Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 51

Morgunblaðið - 05.03.2020, Side 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Hún lét til sín taka í nær- samfélaginu og tók virkan þátt í margvíslegu félagsstarfi um ævina. Við munum minnast hennar fyrir einbeitni, sannfæringu og ævintýralöngun. Amma sagði reglulega: „Ég mun reyna hvað sem er.“ Hún var heiðurskona og ótrúlegur gestgjafi sem bæði vinir, vandamenn og annað samferðafólk fengu oft að njóta. Hún veitti þeim aðstoð sem voru veikir og minna máttu sín. Hún bjó yfir miklu sjálfs- trausti eins og víkingakonu sæmir. Við dáðumst að ömmu, lærð- um af henni og kölluðum hana hetju. Við getum fundið huggun í að vita að amma fær sterkt og hlýlegt faðmlag þeirra sem bíða hennar hinum megin. Bless, amma mín, bless. Ármann Örn. Elsku langamma, takk fyrir öll árin okkar saman. Þú hefur mótað okkur, kennt okkur og verið til staðar fyrir okkur þegar við höfum þurft á því að halda. Ávallt varstu glöð og tilbúin að leiðbeina okkur. Þú hefur verið fyrirmynd fyrir okkur og sýnt að þrautseigja og þrjóska kemur manni langt enda var al- veg sama hvað þú braust mörg bein, alltaf hélstu áfram og gekkst á ný. Þú mættir alltaf í afmælin okkar, varst með okk- ur á jólunum og varst sjálf dug- leg að bjóða okkur í miklar veislur. Við erum óendanlega þakk- látir fyrir að hafa átt þig sem langömmu og vitum við að þú verður alltaf með okkur í anda. Þínir langömmusynir, Sigurður (Siggi) og Styrmir. Ættarhöfðingjar safnast til feðra sinna einn af öðrum og við sem eftir sitjum hálfsmeyk við að ná ekki að halda sama standard og fyrri kynslóð í ætt- rækni og rausnarskap. Borg- hildur var einstaklega glæsileg kona; hávaxin, bjartleit, bros- mild og skemmtileg. Hún átti fáa sína líka, margsamsettur kvenkostur, akureyrsk skvísa, amerískur töffari, skátahöfð- ingi, Hringskona, húsfreyja, ættmóðir, en umfram allt var Borghildur bráðskemmtilegur félagsskapur sem gaman var að umgangast. Hún var spontant, fyndin, félagslynd og hæfilega gagnrýnin á sinn jarðbundna hátt. Borghildur og Hilmar voru afar glæsilegt par, bæði með eindæmum gestrisin og ekki skemmdi fyrir hve greind, víðförul og viðræðugóð þau voru. Þau eru ófá sumarkvöldin sem við áttum í Hestvík í Grafningi í félagi við Hilmar, Borghildi, Geissa og Siggu þar sem vakað var frameftir, sögur flugu og kannski laumað inn al- mennilegum amrískum sjússi þegar við átti. Borghildur var ættrækin og fylgdist vel með mönnum og málefnum allt til hinsta dags. Hún dró hvergi af sér í fé- lagsstarfi og var hverju félagi akkur að fá hana um borð. Ég minnist Borghildar með mikilli eftirsjá en einnig þakk- læti fyrir góð kynni. Fjölskyld- unni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ragnhildur Zoéga. ✝ Halldóra Grét-arsdóttir fædd- ist 2. júní 1957. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 19. febrúar 2020. Foreldrar Hall- dóru voru Svein- björg Kristinsdótt- ir, f. 1922, d. 1999, og Grétar Gísla- son, f. 1933, d. 1959. Fósturfaðir Halldóru var Sigurbergur E. Guðmundsson, f. 1923, d. 1997. Hálfsystkini Halldóru eru Birg- ir Sveinsson, f. 1940, d. 2018, Guðleif Sveinsdóttir, f. 1944, Sigríður Sveinsdóttir, f. 1944, Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 1945, og Júlía Vincenti, f. 1949. Albræður Halldóru eru Grétar Grétarsson, f. 1956, og Gísli Grétarsson, f. 1958. Börn Halldóru eru 1) Auður Ingibjörg Hafþórs- dóttir, f. 1973, eig- inmaður Óli Laur- sen, f. 1964, börn þeirra eru Birta Ósk Laursen Óla- dóttir, f. 1997, og Hafþór Örn Laur- sen Ólason, f. 2003. 2) Sveinbjörg Júlía Símonardóttir, f. 1976, unnusti Jó- hann Long Jó- hannsson, f. 1965. 3) Jón Þór Elfarsson, f. 1983, eiginkona Sólveig Óskarsdóttir, f. 1987, börn þeirra eru Elfar Þór Jóns- son, f. 2013, og Bergey Júlía Jónsdóttir, f. 2019. 4) Sigur- bergur Elisson, f. 1992, unn- usta Íris Ósk Guðlaugsdóttir f. 1992. Útför Halldóru fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 5. mars 2020, klukkan 13. Elsku Dóra. Ég er ennþá hálfdofin og á erf- itt með að trúa því að ég sé að skrifa þetta. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una tókstu á móti mér með kær- leik og hlýju. Ég sá fljótt hvað Sigurbergur var mikill mömmu- strákur sem var ekki skrýtið þar sem hann var litli dekurprinsinn á heimilinu. Hann hefur líka sína bestu eiginleika eftir þér, svo kærleiksríkur og með opinn per- sónuleika. Ég lærði fljótt að sama hversu stutt heimsóknin eða sím- talið var þá endaðir þú alltaf á því að segja elska ykkur eða love you. Þú varst mjög stríðin, hafðir gaman af því að gera okkur vand- ræðaleg og þegar þú fórst að rukka barnabörn þá svitnuðum við unga parið í lófunum. Þú fylgdist alltaf með því hvað við vorum að gera og ef við vorum að fara eitthvert t.d. á hótel, til út- landa eða ég í skólann á Akur- eyri, þá skrifaðirðu það hjá þér og hringdir áður en við fórum. Eins þegar ég vann sem flug- freyja þá vildiru helst fá útprent- að flugplanið mitt til þess að vita hvar ég væri og svo fylgdistu oft með hvenær vélarnar voru að lenda. Þrátt fyrir þína heilsubresti þá reyndirðu alltaf að rífa þig upp með húmor og jákvæðni m.a. með daglegum bröndurum sem þú deildir á Facebook sem margir eiga eftir að sakna. Þú settir alltaf fjölskylduna í fyrsta sæti, varst stolt af öllu sem hún gerði og varst dugleg að monta þig af fólkinu þínu á Face- book. Þú áttir svo falleg sambönd við barnabörnin þín og finnst mér sárt að ófædda stelpan okkar eigi ekki eftir að upplifa það. Þú varst svo þolinmóð og nenntir enda- laust að dúllast með ömmubörn- unum. Það átti ekki síður við voffa ömmustrákinn, Bósa fannst svo kósý í pössun hjá ömmu sinni og lagðist oft í gólfið þegar við ætluðum heim. Þú varst svo ánægð þegar við tilkynntum þér í haust að við ættum von á barni. Þú fylgdist spennt með tímum í mæðravernd og vildir eiga afrit af sónarmyndum. Það var mikil gleði á aðfangadag þegar við héldum að lítill fótboltaprins væri á leiðinni og varstu fljót að byrja prjóna teppi. Þú hlóst líka mest þegar það kom í ljós í 20 vikna sónar að það væri í raun lítil stelpa væntanleg. Þá fannstu nýtt sett sem þú vildir prjóna og keyptir ljósbleikt garn. Litla prinsessan okkar sem átti að eiga tvær ömmu Dórur en fær í stað- inn þrjá fallega engla, afa Óla, afa Ella og ömmu Dóru sem eiga eft- ir að fylgja henni út lífið. Við munum sjá til þess að hún viti allt um það hvað amma Dóra var best og fyndnust. Ég er svo ánægð að síðustu áramót hafi þú, Sigurbergur og Bósi haft það huggulegt saman á meðan ég var að vinna. Það var ykkar stund sem var ykkur dýr- mæt. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt þig og held vel utan um all- ar minningarnar. Elsku Dóra þú snertir alla sem kynntust þér, áttir fullt af vinum og vinkonum og allir sem þekktu þig tala svo fallega um þig. Það er mikill tómleiki í hjörtum okkar en við reynum að fylla upp í hann með kærleik, hlýju og húmor sem einkenndu þinn karakter. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert, helst í sól og hita þar sem þú unaðir þér best. Ég elska þig. Þín vinkona og tengdadóttir, Íris Ósk Guðlaugsdóttir. Halldóra Grétarsdóttir Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.