Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Látum ekki gerræði borgaryfirvalda eyðileggja hann með víðtækum götulokunum allt árið hvernig sem viðrar, gegn vilja afgerandi meirihluta rekstraraðila og íbúa. Við viljum vera í miðbænum og halda áfram að þjónusta ykkur. Án verslunar er ekkert mannlíf. Við treystum á ykkar stuðning í baráttunni. Aðgerðarhópurinn Björgum miðbænum. BORGARBÚAR Við eigum aðeins einn Laugaveg og einn miðbæ Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn Dómsmálaráðherra gefur út leyfi til reksturs svokallaðra sérstakra happdrættisvéla undir handarjaðri Háskóla Íslands, sjá: Lög um Happdrætti Háskóla Íslands nr. 13/ 1973. Þessar sérstöku happdrætt- isvélar eru samtengdar og hefur þessi starfsemi fengið nöfnin Gull- náman og Gullregn hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Útreiknað vinn- ingshlutfall happdrættisvélanna skal að lágmarki vera 89% sam- kvæmt lögunum. Dómsmálaráðherra gefur líka út leyfi til reksturs söfnunarkassa sem Íslandsspil sf. rekur, sjá: Lög um söfnunarkassa nr. 73/1994. Ís- landsspil er sameignarfélag í eigu Rauða krossins á Íslandi, Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ. Rauði krossinn er stærsti eigandi Íslands- spila með 64% eignarhlut, Slysa- varnafélagið Landsbjörg 26,5% og SÁÁ 9,5%. Íslandsspil hafa það eina hlutverk að reka spilakassa fyrir hönd eigenda sinna. Vinnings- hlutfall söfnunarkassanna skal vera að lágmarki 89% af verðmæti inn- borgaðra leikja samkvæmt lög- unum. Mjög áhugaverðar upplýsingar um fjárhæðir vinninga, rekstrar- kostnað, raunverulegt vinningshlut- fall og fleira er að finna í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar þing- manns Pírata í júní 2019. Árið 2018 settu Íslendingar 12,3 milljarða í spilakassa – fyrir utan vinninga sem ekki voru greiddir út heldur lagðir aftur undir. Tæpa 8 milljarða í sérstakar happdrættis- vélar Happdrættis Háskóla Íslands og tæpa 4,3 milljarða í söfnunar- kassa hjá Íslandsspilum. Greiddir voru út 5,6 milljarðar af vinningum úr sérstöku happdrættisvélunum en 2,9 milljarðar úr söfnunarköss- unum. Það þýðir að vinningahlutfall hjá báðum fyrirtækjunum var um 70%. Fyrir sama ár greiddu leyfis- hafar leigu fyrir þessar vélar til er- lendra fyrirtækja sem eiga vél- arnar eða keyptu vélarnar af þeim og nam sá kostnaður 675 millj- ónum. Happdrætti Háskóla Íslands greiddi 515 milljónir og Íslandsspil 160 milljónir. Jafnframt greiddu Happdrætti Háskólans og Íslands- spil umboðslaun til rekstraraðila, Happdrættið 590 milljónir og Ís- landsspil 255 milljónir. Hreinar tekjur til Háskóla Ís- lands af rekstri spilakassa voru 1,1 milljarður og hreinar tekjur Ís- landsspila til eigenda sinna voru 800 milljónir sem skiptast miðað við eignarhlut. Rauði krossinn á Ís- landi fékk 510 milljónir, Slysa- varnafélagið Landsbjörg 210 millj- ónir og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann tæpar 80 milljónir. Hreinar tekjur eig- enda af spilakössunum voru því 1.900 milljónir. En það sem vekur athygli er að heildarkostnaðurinn við öflun þess- ara tekna var um 1.520 milljónir og þar af fara 675 milljónir til fyrir- tækja erlendis. Á bak við þessar tölur er raun- verulegt fólk. Fólk eins og við og þú, fólk sem á fjölskyldur, börn, vini og vinnufélaga sem verða fyrir skaða þegar ástvinur missir stjórn á „frjálsum framlögum“ sínum til góðgerðarmála. Í ljósi þesarar samantektar vilj- um við spyrja dómsmálaráðherra nokkurra spurninga. 1. Söfnunarkassar og sérstakar happdrættisvélar eru í raun ekkert annað en spilakassar eða „slot machines“. Er dómsmálaráðherra meðvituð um að sömu spilakassar eru notaðir í spilavítum erlendis? 2. Er dómsmálaráðherra ljóst að vinningshlutfall er 70% en ekki 89% eins og lög gera ráð fyrir? 3. Gerir dómsmálaráðherra sér grein fyrir að bróðurparturinn af veltu spilakassa er að koma frá spilafíklum sem ekki eru að leggja fram frjáls framlög? 4. Finnst dómsmálaráðherra eðli- legt að svo stór hluti tekna Happ- drættis Háskóla Íslands og Ís- landsspila sé í raun að renna til fyrirtækja sem leyfin ná ekki til, söluturna, veitingastaða, vínveit- ingahúsa og erlendra spilakassa- framleiðenda? 5. Er mögulegt að fjáröflun með rekstri spilakassa sé tímaskekkja miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir um skaðsemi þeirra og skaðleg áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild? 6. Hversu lengi ætlar dóms- málaráðherra að láta þetta við- gangast? Eitt að lokum. Eins og allir vita eru spilakassar í dag markaðssettir sem skemmtilegir leikir og fjáröfl- unarleið þar sem fólki gefst tæki- færi til að styrkja góð málefni. Kæra Áslaug, hvenær fórst þú síð- ast í spilakassa til að styrkja gott málefni? F.h. Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Eftir Ölmu Hafsteins, Kristján Jónasson og Örn Sverrisson »Hvað á þetta að viðgangast lengi, dómsmálaráðherra? Alma Hafsteins Höfundar eru í Samtökum áhugafólks um spilafíkn og skrifa fyrir þeirra hönd. alma@spilavandi.is Opið bréf til dómsmálaráðherra um spilakassa Kristján Jónasson Örn Sverrisson Morgunblaðið/Árni Sæberg Spilakassar „Bróðurparturinn af veltu spilakassa kemur frá spilafíklum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.