Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 28
Mér líst mjög vel á keppninaí ár, ekki síst úrslitin umhelgina. Við erum öll pínu „þunn“ ennþá eftir sigur Hatara í fyrra. Það var svo rosaleg keyrsla og athygli úti í Ísrael, auk þess sem við komumst loksins upp úr riðlinum og enduðum í tí- unda sæti. Þess vegna voru mikl- ar væntingar í ár og keppnin og RÚV hafa staðið undir þeim.“ Þetta segir Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur og stjórnarkona í Félagi áhuga- fólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, en úrslit Söngvakeppninnar 2020 fara sem kunnugt er fram í Laugardalshöll- inni í kvöld, laugardagskvöld. Að áliti Laufeyjar gengu undan- úrslitin vel fyrir sig og segir hún skipulagið á keppninni gott. Snjallt hafi verið að fá Kristjönu Stef- ánsdóttur inn sem raddþjálfara og Lee Proud til að sjá um hreyfingar keppenda. „Það er löngu uppselt á úrslitin. Það segir okkur að það er mikil eftirvænting í loftinu og þetta laugardagskvöld á eftir að verða geggjað.“ Flestir hölluðust að sigri Hatara sem vann að lokum yfirburðasigur í símakosningunni í fyrra. Að sögn Laufeyjar er spennan mun meiri að þessu sinni. „Atriðin eru miklu jafn- ari í ár, sérstaklega þau þrjú sem ég reikna með að komi til með að berj- ast um sigurinn.“ Hvaða atriði eru það? „Iva, Daði og Dimma. Fylgjendur Dimmu eru margir og þeir koma til með að kjósa sína menn eins og eng- inn sé morgundagurinn. Iva hefur komið mjög sterk til leiks með dul- úðlegum blæ og náð vel til Eurovisi- on-aðdáenda erlendis. Svo eru það Daði og Gagnamagnið með sitt ham- ingjusama popp og það er gaman að sjá að þau fela ekkert að það er kúl að vera lúði. Daði hefur svolítið verið að taka sitt flug að undanförnu og margir eru að deila laginu erlendis. Vonandi koma allir keppendur svo með sprengjur í úrslitunum en hefð er fyrir því að spara sig fyrir loka- kvöldið. Ég get varla beðið.“ Hafa engu að tapa Það er mat Laufeyjar að Nína ann- ars vegar og Ísold og Helga hins vegar eigi minni möguleika á sigri en þær hafi á hinn bóginn staðið sig gríðarlega vel. „Það er erfitt að koma nýjar inn í þessa keppni, eins og þær eru að gera, en þær hafa komið skemmtilega á óvart og hafa engu að tapa á laugardagskvöldið.“ Og hvaða lag vinnur? „Ég hef auðvitað mína skoðun á því en sem stjórnarkona í FÁSES verð ég að vera svolítið leiðinleg og dipló og hafa það fyrir mig. Alla vega svona opinberlega,“ svarar Laufey hlæjandi. Jæja, við verðum að una því. Daði var nálægt því að vinna keppnina fyrir þremur árum en Laufey segir það ekki hjálpa honum neitt að þessu sinni; þjóðin skuldi honum ekki neitt. Frekar en öðrum. „Við eigum bara að kjósa það lag sem okkur þykir best og hugsa hvorki um fortíðina né framtíðina. Það er nútíðin sem ræður. Kjósum bara í drasl og gleymum alls ekki að greiða atkvæði. Það þýðir ekkert að barma sér á sunnudaginn þegar allt er afstaðið og lagið okkar komst ekki áfram.“ Laufey er hæstánægð með kynn- ana í ár; þau Björgu Magnúsdóttur, Benedikt Valsson og Fannar Sveins- son. „Ég átta mig ekki á gagnrýn- inni á þau; þau hafa verið stórkost- leg og fengið mig til að hlæja eins og vitlausa kerlingu. Þetta hefur stund- um verið stirt gegnum tíðina en nú eru kynnarnir sannarlega komnir út úr skelinni. Atriðið með ríkisstjórn- inni var frábært, eins atriðið með Jóhannesi Hauki, svo dæmi séu tek- in.“ Beðin að horfa til Eurovision- keppninnar sjálfrar þá segir Laufey erfitt að meta möguleika Íslands. „Það eru ekki mörg lög komin fram en þetta hallar í þá átt að mikið verði af ballöðum. Litháen sendir að vísu hresst rokk/dans/indí-lag sem er strax orðið sigurstranglegt. Við sjáum hvað setur.“ Mikið um dýrðir Félagar í FÁSES gera sér að sjálf- sögðu dagamun í tilefni af Söngva- keppninni. Húllumhæið byrjaði í gærkvöldi með karókí og fyrir há- degið í dag, laugardag, verður hlaðið í Eurovision-zumba. Upphitun fyrir keppnina hefst á Ölveri klukkan 17 og þaðan verður gengið fylktu liði í Laugardalshöllina. Að keppni lok- inni verður síðan Júró-klúbburinn opnaður í Iðnó, þar sem dans verður stiginn fram á rauðanótt. Fram koma góðir gestir, norska tríóið KEiiNO og íslensku Eurovision- stjörnurnar Hera Björk og Regína Ósk, auk leynigesta. Nánar um það á fases.is. Hugsum hvorki um fortíð né framtíð Úrslit Söngvakeppninnar 2020 fara fram í Laugardalshöll í kvöld, laugardags- kvöld. Laufey Helga Guðmundsdóttir Eurovisionsérfræðingur á von á jafnri keppni þar sem Daði, Iva og Dimma komi til með að kljást um gullið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dimma flytur lagið Almyrkvi. Laufey Helga Guðmundsdóttir Eurovisonsér- fræðingur. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2020 LESBÓK Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar GÆFA Bandaríska söngkonan JoJo kveðst í samtali við miðilinn Uproxx vera stálheppin að vera á lífi en hún sökkti sér í fen fíkniefna fyrir nokkrum árum til að vera „sæt“ og „einhvers virði“. „Það komu kvöld þar sem ég rúllaði út af klúbbum og öll ljós voru slökkt. Ég var ótrúlega kærulaus, gat ekki staðið meira á sama. Ég varð að vera í vímu til að líða vel og var komin alla leið fram á brúnina, stóð þar á táberginu. Ég ætti að vera dáin,“ segir hin 29 ára JoJo í viðtalinu en hún var aðeins þrettán ára þegar hún sló í gegn. Í dag hefur hún snúið við blaðinu. „Pabbi var fíkill og ég gat ekki hugsað mér að enda eins og hann; að sofna bara eitt kvöldið og vakna aldrei aftur,“ bætir JoJo við en von er á nýrri plötu frá henni í vor, Good to Know. Ætti að vera dáin JoJo hefur snúið við blaðinu. AFP VIRÐING Einvalalið tónlistarmanna kom fram á tónleikum til heiðurs Peter Green, sem var einn af stofnendum Fleetwood Mac, í London Palladium í vikunni. Má þar nefna Kirk Hammett, Billy Gibbons, Steven Tyler, Bill Wyman og David Gilmour, auk Christine McVie og Mick Fleetwood úr Fleetwood Mac en sá síðastnefndi skipulagði viðburðinn. Fram hefur komið að Hammett og Green vinna nú saman að tónlistarverkefni og bók og kvaðst Metallica-maðurinn vera mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að heiðra vin sinn í félagsskap slíkra goðsagna. „Ég er algjörlega í skýjunum,“ sagði hann. Goðsagnir heiðra Peter gamla Green Kirk Hammett kom fram á tónleikunum. AFP Gamli leðurbarkinn Paul Di’Anno. Sáttur við brott- reksturinn ÆÐRULEYSI Gamla brýnið Paul Di’Anno kveðst í samtali við málm- ritið Metal Hammer ekki bera neinn kala til Steve Harris og fé- laga í Iron Maiden fyrir að hafa sparkað sér á sínum tíma en hann söng inn á tvær fyrstu plötur málm- goðanna í blábyrjun níunda áratug- arins. Di’Anno þótti frekur til sop- ans á þessum árum og þar sem Iron Maiden brann af metnaði var hann látinn víkja fyrir Íslandsvininum knáa Bruce Dickinson. „Ég gat ekki gefið Iron Maiden 100% lengur og það var hvorki sanngjarnt gagn- vart bandinu, aðdáendunum né mér sjálfum,“ segir Di’Anno. Hann tek- ur þó fram að hann sé mjög stoltur af plötunum tveimur enda hafi þær haft djúpstæð áhrif á yngri bönd, eins og Metallica, Sepultura og Pantera. „Þeir sögðu mér að þessar plötur hefðu dregið þá að tónlist.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.