Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2020, Blaðsíða 29
Iva flytur lagið Oculis Videre. Daði flytur lagið Think about things. 1.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 KVÖL „Ég nýt þess ekki að sjá mig sem eldri konu á tjaldinu. Það er alltaf einkennilegt millibilsástand frá því að geta leikið stúlku sem veit ekki í hvaða átt líf hennar stefnir yfir í það að leika móður átján ára unglings. Aðlögunin tek- ur einfaldlega tíma,“ segir írska leikkonan, grínistinn og handrits- höfundurinn Sharon Horgan í sam- tali við blaðið The Guardian. Og hvað ætli sú ágæta kona sé nú göm- ul? Jú – haldið ykkur fast – hún er 49 ára. Hvorki meira né minna. Nýtur þess ekki að sjá sig á tjaldinu Írska leikkonan Sharon Horgan. AFP BÓKSALA 19.-25. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir 2 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 3 Ennþá ég Jojo Moyes 4 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen 5 Illvirki Emelie Schepp 6 Snerting hins illa Max Seeck 7 Kepler 6 – leyndarmálið Bjørn Sortland 8 Dularfulla símahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir 9 Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir 10 Why We Sleep – The New Science of Sleep and Dreams Matthew Walker 1 Kepler 6 – leyndarmálið Bjørn Sortland 2 Dularfulla símahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir 3 Tinni – ferðin til tunglsins Hergé 4 Viggó 1 – mættur til leiks André Franquin 5 Sombína og Dularfulla hvarfið Barbara Cantini 6 Múmínálfarnir, safnbók 2 Tove Jansson 7 Tinni – Í myrkum mánafjöllum Hergé 8 Sombína – drepfyndin saga Barbara Cantini 9 Gréta og risarnir Zoë Tucker/Zoe Persico 10 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir Allar bækur Barnabækur Ég er svo ljómandi lánsöm að til- heyra bókaáskorun nokkurra kapp- samra kvenna og hefur hún stór- aukið lestrarafköst mín, sem á tímabili einskorðuðust við hinar ýmsu akademísku kennisetningar í bland við Bangsímon og Línu Lang- sokk. Eftir að bókaáskorunin góða kom til sögunnar hef ég í mun rík- ari mæli notið lestrar ýmissa bóka sem ég vel fyrir sjálfa mig óháð fræðum eða áhugasviðum barnanna minna og gef mér tíma til að njóta. Staflinn á nátt- borðinu mínu hefur samhliða þessu farið ört vaxandi og kenn- ir þar ýmissa grasa, fræðibækur um nátt- úrumeðferð í bland við skáldsögur og ljóð. Þar er núna að finna Uppvöxt Litla trés eftir Forrest Carter sem ég les reglulega eins og sæmir þeg- ar um uppáhaldsbók er að ræða, þar er á ferð hugljúf og tregabland- in þroskasaga, nokkurs konar ind- jánaútgáfa af Brekkukotsannál. Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson er þarna líka en gott er að blaða í henni samhliða öðru. Hús- ið okkar brennur eft- ir Thunberg- fjölskylduna reyndist afar áhugaverð frá- sögn af mannlegum breyskleika og bar- áttunni fyrir betri heimi. Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar leynist þar líka. Hljóðbækurnar nýti ég grimmt enda vissara að missa ekki niður dampinn í bóka- áskoruninni þó stundum sé mikið að gera, þá er gott að geta smellt hljóðbók í eyrun og sinnt sínu. Bók- mennta- og kart- öflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer og Annie Barrows rann ljúflega í skemmti- legum flutningi Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur og reyndist fyrirtaks félagsskapur á löngum göngum, Note to Self In- spiring Words from Inspiring People eftir Gayle King sannaði sig sem afbragðsefni við lopapeysu- prjón og bækur Brené Brown hafa verið úrvalshvatning á hlaupum en í skrifum hennar fer afar vel saman kímnigáfa, einlægni og fágætt innsæi í mannlegt eðli. Nýverið nýttum ég og einn sona minna nánast hverja lausa stund til að hlusta á afar blæ- brigðaríkan lestur Jóhanns Sigurðar- sonar á Harry Pott- er og mátti vart á milli sjá hvort naut þess betur. HILDUR BERGSDÓTTIR ER AÐ LESA Bókaáskorun kappsamra kvenna Hildur Bergs- dóttir er félags- ráðgjafi. Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.