Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
BRUNCH
Allar helgar kl. 11:00-16:00
Amerískar
pönnukökur
Beikon, egg og
ristað brauð
Franskt eggjabrauð
Hafragrautur
Skyr
Omeletta
Big Brunch
Eggs Benedict
Gerðu þér
dagamun og
komdu á
Sólon
Borðapantanir í síma 562 3232
Einn skemmtilegasti matarviðburður árs-
ins er hafinn en Food & Fun-hátíðin er nú
haldin í 19. skipti og í ár, sem endranær, eru
gæðin mikil og úrvalið gott. Fimmtán veit-
ingastaðir taka þátt í hátíðinni í ár sem
stendur fram á sunnudag þegar úrslitin
verða kunngjörð. Staðirnir bjóða upp á sér-
staka Food & Fun-matseðla þar sem frum-
leikinn er allsráðandi og því ekki að ósekju
að við köllum hátíðina uppáhaldshátíð mat-
gæðinga.
Veitingastaðir + Gestakokkar
101 Kitchen & Wine - Diana Carvalho
Apótek Restaurant - Mikail Mihailov
Eiriksson Brasserie – Friðgeir Eiríksson5
Fiskmarkaðurinn Nikita Randino &
Mikhail Samonov
Fjallkonan – Lenny Messina
Grand Brasserie - Kiran Deeny
Kopar - Gunnar Jensen
La Primavera – Fabio Petrucci
Mathús Garðabæjar – Hamilton Johnson
Mímir - Christopher Davidsen
Reykjavík MEAT – Jesse Miller
Sjáland – Akané Monavon
Sumac – Atli Már Yngvason
Sushi Social – Ben Steigers
VOX Brasserie – Laetitia Bret
Food & Fun haldin í 19 skipti
Rótgróin hátíð Food & Fun-hátíðin er haldin í 19. skipti.
Veisla fyrir
bragðlaukana
Fjölmargir
gestakokkar
hvaðanæva úr
heiminum munu
leika listir sínar
á veitingahúsum
borgarinnar um
helgina.
Ítölsk veisla Leifur Kolbeins á La Primavera hefur verið viðloðandi
hátíðina frá byrjun en gestakokkurinn hans heitir Fabio Petrucci.
Í ár verður Food & FÖNK haldin í fyrsta skipti föstu-
daginn 6. mars. Það eru Samúel Jón Samúelsson og Vín-
stúkan tíu sopar sem standa fyrir þessari veislu og verð-
ur hún haldin í húsnæði Reykjavík Street Food á
Hafnartorgi. Matarhlutinn er í höndum Fanneyjar Dóru
sem vann til bronsveðlauna með kokkalandsliðinu fyrir
skömmu og ætlar hún að gera alvöru Soul Food – New
Orleans Gumbó með rækjum og pylsum. Gleðin hefst kl.
20 og áætlað er að hún standi fram eftir nóttu. Að auki
koma fram fönkplötusnúðarnir DJ Crystal Carma, DJ
Sammi og DJ Sommelier bæði fyrir, eftir og á milli
hljómsveitanna sem eru: Gumbó og Steini, Una Stef &
the SP74, Kraftgalli og Reykjavík Barracuda. Hið marg-
fræga Samúel Jón Samúelsson Big band mun svo ekki
láta sig vanta.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og innifalið í miðaverði er
ískaldur San Miguel-bjór. Að sögn skipuleggjenda er
fastlega reiknað með að þetta verði einstakur viðburður
í sögu þjóðarinnar sem enginn ætti að láta fram hjá sér
fara.
Food & FÖNK
í fyrsta skipti
Skemmtilegasta partíiðÞað má enginn matar-
og tónlistarunnandi missa af þessum viðburði.