Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
VIÐ
BJÖRGUM
GÖGNUM
af öllum tegundum
snjalltækja
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun ummeðferð
hagnaðar félag sins á reikningsárinu
3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hluti
5. Tillaga um lækkun hlutafjár og samsvarandi breyting á samþykktum
6. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
7. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins
8. Kosning endurskoðenda félagsins
9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna
í undirnefndum stjórnar
10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl
11. Önnur mál löglega fram borin
Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum:
Auk þeirrar breytingar á samþykktum sem felst í tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 1.3 að felld
verði út tilvísun í eldra heimilisfang félagsins að Borgartúni 25 í Reykjavík og að einungis verði tilgreint það sveitarfélag þar sem félagið
hefur heimilisfang. Þá leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 3.3 í samþykktunum að felldur verði út einn dagskrárliður sem taka skal
fyrir á aðalfundi, þ.e. „Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl“, en þær upplýsingar eru veittar í ársreikningi félagsins.
Loks leggur stjórn til að ónýtt heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í samþykktum félagsins
verði, ásamt samsvarandi heimild til hlutafjárhækkunar, framlengd til eins árs.
Aðrar upplýsingar:
Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru á íslensku utan þess að ársreikningur er á ensku. Önnur gögn verða einnig aðgengileg
á ensku á heimasíðu félagsins.
Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til
stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is/adalfundur.
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það skriflega eða rafræna kröfu til félags-
stjórnar á heimilisfang félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is. Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til
meðferðar á aðalfundinum skulu senda beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund, eða í síðasta lagi fyrir
kl. 16:30 þann 16. mars 2020. Kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar. Hluthafar geta einnig lagt fram
spurningar fyrir aðalfund með því að senda erindi á framangreint netfang eða bera þær upp á aðalfundinum sjálfum.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum komi fram krafa um slíkt frá einhverjum atkvæðisbærra fundar-
manna og að gengnum úrskurði fundarstjóra um slíkt fyrirkomulag. Þó verður stjórnarkjör skriflegt ef fleiri einstaklingar eru í framboði
en kjósa skal í stjórn. Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta
kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020.
Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf
og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum)
og hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu.
Þeir einir eru kjörgengir til setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosnin-
gu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn þ.e. fyrir
kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu
félagsins sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.
Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði bréflega um
mál sem eru á dagskrá fundarins. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is
eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Hluthöfum er heimilt að senda umboðs-
mann sinn á aðalfundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett
umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á framangreint netfang fyrir fundinn.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardag frá kl. 16:00 á fundarstað.
Stjórn Kviku banka hf.
Fundarboð
Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020, kl. 16:30, á Hilton Reykjavík Nordica,
2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
ar hreyfingar geti orðið á næstu ár-
um.
Skafti Brynjólfsson, jarðfræð-
ingur hjá NÍ, hefur sérhæft sig í
rannsóknum í ísaldarjarðfræði,
lausum jarðlögum og skriðuföllum.
Hann segir að rannsóknirnar teng-
ist loftslagsbreytingum. Með hlýn-
andi veðri geti sífreri hátt uppi í
fjöllum gefið eftir og jarðlög orðið
óstöðugri. Verið sé að tala um
stærri atburði heldur en aurskriður,
sem gjarnan fylgi miklum rign-
ingum og/eða vorleysingum.
Frostveðrun og jökulfarg
Hann tekur skýrt fram að hvergi
sé talin yfirvofandi skriðuhætta ná-
lægt byggð að svo stöddu. Stærri
skriðuföll gætu hins vegar haft áhrif
á innviði, eins og vegi, línulagnir og
mögulega ferðamannastaði og því sé
mikilvægt að fylgjast vel með.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sum stór skriðuföll hér á landi síð-
ustu ár eru talin tengjast loftslags-
breytingum og jafnvel bráðnandi sí-
frera í fjöllum,
t.d. nýleg skriðu-
föll í Árnestindi á
Ströndum og
Móafellshyrnu í
Fljótum. Aukin
þörf er talin á
rannsóknum og
vöktun og vinna
sérfræðingar hjá
Náttúru-
fræðistofnun Ís-
lands og Veð-
urstofunni að rannsóknum á
þessum þáttum. Meðal annars er
reynt að kortleggja hvar líklegast
sé að stór skriðuföll eða meiri hátt-
Sífreri er þekktur í bergi og laus-
um jarðlögum að sögn Skafta og
berg hátt í fjöllum er oft töluvert
sprungið af frostveðrun og fyrra
jökulfargi. Þegar sífreri þiðnar,
hvort sem er í bergi, lausum jarð-
lögum eða malarbunkum hátt upp í
bröttum hlíðum geta jarðlög orðið
óstöðug og skriðuhætta skapast.
Í nýlegri skýrslu um niðurstöður
könnunar á nokkrum skriðu-
hættustöðum í Hörgársveit kemur
fram að hætta á stærri skriðuföllum
þar sé ekki talin yfirvofandi. Þar
segir að vilji sé hjá Náttúru-
fræðistofnun til að gera slíka for-
könnun á aðstæðum nokkurra
svæða árlega á komandi árum.
„Verkefnið „sérstök ofanflóð“ er
því forathugun á ákveðnum stöðum
þar sem jarðfræðingar vita um
óstöðugleika jarðlaga sem mögulega
geta endað með skriðuföllum. Til-
gangurinn er að staðfesta og kanna
ummerki og orsakir nýlegra hreyf-
inga jarðlaga og kanna hvort hættu-
leg eða stór skriðuföll geti orðið á
næstu misserum á slíkum stöðum,“
segir í skýrslunni.
Alls ekki válisti
Þar segir einnig að tekinn hafi
verið saman listi yfir tugi staða þar
sem kunnugt sé um hreyfingar á
nútíma þar sem möguleg hætta er
til staðar. Í ljósi aukinnar skriðu-
fallavirkni síðustu árin sé talið æski-
legt að heimsækja slíka staði og
kanna sérstaklega. Að sögn Skafta
er þessi listi í raun vinnugagn sér-
fræðinga Náttúrufræðistofnunar og
Veðurstofunnar og verður listinn
sem slíkur ekki birtur. Um sé að
ræða lifandi skrá eða gagnabanka,
en að svo stöddu sé ekki á nokkurn
hátt um „válista“ að ræða.
Spurður hvort staðir á fyrr-
nefndum lista séu á einu landsvæði
frekar en öðrum segir Skafti að svo
sé ekki. Þau séu um allt land, en eðli
málsins samkvæmt sé oft um að
ræða fjalllendi t.d. á Tröllaskaga,
Vestfjörðum og fyrir austan.
Nokkrir staðanna séu nálægt forn-
um eða nútíma megineldstöðvum,
þar er oft óregla í jarðlagastafl-
anum sem geti einnig valdið óstöð-
ugleika jarðlaga.
Skafti bendir á að fleiri hópar
vinni að sambærilegum rann-
sóknum. Þannig fylgist sérfræð-
ingar Veðurstofunnar og Háskóla
Íslands t.d. náið með framvindunni
á Svínafellsheiði suður af Vatna-
jökli. Þar hefur opnast sprunga,
sem talið er að gæti valdið berg-
hlaupi.
Greinanleg ummerki
Skafti segir að upplýsingum sé
meðal annars safnað með sam-
anburði eldri og nýrri loftmynda, þá
eru hreyfingar jarðlaga metnar
bæði með mælingum á jörðu niðri
og frá gervitunglum og einnig sé
byggt á frásögnum heimafólks og
þeirra sem ferðast um landið.
Þá séu ýmis ummerki um hreyf-
ingar vel greinanlegar á vettvangi,
t.d. sprungur, holur og önnur yf-
irborðsummerki sem beri vott um
nýlegar hreyfingar. Slík teikn þurfi
þó alls ekki að þýða að tiltekin hlíð
sé að koma niður, en gott sé að
þekkja þessa staði og mögulega
vakta í einhverjum tilfellum.
Rannsóknir á sífrera í fjöllum
Stór skriðuföll talin tengjast lofts-
lagsbreytingum Jarðlög geta orðið
óstöðug og skriðuhætta skapast
Á vettvangi Úr könnunarferð í júní 2019, en vilji er til að gera forkönnun á nokkrum svæðum.
Skafti
Brynjólfsson