Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Síða 17
hann er fyrsti bandaríski valdamaðurinn frá því að
Georg 3. Englandskóngur var afþakkaður, sem fær
kórónu á koll sinn. En í öðru samhengi talaði Shake-
speare forðum um The Hollow Crown sem stundum
sæti vel, en spynni stundum þeim sem bæru hana
æði misgóð örlög.
Verði kórónuveiran verri en vonir þeirra í Hvíta
húsinu standa nú til mun það umsvifalaust benda öll-
um á að hafa samband við Number One Observatory
Circle, embættisbústað varaforsetans, þar sem
ábyrgðin liggur í þessu tilviki. Ef þetta fer hins veg-
ar allt vel þá mun Hvíta húsið auðvitað ekki skorast
undan ábyrgð sinni í þeim efnum.
Það er víðar brallað með ábyrgð
Umræða um lögfræðilega þætti á vegum ríkisvalds-
ins hefur veikst stórlega á síðustu árum, svo mjög að
ástæða er til að hafa af því verulegar áhyggjur. Það
er áberandi að stjórnkerfið hefur á sínum snærum
launaða lögfræðiráðgjafa sem eru þó frekar að ráð-
leggja um málflutning en veita fræðilegar upplýs-
ingar. Það er mikil afturför og að auki bæði gáleys-
isleg og heimskuleg. Ráðgjafarnir eiga að setja á
blað rök sem réttlæta undirlægjuhátt gagnvart hinu
evrópska valdi. Og það versta hefur gerst að þeir
sem áður voru reyndir og þarfir stjórnmálamenn
hafa keypt hræðslukast mislukkaðra embættis-
manna. Þar með að sjálf forsenda þess að Íslend-
ingum var fært að samþykkja EES-samninginn forð-
um, því að það stóð tæpt, hafi horfið úr tilverunni án
þess að þinginu eða þjóðinni hefði verið sagt frá því.
Ef eitthvert vit er í ráðgjöfunum hefðu þeir allir
sem einn mælt gegn þessari forkastanlegu og óheim-
ilu afstöðu. En þegar svo er komið að menn eru ekki
annað en málflytjendur er ekkert minnsta mark á
þeim takandi nema þeir séu opinberlega í því hlut-
verki einu.
Bréfritari leyfir sér að fullyrða að hefðu hann og
aðrir séð þessa þróun á ömurlegum undirlægjuhætti
fyrir þá hefði EES-samningur sennilega aldrei verið
samþykktur. Það er fróðlegt að fara yfir þær lög-
fræðiritgerðir mætra manna sem lágu fyrir við af-
greiðsluna. Annars vegar þeirra sem eftir ítarlega
athugun töldu að vegna þess sem samningurinn
bæri með sér þá myndi samþykkt hans, þrátt fyrir
alvarlegar athugasemdir um annað, standast stjórn-
arskrá landsins. Og svo hins vegar skýrsla lögfræð-
inga sem færðu rök fyrir gagnstæðu sjónarmiði.
Þegar stærsti flokkur ríkisstjórnarinnar gekk í
fyrra þvert gegn samþykktum landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins og reyndar, svo merkilegt sem það
er, þvert gegn mjög afgerandi og tæpitungulausri
yfirlýsingu formanns flokksins á Alþingi, sem aldrei
var aftur tekin, þá var eitt og annað smálegt notað
til að auðvelda þingmönnum að snúast í málinu.
Sumt var eins og hvert annað barnalegt bull, eins og
vísun í óbindandi og þýðingarlaust snakk utanrík-
isráðherra við andlitslausan kommissara í Brussel.
Annað var þegar til viðbótar þeim lögfræðingum
sem gengið hafa svo oft í vatnið fyrir þennan vonda
málstað að þeir ná aldrei að þorna í gegn, þá voru
fengin álit sem leit út fyrir að ættu að standast
fræðilega en reyndust þegar skoðuð voru vera hluti
af málflytjendapappírum til innanhússbrúks. Margt
af þessu virtist gert beinlínis til að drekkja vönd-
uðum og þó varfærnum sjónarmiðum reyndustu
manna, eins og Stefáns Más Stefánssonar prófess-
ors, sem bersýnilega höfðu áhyggjur af glanna-
fengnum málatilbúnaði.
Skilmerkileg sjónarmið
Mjög athyglisverð og burðarmikil grein Arnars Þórs
Jónssonar, sem birtist í Morgunblaðinu nú á
fimmtudag, er á hinn bóginn mikilvæg undantekn-
ing frá þeirri léttúð sem einkennir marga lög-
fræðilega framsetningu um þessar mundir. Hún
tekur til margra þátta sem farið hafa illa úr skorð-
um síðustu misseri, svo veldur verulegum áhyggj-
um.
Á örfáum árum hafa mál þróast svo að það þykir
keppikefli að skera á þráðinn á milli valda og
ábyrgðar. Allir þeir tilburðir ganga þvert á grund-
vallaratriði stjórnarskrárinnar og reyndar eru atriði
sem tilheyra fyrstu blaðsíðu þeirrar bókar, eins og
stundum er sagt.
Mikill fengur er að þessari grein Arnars Þórs og
gæti margur haft af því gagn að kynna sér hana.
Varðandi fyrrnefnt atriði skal þessi málsgrein
nefnd: „Í viðtali RÚV við sérfræðing í Evrópurétti
sl. sumar kom fram að Ísland hefði aldrei í 25 ára
sögu EES-samningsins hafnað upptöku löggjafar.
Ástæðan að mati sérfræðingsins var sú að afleið-
ingin væri bæði „lagaleg og pólitísk óvissa“. Í þess-
ari stuttu grein sem hér birtist skal látið liggja á
milli hluta að hve miklu leyti þessi fullyrðing sér-
fræðingsins byggist á pólitísku mati fremur en lög-
fræðilegu. Frammi fyrir þessu skal þó áréttað að
EES-samningurinn geymir skýr ákvæði um neit-
unarvald.“
Kollvarpa skal stjórnarskránni
Eitt skrítnasta fyrirbæri þjóðmálanna er áráttan að
endilega þurfi að breyta hér stjórnarskránni þar
sem hér varð efnahagslegur skellur eins og á Vest-
urlöndum. Hvergi annars staðar hefur nokkrum
manni dottið í hug að þess vegna væri nauðsynlegt
gera atlögu að stjórnarskrá viðkomandi lands. Aldr-
ei hefur verið bent á eitthvað sem tengir stjórn-
arskrána við að „hér varð hrun“. Jóhanna og Stein-
grímur töldu bæði að nú hefði þeim gefist óvænt
tækifæri sem aldrei kæmi aftur til að efna til óvild-
ar og ófriðar sem nýta mætti gegn öllu því sem þau
höfðu hatast við svo lengi.
En hvaða erindi á Sjálfstæðisflokkurinn í þetta
verk sem á ekki aðra rót en í súrrandi hatri þessara
hjúa? Eina skýringin sem fæst út úr stjórnkerfinu
er sú að það verði að auðvelda embættismönnum,
sem nú ráða hvarvetna ferðinni, að afsala fullveldi
landsins í hlutum, „þegar það er nauðsynlegt“.
Bjarni vildi þveröfuga leið
Þegar Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra,
kynnti tillögur nefndar allra flokka um endurskoðun
á stjórnarskrá í ítarlegri ræðu hjá Landsmálafélag-
inu Verði í janúar 1953, sem birt var í Morgun-
blaðinu dagana á eftir, þá segir hann: „Þá bendum
við í nítjánda lagi á, að athugað verði, hvort þá að-
ferð eigi að hafa við stjórnarskrárbreytingar, að á
eftir samþykkt tveggja þinga með kosningum á milli
verði frumvarpið lagt undir þjóðaratkvæði.
Slíkt mundi auðvitað tryggja enn betur en ella, að
almenningur væri í raun og veru samþykkur stjórn-
arskrárbreytingu, en stundum mundi slík atkvæða-
greiðsla þó e.t.v. þykja nokkuð umstangsmikil.“
Þarna er augljóslega verið að hugsa um að stjórn-
arskrá og flas fari illa saman og þó einkum það, sem
er svo athyglisvert, að kjósendur þurfi helst að hafa
tvöfaldan lás. Fyrst með atkvæði í þingkosningum
og svo enn með sérstakri atkvæðagreiðslu þjóð-
arinnar um breytingarnar.
Þarf öllu að fara aftur?
Það þarf ekki.
Því það?
Morgunblaðið/RAX
1.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17