Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 4
Hrafnhildur á að baki langanferil í arkitektúr en húnlærði í Danmörku og Bandaríkjunum og hefur nú búið og starfað í London í sextán ár. Síðan 2009 er hún stofnandi og framkvæmda- stjóri JCA- arkitektastof- unnar sem sér- hæfir sig í verkefnum tengdum heil- brigðisgeiranum. Í gegnum árin hefur hún unnið að hönnun stórra spítala og heilbrigðisstofnana víða um heim; í Skandinavíu, Bretlandi, Sviss, Suður-Afríku og Palestínu svo einhver dæmi séu tekin. „Mig hafði alltaf dreymt um að vinna að svona verkefnum. Þetta eru svo heillandi viðfangsefni og snerta á svo mörgum flötum; skipulags- málum, borgarmálum og umhverfis- málum, auk klínísks skipulags. Spít- ali er bygging sem inniheldur í raun allar tegundir húsnæðis. Auk klín- ískra svæða eru skrifstofur, hótel- þjónusta, kennslurými, veitinga- staðir og margt fleira. Þetta er míkróheimur,“ segir Hrafnhildur og segist hafa með árunum öðlast dýr- mæta reynslu á þessu krefjandi sviði. „Þetta er erfitt starf; það er ein- faldara að hanna til dæmis íbúðar- hús eða einn veitingastað sem tekur ef til vill þrjá til tólf mánuði að rísa. Þessi verkefni taka mörg ár,“ segir Hrafnhildur. „Hér í Bretlandi, í kjölfar fjár- málakrísunnar, hefur verið tíu ára stöðnun í uppbyggingu stórra sjúkrahúsa þannig að við höfum unnið mikið erlendis. En nú erum við með nýjan forsætisráðherra sem lofar yfir fjörutíu nýjum sjúkra- húsum á næstu tuttugu árum. Von- andi tekst að nýta þetta spennandi tækifæri til að læra af reynslu síð- ustu 25 ára og þróa næstu kynslóð sjúkrahúsa og heilbrigðisbygginga sem svara þeim áskorunum sem heilbrigðiskerfi framtíðarinnar standa frammi fyrir.“ Vond áhrif á heilsu og bata Hvað eruð þið lengi að hanna einn stóran spítala? „Já, þetta er frábær spurning,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hún tekur sem dæmi að þau hafi hannað 59.000 fermetra krabba- meinssjúkrahús fyrir ríkisstjórn Palestínu og voru beðin um að klára verkefnið til útboðs á 12 mánuðum. „Við bara hristum höfuðið og sögðum að það væri ekki hægt, en þetta var skilyrðið. Við getum í sjálfu sér hannað sjúkrahús mjög hratt en reynslan segir okkur að taf- irnar eiga það til að vera á hlið kúnn- ans sem oft er óreyndur í fram- kvæmd svo stórra verkefna og gerir sér ekki fulla grein fyrir ferlinu. Svo spila fjármunir inn í. Þótt við séum í grunninn arkitektar þá gerir löng reynsla okkur kleift að aðstoða við- skiptavini við verkefnisstjórn og strategíska vinnu. Þannig að við er- um líka ráðgjafar,“ segir hún. Hrafnhildur segir að við hönnum spítala þurfi að huga bæði að þörfum starfsfólks, sjúklinga og aðstand- enda. „Það hefur orðið breyting á síðustu árum að nú er krafa að fólk njóti friðhelgi einkalífsins og fái að vera í sérherbergi. Það hefur verið togstreita og er kannski enn hjá starfsfólki vegna þess. Hjúkrunar- fræðingum finnst þeir missa yfirsýn; þetta breytir þeirra hlutverki. Þetta verður meira eins og hótelþjónusta og valdahlutfallið breytist. Sumir hafa áhyggjur af því að þurfa að ganga meira, en sjúkrahúsin stækka ef allir fá sérherbergi. En það er ljóst að ekki er hægt að setja marga sjúklinga með mismunandi þarfir í sama herbergi. Það er barn síns tíma og hefur vond áhrif á heilsu fólks og bataferlið. Gott umhverfi er ein auðveldasta leiðin til að bæta upplifun sjúk- linga,“ segir Hrafnhildur og bætir við að eins þurfi umhverfi starfsfólksins að vera gott og hæfa starfseminni. „Heilbrigðisstarfs- fólk sættir sig oft við aðstæður sem til dæmis starfs- maður í banka myndi aldrei sætta sig við,“ segir hún. „Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að heyra hvernig aðstæðurnar eru heima; þetta er óskiljanlegt. Land eins og Ísland á vera leiðandi í ný- sköpun og í því að hugsa hlutina út frá heilsu. Góð heilsa er það sem skiptir máli og ef á að fókusera á það þarf að fara að horfa á hlutina öðrum augum.“ Eins og heilsuþorp Nú stendur yfir samkeppni um hönnun á nýrri og betri Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði og situr Hrafnhildur í dómnefnd ásamt fjór- um öðrum. Skilafrestur er til 22. apríl. „Þetta er mjög spennandi verk- efni. Stór hluti húsnæðisins er kom- inn til ára sinna. Þarna er boðið upp á heildræna nálgun í meðferð sjúk- linga byggðri á hreyfingu, hvíld, hollri næringu, tengslum við náttúr- una og góðum mannlegum sam- skiptum. Þessi staður breytir öllu fyrir marga sjúklinga; sérstaklega fyrir þá sem eru með vandskil- greinda kvilla sem falla illa að sér- fræðivæðingu heilbrigðiskerfisins,“ segir Hrafnhildur. „Í framtíðinni verður þessa heild- ræna nálgun að koma í auknum mæli inn í heilbrigðiskerfið. En hér höfum við stofnun sem hefur starfað á þessum grundvelli í langan tíma og þess vegna er svo gríðarlega spenn- andi að sjá hvaða tillögur koma. Þarna er raunverulegt tækifæri til nýsköpunar með sjálfbærni og um- hverfisvæna hönnun að leiðarljósi. Í heimi þar sem loftslagsbreytingar hafa verið skilgreindar sem stærsta heilbrigðisógn mannskyns fá svona verkefni nýja vídd,“ segir hún en þess má geta að Hrafnhildur hefur verið ráðgjafi fyrir Heilsustofnunina við undirbúning verklýsingarinnar. Langaði þig ekkert til að teikna þetta sjálf? „Jú! En maður verður að velja annað hvort og í auknum mæli finnst mér jafn áhugavert að hjálpa viðskiptavinum að byrja á réttum stað,“ segir Hrafn- hildur og bendir á að keppendur geti annaðhvort hannað alveg nýja Heilsustofnun eða byggt við. Einnig er fyrirhugað að byggja íbúðir fyrir 55 ára og eldri í kring þar sem íbú- um verður boðið upp á að sækja sér ýmsa þjónustu hjá Heilsustofnun. „Þetta verður heilsuþorp. Þarna er líka gert ráð fyrir heilsudvalar- stað, en samt með þann möguleika fyrir viðskiptavininn að nýta sér þá sérfræðiþekkingu sem starfsfólk Heilsustofnunar býr yfir. Þannig að það verður tenging þar á milli. Svo verður nýja tillagan að vera þannig að byggingarframkvæmdir raski ekki starfseminni. Sem er mjög vandasamt, en dvalargestirnir þurfa ró og næði, það er jú hluti meðferð- arinnar,“ segir hún. „Sjúklingar vilja flestir það sama. Þeir vilja skjóta lækningu en þeir vilja líka umhverfi sem veldur ekki óþarfa skaða, kvíða, ringulreið, há- vaða og svefnleysi eða skortir nauð- synlega friðhelgi einkalífsins,“ segir Hrafnhildur og segist bæði bjartsýn og spennt fyrir framtíð Heilsustofn- unarinnar í Hveragerði. „Það eru allar forsendur fyrir því að þetta muni lukkast mjög vel.“ Spítali er míkróheimur Hrafnhildur Ólafsdóttir arkitekt er með 20 ára reynslu í hönnun og skipulagi spítala og heil- brigðisstofnana. Hún situr nú í dómnefnd fyrir samkeppni um nýja Heilsustofnun sem verður einn dag að litlu heilsuþorpi í Hveragerði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hér má sjá Nelson Mandela-barnaspítalann í Jóhannesarborg sem arkitektastofa Hrafnhildar teiknaði. Hrafnhildur Ólafsdóttir ’ Sjúklingar viljaflestir það sama.Þeir vilja skjóta lækn-ingu en þeir vilja líka umhverfi sem veldur ekki óþarfa skaða, kvíða, ringulreið, há- vaða og svefnleysi eða skortir nauðsynlega friðhelgi einkalífsins. HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.