Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
✝ Helga Guð-jónsdóttir
fæddist á Ökrum,
Akranesi, 1. ágúst
1928. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 26. febrúar
2020. Foreldrar
hennar voru Guð-
jón Þórðarson sjó-
maður, f. 8.12.
1885, d. 23.6. 1941,
og Ingiríður Berg-
þórsdóttir húsmóðir, f. 1.11.
1889, d. 3.9. 1958. Helga var
yngst 5 systkina sem nú eru öll
látin, en þau voru í aldursröð,
Bergþór, Ingileif, Jóhannes og
Þórður.
Helga ólst upp á Ökrum með
foreldrum sínum og systkinum.
Hún lauk skólagöngu á Akra-
nesi og veturinn 1949-50 fór
hún í Húsmæðraskóla Reykja-
víkur, þar sem hún kynntist
nokkrum af sínum bestu vin-
konum sem og tilvonandi eig-
inmanni sínum.
Helga giftist hinn 4. apríl
1953 Kristjáni Fr. Hagalínssyni
frá Bræðratungu, Hvammi,
Dýrafirði, f. 24.5. 1924, d. 24.8.
2005. Foreldrar hans voru
fyrstu hjúskaparár. Akrarnir
voru fluttir á Presthúsabraut-
ina árið 1955 og Helga og
Kristján ásamt Jóhannesi bróð-
ur Helgu og mágkonu byggðu
sér stórt tvíbýlishús á lóðinni
sem þau fluttu í 1956. Þess má
geta að öll systkini Helgu og
makar byggðu sér hús á sömu
torfunni ef svo má að orði
komast og var samgangur mik-
ill á milli stórfjölskyldunnar.
Helga var mikil húsmóðir.
Hún starfaði sem ung kona í
Bókabúð Andrésar, þau hjónin
opnuðu verslunina Drangey
ásamt vinafólki á jarðhæðinni
á Skólabraut 26 og ráku hana í
þónokkur ár. Helga hóf störf í
Landsbankanum þegar bank-
inn flutti í nýtt húsnæði og
starfaði hún þar, þar til hún
fór á eftirlaun. Ófáar ferðirnar
fóru þau hjónin í Bræðratungu
þar sem Kristján og systkini
gerðu upp Bræðratungu æsku-
heimili Kristjáns. Árið 1986
eignuðust Helga og Kristján
ásamt börnum sínum jörðina
Langeyjarnes á Fellsströnd,
þar dvöldust þau hjónin oft frá
því snemma að vori og fram á
haust og byggðu þar upp æð-
arvarp ásamt börnum og
barnabörnum. Helga var virk í
starfi Oddfellowreglunnar allt
fram á síðustu ár.
Útför Helgu verður gerð frá
Akraneskirkju í dag, 5. mars
2020, og hefst athöfnin kl. 13.
Hans Hagalín Ás-
björnsson, f. 1.5.
1896, d. 14.5. 1964,
og Guðmunda
Lárusdóttir, f.
20.6. 1895, d. 27.3.
1985.
Helga og Krist-
ján eignuðust 4
börn: 1) Ingiríður
Bergþóra, f. 30.10.
1953, gift Ólafi
Ólafssyni, börn
þeirra eru Ólafur og Kristjana
Helga. 2) Smári Hagalín, f.
24.10. 1955, kvæntur Nikolínu
Theódóru Snorradóttur, börn
þeirra eru Bergur Þráinn og
Svala Ýr. 3) Guðjón, f. 11.12.
1956, kvæntur Ingibjörgu Sig-
urðardóttur, börn þeirra eru,
Þorkell, Kristján Hagalín,
Helga Ingibjörg og Guð-
mundur Böðvar. 4) Guðrún
Helga, f. 3.9. 1965, gift Vicente
Carrasco, börn þeirra eru
María, Kristján Helgi og
Marta. Barnabarnabörnin eru
17.
Helga bjó lengstan hluta ævi
sinnar á Skólabraut 26 á Akra-
nesi, í fyrstu með foreldrum og
systkinum á Ökrum og sín
Elsku mamma mín, Helga
Guðjónsdóttir frá Ökrum, Akra-
nesi, er fallin frá tæplega 92 ár
gömul, en hún lést eftir stutta
sjúkrahúslegu að kveldi 26. febr-
úar sl. Hún hafði lifað gæfuríku
lífi en var jafnframt tilbúin til að
leggja upp í sína síðustu för,
hlakkaði til að vakna að nýju í
nýju lífi með sínum nánustu í
sumarlandinu. Hún var trúuð og
þar að auki var hún mjög ber-
dreymin og skynjaði meira en
flest okkar hin og trúði mjög á líf-
ið eftir þessa jarðvist sína.
Hún var af þeirri kynslóð sem
fæddist snemma á síðustu öld og
upplifði því allar þær miklu breyt-
ingar á lífi og lifnaðarháttum fólks
fram á okkar dag. Hún var af sjó-
mannsfjölskyldu komin þar sem
allt snerist um sjómennsku.
Mamma mín var alveg ótrúlega
sterk kona sem aldrei kvartaði
heldur harkaði af sér, sama hvað,
alger nagli eins og barnabörnin
hennar sögðu oft. Hún var ekki
bara mín fyrirmynd og stoð og
stytta heldur voru ótal margir
sem tóku hana sér til fyrirmyndar
og hún var vel liðin í samfélaginu.
Hún rétti þeim sem þurftu alltaf
hjálparhönd og mátti aldrei neitt
aumt sjá eða vita. Hún var húm-
oristi sem jafnframt sagði sína
meiningu ef þannig lá á og ekki
tapaði hún því þessa síðustu vikur
sínar.
Mamma og pabbi voru sam-
hent hjón sem gerðu margt sam-
an og skipti fjölskyldan miklu
máli, þeim leið alltaf best ef þau
höfðu sem flesta úr fjölskyldunni
hjá sér. Þau fóru ófáar ferðirnar í
Bræðratungu í Dýrafirði á æsku-
slóðir pabba, þar sem hús okkar
stórfjölskyldunnar ber vitni um
stórhug þeirra og allra sem komu
að því að gera það að því sem það
er í dag. Það voru nú mörg æv-
intýrin sem þau lentu í á þessum
ferðum sínum til og frá Dýrafirði.
En þar var ekki látið þar við
sitja heldur var sköpuð önnur
paradís fyrir börn og barnabörn
þegar ákveðið var að kaupa jörð-
ina Langeyjarnes á Fellströnd
1986. Þá var hafist handa við að
koma upp æðarvarpi sem kostaði
ómælda vinnu og þar lagði
mamma nú sitt á vogarskálarnar
og það eru forréttindi fyrir okkur
hin sem eftir sitjum að geta verið í
svona miklum tengslum við nátt-
úruna þar.
Mamma skilur eftir sig svo
miklar og dýrmætar minningar
fyrir mig og mín börn, hvort sem
er um að ræða frá Skólabraut 26,
úr Dýrafirðinum, úr Langeyjar-
nesi eða núna síðustu ár hennar á
Höfðagrund 14b. Hennar faðmur
var alltaf opinn og hún skilur eftir
sig stórt skarð sem erfitt verður
að fylla, en minningarnar munu
ylja.
Takk fyrir allt, elsku mamma,
þú verður alltaf í huga mér og að
eilífu í hjarta mínu.
Ef sérð þú í fjarska hvar sumarlandið
bíður
fær sálin þín vængi og ótrúlegt þor
og hjarta þitt blómstrar er hugur þinn
líður
að heimi sem geymir þín litríku spor.
Þar sérðu hvar draumkenndir dagarnir
eru
er dúnmjúkir vængirnir lyfta þér hátt,
svo áttu þar samleið með einstakri
veru
sem alltaf fær vakið í hjartanu mátt.
Þú gleðst þegar sál þín gerir þig fleyga
og gefur þér líf ef dauðinn fær sótt.
Því loforð um sumarland sælt er að
eiga
og sjá það í hillingum nótt eftir nótt
(Kristján Hreinsson)
Þín dóttir
Guðrún Helga.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að
hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel-
ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug, lyft-
ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Í dag kveð ég í hinsta sinn
tengdamóður mína Helgu Guð-
jónsdóttur, sem lést á Heilbrigð-
isstofun Vesturlands á Akranesi
hinn 26. febrúar síðastliðinn.
Samleið okkar hófst fyrir 44 árum
þegar ég kynntist syni hennar
sem varð svo eiginmaður minn.
Þegar samfylgdin hefur varað
þetta lengi hafa skapast margar
dýrmætar og góðar minningar og
er það huggun að minnast þeirra
þegar kemur að kveðjustund.
Það var einstaklega gott að
vera í návist Helgu því þar fór
kona sem hafði svo margt að gefa,
hún var hæglát, ljúf og brosmild.
Fjölskyldan skipti Helgu miklu
máli og ræktaði hún sambandið
við hana mjög vel. Það var eftir-
tektarvert hvað, börnin, tengda-
börnin, barnabörnin og lang-
ömmubörnin hennar voru dugleg
að heimsækja hana og eiga með
henni samverustundir. Það er al-
veg hægt að segja að þessar
stundir voru gefandi og ómetan-
legar. Það er líka gaman að geta
þess að langömmubörnin hennar
sem eru orðin 17 samtals, kölluðu
hana aldrei langömmu heldur allt-
af „amma Helga“.
Helga missti eiginmann sinn
Kristján F. Hagalínsson fyrir 15
árum sem var mikill missir fyrir
hana því að þau hjónin voru mjög
náin og samstiga í lífinu. Eftir að
Kristján féll frá þá var fjölskyldan
sem áður dugleg að ylja henni og
rækta sambandið við hana.
Ég kveð mína kæru tengda-
móður í dag, með djúpu þakklæti
fyrir að fá að vera hluti af hennar
lífi í allan þennan tíma.
Hvíl þú í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð
(V. Briem)
Ég votta börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum og langömmu-
börnum hennar mína dýpstu sam-
úð.
Þín tengdadóttir,
Nikolína Th.
Það er með söknuði í hjarta
sem ég sest niður og reyni að
koma nokkrum minningarorðum
á blað um þig, elsku tengda-
mamma. Þín er sárt saknað af
hópnum þínum sem þú varst svo
stolt af.
Þú fylgdist og gladdist með
ömmubörnunum yfir hverju
skrefi sem þau stigu út í lífið. Öll-
um áföngum var fagnað með
ömmu Helgu.
Heimilið þitt og tengdapabba
stóð okkur öllum ávallt opið, hve-
nær og hvernig sem á stóð. Og
ósjaldan fenguð þið allan hópinn
okkar í pössun. Aldrei stóð á því
að rétta hjálparhönd væri hennar
þörf.
Og mikið eiga barnabörnin
góðar minningar frá dvöl með
ömmu og afa í Langeyjarnesi. Svo
ekki sé minnst á þitt einstaka
samband við langömmubörnin.
Það var yndislegt að sjá og finna
þetta nána samband sem þau áttu
með þér.
Þú vissir meira að segja eitt og
annað um enska boltann sem þau
gátu spjallað við þig um. Aldrei
var húmorinn langt undan og
margt gerðirðu sem vakti mikla
kátínu hjá litla fólkinu.
Sjóður minninganna er stór og
endalaust hægt að halda áfram en
þú varst lítillát og ekki mikið fyrir
orðagjálfur. Læt ég því hér staðar
numið. Vertu kært kvödd, elsku
tengdamamma, og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld-
ur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Við sitjum hér með söknuð í
hjarta en jafnframt mikið þakk-
læti og reynum að hripa niður á
blað nokkur orð um einstöku og
sterku konuna hana ömmu Helgu.
Þú varst stórkostleg í einu orði
sagt. Húmorinn, hreinskilnin, ást-
in, gleðin, lítillætið og margt ann-
að sem einkenndi þinn einstaka
karakter.
Þú varst ekki þekkt fyrir að
liggja á skoðunum þínum og ef
þér mislíkaði eitthvað þá bara
sagðirðu það, sumum til ama en
okkur fannst það bara alltaf svo
flott.
Þú varst ekki spör á hrósið
heldur þegar við átti. Og alltaf við
hvern áfanga í okkar lífi þá var
alltaf svo mikilvægt að koma til
þín og segja þér frá. Alltaf varstu
svo stolt af okkur, sama hversu
litlir sigrarnir voru.
Minningarnar úr Langeyjar-
nesi eru svo dýrmætar. Þegar við
vorum lítil vörðum við ófáum
stundum þar með þér og afa og
alltaf létuð þið okkur taka þátt því
verkefnin voru æði mörg. Þið lét-
uð okkur alltaf líða eins og við
værum að hjálpa ykkur að byggja
upp arfleifðina okkar þar. Þessar
minningar eiga alltaf stóran sess í
okkar hjörtum. Í dag finnst okkar
börnum fátt skemmtilegra en að
fara vestur í Langeyjarnes og
verja þar tíma.
Þegar við eignuðumst börnin
okkar þá upplifðum við ást þína á
langömmubörnunum þínum og
sérstaka sambandið sem þú
byggðir upp með þeim nákvæm-
lega eins og þegar við vorum lítil
og áttum okkar samband með
ykkur afa.
Þú náðir alltaf að tengjast þeim
og alltaf náðuð þið að hlæja og
skemmta ykkur saman, öllum
þótti svo gott að koma til þín.
Mikið erum við þakklát fyrir að
faðmur þinn var alltaf opinn og
hlýr. Langömmubörnin vildu allt-
af koma til ömmu Helgu og ekki
skemmdu súkkulaðirúsínurnar
fyrir sem alltaf voru til.
Við vildum láta fylgja tvær af
bænunum sem þú fórst alltaf með
fyrir okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Minningarnar ylja en samt er
svo mikill söknuður að þér, elsku
amma.
Þú kyssir afa Kristján frá okk-
ur.
Þorkell, Kristján, Helga,
Guðmundur og fjölskyldur.
Hún amma mín var algjör
kjarnakona. Hún var falleg, klár,
sterk, fyndin og fleiri góða kosti
er hægt að nefna. Hún var líka af-
ar þrjósk kona og lét ekki segja
sér fyrir verkum. Hún var mjög
hreinskilin og sagði ávallt það
sem henni fannst, átti það til að
vera einum of hreinskilin en alltaf
var hægt að brosa að því, því að
þetta var ekta amma. Hún elskaði
fjölskylduna sína afar heitt eins
og við hana og alltaf var gaman að
kíkja í heimsókn til hennar. Best
var þó að hitta á hana eina, mér
þótti virkilega vænt um þá tíma
með henni þar sem við gátum
spjallað um heima og geima. Hún
fylgdi okkur öllum mjög vel eftir,
börnum, barnabörnum og lang-
ömmubörnunum og var virkilega
stolt af hópnum sínum, það skein í
gegn hjá henni.
Á þessum tímamótum leitar
hugurinn til baka og er ég fyrst og
fremst þakklát fyrir ömmu
Helgu. Ég fór aldrei í leikskóla
heldur passaði amma mig þar til
ég fór í grunnskóla. Hún kenndi
mér faðirvorið og aðrar bænir,
hún bakaði góðar kökur og eldaði
góðan mat. Hún hefur gefið mér
margar uppskriftir sem ég mun
geyma vel og minnast hennar
þegar ég baka. Ég var mikið hjá
henni og afa á Skólabrautinni sem
barn og alltaf var tekið svo vel á
móti manni, jafnvel þótt maður
kíkti með vinkonur í heimsókn
eða kíkti á hana í vinnunni í
Landsbankanum.
Það er mjög skrýtin tilhugsun
að geta ekki kíkt lengur í heim-
sókn til elsku ömmu Helgu á
Höfðagrundinni en ég er svo
þakklát fyrir þann langa og góða
tíma sem hún var með okkur. Ég
veit að afi tekur vel á móti henni
og að þau muni sameinast á ný
eftir 15 ára aðskilnað.
Hvíldu í friði, elsku besta
amma mín.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kristjana Helga Ólafsdóttir.
Elsku amma Helga.
Skólabrautin var þinn staður,
þar áttir þú heima fyrstu 74 ár
ævi þinnar.
Þú og afi Kristján byggðuð
ykkur hús þar, ásamt bróður þín-
um Jóhannesi og Fjólu konu hans.
Systkini þín áttu öll heima stein-
snar hvert frá öðru, Þórður og
Bergþór voru einnig með sínar
fjölskyldur á Skólabrautinni og
Inga systir þín átti heima á Hliði
við Suðurgötuna með sína fjöl-
skyldu. Samgangurinn var mikill
og börnin ykkar öll á svipuðum
aldri og því ólst pabbi upp með
sínum systkinum, ásamt stórum
frændgarði. Elsku amma, þú vast
ákveðin kona og það lýsti þér vel
þegar foreldrar mínir sögðu þér
frá því að þau ætluðu til Srí Lanka
að sækja barn. Foreldrar mínir
létu ykkur afa vita að þau væru að
fara að sækja dreng. Allan tímann
þrættir þú fyrir það og sagðir allt-
af að þau myndu koma heim með
stúlku, þar sem þú værir búin að
sjá það fyrir. Þú hefðir séð litla
stúlku leiða þau á milli sín og þú
vékst ekki frá þeirri skoðun. Svo
kom í ljós þegar út var komið að
drengurinn var veikur og ekki
treyst í flugið til Íslands. Þegar
mamma og pabbi komu svo með
mig á Akranes, og þú sást mig í
fyrsta skipti, sagðir þú: „Ég vissi
þetta allan tímann.“ Þarna var
þér rétt lýst, þú vissir svo margt
án þess að ég þyrfti að segja þér
það, þú fannst það bara á þér eða
sást það fyrir. Það var einstakt að
koma til ykkar afa á Skólabraut-
ina og fá þau forréttindi að alast
upp í nærumhverfi við fólkið sitt.
Það var oft fjör og ég fékk alltaf
að gista þegar Hagalín kom á
Skagann, þar sem hann bjó í
Saurbænum og kom til að spila
fótbolta á sumrin. Einnig vildir þú
senda okkur barnabörnin á sund-
námskeið hjá Helga í Bjarnalaug
og ég held að öll þín barnabörn
hafi lært að synda hjá honum,
hvort sem þau bjuggu hér á Akra-
nesi, í sveitinni eða í Reykjavík.
Elsku amma, ég er einstaklega
heppin að hafa fengið að koma til
þín og þinna, þið afi umvöfðuð
okkur öll ást, kærleika og hlýju.
Þú kenndir okkur barnabörnun-
um þínum og barnabarnabörnum
bænir og þulur, fyrir það erum við
þakklát.
Þegar ég var í leikskóla var að-
eins hægt að vera hálfan daginn, á
föstudögum sóttir þú mig nánast
alltaf. Byrjað var að fara yfir til
Ingu systur þinnar sem við ávallt
kölluðum „frænku á Hliði“. Þið
voruð saman áskrifendur að
Morgunblaðinu, því þurfti að
skjótast „yfir“ með Moggann áð-
ur en við skúruðum í bankanum. Í
bankanum fengum við vöfflur hjá
vinkonu þinni Möggu Ágústar og
svo hjálpuðumst við að við skúr-
ingarnar. Þú gerðir alltaf svo góð-
an mat og sósurnar þínar voru
þær allra bestu. Steiktur steinbít-
ur og lúða í brúnni sósu verður
aldrei toppað. Þið afi voruð sam-
rýnd og þú ásamt allri fjölskyld-
unni misstir mikið þegar hann dó
árið 2005. Elsku amma, ég er svo
ánægð að við fengum allan þenn-
an tíma saman, að börnin okkar
Steina fengu að kynnast þér og fá
að vera samferða þér. Einnig er-
um við fjölskyldan svo ánægð að
þú hélst á Bjarnfríði Helgu undir
skírn fyrir 5 árum, þið tvær hafið
átt einstakt samband.
Elsku amma, takk fyrir allt, nú
ertu komin til afa og ég er viss um
að þið farið saman í lax og ber í
Sumarlandinu. Þín sonardóttir,
Svala Ýr Smáradóttir.
Upp er runnin kveðjustund, í
dag berum við þig til grafar, elsku
amma okkar. Ég er ótrúlega
þakklátur fyrir minn tíma með
þér og ég á sannarlega eftir að
sakna þín, amma mín. En það er
tilfinning sem vegur þyngra en
söknuðurinn, sú er gleðin og hlýj-
an sem ég finn þegar ég hugsa til
þess að nú séuð þið afi loksins
saman á ný. Endurfundir ykkar
afa í draumalandinu hafa runnið
upp, kannski er Dropi með ykkur
líka. Nú hugsa ég til ykkar afa þar
sem þið horfið til okkar og fylgist
með og vakið yfir okkur. Rétt eins
og þið gerðuð á meðan við höfðum
ykkur hjá okkur. Það er falleg
mynd sem ég geymi í hjarta mér.
Það er hafsjór dýrmætra minn-
inga sem eftir sitja, minningar
sem gott er að hlýja sér við. Minn-
ingar frá Skólabrautinni, Lang-
eyjarnesi, Bræðratungu og svo í
seinni tíð einfaldar en ekki síðri
minningar við eldhúsborðið á
Höfðagrundinni. Við vorum öll
svo sannarlega lánsöm með
ömmu og afa.
Frá því að ég man eftir mér
hefur þú oftar en ekki sagt „ef ég
verð ekki farinn yfir“ eða „ef ég
verð lifandi“ í því samhengi er
hugsað var fram í tímann, t.d. er
hugað var að næstu jólum eða
ferð í Langeyjarnes eftir tvær
vikur o.s.frv. Þá endaðir þú svarið
þitt á þessum nótunum, oft í hálf-
gerðu gríni og ýmist brostir eða
skelltir upp úr í kjölfarið. En
þetta viðmót er kannski eitt það
dýrmætasta sem þú hefur kennt
mér, elsku amma. Við vitum aldr-
ei hvenær okkar síðasti dagur
rennur sitt skeið, því er vert að
lifa lífinu með þessu viðmóti.
Þetta hefur hvatt mig til að elta
mína drauma og vera ekki að
hangsa með það, það er ekkert
víst að hægt sé að elta draumana
á næsta ári, næsta sumar eða í
næstu viku …
Mér þykir þú ótrúleg, sterk og
merkileg kona og ég hef alltaf ver-
ið stoltur af því að kalla þig ömmu
Helga
Guðjónsdóttir