Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
Allir vöðvar eru sérvaldir úr fitusprengdum Írskum
nautgripum sem eingöngu hafa verið fóðraðir á grasi.
Kjötið er hægmeyrnað í 21 til 28 daga.
Nautakjötið frá John Stone er marg verðlaunað hefur
meðal annars hlotið gullverðlaun í
World Steak Challenge 2017-2018-2019!
Bókaðu borð á matakjallarinn.is
eða í síma 558-0000.
JOHN STONE STEIKARDAGAR
ÁMATARKJALLARANUM 4. - 15. MARS
VIÐTAL
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Raddir kvenna af erlendum uppruna
þurfa að heyrast og til þess þurfa
þær að fá rými segir Ruth Adjaho
Samuelsson. Á alþjóðlegum bar-
áttudegi kvenna, 8. mars, munu
þessar raddir fá sitt rými á viðburði
tileinkuðum konum af erlendum
uppruna sem eru búsettar á Íslandi.
Hugmyndin að atburðinum kvikn-
aði hjá Ruth í stjórnendaþjálfunar-
námi hennar hjá Success Resource
UK. „Í fyrstu átti viðburðurinn að
vera hluti af náminu en þegar dag-
skráin fór að mótast var mér sagt að
þetta ætti erindi við miklu fleiri en
eru í náminu. Þarna verða bæði fyr-
irlestrar og eins pallborðsumræður
þar sem gestir í sal geta lagt fram
spurningar,“ segir Ruth.
Elisabete Fortes er ein þeirra
kvenna sem ætlar að segja sögu sína
á málþinginu. Elisabete er frá Portú-
gal og ólst þar upp við erfiðar að-
stæður. Hún flutti hingað ásamt syni
sínum árið 2007 en hafði komið hing-
að nokkrum sinnum áður. Að sögn
Elisabete fékk hún mikla og góða að-
stoð við að byggja sig upp hér á landi
en líðan hennar var mjög slæm á
þessum tíma. Hún hefur meðal ann-
ars unnið fyrir ferðaþjónustu, sem
leigubílstjóri á Íslandi, fyrst kvenna
af erlendum uppruna, og ýmislegt
annað frá því hún flutti hingað ásamt
þáverandi sambýlismanni sínum fyr-
ir 13 árum. Í dag er hún sjálfstætt
starfandi tveggja barna móðir og
amma.
Sveigjanlegt en um leið flókið
Ruth hefur búið hér á landi frá
árinu 2009 og starfar á Landspít-
alanum. Hún hefur tekið mikinn þátt
í starfi Eflingar og ASÍ undanfarin
ár og segir að þrátt fyrir að hún sé
dugleg að fylgjast með réttindum
sínum og taka þátt í félagsstarfi sé
það alls ekki þannig með margar
þeirra kvenna sem hingað flytja.
„Ísland er land tækifæranna,“
segir Ruth og bendir á að sé viljinn
fyrir hendi séu fólki allir vegir færir
hér á landi. Þjóðfélagið sé sveigj-
anlegt en eðlilega geti það stundum
verið flókið fyrir aðra en innfædda
líkt og annars staðar í heiminum.
Til þess að ræða þessa hluti og
fleiri verða þær Sveinbjörg Smára-
dóttir, MA-nemi í félags- og mann-
vísindum við Háskólann á Akureyri,
Sanna Magdalena Mörtudóttir borg-
arfulltrúi og Drífa Snædal, forseti
ASÍ, í pallborði á viðburðinum sem
verður haldinn á Hótel Kríunesi í
Kópavogi.
Auk þeirra mun Edythe Mang-
indin, ljósmóðir og hjúkrunarfræð-
ingur, taka þátt í pallborðinu.
Edythe er fædd og uppalin í Banda-
ríkjunum en foreldrar hennar eru
upprunalega frá Filippseyjum. Hún
flutti til Íslands árið 2009. Meist-
araverkefni hennar frá Háskóla Ís-
lands fjallaði um tungumálaörð-
ugleika, menningarmun og skort á
úrræðum sem koma í veg fyrir
örugga og fullnægjandi barneign-
arþjónustu kvenna af erlendum upp-
runa og leiða til ójafnaðar innan heil-
brigðiskerfisins.
Sibeso Imbula Tímóteusardóttir
mun einnig taka þátt en hún hefur
búið á Íslandi frá árinu 2005 og er
með BA-próf frá Háskóla Íslands og
er í MA-námi á sviði fötlunarfræða. Í
MA-verkefninu fjallar hún um
reynslu fagfólks af því að starfa með
fötluðum börnum sem hafa flúið hing-
að til lands með fjölskyldum sínum.
Sibeso starfar á velferðarsviði
Reykjavíkurborgar. Sonja Kovacević,
austurrísk sviðslistakona, mun stýra
pallborðsumræðunum en hún býr og
starfar á Íslandi. Auk þeirra munu
fleiri konur taka þátt í umræðum og
flytja erindi á málþinginu á sunnu-
dag.
Ruth segir að málaflokkar sem
konur af erlendum uppruna geta lent
í vandræðum með hér á landi tengist
oft börnum og barneignum. Konur
sem eiga börn með þroskaraskanir
sem og þegar konur eru þungaðar og
vita ekki hvert þær eiga að leita og fá
upplýsingar.
Að sögn Ruth hafa konur leitað til
hennar vegna ýmiss konar mála. Til
að mynda varðandi launamál og rétt-
indi í atvinnulífinu.
„Ein þeirra sagði mér frá brotum
sem hún varð fyrir á vinnustað. Ég
sagði henni að hafa samband við Efl-
ingu en hún sagði að það gæti hún
ekki því ef það myndi fréttast yrði hún
rekin úr starfi. Þannig að hún veit
ekkert um réttindi sín og vinnuveit-
endur hennar geta gert hvað sem er
þar sem þessi kona þorir ekki að segja
neitt af ótta við að missa vinnuna og
verða launalaus. Þetta er sorglegt og
þetta á ekki að vera svona,“ segir
Ruth.
Þetta er í samræmi við það sem hef-
ur komið fram í nokkrum skýrslum
sem hafa verið unnar undanfarin
misseri um stöðu fólks af erlendum
uppruna á íslenskum vinnumarkaði.
Húfa og hijab
Að sögn Ruth er meiri möguleiki að
konur með sögur eins og þessar séu
tilbúnar að segja frá finni þær stuðn-
ing meðal annarra kvenna. Meðal ann-
ars frá konum sem eru aðfluttar og
verða fyrir brotum á íslenskum vinnu-
markaði.
Önnur kona sem Ruth ræddi við
fékk enga vinnu á meðan hún var með
höfuðslæðu (hijab) en þegar hún
mætti í viðtal með íslenska húfu á
höfðinu var hún ráðin á staðnum.
Ruth segir dæmi um að fólk sem er lit-
að á hörund sé kallað helvítis negrar
og annað slíkt, bæði af fullorðnum og
börnum. Mikilvægt sé að fræða fólk og
upplýsa um fjölbreytileika lands-
manna enda hafi fólki af erlendum
uppruna fjölgað mjög á Íslandi und-
anfarin ár.
Elisabete segir að ekki megi gleyma
þeim aðstæðum og einangrun sem Ís-
lendingar bjuggu við um aldir og eðli-
lega taki tíma að venjast því að fólk af
öðrum uppruna búi hér. Íslendingar
hafi búið við erfiðar og krefjandi að-
stæður þar sem allir þurftu að leggja
hönd á plóginn við framfærslu fjöl-
skyldunnar. Þetta getur valdið því að
eldri kynslóðir þekki einfaldlega ekki
fólk af öðrum kynþáttum og viti því
ekki hvernig eigi að útskýra og svara
spurningum forvitinna barna sem
spyrja um hvers vegna þessi eða hinn
sé svartur eða brúnn.
Þær segjast báðar hafa ákveðnar
áhyggjur af stöðu blandaðra Íslend-
inga og hvernig þeim gengur að sam-
sama sig, bæði Íslandi sem og landinu
sem hitt foreldri þeirra er frá. Staða
þessa hóps Íslendinga af erlendum
uppruna sé oft erfið og um leið falinn
vandi.
Ruth hvetur allar konur til þess að
koma og taka þátt í málþinginu sem er
eins og áður sagði haldið á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna. Að fagna
með konum á Íslandi og efla konur af
erlendum uppruna á Íslandi til að láta
í sér heyra. Að gera þær sýnilegri en
þær eru í íslensku samfélagi.
Í skýrslunni Staða kvenna af er-
lendum uppruna - Hvar kreppir að?
sem var unnin af Háskóla Íslands er
fjallað ítarlega um stöðu og aðstæður
kvenna af erlendum uppruna hér á
landi. Þar kemur fram að líta þurfi til
margra þátta þegar hugað er að því
hvar kreppir að varðandi stöðu
kvenna af erlendum uppruna á Ís-
landi. Þær mæta ákveðnum hindr-
unum þegar þær reyna að verða virk-
ir þátttakendur í íslensku samfélagi,
m.a. varðandi það að læra íslensku og
að fá menntun sína metna. Ólíkir hóp-
ar kvenna af erlendum uppruna
verða fyrir fordómum og þær verða
margar hverjar fyrir mismunun á
ýmsum sviðum, svo sem á vinnu- og á
húsnæðismarkaði.
Rannsóknir sýna að konur og karl-
ar af erlendum uppruna hafa áhuga á
að tilheyra íslensku samfélagi og að
taka virkan þátt í því. Hins vegar
hafa konur af erlendum uppruna oft
lítinn aðgang að íslensku samfélagi
og að erfitt hefur verið fyrir þær að
kynnast innlendu fólki. Rannsóknir
sýna að þetta er mikilvægur þáttur í
því að geta orðið hluti af samfélaginu
og í almennri vellíðan.
Ákveðnir hópar kvenna af erlend-
um uppruna hafa til dæmis oft ekki
haft tengslanet sem hefðu getað nýst
þeim til að bæta stöðu sína á vinnu-
markaði og getað verið mikilvæg
fyrri almenna valdeflingu og aðra
þátttöku í íslensku samfélagi.
Á Facebook-síðunni Iceland Fest
2020 er hægt að lesa nánar um dag-
skrá málþingsins.
Skortir aðgang að samfélaginu
Ólíkir hópar kvenna af erlendum uppruna verða fyrir fordómum Einhverjar verða fyrir mis-
munun á ýmsum sviðum Fjallað um stöðu þeirra á málþingi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna
Morgunblaðið/Eggert
Réttindabarátta Ruth Adjaho Samuelsson og Elisabete Fortes eru meðal þátttakenda á málþingi sem haldið verður
á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem rætt verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Meðal þess sem verður rætt á
málþinginu eru réttindi kvenna
á Íslandi og hvort konur af er-
lendum uppruna viti af rétt-
indum sínum. Eins hvort þær
fái þá aðstoð sem þær eiga
rétt á þegar miklar breytingar
eiga sér stað í lífi þeirra. Hvað
með jafnrétti í menntamálum
og er tekið tillit til fólks af
ólíkum uppruna? Eru réttindi
kvenna af erlendum uppruna á
vinnumarkaði þau sömu og
innfæddar konur njóta á Ís-
landi?
Vinnudagur kvenna af er-
endum uppruna er lengri en
gengur og gerist meðal
kvenna á Íslandi. Auk þess er
vinnutími þeirra óreglulegri
sem getur hamlað þátttöku í
margs konar viðburðum, ís-
lenskunámi og aðgangi að ís-
lensku málsamfélagi.
Þekkja þær
réttindi sín?
BARÁTTUDAGUR KVENNA