEA fellur spurn eftir hráolíu
úr 29,4 milljónum tunna dag hvern á lokafjórð-
ungi ársins 2019 niður í 27,2 milljónir á fyrsta
fjórðungi þessa árs.
Kaupa fimmtungi færri bíla
Sala nýorkuökutækja hrynur í Kína og spurn eftir olíu minnkar í fyrsta sinn í áratug
AFP
Með grímur Farþegar í neðanjarðarlest í
Shanghai í Kína báru andlitsgrímur í gær.
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur nú hug
á að koma fólki til tunglsins á ný eftir 50 ára hlé og í
þetta skiptið af báðum kynjum. Stofnunin auglýsir á
samfélagsmiðlinum Twitter eftir umsóknum frá
áhugasömum tunglförum undir yfirskriftinni „Þarftu
rými?“ eða „Need some space?“ og tekur við þeim
tímabilið 2. til 31. mars. Auk þess að eiga sér feril
tengdan vísindum og hafa lokið minnst þúsund flug-
tímum þurfa umsækjendur að vera bandarískir ríkis-
borgarar en NASA tekur þó við umsóknum frá fólki
með tvöfalt ríkisfang.
Áhugasamir tunglfarar óskast
Geimferðir NASA er
að ráða geimfara.
Í dag opnar Guggenheim-lista-
safnið í Bilbao á Spáni sýningu á
verkum listamannsins Ólafs Elías-
sonar undir yfirskriftinni In real
life, Í lífsins raun, og verður sýn-
ingin opin til 21. júní. Hún er haldin
í samstarfi við Tate-nýlistasafnið
og verða sýningargripir eftir því
sem greint er frá í sýningarskrá 30
verk Ólafs tímabilið 1990 til 2020.
Enn fremur segir að verkin 30
gefi „nýja sýn á hvernig við stýrum
og skynjum umhverfi okkar sem
endurspeglar hin mikilvægu mál-
efni samtímans“. Leiðarstefið í list-
sköpun Ólafs sé umhyggja hans í
garð náttúrunnar, innblásin af tíma
hans á Íslandi, rannsóknir hans á
sviði rúmfræði og það hvernig við
skynjum og mótum umhverfið.
Meðal verka á sýningunni verða
höggmyndir, ljósmyndir, málverk
og innsetningar og á myndinni sést
ein slík. AFP
Ólafur Elías-
son sýnir í
Guggenheim
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
BraunThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7 Tunguhálsi 10
Sími 415 4000
www.kemi.is
kemi@kemi.is