Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020
K
órónuvírusinn kemur víða við. Og
umræðan um veikina sem hann
veldur fer líka út og suður. Sumir
tala um svarta dauða í sömu
andrá. Þar er þá heldur betur vel
í lagt.
Sóttkví í hálfa öld
En af því tilefni taldi einhver þó þar sem svarti
dauði væri nefndur að sá ódámur gæti hins vegar
bent til þess að vopn einangrunar sem mest er
brúkað í baráttunni við vírusinn núna sé ólíklegt til
að duga.
Svarti dauði hrelldi Evrópumenn um miðja 14. öld
en þar sem við vorum svo órafjarri lagði hann ekki
til Íslendinga fyrr en hálfri öld síðar og varð hrylli-
lega vel ágengt, hvað sem svo langri einangrun leið.
Vera má að sagnfræði og læknavísindi kunni ein-
falda skýringu á þessu dæmi.
Nú er látið eins og 14 dagar í sóttkví muni duga til
þess sem hálf öld gerði ekki þá.
Þessi texti ber með sér að hann er óraleið frá vís-
indalegum vangaveltum en margar spurningar utan
þeirra vakna þegar svo mjög er spilað á óvissu og
ótta sem misöruggar og ófullnægjandi upplýsingar
kveikja.
Og svo hitt
En þeir eru líka til sem sletta í góm og spyrja hvaða
læti þetta séu eiginlega. Þetta sé ekki annað en skít-
ur í bollabroti.
Okkar heimshluti fái árlega sína flensu og hver
einasta þeirra komi frá Kína. Milljónir manna sýkist
um allan heim og deyi í tugþúsundatali, líka þeir
sem fái „flensusprautu“.
Það er sagt misjafnt eftir árum hversu forvörnin
gegn flensunni lukkast en fullyrt er að jafnvel þegar
hún hittir ekki í miðju marksins þá dragi hún veru-
lega úr virkni pestarinnar.
Og eins og gildir um kórónuveiruna er jafnan
hamrað á því að aldraðir og þeir sem eru með
minnkandi mótstöðu af öðrum ástæðum séu nánast
þeir einu sem séu í raunverulegri hættu.
Í fréttum heyrðist þeirri tölu slegið fram að um
200 þúsund manns dæju árlega af völdum venjulegr-
ar flensu en þó væri ekki auðvelt að greina hvort al-
menn vosbúð, ellimæði eða flensan réði mestu um
þau úrslit. Manni er spurn hvort rétt sé að hver ein-
asta hefðbundin flensa komi frá Kína og þá af
hverju og hvort kórónuhvellurinn sé bara bónus
þetta árið.
Ná þeir honum loksins?
Í Bandaríkjunum binda mestu áhugamenn um að
koma Donald Trump fyrir pólitískt kattarnef nú
vonir við það að kórónuveirunni takist það sem
FBI, CIA og hinar átján leyniþjónustur réðu ekki
við.
Það er reyndar þekkt að óvænt fjöldamorð í skól-
um eða matvörumörkuðum og stórbrotnar afleið-
ingar ofsaveðra eins og stormurinn Katrina eru
dæmi um, geti veikt sitjandi forseta illa. Ekki er þá
verið að gera því skóna að viðkomandi beri beina
ábyrgð á ódæðunum eða veðurofsanum. Það er
fremur hitt að hann eða stjórnvöld sem undir hann
heyra hafi brugðist klaufalega við. Katrina, sem fór
mikinn í Louisiana og einkum þá New Orleans,
þótti veikja stöðu Bush yngri stórlega. Ekki er svo
sem vitað hvað Bush forseti hefði getað gert öðru-
vísi því að svona stormar gera minna með Hvíta
húsið en aðrir vindverkir og upphlaup þar vestra.
En hamast var á því að Bush hefði dregið úr
hömlu að láta forsetavélina fljúga með sig og frétta-
mannastóðið yfir flóðasvæðið, þótt allir viti að sá
sýndargerningur hefði engu breytt. Þá var forset-
inn seinheppinn þegar að hann hitti yfirmann hinna
opinberu almannavarna landsins og þakkaði honum
fyrir frábær viðbrögð þegar að öll spjót stóðu á
stofnuninni sem þótti bregðast allt of seint og illa
við. Með því tók forsetinn allan aumingjadóminn í
eigið fang.
Bush hafði réttilega bent á það að hefði forseta-
vélin sveimað yfir flóðasvæðinu og svo lent fjarri at-
burðunum og þaðan hefði þyrluger farið með fylgd-
arliði og öryggisgæslu og hundrað fréttamönnum
frá tuttugu sjónvarpsstöðvum í jafnmörgum þyrlum
þá hefði það þýtt að þúsundir lögreglu- og björg-
unarmanna hefðu þurft að hverfa frá brýnustu
verkum til að snúast í kringum forseta Bandaríkj-
anna og það sem honum fylgir. Allt var þetta rétt
hjá Bush en fjölmiðlar voru samdóma um að þetta
væru gagnslitlar „afsakanir“ af hans hálfu.
Svo fór að stormurinn Katrina reyndist sá sem
valdið hefur mestu fjárhagstjóni og var talið að það
hefði ekki verið minna en 125 milljarðar dollara. Til
samanburðar er Bloomberg, sem vill verða forseta-
frambjóðandi demókrata, talinn einn og sjálfur eiga
60 milljarða bandaríkjadala í handraðanum!
Gerir veiran útslagið?
Af framangreindum ástæðum er sagt að demókratar
bindi vonir við kórónuvírusinn. Þeir telja að Trump
hafi gefið höggstað á sér með staðhæfingum um að
ólíklegt sé kórónuvírusinn verði að bandarísku stór-
máli. Forsetinn er sagður reyna með slíku tali að
tala hlutabréfamarkaðinn upp á ný svo að hin sterka
ímynd hans og fjármálastyrksins sem hann hafi
fengið lof fyrir veikist ekki.
Færi svo að útbreiðsla veikinnar yrði hraðari og
meiri en ráðgjafar forsetans ætla nú gætu andstæð-
ingarnir auðveldlega sett þær fréttaskýringar á flug
að vegna óraunsæis forsetans hefði ekki verið gripið
til nauðsynlegra aðgerða og þess vegna allt farið svo
illa.
En Trump hefur reyndar vara á sér og veit að
hans gömlu flokksbræður í Demókrataflokknum
telja allt hey í harðindum og munu jafnvel nýta kín-
verska hitasótt ef annað bregst. Hann tilkynnti því á
blaðamannafundi sínum að kórónuvírusinn hefði nú
verið færður með sérstöku forsetabréfi undir stjórn
og ábyrgð Pence varaforseta. Málið hefði því verið
fært á hæsta punkt stjórnkerfisins og því fáránlegt
að halda því fram að Hvíta húsið tæki ekki málið
föstum tökum.
Og ekki getur Pence varaforseti kvartað því að
Mætti ég fá
meira að heyra,
sagði veira
’En hvaða erindi á Sjálfstæðisflokkurinn íþetta verk sem á ekki aðra rót en í súrr-andi hatri þessara hjúa? Eina skýringin semfæst út úr stjórnkerfinu er sú að það verði að
auðvelda embættismönnum, sem nú ráða
hvarvetna ferðinni, að afsala fullveldi lands-
ins í hlutum, „þegar það er nauðsynlegt“.
Reykjavíkurbréf28.02.20